Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 22. júní 1989 Fegnastur að enginn dó i árekstrarsenunni Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður: „Ég er þeirrar skoðunar að því betur sem menn skemmta sér við að búa til myndir, því leiðinlegri verði þær — og öfugt. Mér er einna minnisstæðastur sá feginleiki sem greip mig þegar mér varð ljóst við tökur á „Löggulífi" að enginn hafði drepið sig í árekstrarsenunni. Við höfðum sett upp stökkpalla sem bílarnir keyrðu upp á svo þessir ofurhugar gætu svifið í loftinu í tuttugu metra hæð. Leikararnir höfðu aldrei á ævinni skemmt sér eins vel, en mér var ekki eins skemmt meðan þetta atriði var filmað! Ég var með Iífið í lúkunum en fékk ekkert að gert því mér var sagt að þetta væri gjörsamlega hættulaust og meira að segja miklu hættuminna en þegar ég sjálfur færi í sunnudagsbíltúr með fjöl- skylduna! Enda kom það á daginn að út úr þessu járnarusli sem lá á götunni skriðu menn heilir á húfi og hörmuðu það eitt að þeir skyldu ekki hafa fleiri bíla til að eyðileggja. í þessari mynd eyðilögðum við tutt- ugu bíla sem við höfðum keypt á uppboði hjá Vöku og af fólki sem átti gangfæra bíla sem fengu ekki skoðun auk þess sem ágætir menn gáfu mér bíla. Á tímabili átti ég jafnmarga bíla og Steindór — leigubílastöðin. Mér vitanlega var þetta eini bílaeltingaleikurinn sem hefur verið filmaður i íslenskri kvikmynd og örugglega sá fjörug- asti í skandinavískum myndum yfirhöfuð. Þótt ég hafi ekki skemmt mér meðan á tökum stóð skemmti ég mér mjög vel við að klippa filmuna og setja tónlist inn á hana. Þá var þetta nefnilega allt yfirstaðið og engin lífshætta eftir.“ Þráinn nefnir einnig atvik í ann- arri kvikmynd sinni, „Skamm- degi“: „Við völdum okkur þann stað á landinu sem helst var von á snjóþyngslum en urðum frá að hverfa eftir tveggja mánaða dvöl án þess að fá nokkurn snjó á jafn- sléttu. Snjóinn urðum við að sækja upp á heiðar á vörubílum og dreifa honum um með heyblásurum." „PABBI" f ÞJÓÐLEIKHÚSINU 1950: KjfóstöðÍR Glæsibæ O 68 5168. Með teiknibólur i botninum i ástarsenu Steindór Hjörleifsson leikari: Við fréttum að Steindóri hefði ekki orðið orða vant þegar raf- magnið fór af í Iðnó í vetur. Það gerðist á stórhríðarkvöldi eftir jólin og rafmagnsleysið kom í beinu framhaldi af setningu um slíkt sem Steindór var að segja: „Já, við áttum að vera að ræða um að við vildum nokkrir virkja fossinn og mín setning var þannig að ef menn samþykktu það ekki „þá verður öll sveitin rafmagns- laus“. Og púff, í því fór rafmagnið af. (Örn Arnason leikari sagði að þá hefði heyrst frá Steindóri í myrkrinu: „Eins og núna!“) Hálf- tíma síðar komst rafmagnið á aftur og þá var ekkert annað að gera en taka upp þráðinn og segja: „Og eins og ég sagði þá...!“ Annað atvik er Steindóri ofar- lega í huga. „Það gerðist árið 1950 þegar við vorum að sýna gaman- leikritið „Pabbi“ í Þjóðleikhúsinu. í því átti ég ástarsenu mikla á móti Herdísi Þorvaldsdóttur og prakkari nokkur sem tók þátt í sýningunni hafði fundið upp á því að raða heil- um kassa af teiknibólum á stólinn sem ég átti að setjast á. Ég vissi auð- vitað ekkert af þessu, settist á stól- inn með dömuna á hnjánum — og það var ansi erfitt að klára þessa Ijúfu ástarsenu í það skiptið! En, já, ég gerði það — með bólurnar uppi í botninum!“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.