Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur'22. júní 1989
MHi
f SKUGGA HRAFNSINS:
Bálssena i briáluðu veðri
tekin i sól og nlankalogni
Guðjón Sigmundsson, skipstjóri í„ískugga hrafnsins“:
„Þegar við tókum innitökurnar í
skipinu vorum við hjá Höfn i
Hornafirði í kolvitlausu veðri. Öld-
urnar stigu 12—13 metra háar yfir
bátinn sem var drekkhlaðinn af
fólki og leikstjórinn stóð í stafni og
sagði fyrir verkum. Þetta voru rosa-
legar senur. Nema hvað, að þegar
filman kom til útlanda í framköllun
kom í Ijós að hún var ónýt, — rispa
yfir henni allri og þessar fínu senur
ónýtar nema það sem tekið var frá
landi af bátnum að koma inn. Þess-
ar senur í myndinni voru því teknar
hérna úti á Sundinu, í blankalogni
og glaðasólskini! Fyrsta setningin
sem ég segi í myndinni er þegar ég
brýst fram undan seglinu í brjáluðu
veðri og segi að við séum villtir. Til
að fá þennan „effekt“ í seglin — að
þarna væri snarbrjálað veður'—
stóöu sex manneskjur bak við þau
og lömdu! Sminkurnar voru með
„spray“-brúsa fullan af vatni og
sprautuðu því í andlitið á mér svo
það væri rennvott af rigningu. Það
þurfti sí og æ að snúa bátnum svo
sólin kæmi ekki inn á myndina og
stundum skildi maður ekki hvernig
hægt yrði að koma þessu öllu heim
og saman.“
Annað atriði sem Guðjón nefnir
úr sömu mynd er frá „hvalabardag-
anum í Jökulsárlóni. Þar átti Bjarni
Guðmarsson að standa í stafni og
drepa mann sem kom að skipinu. í
næstu tökum á eftir, næstu tvo eða
þrjá dagana, var Bjarni alltaf í
mynd og þurfti þess vegna að
„spjóta Lónið“ alla dagana! Svo
þegar við mættum á frumsýning-
una — þá sást ekkert af þessu at-
riði“!
Með kaldan mat úr
kaupfélaginu i heila viku
Ralph Christians kvikmyndagerðarmaður:
Ralph hefur unnið mikið hér á
landi, bæði við kvikmyndir og
heimildamyndir fyrir þýska sjón-
varpið. í einni slíkri heimildaöflun
ákvað hann að fara norður í Gríms-
ey til að mynda fyrir barnaþátt þar
sem sýna átti þýskum börnum
,,heimskautsbauginn“. Það var
nánast i eina skiptið sem enginn ís-
lendingur var með í för. Ralph seg-
ist hafa haft litlar áhyggjur af slíku,
vinir sínir hér í Reykjavík hafi sagst
vera búnir að hringja í sveitarstjór-
ann í Grímsey og þeir ættu von á
þeim: „Svo lentum við í Grímsey.
Þar beið dráttarvél eftir okkur á
flugvellinum, en enginn enskumæl-
andi í nánd. Við spurðum flugstjór-
ann hvort það væri ekki öruggt að
allir í Grímsey töluðu ensku, en
hann taldi að svo væri ekki. Okkur
var ekið í barnaskólann og þar
fengum við eitt herbergi til umráða
og höfðum aðgang að klósetti. Öll
önnur herbergi voru læst og enginn
hiti á húsinu. Við vorum auðvitað
ekki með neinar matarbirgðir með
okkur, en það var opið í kaupfélag-
inu! Við gengum um einu götuna á
staðnum og við sáum ekki betur en
allir þeir fullorðnu sem við mættum
hlypu í felur! Niðri við höfn hittum
við sjómann sem spurði hvort við
værum komnir til vetursetu! Loks
sáum við börn í fótbolta, á aldrin-
um fimm til tíu ára, og þar sem fót-
bolti er alþjóðamál ákvað ég að
spila við þau. Eftir tveggja tíma fót-
bolta höfðum við náð trausti þeirra
og ég sagði á minni íslensku:
„Follow me. Taka mynd.“ Þau eltu
okkur upp í skóla og þar benti ég á
myndavélarnar og sagði: „Klukkan
níu á morgun. Kaupfélag. Taka
mynd.“ Þetta skildu þau og mættu
á þeim tíma. Þau fóru með okkur
um eyjuna og bentu á markverð-
ustu staðina. Það fór mjög vel á
með okkur, enda fannst þeim
ábyggilega að við værum í réttum
hópi því við töluðum svo barna-
lega! Nú, eftir þriggja daga tökur
ætluðum við að halda heim. En þá
var komið vitlaust veður og engin
flugvél væntanleg. Það var ekki
fyrr en fjórum dögum síðar, eftir
mikið af köldum mat úr kaupfélag-
inu, sem við sátum inni á herberg-
inu og veltum því fyrir okkur því í
ósköðunum við hefðum ekki held-
ur gerst tannlæknar, að við heyrð-
um í dráttarvélinni fyrir utan. Það
var að koma flugvél! Okkur leist nú
ekki meira en svo á þegar við sáum
vélina koma inn til lendingar, hún
hristist til og frá. Undir eðlilegum
kringumstæðum hefði mér ekki
komið til hugar að fara um borð, en
í þetta skipti hugsaði ég mig ekki
um! En myndin heppnaðist vel,
Grímsey tók sig vel út og krakkarnir
voru vingjarnlegir. Við hittum
meira að segja gamlan mann eftir
sjö daga veru þarna og hann spurði
hvort við vildum kaffi...!“
JAFTVAR GREIÐSLUR
LÉTTA PÉR RÓÐURINN
Oft hefur verið óþægilegt að greiða hærri raf-
magnsæikninga á veturna en öðrum árstímum,
einmitt þegarfasteignagjöldin, tryggingaiðgjöldin
og þifreiðagjöldin dembast inn um bréfalúguna
ásamt öllum hinum reikningunum.
Rafmagnsveitur ríkisins vilja nú sem áður létta
þér greiðslubyrðina. Héðan í frá verður aðeins lesið
af mælum einu sinni á ári. Á öðrum tímum verður
orkunotkunin áætluð. Gteiðslum verður því að
mestu leyti jafnað á þá reikninga sem þú færð
senda annan hvern mánuð.
Þessi nýbreytni er liður í þeirri stefnu okkar að
veita örugga og hagkvæma þjónustu. Við höfum
hugfast að góður orkubúskapur er forsenda vel-
ferðar og framfara.
RAFMAGNSVEITUR
1 RlKISINS