Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 10
.10
Fimmtudagur 22. júní 1989
Fjárfestlnga rfélagið í viðskiptum
um tiltrú almennings
A FRETTAVAKT
PALL VILHJALMSSON
í byrjun júnímán-
aðar áttu sér stað
skrýtin viðskipti.
Fjárfestingarl'élag
íslands tók yfir
verðbréfasjóð Hag-
| skipta hf. án þess að
peningar kæmu við
sögu. Það er líka
vafa bundið hver
hefði átt að borga
hverjum; viðskiptin voru um tiltrú almennings á
verðbréfasjóðum. Það traust verður ekki í pen-
ingum mælt.
Verðbréfaviðskipti byggjast á trausti. Þegar
viðskiptavinur gengur inn í verðbréfafyrirtæki og
kaupir bréf upp á tugþúsundir króna verður hann
að treysta því að fyrirtækið ávaxti peningana vel
og örugglega. Ef grunur leikur á að verðbréfasal-
inn ávaxti krónurnar í vafasömum atvinnurekstri
er eins víst að verðbréfaeigendur komi í hrönnum
og krefjist peninga fyrir pappírana.
Það sama er upp á teningnum ef loka verður
einhverjum verðbréfasjóðnum. Óorð kemst á all-
an markaðinn og trúnaðarbrestur verður á milli
almennings og verðbréfasala.
„Það var vitanlega eitthvað í veði fyrir okkur.
Við ákváðum að taka verðbréfasjóð Hagskipta
yfir, enda töldum við þá lausn besta fyrir verð-
bréfamarkaðinn í heild. Valkosturinn var að
verðbréfasjóði Hagskipta yrði lokaðý segir
Gunnar Óskarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Fjárfestingarfélagsins. Gunnar segir yfirtökuna
hafa verið í „samráði” við bankaeftirlitið og
Hagskipti. „Stjórn Hagskipta hafði samband
við bankaeftirlitið og með samþykki þess var leit-
að til okkar.“
Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftir-
Iitsins, sagðist ekki vilja ræða afskipti bankaeft-
irlitsins af einstökum málum. „Okkar afskipti
voru í samræmi við nýsett lög um verðbréfavið-
skipti og verðbréfasjóði,“ var það eina sem Þórð-
ur vildi láta hafa eftir sér.
Fjárfestingarfélagið ætlar sér ekki annað með
Fjárfestingarfélagið ætlar sér
ekki annað með verðbréfasjóð
Hagskipta en haida sjóðnum
gangandi þangað til útgefin
verðbréf, upp á tæplegá'
30 milljónir króna, eru öll
innleyst.
verðbréfasjóð Hagskipta en halda sjóðnum
gangandi þangað til útgefin verðbréf, upp á tæp-
lega 30 milljónir króna, eru öll innleyst. „Það
þjónar engum tilgangi að selja áfram verðbréf
Hagskipta. Ávöxtunin er álíka og á öðrum bréf-
um Fjárfestingarfélagsins,“ segir Gunnar.
Ákvörðun Fjárfestingarfélagsins að taka upp á
arma sína verðbréfasjóð Hagskipta forðaði verð-
bréfamarkaðnum frá öðru áfallinu á innan við
ári.
Stœrsta áfallið
Stærsta áfall verðbréfaviðskipta á íslandi reið
yfir í ágúst og september á síðasta ári. Orðrómur
komst á kreik um bága stöðu eins eða tveggja
verðbréfafyrirtækja. Ölafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins, sagði á pólitísk-
um fundi í Kópavogi að hann vissi til þess að tvö
fjárfestingarfyrirtæki væru á fallandi fæti.
Orð Ólafs urðu heyrinkunn um hádegisbilið
föstudaginn 18. ágúst. Nær samstundis var
áhlaup taugaveiklaðra verðbréfaeigenda á skrif-
stofur verðbréfasala. Fólkið krafðist peninga fyr-
ir pappíra sem það taldi verðlausa.
Daginn eftir sagði Gunnar Óskarsson í viðtali
við DV: „Auðvitað fá allir sitt fé sem biðja um
það, en flestir verða rólegir eftir að við höfum
rætt við þá.” I sama viðtali fór Gunnar fram á það
við Ólaf Ragnar að hann upplýsti hvaða fjárfest-
ingarfyrirtæki Ólafur ætti við. Ólafur neitaði að
gefa út slíkt „heilbrigðisvottorð”.
í nokkra daga streymdi fólk á verðbréfasölur
og lagði bréfin inn. Áætlað er að verðbréf að
upphæð um 200 milljónir króna hafi verið inn-
leyst. Þrátt fyrir að verðbréfafyrirtæki hafi inn-
heimt um 4 milljónir króna í innlausnargjald af
þessum verðbréfum vakti upphlaupið síður en
svo kátínu verðbréfasala.
Óróinn í ágúst rýrði traust almennings á verð-
bréfum. Þegar það gerðist fáum vikum seinna að
Ávöxtun sf. fór á hausinn með miklu brambolti
þótti sem spádómur Ólafs Ragnars gengi eftir.
Aðrir sögðu reyndar að orð Ólafs Ragnars á
fundinum fræga hefðu hrundið skriðunni af stað
sem kaffærði Ávöxtun sf. og spádómurinn hefði
„uppfyllt sjálfan sig“.
Afstýrðu taugaveiklun
Það er ekki hægt að mæla það tjón sem verð-
bréfamarkaðurinn varð fyrir síðsumars í fyrra.
Það var a.m.k. nóg til að Fjárfestingarfélagið
mat það svo að betra væri að yfirtaka verðbréfa-
sjóð Hagskipta með tilheyrandi umstangi og
hætta ekki á taugaveiklun á verðbréfamarkaðn-
um.
Gunnar leggur áherslu á að nægar tryggingar
séu fyrir útgefnum bréfum Hagskipta og kveður
þær hvorttveggja vera veð í fasteignum og ábyrgð
einstaklinga.
Opinbera ástæðan fyrir yfirtöku Fjárfestingar-
félagsins er að Hagskipti hafi ekki getað uppfyllt
þau skilyrði sem rekstraraðilum verðbréfasjóða
eru sett með nýjum Iögum.
Sérstaklegagildir það um 12. grein laganna urn
verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Þar segir
að verðbréfafyrirtæki skuli vera hlutafélög með
að minnsta kosti 20 milljónir í hlutafé. Hlutafé
Hagskipta er ekki nema rúmar tvær milljónir
króna.
Þau lög sem verðbréfafyrirtæki starfa eftir
voru samþykkt á Alþingi í vetur. Þau leystu af
hólmi lög sem ekki voru nema þriggja ára gömul
og segir það sína sögu um þær breytingar sem
orðið hafa á verðbréfaviðskiptum síðustu árin.
íslensk viðskipti á Indlandi
Það kom mörgum á
óvart um daginn, í
umræðunni um ut-
anríkisþjónustuna,
að Jón Baldvin
Hannibalsson utan-
ríkisráðherra skyldi
nefna Indland sem
þann stað, að Japan
frátöldu, þar sem
____ hann vildi helst
opna íslenskt sendiráð. Sú mynd sem menn hafa
af Indlandi er ekki aflandi tækifæranna, heldur
af landi hungurs, stöðnunar og gífurlegrar fá-
tæktar. Það er líka rétt svo langt sem það nær. Af
850 milljónum íbúa landsins búa að minnsta
kosti 500 milljónir nálægt hungurmörkum og
margir þeirra raunar þar langt fyrir neðan. Það
deyja fleiri úr hungri á Indlandsskaga en í allri
Afríku samanlagðri. Af þeim fjörutíu þúsundum
|sem deyja á hverjum degi ársins úr afleiðingum
1 fátæktar mætir þriðjungur örlögum sínum á Ind-
landi. Indverskar stórborgir, eins og Kalkútta og
Bombay, sem báðar eru byggðar langt yfir tíu
milljónum manna, eru einhver hroðalegustu fá-
tæktarbæli á jörðinni. Þeir sem lesið hafa um
(störf móður Teresu hafa eðlilega, og að hluta til
réttilega, skapað sér mynd af yfirfylltum borgum
þar sem hungurdauði blasir við á hverju götu-
horni.
Þessi er hins vegar fjarri því að vera öll sagan
um Indland og utanríkisráðherra hefur rétt fyrir
sér þegar hann bendir til mikilla tækifæra til við-
skipta á Indlandi. Hann er heldur ekki fyrstur
manna til að koma auga á þetta. Indland er að
opnast fyrir erlendum viðskiptum eftir langa éin-
angrun í alþjóðaviðskiptum og þar á sér stað ör
uppbygging á mörgum sviðum, oft með þátttöku
erlendra fyrirtækja.
Innflu tn ingsh öft
Forsaga málsins er hins vegar sú, að allt frá
sjálfstæðistöku fyrir rúmum fjörutíu árum hefur
það verið stefna indverskra stjórnvalda að byggja
upp iðnaðarframleiðslu í landinu í skjóli inn-
flutningshafta. Nehrú og dóttir hans Indira
fylgdu þessari stefnu einarðlega og nutu stuðn-
Utanríkisráðherra hefur rétt
fyrir sér þegar hann bendir til
mikilla tækifæra til viðskipta á
Indlandi.
ings Sovétmanna við að byggja upp iðnað sem
var sjálfum sér nógur um tækni og flest aðföng.
lndverjar frantleiða nú án erlendrar aðstoðar
kjarnorkuver og eldflaugar og eru í hópi aðeins
sex til átta þjóða í heiminum sem ráða yfir nægri
þekkingu til slíks. Þessi einangrunarstefna varð
til þess að erlend stórfyrirtæki gátu ekki fjárfest
í landinu og um leið staðnaði tækni heimamanna
og varð síður samkeppnisfær. Indland er til að
mynda nánast eina landið í heiminum þar sem
fyrirtæki á borð við IBM og Coca Cola eru ekki
með framleiðslu eða sölustarfsemi.
Rajiv Ghandi hefur reynt að gera verulegar
breytingar í efnahagsmálum og þó þær fari hægt
og hafi margar mistekist hafa viðhorfin breyst á
Indlandi og erlend fyrirtæki eru nú í biðröðum
með að komast inn á indverskan markað. Bæði er
um að ræða fjárfestingu í verksmijum á Indlandi,
innflutning frá útlöndum og sölu á þekkingu til
þeirrar uppbyggingar sem þar fer nú fram.
Sala á þekkingu
Indverskur markaður, fyrir nánast hvað sem
er, lýtur talsvert öðrum lögmálum en gerist í
okkar heimshluta og það hefur gert vestrænum
fyrirtækjum afar erfitt fyrir, auk þeirra vand-
ræða sem þau hafa haft af innflutningshöftum.
Markaðurinn er hins vegar stór og fer ört stækk-
andi. Indverska millistéttin telur í það minnsta
200 milljónir manna, kannski 300 milljónir, eftir
því hvernig er flokkað. Þarna nægir að vísu að
eiga mótorhjól, sjónvarp og litla íbúð til að teljast
millistéttarmaður og slíkir eru ekki líklegir til að
bregða sér út í búð eftir íslenskum graflaxi.
Það er heldur ekki neytendamarkaðurinn sem
utanríkisráðherra mun einkum hafa í huga sem
vettvang fyrir íslensk fyrirtæki, heldur sala á
þekkingu til atvinnuuppbyggingar, og þá er það
að sjálfsögðu sjávarútvegur sem kemur helst til
greina. Þar eru miklir möguleikar fyrir hendi, þó
fjármögnun á slíku verði afar erfið. Veruleg upp-
bygging átti sér stað í sjávarútvegi á nokkrum
svæðum Indlands fyrir fáum árum, sem að sumu
leyti nýttist iandsmönnum afar illa, því þetta
eyðilagði fiskimið fyrir hundruðum þúsunda
fiskimanna en veitti mun færri atvinnu í staðinn.
Mest af aflanum var síðan flutt til Japans og arð-
urinn dreifðist ekki út fyrir fámennan hóp. Þó
slík mistök hafi átt sér stað þýðir það ekki að
menn eigi að hætta við þetta, en rétt er áð hafa í
huga hversu mjög öðruvísi aðstæður eru þarna,
og að hve mörgu þarf að hyggja. Þetta verður því
ekki verkefni til skyndiátaks eða skjóts hagnaðar,
en gæti skipt máli fyrir okkur í framtíðinni og um
leið orðið til góðs þarna eystra ef rétt er að málum
staðið.
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
i vikunnS
...lækkuðu raunvextir
hjá flestum bönkum og
sparisjóöum um
0,25-0,5%. Þá hækka
nafnvextir óverðtryggðra
útlána um allt aö 3%.
...boðaði ríkisstjórnin
ýmsar breytingar til að
bæta lífskjöralmennings.
Persónuafsláttur og
barnabæturmunu hækka
um næstu mánaðamót og
skattleysismörk einstakl-
inga hækka. Verð á mjólk,
bensíni og kindakjöti
lækkar.
...var fjölda fyrirtækja
um allt land lokað vegna
vangoldins söluskatts.
1.600 fyrirtæki skulda 300
þúsund eða meira í sölu-
skatt.
...svívirtu þrlr banda-
rískir hermenn íslenska
fánann og fána erlendra
ríkja. Atvikið átti sér stað
á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Utanríkisráðherra
kom fordæmingu á þessu
atviki á framfæri við varn-
arliðið.
...hófust hvalveiðar -í
vísindaskyni og sam-
kvæmt fjögurra ára vls-
indaáætlun verðaveiddar
82 langreyðar. Sjávarút-
vegsráðherra segist bjart-
sýnn á að samkomulag
náist um að hvalveiðar Is-
lendinga hefjist að nýju
árið 1991.
...rakst skemmtiferða-
skipið Maxím Gorklj á is-
spöng 150 sjómllur frá
Svalbarða. Rúmlega 600
farþegar björguðust heilir
á húfi eftir velheppnaðar
björgunaraðgerðir. Björg-
unarmönnum tókst að
halda skipinu á floti og
eru góðar Kkur taldar á að
takist að bjarga skipinu,
sem laskaöist illa.
...hófust heræfingar
Bandaríkjamanna á ís-
iandi. Um eitt þúsund
liðsmenn (varaliöi Banda-
ríkjahers taka þátt ( æf-
ingunum.
...efndu Samtök her-
stöðvaandstæðinga til
mótmælaaðgerða végna
heræfinga Bandarlkja-
manna.
...dró Benedikt Gröndai
heimasendiherra til baka
uppsögn slna úr utanrík-
isþjónustunni. Utanrlkis-
ráðherra bauö Benedikt
stöðu fastafulltrúa hjá
Sameinuðu þjóðunum og
þá Benedikt stöðuna.
...riáðu borgaryfirvöld I
Reykjavík og bæjaryfir-
völd I Kópavogi sam-
komulagi um sorpmót-
töku I Gufunesi. En Kópa-
vogskaupstaður áskilur
sér rétt til að láta dóm-
stóla skera úr um gildi
samningsins um Foss-
vogsbraut.
...var Hallur Magnússon
blaðamaöur dæmdur til
að greiöa 40 þús. kr. sekt I
sakadómi vegna ummæla
sinna um séra Þóri Steph-
ensen I grein í Tímanum á
síðasta ári.
...sæmdi forseti íslands
19- íslendinga heiðurs-
merki hinnar Islensku
fálkaorðu.
...var stofnað félag jafn-
aðar- og lýðræðissinna á
Hótel Borgogheitirfélag-
ið Birting. Nýja félagið á
aðild að Alþýðubandalag-
inu en hluti félagsmanna
er utan flokks.
...lést séra Jakob Jóns-
son. Séra Jakob var einn
af atkvæðamestu kenni-
mönnum kirkjunnar og
eftir hann liggja fjölmörg
rit.