Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 16
16
Fimmtudagur 22. júní 1989
sjúkdómar og fólk
Koddadauði/skyndidauði ungbarna
Ömurleg lífsreynsla
Ég var einu sinni að vinna á slysa-
deildinni, þegar komið var með lítið
barn, sem fundist hafði dáið í vögg-
unni sinni þá um morguninn. Þetta
var pattaralegur strákur, sem for-
eldrarnir sögðu alltaf hafa verið
hraustan. Þau höfðu komið að
honum látnum í vöggunni snemma
dags. Mér Iíður aldrei úr minni
örvinglan þessa fólks og ég reiddist
almættinu fyrir þetta miskunnar-
leysi tilverunnar. Hver gat eiginlega
verið tilgangurinn með atburðum
sem þessum? — Hvað ætli hafi
gerst? sögðum við aðstoðarlækn-
arnir hver við annan, og einn sér-
fræðinganna sagði þetta vera svo-
kallaðan koddadauða eða skyndi-
dauða, en þá dæju smábörn í vögg-
unni sinni og enginn virtist vita
hvað hefði orðið þeim að fjörtjóni.
Síðan þetta gerðist hef ég nokkrum
sinnum heyrt af harmleikjum sem
þessum og alltaf slær að mér óhug
og ótta.
Nœturhrœðsla
Þetta rifjaðist upp fyrir mér eitt
kvöldið, þegar vinur minn einn var
að segja mér frá barninu sínu ný-
fædda. Hann var ákaflega glaður
og hress vegna þessa barns, sem þau
hjónin höfðu beðið Iengi eftir.
Hann velti því fyrir sér, hvað hann
ætti að skíra barnið, og síðan fór-
um við að ræða öll vandamálin sem
væru litlum börnum samfara. Við
ræddum um þetta spekingslega
nokkra stund og fórum síðan að
tala um unglingana og allt sem
þeim fylgdi. Smábörn væru þó
nægjusöm og sættu sig við það, sem
að þeim væri rétt, annað væri með
unglingana, sem aldrei virtust
ánægðir með neitt. Hann fjargviðr-
aðist Iítils háttar úr af bleyjuveseni,
en svo sagðist hann vera hræddast-
ur við þennan svokallaða skyndi-
dauða. Eitthvert náið skyldmenni
hafði misst barn sitt á þennan hátt
og hann hafði hugsað mikið um
þetta. — Ég fer oft fram úr á nótt-
unni, stend við vögguna og fylgist
með barninu anda, sagði hann, ég
þori bara ekki annað, því ég er svo
hræddur um að eitthvað geti gerst.
Hvernig er hægt að fyrirbyggja
þetta? spurði hann. Ég er eiginlega
hættur að sofa eðlilega á nóttunni
vegna þessa.
Sjaldgceft fyrirbœri
Ég skýrði það úrfyrir honum að
koddadauði væri ákaflega sjald-
gæft fyrirbæri (1—2 dauðs-
föll/1000 lifandi fæðingar) en lof-
aði síðan að láta hann vita ef ég
rækist á einhverja grein um þetta
efni. Mikið hefur verið skrifað um
það og mikið rannsakað en í raun
hefur engin skýring fundist sem
varpar óyggjandi ljósi á skyndi-
dauðann. Orsökin virðist oftast
vera óþekkt. Flestir læknar hallast
þó að því að þessi börn deyi vegna
öndunarbilunar sem mögulega
stafar af vanþroska í þeim stöðvum
heilans sem stjórna eiga önduninni
og viðbrögðum hennar við ýmiss
konar breytingum í umhverfinu.
Sum þessara barna virðast stundum
hafa haft einhverja lítilvæga sýk-
ingu dagana áður. í einu af janúar-
heftum enska læknablaðsins
Lancet er grein um skyndidauða
ungbarna frá læknum á Nýja-Sjá-
landi. í því landi virðist skyndilegur
ungbarnadauði mun algengari en
víðast annars staðar svo höfund-
arnir hafa kannað fjölmörg slík til-
felli. Þeir halda þvi fram, að líkams-
hiti barnsins skipti miklu máli þeg-
ar rætt er um skyndidauða. Það er
margt sem hefur áhrif á hitastig
barnsins svo sem fatnaður, rúmföt,
stofuhiti og veðurfar. Líkaminn býr
yfir hæfni til að lækka hitastigið
með önduninni og aukinni útgufun
gegnum húðina. Lítil börn sem sofa
í vöggum sínum eru oft dúðuð með
sængum og klædd í heit náttföt og
nærföt. Þegar þessum börnum
hitnar, t.d. í vægri sýkingu, þá reyn-
ir líkami þeirra að lækka hitann á
eðlilegan hátt. Höfundarnir telja
að ákveðinn hluti skyndidauða hjá
ungbörnum stafi af hitahækkun,
sem barnið ræður ekki við vegna
þess hversu dúðað það er, og auk
þess liggi það oft á maganum, sem
minnki hitatapið enn og hækki
þannig líkamshitann. Hitahækkun
og vanhæfni til að ráða við hitann
vegna ytri aðstæðna og vanhæfni
öndunarstöðvanna geta þannig or-
sakað skyndidauða hjá ungbörn-
um. En enginn virðist vita í raun
hvað gerist í öllu því flóði af tilgát-
um sem á Iofti eru.
Lítið hœgt að gera
Ég hringdi í þennan vin minn
þegar ég hafði lesið greinina til enda
og sagði honum frá þessu. — Þú átt
ekki að hafa barnið alltof klætt
þegar það er með einhverja hitapest
eða vægan hita. Annars virðist ekk-
ert hægt að gera. Stöku sinnum
hafa foreldrar þó komið að börnum
sínum í andnauð og þá verður að
ýta rösklega við þeim svo þau taki
við sér aftur og hjálpa þeim. En
vertu ekki of hræddur við þetta,
skyndidauðinn er ákaflega sjald-
gæfur og lítið eða ekkert sem þú
getur gert. Vertu miklu hræddari
um barnið þegar það er komið á
mótorhjól! Vinur minn dæsti
þreytulega og við kvöddumst með
virktum.
OTTAR -
pressupennar
Þegar lygin stelst i föt sannleikans
Skelfing er leiðinlegt, fyrir son
bónda, að hlusta á þann tízkuvaðal
sem hærra og hærra bylur á lilust-
um, að bændur og búalið séu afæt-
ur þjóðar. Sé hann réttur kínverski
málshátturinn að það eitt skipti
máli að klína nógu djarl't, því að
alltaf loði eitthvað við, þá er ekki
langt í að þjóðin fari að trúa þessu
sjálf. Kannske er sú tíð komin?
Lesa má nú, með flennuletri,
hversu mikið við gætum sparað
með því að fela kaupahéðnum okk-
ar að flytja allar landbúnaðaraf-
urðirnar inn. Þetta er stutt „rök-
um“, útreikningi tölvu, sem í hefir
verið stungið forriti hrærigrauts
heimsku og lygi. Með líku forriti
gæti eg sannað, að það sé alltof dýrt
að ráða íslenzka verkamenn til
vinnu, úti í henni veröld sé til fólk
sem sætta myndi sig við miklu lægri
laun. Tölvan mín gæti meira að
segja sannað, að það sé alltof dýrt
að vera að burðast með þing,
stjórnarráð og forseta, fyrir þessar
fáu hræður sem hér búa, til sé fjöld-
inn allur af borgum sem ekkert slíkt
hafi, en eru fjölmennari þó. Lausn-
in tölvunnar væri, að það myndi
borga sig að biðja einhverja erlenda
þjóð að senda hingað sendiherra
sem tæki að sér störf þessa fyrir-
fólks okkar. Nú tölvan gæti líka
sannað mér, að óþarfi sé að burðast
með alla þessa lækna og presta, til
séu ríki þar sem fáeinir læknar og 2
til 3 trúboðar sinna miklu stærri
hjörðum, og þar er fólk ekki að
burðast með dómsali, skóla og svo-
leiðis hégóma. Hugsið ykkur, hvað
tölvan mín gæti fengið glæsilega
tölu á skjáinn! Við gætum í gleði
okkar farið að flytja út peninga,
lagt skipum, slátrað rolluskjátum,
og farið að flytja út peninga. Það
væri munur. Éða finnst ykkur
ekki?
En fyrir hvað er ráðizt á íslenzka
bændur? Jú, þeireru of duglegir. Á
fáum árum hafa þeir breytt þúfna-
krögum og mýrarfenjum í nytja-
grundir, breytt jarðholum í gíæsi-
hús, breytt hjörð sinni í afurða-
skepnur. Feðrum okkar og mæðr-
um tókst að bera ísland út í sólskin-
ið, rétta það í fang sjálfstæðrar
þjóðar. En bændur framleiða of
mikið að okkur finnst, þessum sem
höfum kosið að lifa sem lýs á nytja-
gróðri. Og þegar bændur tóku upp
á þeim skolla að heimta kaup fyrir
störf sín, vildu fá svona álíka og
þeir sem sleikja frímerki í bæjum,
þá keyrði nú fyrst um þverbak.
Auðvitað áttu þeir, að okkar dómi,
enga heimtingu á slíku, við neitum
að greiða slíka frekju, heimtum að
hún sé niðurgreidd. Síðan eru áróð-
ursmeistarar látnir tyggja í þjóðar-
sálina, að sú niðurgreiðsla sé ekki til
okkar, heldur bændanna. Og þetta
hefir tekizt það vel, að flestir virð-
ast trúa, að niðurgreiðslurnar á
landbúnaðarvörum séu styrkir til
bænda, virðast ekki hafa hugmynd
um, að þetta er gjald til þjóðar, sem
vill vera sjálfstæð, henni allri til
handa en engri einni stétt. Við höf-
um valið okkur lífsstíl, viljum hafa
hann háan, mennilegan, og það
kostar sitt, er erfitt fyrir fámenna
þjóð. Að ímynda sér, að þunginn af
þeirri byrði sé allur bændum að
kenna, er álíka heimska og ef lim
trés teldi sig ná nær himni, ef það
yrði höggvið af rót sinni. Ekkert
annað en heimskan einber.
Það er líka eitthvað bogið við það
hagkerfi, sem kinnroðalaust heldur
því fram, að of mikið sé framleitt af
mat, og það í heimi þar sem millj-
ónir svelta. Segið það heimiliskett-
inum, en ekki mönnum, að ekki sé
til kunnátta og tækni til að breyta
offramleiðslu okkar dugmiklu
þjóðar til lífs þeim, er enn geta ekki
fætt sig. Allt sem til þarf er breyttur
hugsanagangur — VILJI.
aR. SIGURÐUR
HAUKUR
GUÐJÓNSSON