Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 22. júní 1989
23
Jóhannes Páll páfi annar: Er
ur íslendingur kaþólskari en
Ágústa Kristófersdótt-
ir, áttræður unglingur og
ættmóðir heilu kynslóð*
anna af kaþólsku fólki:
„Ég gekk í kaþólsku kirkj-
una eftir að ég missti
manninn minn. Mesta
gleðistund lífs míns var
að þiggja sakramenti hjá
páfanum.“
alls ekki á nafn. Aðrir segja að Jes-
ús Kristur sé ekki guðs sonur.“
Haraldur er ekki hrifinn af kven-
prestum. „Það er ekki spurning um
kvenréttindi hvort konur eru prest-
ar eða ekki. Ég á erfitt með að fá
guðfræðileg rök fyrir því að konur
gegni preststarfi. Kristur ætlaði
konunr annað hlutverk í kirkjunni
og ekkert ómerkara. Hjálparstarf
móður Theresu í Kalkútta er dæmi
um starf slíkra kvenna sem sendar
eru af guði. Það má undirstrika
hversu kaþólskir menn hal'a Maríu
guðsmóður í hávegum. Og Maríu-
dýrkun á íslandi er dæmi um það
hve margir íslendingar standa í
raun nærri kaþólskri trú. Maríu-
dýrkun með þessum hætti þekkist
ekki í öðrum lúterskum Iöndum.“ í
þessu samhengi má geta þess að eig-
inkona Haraldar, Sveindis Þóris-
dóttir, hefur ekki hugsað sér að
yfirgefa Þjóðkirkjuna á næstunni.
Auk annarra starfa er Haraldur
Bföndal lögfræðingur Prestalelags
íslands. Getur kaþólskur maður
tryggt hagsmuni lúterskra presta
nógu vel? „Ég hef nú ekki verið lát-
inn hætta ennþá,“ segir Haraldur.
„Við Iögfræðingar erum ekki mikið
að skipta okkur af guðfræðinni.
Þetta mál hefur hreinlega ekkert
verið rætt.“
Hreifst af
fyrirgefningunni
Á meðal kaþólskra manna á ís-
landi er Sigmar B. Hauksson, mat-
reiðslumeistari o.fl. „Það er langt
síðan ég varð kaþólskur,“ segir Sig-
mar sem kveðst hafa snúist til þess-
arar truar þegar hann var við nám í
Svíþjóð. „Upp úr 1968 var rót á
hugum margra ungra manna; þá
var stríð í Víetnam og mikill áhugi
á marxisma. Það var — og er enn —
sjaldgæft að yngra fólk viður-
kenndi að það væri kristið; slíkt
fólk er einatt talið til furðufugla.
En ég fór að kynna mér trúar-
bragðasögu og hreifst af lífssýn
kaþólskra manna, einkum fyrir-
gefningunni, sem skipar þar önd-
vegi.“
Sigmari þykir kaþólskan á marg-
an hátt mannlegrj trúarbrögð en
lúterskan og kaþólska kirkjan
raunveruleg heimskirkja. „Og það
er gott að vera kaþólskur á ís-
landi," segir hann. „íslenska jrjóð-
in er almennt vinsamleg í garð þess-
ara trúarbragða og hefur á þeim
mikiðálit eins og best sést af því hve
mikið Karmelítasysturnar i Hafn-
arfirði eru beðnar að biðja fyrir
sjúkum.“ Marga lúterska presta,
einkurn á meðal hinna yngri, segir
Sigmar vera halla undir kaþólsk-
una. Og meira að segja Þjóðviljinn,
sem m.a. telst vera málgagn sósíal-
isma, skrifar mikið og jákvætt um
kaþólska trú, að áliti Sigmars; ýms-
ir ritstjórnarpistlar þar beri það
með sér að höfundur þeirra sé í eðli
sínu rammkaþólskur.
Sigmar B. Hauksson, mat-
reiöslumeistari o.fl.: „Ungir
menn sem viöurkenna aö þeir
séu kristnir eru oft álitnir furðu-
fugiar.“
Nina Björk Árnadóttir skáldkona: „Eg fæddist trúuð en valdi mér
kaþólsku kirkjuna af því að hún er hin raunverulega móðurkirkja.“
Haraldur Blöndal lögfræðingur: „Ekki spurning um
kvenréttindi hvort konur eru prestar eða ekki. Kristur
ætlaði konum annað hlutskipti í kirkjunni og ekki
ómerkara."