Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 24
24 *-' > 'Fi m mt údagw '22l1 j ú n í i 989 Sigmar er giftur Helgu Thorberg, Ieikkonu m.m. Helga er ekki kaþ- ólsk eins og eiginmaður hennar heldur í hinni Iútersk-evangelísku Þjóðkirkju — „þótt ég sé svo dæmigerður íslendingur í ‘mér að vera ekki kirkjurækin," segir hún. Hins vegar var Guðfinna Breið- fjörð, móðir Helgu — sem hún hef- ur skrifað um bók —, kaþólsk. Þá er sex ára sonur þeirra Sigmars og Helgu, Haukur, skírður í kaþólsku kirkjunni, sem Helga segist bera mikla virðingu fyrir' sem merkri stofnun þótt ekki hafi orðið af því að hún gengi í hana sjálf. Sól og ylur Hjá vinafólki þeirra hjóna er hlutverkum þveröfugt skipað hvað trúarbrögðin áhrærir. Gísli Rúnar Jónsson leikari er maður lúterskur. Eiginkona hans, gamanleikkonan Edda Björgvinsdóttir, er aftur á móti kaþólsk eins og hún á að nokkru leyti kyn til. Annna Eddu í kvenlegg, Ágústa Kristófersdóttir húsfrú, sneri sér að skauti kaþólsku kirkjunnar í leit að huggun eftir að hún missti eiginmann sinn, Kristin Magnússon, árið 1956. Agústa, sem nú stendur á átt- ræðu en er sprækari en margur unglingurinn, er ekki í nokkrum vafa um að í kaþólsku kirkjunni hafi hún fundið eitthvað sem hún gat ekki komið auga á í Þjóðkirkj- unni óg hún kallar „sól, yl og hugg- un“. ÖII voru börnin hennar sjö að vísu skírð upp á lútersku. En tvær dætur hennar, þær Margrét, móðir F.ddu Björgvins, og Eva, kusu að fermast í kaþólsku kirkjunni, svo og báðir yngstu synirnir, Kristinn og Kristófer Már, sem eitt sinn var í Bandalagi jafnaðarmanna en býr nú í Brussel. Sambýliskona hans þar, Valgerður Bjarnadóttir Bene- diktssonar, fyrrum eiginkona Vil- mundar heitins Gylfasonar, er hins vegar ekki kaþólsk. Heimsókn Jóhannesar Páls páfa hingað til lands er ein mesta gleði- stund sem Ágústa Kristófersdóttir minnist úr Íífi sínu. „Ég var svo lán- söm að fá sakramentið hjá páfan- um,“ segir hún, „oggeta fylgst með þremur langömmubörnum mínum í altarisgöngu hjá honum." Þetta voru: Oddur Hrafn, sonur Björg- Gunnar Eyjólfsson leikari: „Ég missti móður mína þegar ég var á viðkvæmum aldri og fann þá tii mikillar trúarþarfar. Ég hafði kynni af kaþólsku fólki og trú þess hafði sterk áhrif á mig.“ vins Halldórssonar hljómlistar- manns og Ragnheiðar Bjarkar Reynisdóttur; Selma Gunnarsdótt- ir, dóttir Gunnars Ólafssonar versl- unarmanns og Önnu Reynisdóttur (þær Ragnheiður Björk og Anna eru dótturdætur Margrétar, dætur Svölu sem ekki er kaþólsk); og Björgvin Franz Gíslason Rúnars og Eddu sem fyrr er getið Kaþólski söfnuðurinn á íslandi er um margt sérstakur vegna þess hversu margir útlendingar eru í honum, sumir giftir íslendirigum. Richard Scobier rokkari í Rikshaw og útvarpsmaður á FM: „Frábær tilfinning að vera kaþólskur!“ Börnum slíks fólks er oft nokkur vandi á höndum um það hvort þau eigi að vera áfram í söfnuði kaþ- ólskra eða fylgja straumnum inn í Þjóðkirkjuna. Fyrir Richard Sco- bie, rokktónlistar- og útvarpsmann, hefur það þó aldrei verið nein spurning. Móðir Richards er ís- Iensk og gerðist kaþólsk þegar hún giftist kaþólskum Bandaríkja- manni. „Kaþólski söfnuðurinn er mitt trúfélag sem ég hef kosið að vera í. Það er frábær tilfinning að sækja kaþólska messu. Ég held að það að vera kaþólskur hafi góð áhrif á mig í daglegum samskiptum mínum við annað fólk. Kaþólska kirkjan boðar kærleika Jesú Krists og þess vegna reynir maður að vera góð sál en er samt auðvitað bara mannlegur,“ segir Richard Scobie, virkur kaþólikki sem var m.a. gæslumaður í Landakotskirkju þegar páfinn messaði þar. Systir Ri- chards, Ásta Denise, er líka kaþ- ólsk, gift Sverri Bernhöft sem er það hins vegar ekki. Félagslegt réttlæti Hér verða að sjálfsögðu ekki taldir upp allir þeir sem játa kaþ- ólska trú hér á landi. Af kunnum kaþólskum borgurum sem enn er ógetið má nefna Leif Þórarinsson tónskáld; Guðmund á Mokka, Guðnýju konu hans og börn þeirra hjóna; Þórunni Magneu Magnús- dóttur leikkonu; Harald Hannes- son hagfræðing; Gunnar .1. Frið- riksson framkvæmdastjóra; Baltas- ar Samper listmálara, sem flutti trú sína með sér frá heimalandi sínu, Spáni; Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðing; og Sigurveigu Guð- mundsdóttur, áttræða fræði- og kvenréttindakonu sem mikill ætt- bogi er af. Nína Björk Árnadóttir skáld- kona er kaþólsk. Það er eiginmaður hennar, Bragi Kristjónsson forn- bókasali, líka, sem og synir þeirra hjóna þrír, en þeir þjóna iðulega sem messudrengir í Landakots- kirkju. „Ég fæddist trúuð,“ segir Nína Björk. „Mér hefur alltaf fundist kaþólska kirkjan vera hin eina sanna móðurkirkja enda þótt þaðséuekkinemaum 15ársíðanég „konvertéraði". Ég hef mikla trú á Maríu guðsmóður og ég veit að hún bænheyrði mig eitt sinn þegar ég var í miklum vanda stödd.“ Kaþólskir menn á íslandi eru á einu máli um það að koma páfans til íslands hafi verið mjög þýðingar- mikill viðburður og söfnuðinum uppörvun og hvatning. „Þessi mað- ur, páfinn, geislaði af friði og lítil- læti,“ segir Gunnar Eyjólfsson leikari, sem varð kaþólskur árið 1943 en trúarþörf hans var m.a. sprottin af því að ungur að aldri missti hann móður sína. Gunnar lýsir undrun sinni á þeim gagnrýn- isröddum sem örlaði á vegna kostn- aðar við páfaheintsóknina. Hann minnir á að íslendingar standi i þakkarskuld við kaþólsku kirkjuna fyrir það óeigingjarna sjúkrahús- starf sem hér hefur verið unnið á vegum hennar í tæp 100 ár. „Þetta starf kaþólsku krikjunnar er liður í baráttu hennar fyrir félagslegu rétt- Iæti og það er af þessum sökum, hef ég heyrt, að margir vinstri menn hér á landi hafa gjóað augunt til henn- ar. En menn skyldu hafa hugfast að kaþólska kirkjan lofar því ekki að þcir geti öðlast alsælu á skömmum tíma í jarðvistinni. Slíkt gerist að- eins í eilífðinni.“ kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Ef ég mætti spyrja... Eitt af einkennum nútímakyn- fræðslu er að leyfilegt er að spyrja um hvað sem er. í gegnum tíðina hafa alltaf verið viss viðkvæm mál sem ekki hefur þótt kurteisi að spyrja um. Stundum er líka sá galli á námsefni að þó ýmsir efnisþættir séu álitnir nauðsynlegir eru þeir ekkert endilega það sem krakkar hafa mestan áhuga á að kynna sér. Grunnskólakrakkarnir sem þið lásuð um í síðustu tveimur pistlum fengu einmitt tækifæri til að ímynda sér hvers þeir myndu spyrja hitt kynið ef þeir mættu spyrja það að hverju sem væri. Þegar maður les svo yfir þessar spurningar eru þær góð áminning um að halda sig við raunveruleikann; krakkarnir vilja fá svör við þessurn spurning- um ekki síður en öðrum. Sumar spurninganna virðast alveg út í liött en aðrar eru einlægar. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli, aðal- atriðið er að eftirfarandi spurning- ar komu þeim í hug hvort sem þær voru set(ar niður á blað í fúlustu al- vöru eða ekki. Það bendir til þess að krakkarnir spái eða hafi a.m.k. spáð eitthvað í þessa hluti. Áttu flottan bíl? Ef stelpur rnættu spyrja stráka að liverju sem væri koma eftirfar- andi spurningar fram: „Notar þú margar stelpur?“, „Ertu á föstu?“, „Hvað er síminn hjá þér?“, „Hvernig er að vera strákur?", „Hvernig Iíður strakum þegar þeir fara upp í skíðalyftu?“, „Hugsið þið með klofinu?“,.„Er sárt að vera í of þröngum gallabuxum?" „Ertu með kynsjúkdóm?“, „Er nauðsyn- legt að nota pungbindi í fótbolta?", „Er þægiiegt að vera i brók með gati?“, „Áttu flottan bíl?“, „Hvað ertu gamail?“, „Ertu á móti græn- friðungum?“, „Hver eru viðhorf þín til kynlífsins?“, „Viltu byrja með mér?“, „Ertu með bringu- hár?“, „Hvað hefur þú verið með mörgum stelpum'?“, „Hvað hugsar þú þegar þú ert með stelpu?“, „Vær- ir þú til í að vera óléttur?“, „Hefur þú barnað stelpu?“, „Hvað myndir þú gera ef stelpan þín yrði ólétt, myndir þú vilja láta hana fara í fóst- ureyðingu?“, „Hvað hrífur strák mest þegar hann sér stelpu (útlitið, persónuleikinn o.s.frv.)?“, „Ertu með eða á móti framhjáhaldi?“, „Hvað er ást?“, „Gætir þú verið meðkstelpu bara til þess að sofa hjá henni?“, „Myndi það skipta miklu ef4stelpan væi i á pillunni?“, „Hvað myndir þú þola það lengi ef stelpan sem þú ert með myndi neita að sofa hjá þér — hún vill ekki svona fljótt?“, „Af hverju eruð þið með svona mikla stæla?“, „Er ekki neyð- arlegt að fá standpínu?“, „Hvernig tilfinningar berðu til stelpna?", „Finnst þér töff að vera nteð klám- kjaft eða nýtur þú þess?“, „Vildir þú heldur vera með einni stelpu í eitt ár en mörgum stelpum í eitt ár?“ „Reynir þú oft að vera fyndinn ná- lægt steipum sem þú ert hrifinn af?“, „Hvað myndir þú gera ef þú færir heim með stelpu og hvorugt ætti smokk?“, „Hvað gera þeir til að kynnast stelpu?“, „Er vont að fá standpínu?“, „Hvað myndi strákur gera ef hans heittelskaða segöi hon- um upp?“, „Hvað myndi hann gera ef stelpan héldi framhjá honum?“, „Hvernig lýsir það sér tilfinninga- lega þegar hann fær það?“, „Hvern- ig er það að vera afsveinaður?“, „Hvernig líður þeim eftir að hafa afmeyjað stelpu?“, „Skiptir ein- hverju rnáli hvað tippið er stórt?“, „Hefur þú prófað stellingu 69 standandi?“. Ertu hrein mey? Ef strákar inættu spyrja stelpur að hverju sem væri koma þeim þess- ar spurningar í hug: „Ertu með strák?“, „Ertu hrein mey?“, „Viltu byrja með mér?“, „Hefur þú mik- inn áhuga á kynlífi?“, „Notar þú hjálpartæki?", „Ertu á pillunni?“, „Ertu á túr?“, „Viltu ríða?“, „Ertu með Aids eða lekanda?“, „Viltu korna bak við hús með mér?“, „Hvernig líst þér á mig?“, „Ertu með stór brjóst?“, „Hvernig er að vera á túr — er það vont?“, „Hvað kostar „typical" brjóstahaldari út úr búð í dag?“, „Viljið þið sjá hann?“, „Haldið þig að það sé gott að gera það í sokkum?“, „Af hverju haldið þig að við séum svona grað- ir?“, „Ér ekki erfitt að hlaupa með brjóst?“, „Er erfitt að fæða?“, „Er gaman að vera stelpa?“. Strákarnir spurðu miklu færri spurninga og frekar einhliða, eins og þið sjáið. Munurinn á spurning- unum er sláandi og væri fróðlegt að kanna ástæður þess. A.m.k. finnst mér þær endurspegla þörfina fyrir víðtæka kynfræðslu — en þér? k

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.