Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. júní 1989 11 eir sem búa í glerhúsum skyldu varast að kasta steinum. Dæmi um slíkt kom enn í ljós í sam- bandi við dráttarvaxtamálið í Tjarnarskóla. Frá því uppvíst varð um málið hefur fjöldi fólks haft samband við okkur og þeirra á meðal fyrrum íbúar í fjölbýlishúsi við Fellsmúla. Það hefur nefnilega komið í ljós að María Héðinsdóttir, annar skólastjóra Tjarnarskóla, skuldaði í hússjóð og eftir dágóðan tíma var ákveðið að leggja dráttar- vexti á vangoldin gjöld. Þá harð- neitaði María hins vegar að greiða en ekki sá húsfélagið þó ástæðu til að loka fyrir rafmagnið eða banna henni umgengni um sameign... £9 föstudaginn verður forsýn- ing á nýju leikriti sem ber heitið Ég býð þér von sem lifir. Það er nýtt áhugamannaleikfélag, Fantasía, sem setur verkið upp inni í Skeifu, í húsnæðinu þar sem Frú Emilia sýndi leikritið Gregor. í Fantasíu eru niu manns, fólk úr ýmsum stétt- um eins og skósmiður, bankastarfs- maður, fóstra, nemi og kvikmynda- gerðarmaður, og það sérstaka við verkið er að hvert þeirra skrifaði einn kafla eða fleiri. Þau fengu leik- arann Kára Halldór til að kenna sér leikræna tjáningu og hefur hann fært ritverkið í leikgerð sem þau frumsýna innan tíðar... L ■ ■ Iutafélög eru stundum stofn- uð með (ó)merkilega Iitlu hlutafé. í síðasta Lögbirtingi er tilkynnt um stofnun þriggja hlutafélaga á sviði innflutnings, verslunar- og veit- ingarekstrar, sem hvert um sig hef- ur ekki meira en 30 þúsund krónur í hlutafé... H^Éargir starfsmenn Fast- eignamats ríkisins eru núna á skóla- bekk í nýstofnuðum Matsmanna- skcla til að læra að meta fasteignir. Tíu af tólf nemendum skólans koma frá fasteignamatinu. Námið tekur tvö ár og fyrstu matsfræðing- arnir útskrifast áramótin 1990/1991... k aupmenn á ísafirði eru fúlir út í aðkomumenn sem setja upp verslun á staðnum. „Þykir heima- mönnum að vonum súrt að liggja hér með lagera árið um kring og borga jafnframt stórar fjárhæðir fyrir verslunarhúsnæði, en missa síðan kúfinn af sölunni til einhverra ævintýramanna að sunnaný segir í Vestfirska fréttablaðinu... fyrsta fundi Birtingar, stjórnmálasamtaka vinstrimanna, sté Gísli Gunnarsson, doktor í hag- sögu og háskólakennari, í pontu og brýndi fyrir fundarmönnum að skilja eftir i Alþýðubandalagi Reykjavíkur það möndl og fals sem einkenndi starfið á þeim bæ. „Ef við tökum sjúkdóm Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur með okkur í Birtingu er félagið glataðý sagði Gísli og hlaut dynjandi lófaklapp fyrir þessa athugasemd... I dag verður kynnt fyrsta alís- lenska „gúmmilaðið”. Sælgætið heitir Sjávarnasl og er að miklu leyti unnið úr fiski. Naslið varð til í sam- vinnu Iðntæknistofnunar, Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Fiskmars hf... rlendir ferðamenn koma snemma til íslands þetta árið. ís- lendingar í ferðaþjónustunni búast við meiri aðsókn útlendinga en mörg undanfarin ár... yrir nokkru sögðum við frá því að Keflavíkurbær hefði ekki séð ástæðu til að bjóða út byggingu sundmiðstöðvar í bænurn, heldur samið beint við verktakafyrirtækið Húsanes hf. vegna tengsla eins eig- anda þess, Hermanns Ragnarsson- ar, við kratameirihluta þeirra Kefl- víkinga. Nú liefur okkur borist það til eyrna að viðkomandi hafi gengið út úr fyrirtækinu í janúar sl. Húsa- nes hafi verið með framkvæmd verksins nánast frá upphafi að und- angengnum útboðum, en þeir hafi boðið bænum að klára næsta áfanga verksins á kostnaðaráætlun og lánað framkvæmdina til fjög- urra ára án nokkurs kostnaðar bæj- arins vegna affalla á skuldabréfum. Þetta eigi að tryggja að Keflvíking- ar verði farnir að synda i nýju úti- sundlauginni á þessu ári, en talið er að þá verði komnar hátt í 100 millj- ónir kr. á núvirði í framkvæmd- ina... I gær kynnti Rolf Johansen heildsali fjölmiðlafólki Heinek- en-bjór sem fyrir,skemmstu var tek- inn til sölu í ÁTVR. Rolf bauð fréttamönnum til veislu í einu af vertshúsum bæjarins; snittur og kaldur Hollendingur voru á boð- stólum... íslendingar flýja unnvörpum kreppuna hér heima. Starfsfólk sænska sendiráðsins þarf að leita allt aftur til hallærisins 1967 til að finna sambærilegan áhuga landans á að flytjast búferlum til Svíþjóð- ar... FJOLBREYTT URVAL POKKUNARVÉLA LOFTTÆMINGARVELAR -POKAR TOLEDO VOGIR FRA TOLEDO-USA GETUR PLASTOS HF BOÐIÐ VOGIR FRÁ LITLUM RANNSÓKNARVOGUM í STÓRAR BÍLVOGIR OG NÁNAST ALLT ÞAR Á MILLI. ■ ■ TOLEDO-6400 U-pallur vogarþol að 3 tonnum Með heilum palli r ■--' Fyrir sekki og kassa Með brettastækkun fyrir bretti stærri en Euro Með uppkeyrslu- braut Meðal stórir vagnar Hæð upp á vogina aðeins 30mm Með uppkeyrslubraut Stórir vagnar GMC JIMMY SPORT mmr( Höfum til afgreiðslu strax GMC Jimmy Sport hlað- inn neðangreindum búnaði: • 4,31 - V6 - bensínvél • Sjálfskipting eða 5 gíra beinsk. • Rafstýrðar hurðalæsingar og rúðu- upphalarar • Læst drif • Veltistýri • Kæling • Hraðastilling • Toppgrind/vindskeið • Álfelgur • AM/FM útvarp m/segulbandi Við bjóðum þessa bíla á sérstöku til- boðsverði og með góðum greiðslu- skilmálum. BíLVANGURsf Höfðabakka 9 S: 687300 - 674300

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.