Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 26

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 22. júní 1989 1 FIMMTl •DAOUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR 0 STÖD 2 0 STÖD2 0 STÖD2 0 STÖD2 17.50 Heiða (52). Teiknimyndaflokkur. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Með Beggu frænku. 17.50 Gosi (26). 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Maðurá mann (One on One). * 16.00 íþróttaþáttur- - inn. 09.00 Með Beggu frænku. 10.30 Jógi. Teikni- mynd. 10.50 Hinir um- breyttu. Teiknimynd. 11.15 Fjölskyldu- sögur. Barna- og unglingamynd. 12.05 Ljáðu mér eyra ... 12.30 Lagt i’ann. Endurtekinn. 13.00 Litla stúlkan með eldspýturnar. 14.35 Ættarveldið (Dynasty). 15.25 Napóleón og Jósefina. Endur- tekin framhalds- mynd. 17.00 íþróttlrá laugardegi. 17.50 Sunnudags- hugvekja. 09.00 Alli og íkornarnir. 09.25 Lafði lokka- prúð. Teiknimynd. 09.50 Selurinn Snorri. Teiknimynd. 10.15 Drekar og dýflissur. 10.40 Smygl (12). 11.10 Kaldir krakkar 11.35 Albert feiti. 12.00 Mannsiik- aminn (Living Body). 13.25 Bílaþáttur Stöðvar 2. Endur- tekinn. 13.55 Striðsvindar 15.25 Framtiðarsýn (Beyond 2000). 16.20 Golf. 17.15 Lístamanna- skálinn. 18.15 Þytur i laufi - (Wind in the Will- ows). Breskur brúöumyndaflokkur 18.45 Tðknmáls- fréttir. 18.55 Hver á að ráða? 18.15 Litli sægarp- urinn. 18.45 Táknmáls- fréttir. 18.50 Austurbæing- ar. 18.00 Dvergarikið (1). Teiknimynda- flokkur. 18.25 Bangsi besta- skinn. 18.50 Táknmáls- fréttir. 18.55 Háskaslóðir. 18.00 Sumarglugg- inn. 18.50 Táknmáls- fréttlr. 18.10 NBA-körfu- boltinn. 19.20 Ambátt (Escrava Isaura). 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Úr fylgsnum fortíðar. 9. þáttur — íslenskar uppfinn- ingar. Litið inn á Þjóöminjasafnið. 20.45 Matlock. 21.35 íþróttir. 21.50 Sjostakóvits — Tónskáldiö og einræöisherrann. í þessari mynd er reynt aö varpa Ijósi á margt sem hingaö til hefur veriö á huldu um ævi og störf þessa merka tónlistarmanns. Þýöandi Óskar Ingi- marsson. 19.00 Myndrokk. 19.19 19:19. 20.00 Brakúla greifi. 20.30 Það kemur i Ijós. 21.00 Af bæ í borg. 21.30 Olíuborpall- urinn (Oceans of Fire). Ævintýraleg spennumynd um nokkra fyrrverandi fanga sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Ekki viö hæfi barna. 19.20 Benny Hilf. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Máliðog meðferð þess III. Þýöingar. 20.45 Vestmanna- eyjar. Heimilda- mynd um uppbygg- ingarstarf í Eyjum frá þvl gosi lauk, mannlif og gróöur- far. 21.15 Valkyrjur. 22.10 Kona undir stýri (Heart Like a Wheel, 1983). Leik- stjóri: Jonathan Kaplan. Aðalhlut- verk: Bonnie Beddi og Beau Bridges. 19.19 19:19. 20.00 Teiknimynd. 20.15 Ljáðu mér eyra... 20.45 Bernskubrek. 21.15 Dauðaleitin (First Deadly Sin). Sjá umsögn. Alls ekki við hæfi barna. 22.45 Bjartasta vonin. 19.30 Hringsjá. Dagskrá frá frétta- stofu sem hefst á fréttum kl. 19.30. 20.20 Ærslabelgir — Fótboltahetjan — Stutt mynd frá timum þöglu mynd- anna. 20.35 Lottó. 20.40 Réttan á röngunni. 21.10 Fyrirmyndar- faöir. 21.35 Fólkið í land- inu. Svipmyndir af íslendingum i dags- ins önn. 22.05 Allt i pati (Nickelodeon). Bandarisk gaman- mynd frá 1976. 19.19 19:19 20.00 Heimsmeta- bók Guinness. 20.25 Ruglukollar. Gamanmynda- flokkur. 20.55 Friða og dýrið. 21.45 Svikahrappar (Skullduggery). Vfs- indamenn sem staddir eru i Nýju Gíneu komast á snoöir um „týnda hlekkinn” I þróunar- sögu mannsins og veröa aó sanna fyrir dómstólum að apa- mennirnir séu mannlegir svo þeir veröi ekki þurrkaöir út. 19.00 Shelley (The Return of Shelley). Breskur gaman- myndaflokkur um hrakfallabálkinn Shelley. 19.30 Kastljós á sunnudegi. Fréttir og fréttaskýringar. 20.35 Ugluspegiii. 21.10 Vatnsleysu- veldið (Dirtwater Dynasty). Sjötti þáttur af tfu. 22.00 íþróttir. Úr- slitaleikur i Evrópu- keppni landsliöa í körfubolta sem fram fer fyrr um daginn. 19.19 19:19. 20.00 Svaðilfarir i Suðurhöfum. Fram- haldsmyndaflokkur. 20.55 Þettaerþitt lif. Michael Aspel tekur á móti frægu fólki. 21.25 Max Headroom. 22.15 Verðir lag- anna. Framhalds- myndaflokkur. 23.00 Eilefufréttir og dagskrárlok. 23.00 Jazzþáttur. 23.25 Klárirkúa- smalar (Rancho Deluxe). Gaman- samur vestri. Alls ekki viö hæfi barna. Lokasýning. 01.00 Dagskrárlok. 00.00 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 23.10 Kvikasilfur (Quicksilver). Ekki vió hæfi barna. 00.55 Heiður Prizzi (Prizzi’s Honor). Aðalhlutverk: Jack Nicholson og Kathleen Turner. Alls ekki við hæfi barna. Lokasýning. 03.00 Dagskrárlok. 00.05 Síðasta lestin (Last Train from Gun Hill). Bresk bió- mynd frá 1959. 01.35 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 23.25 Herskyldan. Spennuþáttaröð. 00.15 Flóttinn frá Sobibor (Escape from Sobibor). 02.45 Dagskrárlok. 23.00 Söngurinn léttir lifið (Kenny Rogers: Working America). 23.50 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 23.00 Lögð í einelti (Someone’s Watching Me). 00.35 Dagskrárlok. fjölmiðlapistill Tómarúm í útvarpi Fréttir ríkissjónvarpsins kl. 23. Afslappaðri fréttatími Okkur varð heldur betur á í mess- unni í síðustu viku þegar við sögð- um frá nýju útvarpsstöðinni FM sem hafði þá nýhafið útsendingar. Villan fólst í þeirri bjartsýnu stað- hæfingu að byrjunin lofaði góðu, íslensk músík hverskonar væri þar í hávegum höfð. Eins og talsmenn stöðvarinnar höfðu raunar boðað. Það er nokkuð sama hvenær sólar- hringsins ég stilli inn á FM á FM 95,7 þessa viku sem liðin er í lífi nýju útvarpsstöðvarinnar aldrei hef ég heyrt íslenskt tónlistarefni á þessari annars þokkalegu popprás. Ungur forsvarsmaður FM sagði í viðtali á dögunum að með nýju stöðinni væri verið að fyila upp í ákveðið tómarúm á markaðnum, sem hinar tónlistarstöðvarnar hefðu skilið eftir. Tónlistarvalið væri öðruvísi. Nú vita það allir sem vilja að „frjálsu" stöðvarnar hafa orðið sífellt einhæfari og litlausari á síðustu mánuðum. Allri dagskrár- gerð, umræðuþáttum og yfirleitt öðru en rokksíbylju og dægurlög- um hefur verið kastað til hliðar. Tónlistarstefnur stöðvanna ganga í sömu átt, inn á miðjuna og meðal- mennskuna. Sérstaðan sem boðuð er gengur út á það að vera á sömu hlustendaslóðum og allir hinir en með bara ofurlítið öðru yfirbragði. Allar yfirlýsingar um nýtt og ný- stárlegt útvarp hafa fallið um sig sjálfar. Stjörnufréttirnar sem áttu að vera og voru „öðruvísi“ voru lagðar niður, skemmtiþættir á Bylgju og Stjörnunni heyra sögunni til, sérstakir fréttaþættir, viðtals- þættir, þættir um ákveðnar músík- stefnur eru löngu fyrir bí. Það er reyndar langt síðan ég hef heyrt málsvara „frjáls útvarps" veifa slagorðunum: „Þetta er bara það sem fólkið vill og loks hefur það val!“ Nú þegar nýjabrumið er farið af stöðvunum hefur berlega komið í ljós að þær eru þarna að- eins til að safna auglýsingatekjum og ágóða til eigendanna eða vera þáttagerðarmönnum til skemmtun- ar í vinnunni. Þegar svo er komið hefur enginn metnað eða löngun til að sýna sérstöðu i útvarpi og gera hlustendum til hæfis. Ríkissjónvarpið hefur nú öðlast nokkra reynslu af sérstökum kvöld- fréttatímum kl. 23 virka daga en út- sending þeirra hófst á sl. hausti. Bogi Agústsson fréttastjóri segir reynsluna hafa verið mjög góða. „Það má segja að það sé aðeins mýkri lína sem er lögð í seinni frétt- um sjónvarps. En þó lögðum við áherslu á það í upphafi að þetta yrði ekki nein ruslakista fytrir fréttir sem ganga af í fréttatímanum kl. átta. Oft höfum við líka náð inn stórum fréttum kl. ellefu sem ekki náðust fyrir fréttatímann kl. átta,“ segir Bogi. Bogi segir að fréttamönnunum sé gefið mikið sjálfstæði í seinni frétt- um en þó er þeim ætlað að fylgjast með stærstu málunum sem eru að gerast á kvöldin. „íþróttaumfjöllunin í seinni fréttatímanum hefur mælst sérstak- lega vel fyrir því þarna erum við alltaf með nýjar og ferskar íþrótta- fréttir, og höfum við haft gott sam- starf við íþróttadeildina,“ segir hann. „Við vildum negla þetta niður kl. ellefu til að fólk gæti gengið að þessu vísu ef það hefur t.d. misst af fréttum kl. átta. Að öðru leyti á þetta að vera algerlega sjálfstæður fréttatími. Og verður örugglega áfram á sínum stað í dagskránni. Þetta hefur mælst vel fyrir en skoðanakannanir hafa sýnt að áhorf eykst ekki mikið miðað við áhorf á dagskrárliði á undan og eft- ir fréttatímanum. Glæný skoðana- könnun sýnir að almennt hefur dregið mjög úr áhorfi á sjónvarp að fréttum kl. átta undanskildum." — Er það markviss stefna að hafa mýkra og léttara yfirbragð yfir fréttatímanum kl. ellefu? „Já það er rétt. Við erum mjög hefðbundnir og strangir kl. átta eins og við höfum alltaf verið. En kannski afslappaðri kl. ellefu eins og við teljum að hæfi þeim tíma og umræðuefni fréttanna er eitthvað mýkra. Við höfum hins vegar verið óánægðir með að þurfa að fara inn í aðra dagskrárliði, t.d. bíómyndir, sem eru þá stöðvaðar til að koma seinni fréttunum að. Þetta hefur að vísu lagast að undanförnu vegna þess að sjónvarpið er orðið færara í að dagskrársetja efni þannig að ekki þurfi að láta einstaka þætti og fréttatímann stangast á.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.