Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 22. júní 1989 27 sjónvarp FIMMTUDAGUR 22. júní Stöð 2 kl. 21.30 OLÍUBORPALLURINN .(Oceans of Fire) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Steven Carver. Aðalhlutverk: Lyle Alzado, Tony Burton, Ray Mancini og David Carradine. Nokkrir fyrrverandi fangar taka að sér djúpköfun við olíuborpalla og oft er tvísýnt hvort þeir snúa heilir og höldnu úr ferðum sínum um. undirdjúpin. Meiriháttar djúpsjáv- arspenna með hráolíulegu yfir- bragði. JR kemur hinsvegar ekki nálægt þessari kvikmynd. Ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.25 KLÁRIR KÚASMALAR***2 (Rancho Deluxe) Bandarísk grímnynd. Leikstjóri: Frank Perry. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Jeff Bridges og Elizabeth Ashley. í þessari ræmu er sagt frá tveimur vígalegum kúrekadrengjum sem komast í allveruleg vandræði þegar þeir ganga of nærri auðugum land- eiganda og eiginkonu hans. Hér er slegið á Iétta strengi og gengur það víst upp að mestu leyti, ef marka má stjörnugjöf. Ætti því að skemmta kúabændum og öðrum áhugasöm- um áhorfendum. Myndin er samt ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 23. júní Stöð 2 kl. 21.15 DAUÐALEITIN*** (The First Deadly Sin) Bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: Brian Hutton. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Faye Dunaway, Barbara Delaney og Daniel Blank. Söngvarinn góðglaði Frank Sinatra er hér í hlutverki lögreglumanns í Nýju Jórvík (N.Y.C.) sem hefur í hyggju að selja eigur sínar og setjast i helgan stein. Honum verður ekki að ósk sinni, því yfirmaður hans biður hann að rannsaka dularfull fjöldamorð sem virðast hafa verið framin án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Ýmislegt setur strik í reikninginn, þ.á m. alvarlegur sjúk- dómur eiginkonu hans. Stöð 2 kl. 23.10 KVIKASILFUR (Quicksilver) Bandarísk táningamynd. Leik- stjóri: Tom Donnelly. Aðalhlut- verk: Kevin Bacon, Jami Gertz og Paul Rodriguez. Sendill nokkur þeysir um á reiðhjóli í stórborgarumferðinni. Dag einn kemst hann á slóð stórhættulegra bófa og glæpamanna. Svo kynnist : hann stelpu sem er leiksoppur ófyr- irleitinna eiturlyfjasmyglara. Úngi riddarinn á reiðhjólinu tekur til óspilltra málanna og hyggst bjarga skvísunni úr klóm eiturbófanna áð- ur en það verður um seinan. Æsileg reiðhjólaatriði prýða þessa mynd, sem er eiginlega hvorki fugl né fisk- ur, — hvað þá fjallareiðhjól! Ríkissjónvarpið kl. 21.10 KONA UNDIR STÝRI**'2 (Heart like a Wheel) Bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Aðalhlutverk: Bonnie Bedeli og Beau Bridges. Kvikmynd um feril bandarísku kvartmíludrottningarinnar Shirley Muldowney. Hún þurfti, vegna kynferðisins, að berjast mikið gegn fordómum, þar sem þær fáu konur sem stunduðu hraðakstur voru litnar hornauga. En hún gafst ekki upp og barðist af alefli gegn karla- veldinu, bæði innan heimilisins og utan. Hún uppskar sitt og í þessari ágætu kvikmynd sýnir Bonnie Be- deli snilldarleik. Gallar í frásögn- inni sjálfri skyggja þó eilítið á þessa annars hraðskreiðu mynd. Stöð 2 kl. 00.55 HEIÐUR PRIZZI*** 2 (Prizzi’s Honor) Bandarísk grín- og spennumynd. Leikstjóri: John Huston. Aðalhlut- verk: Jack Nicholson, Kathleen Turner og Anjelica Huston. Skötuhjú hittast í brúðkaupi og fella hugi saman. Þau eru bæði meðlimir í mafíunni en ekki í sama mafíuflokknum. Það fer að skyggja í sambandinu þegar þau fá fyrirskipun frá yfirmönnum sínum sem þau eiga mjög erfitt með að framkvæma. Það er bókstaflega allt frábært í þessari kvikmynd; handritið, leikstjórnin, leikurinn og jafnvel hatturinn sem Nicholson er með. Ekki missa af þessari, jafnvel þó að um endursýningu sé að ræða! Stöð 2 kl. 21.45. SVIKAHRAPPAR*/2 (Skullduggery) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Bill L. Norton. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Susan Clark og Chips Rafferty. í þessari víst sorglega slöppu kvik- mynd leikur hr. Reynolds vísinda- mann sem er í rannsóknarleið- angri ásamt samstarfsmönnum á Nýju-Gíneu. Foringi þeirra, sem er reyndar kvenmaður að nafni Súsan, telur sig hafa fundið „týnda hlekk- inn“ í þróunarsögunni og einnig flokk af gæfum apamönnum, sem að mati vísindamannanna eru í út- rýmingarhættu. Og hefst nú dram- að. Þessi mynd mætti að ósekju vera „týndur hlekkur" í kvik- myndasögunni, afleit! LAUGARDAGUR 24. júní Ríkissjónvarpið kl. 22.05 ALLT í PLATI* * * (Nickelodeon) Bandarisk kvikmynd. Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Aðalhlutverk: RyanO’Nea/, Burt Reynolds, Brian Kewith og Tatum O’Neal. Myndin fjallar um tvo unga at- hafnamenn sem eru að uppgötva hinn nýja miðil, kvikmyndina. Þetta er árið 1910 og þeir finna Imikla peningalykt í loftinu sem blandast hæfilegum skammti af ævintýraþrá. Saman framkvæma þeir hina ótrúlegustu hluti í ótrú- : lega góðri mynd miðað viðaðmiðl- ungsleikarar eru hér á ferð. Gott handrit gerir líka sitt. Myndin j styðst við frásagnir afmönnum sem j voru uppi á þessum tíma. Ríkissjónvarpið kl. 00.05 SÍÐASTA LESTIM*** (Last Train from Gun Hill) Bandarískur vestri. Leikstjóri: Jolin Sturges. Aðalhlutverk: Kirk Douglas og Anthony Quinn. Að sjálfsögðu gerist þessi mynd i villta vestrinu og fjallar um lög- regluforingja sem hyggst leita hefnda eftir að kona hans af ind- íánaættum hefur verið myrt. Dúnd- urvestri sem hefur allan þann hamagang til að bera sem hæfir; Stöð 2 kl. 00.15 FLÓTTINN FRÁ SOBIBOR (Escape from Sobibor) Leikstjóri: Jack Gold. Aðalhlut- verk: Rutger Hauer, Alan Arkin og' Joanna Pacula. í Sobibor í austurhluta Póllands reistu nasistar útrýmingarbúðir á stríðsárunum. Þar voru framin ein! mestu fjöldamorð á gyðingum í Evrópu sem sögur fara af, 250.000 manns drepnir á átján mánuðum. Myndin fjallar um flótta þrjú hundruð gyðinga úr búðunum, en flóttinn var nasistum svo mikill álitshnekkir að þeir jöfnuðu búð- irnar við jörðu og eyðilögðu öll skjöl sem sönnuðu tilvist þeirra. Athyglisverð mynd, sem á sínum tíma hlaut Golden Globe-verð- launin. SUNNUDAGUR 25. júní Stöð 2 kl. 23.00 LÖGÐ í EINELTI (Someone’s Wathching Me) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: John Carpenter. Aðalhlutverk: Laurene Hutton, Adrienne Barbeu og David Birney. Hér er á ferðinni fyrsta sjónvarps- kvikmyndin eftir Carpenter. Ung kona verður fyrir áreitni fyrsta dag- inn á nýjum vinnustað. Þegar hún kemur heim sér hún að einhver er í , íbúðinni og hún nærri því rekst á þennan óboðna gest. Og óhugnað- urinn heldur áfram. — Óhugnaður hefur alltaf verið eftirlæti þessa bandaríska leikstjóra og í þessari mynd tekst honum víst alveg ágæt- lega upp. Einhver hár kunna ef til vill að rísa. dagbókin hennar Hún mamma er alveg að drepa- okkur öll með heilbrigðisæðinu í sér. Það nýjasta nýtt er að rækta grænmeti úti í garði. Hún er á fullu í því, sem er náttúrulega hennar mál, en hún þarf endilega að neyða pabba og okkur systkinin til að hamast í moldinni með sér — og það finnst mér nú einurn of... Það er svo sem langt síðan mamma fékk þessa heilsudellu, en hingað til hefur hún ekki Iátið sér detta í hug að framleiða neitt sjálf, enda er hún örugglega ómyndarleg- asta húsmóðirin í öllum vesturbæn- um. (Ég get svoleiðis svarið það, því hún hafði meira að segja kökur úr bakaríi í afmælinu hans Adda bróður um daginn!) Hvítur „frans- ari“ hefur ekki sést á heimilinu í ógeðslega langan tíma, þó við Addi grátbiðjum mömmu i hverri viku. Hún kaupir bara gróf brauð og er skitsama þó kornin festist i tönnun- um á manni. Og smjör er ekki til hérna frekar en blásýra, því mamma segir að það geti stíflað æðarnar í manni. Núna kaupir hún bara þetta innflutta smjörlíki. Það er hins vegar verst með bjúg- un, saltkjötið og hangikjötið. Mamma segir að bjúgu séu búin til úr sinum og afgangi af fjórða flokks kjöti og þess vegna er það ekki haft á borðum hér. Samt var það uppáhaldsmaturinn okkar pabba. Ég sagði henni að mér væri alveg sama þó bjúgun væru úr sold- ið lélegu kjöti, en þá sagði hún að þau væru reykt, eins og hangikjöt- ið, og létu mann fá krabbamein. Hún heldur því líka fram að maður fái krabba af saltkjöti, en samt set- ur hún oft salt í matinn, sem mér finnst nú algjört ósamræmi. (Hún afsakar sig með því að þetta sé'eitt- hvert sauðmeinlaust sjávarsalt úr rándýrri heilsubúð.) En ástandið hefur versnað um helming eftir að mamma las grein í útlensku blaði um að leikkonan Meryl Streep væri komin í græn- metisstríð. (Þessar leikkonur þurfa alltaf að vera að láta á sér bera. Er ekki þessi Birgitta Bardot t.d. búin að vera með seli á heilanum í tril- ljón ár?) Meryl segir að það sé úðað lífshættulegum eiturefnum á allt grænmeti og vill láta banna það með lögum í Ameríku. Ég er ekki viss um að hún hafi pælt nægilega í þessu. Það er nefnilega svo mikið af pöddum í Ameríku að þær myndu örugglega éta allt grænmet- ið upp til agna í moldinni, ef þær væru ekki drepnar fyrst. Og þó þetta eitur drepi lítil smákvikindi gerir það fólki ekkert endilega mik- ið mein! Núna er familían sem sagt á fullu að rækta kanínufóður handa sjálfri, sér úti í garði, af því einhver leik- kona í Ameríku er að glenna sig. Maður er ekki fyrr kominn úr vinn- unni en mamma rekur mann út í „eldhúsgarð" að setja niður fræ, vökva og svoleiðis. Og bráðum verður maður að fara að borða. þetta líka! Sem betur fer ætlar pabbi að bjóða mér í bjúgu í Múla- kaffi á næstunni og Addi bróðir er nýkominn heim með mjúkt fransk- brauð, sem við ætlum að skipta á milli okkar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.