Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 5
r.r.r Fi.mmtudagur 2.%.. júr>,';.4989 „ÞEGAR ÉG GEKK INN í ÍBÚÐ- INA SÁ ÉG STRAX AÐ EITTHVAÐ ALVARLEGT VAR AÐ. MAMMA HEFÐI ALDREI GENGIÐ UM HEIM- ILI SITT Á ÞENNAN HÁTT EF HÚN HEFÐI BARA VERIÐ DRUKKIN. ÉG HÉLTAÐ LYKTIN SEM KOMÁMÓTI MÉR VÆRI ÚR RUSLAPOKA. ÞEG- AR ÉG GEKK INN í SVEFN- HERBERGIÐ BLASTI MAMMA VIÐ MÉR. HÚN LÁ Á GÓLFINU VIÐ RÚMIÐ SITT. ÉG HÉLT HÚN VÆRI BARA SOFANDI OG ÆTLAÐI AÐ VEKJA HANA. HÚN VAR ÍSKÖLD. HEIMILIÐ VAR FULLT AF LYFJA- GLÖSUM, MÖRG ÞEIRRA TÓM.y/ EFTIR: ÓNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYND: EINAR ÓLASON Þetta er Iýsing ungrar konu sem allt frá barnæsku hafði barist við að hjálpa móður sinni undan oki áfengis- og lyfjaneyslu. Hún hafði aldrei gefist upp á að reyna að hjálpa henni. Ekki fyrr en átta dög- um áður en hún kom að líki hennar, 31. ágúst í fyrra. „Þá var hún hand- leggsbrotin en hafði ekki treyst sér upp á slysavarðstofu. Þegar ég kom að sækja hana sagðist hún ekki geta farið að heiman því hún ætti von á Iyfjasendingu úr apóteki. Þegar ég kvaddi hana um kvöldið sagði ég í fyrsta skipti á ævinni eitthvað sem særði hana. Ég sagði henni að ég skammaðist mín fyrir hana. Hún hafði ekki þrifið sig dögum saman, hún var svo þvoglumælt að ég skildi ekki hvað hún sagði og hún var stórslösuð en hafði ekki haft þrek til að leita sér hjálpar. Lyfin gengu fyrir öllu. Hún fór að gráta undan orðum mínum. Ég bað hana að leita sér hjálpar, einu sinni enn. Ég spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir hvernig mér, hinum börnunum hennar og barnabörn- um liði ef hún myndi deyja frá okk- ur. Þegar ég hljóp niður stigann kallaði hún grátandi á eftir mér og bað mig að yfirgefa sig ekki.“ „Ég hélt hún væri bara sofandi..." Þegar konan hringdi til móður sinnar tveimur dögum síðar svaraði hún ekki símanum. Slíkt var ekki óalgengt. Helgina á eftir fór elsti bróðirinn heim til móður sinnar, en komst ekki inn í íbúðina. Konan fór nokkrum sinnum en komst aldrei inn í íbúðarhúsið. „Ekki fyrr en átta dögum síðar. Þá hleypti mér inn kona sem bjó í húsinu. Ég skildi litlu dóttur mina eftir úti í bíl og fór upp. Þegar enginn svaraði ætlaði ég að brjótast inn. Ég rakst óvart í húninn. Dyrnar voru ólæstar. Ég held að enginn hafi einu sinni gáð að því, því mamma hafði alltaf læst að sér. “ í íbúðinni var allt á rúi og stúi. Mjólkurferna uppi á borði og ein- kennileg lykt barst að vitum ungu konunnar. Þá segist hún hafa vitað að eitthvað alvariegt hafði gerst: „Mamma hafði ofnotað áfengi og lyf lengi. Áður var hún fyrirmynd- arhúsmóðir en lyfin höfðu þau áhrif á hana að hún var hætt að hugsa um heimilið og sjálfa sig. Þegar ég gekk inn í svefnherbergið blasti hún við mér. Hún lá á gólfinu við rúmið sitt og það var alveg eins og hún væri sofandi. Ég ætlaði að vekja hana. Hún var ísköld.“ Eftir að hafa hringt í bróður sinn náði stúlkan í tengdaforeldra sína og bað þá að sækja barnið, sem enn beið úti í bíl. íbúðin fylltist skyndi- lega af fólki: „Fyrst kont vaktlækn- ir, síðan einhver frá borgarlækni og loks menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þeir tóku öll lyfjaglösin á heimilinu. Þau voru þrettán talsins og höfðu innihaldið samtals tæp- lega níuhundruð piliur. Flest lyfin voru skráð út rnánuði fyrir dauða hennar, af sama lækni. Þarna inn- an um voru tvö lyfjaglös frá heimil- islækni hennar, geðlyf og svefnlyf. Hinn læknirinn hafði greinilega ekkert samráð haft við heimilis- lækni því hann hafði lika gefið henni geðlyf og svefnlyf, bara af annarri tegund. A einum ntánuði hafði hún tæmt bæði svefnpillu- glösin og tekið tvöhundruð töflur af geðlyfjununt. Það var ekki fyrr en allt þetta fólk var mætt að ég gerði mér grein fyrir að lyktin sem ég hafði fundið var nálykt. Slíka lykt hafði ég aldrei fyrr fundið." Kvartaði við landlækni Dánarorsök konunnar var sögð „innvortis blæðingar“ en talið var að eitrun af völdum geðlyfjanna hefði átt þátt í dauða hennar. Lyfin voru flest skrifuð út á lyfseðil frá sama lækninum, lækni sem dóttirin hafði tvívegis kvartað yfir við Ólaf Ólafsson landlækni: „Ég hringdi einu sinni sjálf í lækninn og spurði hvað hann væri að hugsa. Þá var mamma í eftirliti hjá Ólafi Gríms- syni, lækni á geðdeild Landspítal- ans, og fyrst bar ég upp á hann að hann gæfi henni róandi lyf. Hann sór að svo væri ekki og bað mig að komast að því hvaða læknir gæfi henni þau lyf. Ég komst að því þeg- ar vinkona mömmu hringdi í mig í vinnuna og sagðist hafa verið að sækja lyf fyrir hana í apótek, öll frá sama lækninum. Sá skammtur var svo stór að hún hefði getað drepið sig á honum á nokkrum mínútum. Ég dauðskammaðist min fyrir að hafa haldið að Ólafur Grímsson hefði gefið hénni lyfin og hringdi í hinn lækninn. Þegar sá hafði hlust- að á mig skamma sig sagðist hann ekki sjá betur en ég þyrfti sjálf að fá mér skammt, ég væri svo æst. Ég lét Ólaf Grímsson vita af því liver það var sem skrifaði út þessi róandi lyf handa mömmu og Ólafur talaði við landlækni sem sagðist myndi gefa lækninum viðvörun. Það er hart að einn læknir skuli brjóta niður það sern annar hefur byggt upp. Sjálf fór ég tvisvar til Ólafs landlæknis. í síðara skiptið var ,það eftir að mamma dó. Þá fórum við þrjú systkinin til hans. Hann spurði hvað, við hefðum upp úr því að klaga manninn, mamma okkar væri dáin og við fengjum hana ekki aftur. Hann sagði að við gætum að v 5 FRÁSÖGN UNGRAR KONU SEM KOM AÐ MÓÐUR SINNI LÁTINNI AF VÖLDUM BLÆÐINGA. EITRUN VEGNA NEYSLU RÓANDI LYFJA VAR TALIN EIGA ÞÁTT í DAUÐA KONUNNAR. í ÍBÚÐINNI FUNDUST 13 LYFJAGLÖS, ÞAR AF NÍU SEM LYFSEÐLAR VORU SKRIFAÐIR FYRIR SAMA DAGINN, AF SAMA LÆKNI. FÓRNARLAMB LÆKNADÓPSINS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.