Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 25
25 ■rr •Fimmkídagur 22. júní 1989 spqm vikuna 22. júni—29. júní (21. mars — 20. apríl) Þaö gengur í hönd bæði tími gæfu og ógæfu hjá hrútum um þessar mundir. Að skipta um vinnu boöar ekki gott en smá- munir eins og t.d. happdrættismiðar gætu reynst gæfulegir. Veldu þér góðan félagsskap yfir helgina. (21. april — 20. maí) Þú færð góðar hugmyndir hjá fólki sem hefur sterk áhrif á þig i daglegu lífi. Láttu þetta samt ekki raska jafnvæginu. Llkamiega viðkvæm naut skulu fara var- lega i alla garð- og útivinnu, betra er að einbeita sér að maka og fjölskyldu. r'\ (21. mai — 21. jtini) Þú ert þinn besti félagi og enginn ann- ar. Ef einhverjir fara i taugarnar á þér er best að halda sig i hæfilegri fjarlægð. Þetta ástand varir þó ekki lengi þvi næsta vika verður hin besta i alla staði. Ástþurfandi tvíburar ættu að vera djarfir og framtakssamir. ---- (22. jiiní — 22. júlí) Tunglió er I sterkri stöðu hjá kröbbum um þessar mundir. Þess vegna er þetta góður timi til að byrja á einhverju nýju, eiginlega alveg sama hvað það er. Diplómatiskir hæfjleikar hjálpa til við langtimaáætlanir. Ástin mun blómstra. (23. júli — 22. ágúst) Vertu alls staðar annars staðar en heimahjáþérum helgina. Farðu út, vertu á meðal fólks, sýndu fallegan feldinn. • Stolt er sterkur þáttur hjá Ijónum en öllu má nú ofgera. Næsta vika mun byrja ró- lega, bæði I einkallfi og vinnu. Ekki of- gera þér seinnipartinn. (23. ágúst — 23. sepl.) Það eru óveðursský á lofti hjá meyjum um þessarmundir. Þú hittirpersónu sem þú ert ekki alveg með á hreinu. Þetta veldur óöryggi í framkomu en viljastyrk- urinn hjálpar. Metnaður mun færa þér eitthvað skemmtilegt upp i hendurnar þegar liöur frá helginni. (24. sept. — 23. okt.) Heimilisllfið er eitthvaö stressandi. Það hefur að gera meó einn ákveðinn meðlim fjölskyldunnar. Hjálþaðu honum og þér mun liöa miklu betur á eftir. Hag- aöu seglum eftirvindi alla næstu viku og hugsaðuekki um það semaörirsegja. Þú ræður þlnu eigin llfi, ekki satt? ofU' (24. okt. — 22. nóv.) Þaö er eitthvað sem truflar fyrirfram ákveðna hluti hjá þér. Þú tekur þetta ofsalega nærri þér og reiðist heiftarlega. Ekki brjóta neitt, hvorki andlega né veraldlega hluti. Eftir þessa miklu útrás eru rólegheit það eina sem kemur til greina og þá kannski með einhverjum sem þér er kær. (23. nóv. — 21. des.) í guðs almáttugs bænum ekki fara I nein ferðalög. Afleitur timi fyrir sllka hluti. Einbeittu þér frekar aö listrænum hæfileikum þínum og félagslegum, inn- andyra, heima. Það getur veriö að þú þurfir smáaðstoð i einkalifinu en ekki vera feiminn að þiggja hana. (22. des. — 20. janúar) Það verður mikiö grin og glens hjá steingeitum um helgina. Þess vegna er þeim bent á að fara út og skemmta sér ærlega. En sambönd viö bogmenn geta haft ófyrirsjáanlegar afleiöingar. Önnur merki eru hentugri. Vinirnir munu hrella þig eitthvaö en þú borgar þá bara I sömu mynt. 21. janúar — 19. febrúar) Þér tekst eitthvað sem þú hefur lengi veriöað reyna. Þú verðursvo ánægöurað þú ræður þér varla. Hættulegt. En þetta veitir þér sjálfstraust og býr þig undir frekar annasama vinnuviku. Þú heyrir frá nákomnun ættingja og það verða fagn- aðarfundir. ■ (20. febrúar — 20. mars) Afbragðstimi fyrir ferðalög. Hittu alla sem þig langarað hitta. en mikilvægastir af öllumeru ástvinir þlnir. Fjárfestu i hlut sem þig hefur lengi langóó i, þú gætir nefnilega fengið hann á niöursettu verði. Rómantík mun eiga við þig um helgina. i framhjáhlqupi lófalestur STEINGEIT (kona fædd 16.1.1942) ALMENNT: Þetta er mjög skyldurækin persóna. Þegar hún er 40 til 45 ára fer hún að sjá árangurinn af framkvæmdum sínum, starfi og stefnu. Jafnframt verður hún frjálsari og óháðari en áður. Á árunum 1990 til 1997 gætu orðið miklar breytingar á starfi konunnar. Þetta er áhrifaríkt tímabil í lifi hennarog þáferhún að uppskera fjárhagslegan af- rakstur af erfiði sínu. En á und- anförnum árum hefurkonan ver- ið í nokkurskonar biðstöðu. Þetta er raunsæ og skyldu- rækin kona, sem gæti unnið vel í trúnaðarstörfum í þágu hins opinbera. Heilsan er góð, en eftir 65 ára aldur þyrfti hún að fara vel með sig. amy AéMm. ENGILBERTS , ’ HH "J V' / Arnór Benónýsson leikstjóri Vildi vera bóndi ■HiHB — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Arnór Kristjánsson, afi minn.“ — Hvenær varðstu hrædd- astur á ævinni? „Það var þegar ég fékk maurasýru í andlitið og augun þegar ég var tólf ára. Það var óþörf hræðsla en ég óttaðist mest að geta aldrei framar spilað fótbolta. Það fór betur en á horfðist.“ — Hvenær varðstu glað- astur á ævinni? „Þegar börnin mín fædd- ust.“ — Hvers gætirðu síst verið án? „Bóka. Ég held ég yrði hálf- ruglaður ef ég hefði ekki bækur.“ — Hvaö finnst þér leiðin- legast að gera? „Þvo upp. Það er á hreinu." — Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Elda og borða góðan mat.“ — Hvað fer mest í taugarn- ar á þér? „Trassaskapur og tvö- feldni." — Manstu eftir pínlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Þær eru svo margar. Ætli hafi þó ekki verið hvað pínleg- ast þegar áhorfendur hlógu að mér í fyrsta skipti á leiksviði. Það kom mér svo á óvart að ég hélt ég væri með opna buxna- klauf og lenti í miklum vand- ræðum við að snúa mér þannig að ég gæti athugað það.“ — Hvað vildiröu fást við ef þú skiptir um starf? „Þávildi ég gerast bóndi þó það sé kannski ekki álitlegt eins og ástandið er í dag. En helst vildi ég vera með bland- aðan búskap með gamla lag- inu; kindur, kýr og hesta." — Áttu þér einhvern leynd- an draum? „Já, já, marga, en þeir yrðu ekki lengur leyndir ef ég færi að segja frá þeim.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.