Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. júní 1989 19 Ofan á allt fúskið: TVEGGJA MILLJÓNA BAKREIKNINGUR Deilt um íbúar í 58 íbúðum í fjölbýlishús- inu á Hvammabraut 2—16 í Hafn- arfirði eru orðnir langþreyttir á að þurfa að standa í slíku stappi, enda var þungt hljóðið í 10 fulltrúum þeirra sem hittust á húsfundi á veit- ingastaðnum A. Hansen á þriðju- dagskvöldið var. íbúarnir segja að þáttur stærstu verktakanna sem stóðu að framkvæmdum við Hvammabrautina, þ.e.a.s. Hagvirk- is hf., sé ein samfelld sorgarsaga. Verktakarnir hafi æ ofan í æ orðið berir að vanefndum á munnlegu og skriflegu samkomulagi og við svo búið verði ekki lengur unað. Sveinn Magnússon, einn íbúanna, segir að það sem hafi fyllt mælinn hafi verið bakreikningur frá Hagvirki hf. upp á tæp 1.900 þúsund vegna lóðar- framkvæmda sem íbúarnir telji sér ekki skylt að greiða fyrir sérstak- lega heldur hafi sá kostnaður átt að vera innifalinn í íbúðarverði sam- kvæmt kaupsamningi. Þess ber að geta að lóðin er enn engan veginn fullfrágengin þrátt fyrir að Hag- virki hafi að áliti íbúanna skuld- bundið sig til að ljúka framkvæmd- unum við hana fyrir 15. þ.m. Fúsk Leigusamningur um lóð til fjöl- býlishússbyggingar við Hvamma- braut 2—16 var gefinn út af Einari Halldórssyni, þáverandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði, 4. apríl 1984. Samningurinn var undirritaður af verkfyrirtækjunum Hagvirki hf., Kristjánssonum hf. og Viðari Hall- dórssyni, en við framkvæmdum af honum tók síðar Eðvarð Björgvins- son. Litlu siðar voru fyrstu kaup- samningar gerðir og seint á árinu 1984 var byrjað að flytja inn í íbúðir við Hvammabrautina. í árslok 1985 seldi Hagvirki Verkamannabústöð- um í Hafnarfirði allntargar íbúð- anna sem það hafði verið verktaki að. Sagt er að ýmsunt hefði þótt þeim peningum betur varið í kaup á ódýrari fasteign þannig að fleiri fengju þak yfir höfuðið á vegum Verkamannabústaða. Það var einn- ig gagnrýnt að Hagvirki seldi Verkamannabústöðum 18 íbúðir þótt samkvæmt teikningu ættu þær einungis að vera 16 talsins; úr tveim- ur íbúðunt höfðu sem sagt verið búnar til fjórar. Samkvæmt samningi Hafnar- fjarðarbæjar og verktakanna átti að fullgera húsið að utan fyrir júlí- lok 1985. íbúarnir telja að mikið hafi vantað upp á að svo hafi verið. Ekki var lokið við að mála húsið að utan fyrr en haustið 1986 — þ.e.a.s. í fyrsta sinn. Fljótlega kom í ljós að höndunum hafði verið kastað svo mjög til þessa verks að það varð að lóðarframkvæmdir I Hafnarfirði: Ófáir húsbyggjendur hér á landi kunna raunasögur af viðskiptum við bvggingarverktaka, sem standa klárir á öílum greiðsluskilmálum kaupendanna en þverbrjáta fyrir sitt leyti gerða samn- inga, draga framkvæmdir a langinn og gera sig í ofanálag bera að óvönduðum vinnubrögðum og fúski. Það er ekki síst fólk sem kaupir nýjar íbúðir í stærri f jöl- býlishúsum sem er ofurselt duttlungum verktakafyrirtækja; þar er oft um að ræða ungt fólk með takmarkaða reynslu í því að feta sig um stigu hús- byggingafrumskógarins og er því ekki nægilega vel á verði gegn hugsanlegum vanefndum af hálfu verktaka. GREIN: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL. mála aftur árið eftir. Ekki var held- ur fagmannlega staðið að málningu innan húss, að því er íbúarnir segja; t.d. var byrjað á því að mála stiga- handrið en eftir það veggi, með þeim afleiðingum að handrið þurfti að mála upp á nýtt. Gluggar voru ekki grunnaðir áður en þeir voru málaðir. Málningarvinnan er ekki eina dæmið um fúsk sem íbúarnir við Hvammabraut geta tínt til. Þar hafa m.a. komið upp vandamál með ídrátt rafmagnslagna. Áður en raflagnaefni var komið fyrir þurfti að kalla til utanaðkomandi fag- menn til lagfæringa á múrverki í kringum rafmagnsdósir. Dyrasímar hafa margir ekki virkað. ísetning hurða hefur gengið brösuglega, op: in fyrir þær ýmist of há eða lág. í sumum íbúðum er niðurfallsopið á hæsta punktinum í baðherbergi. Öryggisgrind fyrir glugga var ekki sett í fyrr en eftir verulegt málþóf þótt samkvæmt byggingarsam- þykkt bæjarins eigi það að vera. Yfirfallsstútar á svölum voru víða ranglega staðsettir og undir þakrennum er sums staðar ekkert niðurfallsop. Fulltrúar Hagvirkis, sem hefur tek- ið að sér skyldur hinna verktak- anna, hafa að áliti sumra íbúanna sýnt af sér framkomu sem jaðrar við mannfyrirlitningu; fyrirtækið hafi oftar enn einu sinni brotið skriflegt samkomulag um ýmsan frágang. „Fulltrúi Hagvirkis hefur steytt hnefann framan í menn þar sem þeir voru að leita eftir því að samningum væri fullnægt. En það sem skiptir höfuðmáli: Ákvæði í lóðarleigusamningnum um hvernig eigi að standa að frágangi á lóð hef- ur verið margbrotiá Það stendur skýrum stöfum að óheimilt sé að semja sig undan þessum ákvæðum. Ennfremur teljum við í rauninni ámælisvert hvernig bæjaryfirvöld hafa hagað sér í þessu máli.“ Biðlund á þrotum Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að búið sé að taka ákvörðun um að gengið verði í lóðarframkvæmdir við Hvammabraut í súmar. Biðlund bæjaryfirvalda sé á þrotum og telji verktakarnir sér ekki fært að Ijúka verkinu muni bæjarsjóður Hafnar- fjarðar kosta framkvæmdirnar og senda svo hlutaðeigandi aðilum reikning. Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, segir að allt sé málið flóknara en fulltrúar íbúa við Hvammabraut 2—16 vilji vera láta. Hann kannast ekki við neitt fúsk í sambandi við vinnu við fjölbýlis- húsið á vegum Hagvirkis og segir að ekkert verði frekar gert í lóðarfram- kvæmdunum af hálfu Hagvirkis fyrr en 1.900 þúsund króna reikn- ingurinn hafi verið greiddur. Hann sagði í gær að þá síðar um kvöldið yrði fundur með lögfræðingi Hag- virkis og fulltrúum íbúa þar sem ræða ætti túlkun ákvæða um lóðar- frágang í kaupsamningum þeirra. Þess má geta að lögfræðingur Hagvirkis, Árni Grétar Finnsson, er fyrir tilviljun einn þeirra sem á sín- um tíma önnuðust sölu á fasteign- unt við Hvammabraut fyrir Hag- virki hf.; á þeint vígstöðvum hafa íbúarnir því ekki talið sig hafa er- indi sem erfiði við að leita réttar síns þótt almennt sé talið að fast- eignasala beri að gæta hagsmuna beggja aðila. íbúarnir, sem vísa til þess sem segir í leigusamningi bæj- arins og verktakanna um að skila eigi lóðinni fullfrágenginni, telja sig ekki heldureiga neitt frekar vantal- að við Hagvirki og ætluðu ekki að mæta á fundinn. Þess í stað sendu þeir verktökunum, Verkamannabú- stöðum og bæjarstjórn Hafnar- fjarðar skeyti þar sem þeir sögðust í ljósi ítrekaðra vanefndagera kröfu um að skilyrðislaust yrði hafist handa um lokafrágang á Ióðinni og þeir áskildu sér allan rétt til máls- höfðunar ef ekki bærist endanlegt svar fyrir hádegi á föstudag, 23. júní. Langþreyttir íbúar blokkarinnar við Hvammabraut ráða ráðum sinum undir súð i vertshúsinu A. Hansen i Hafnarfirði. Mannfyrirlitning Þannig mætti lengi telja. Hvert einstakt dæmi er út af fyrir sig smá- atriði en samanlagt verður þetta í rauninni stórt vandamál sem hefur kostað íbúana bæði fyrirhöfn og fjármuni að glíma við og skapað mikil leiðindi. Af hálfu seljenda hefur hins vegar — og eðlilega, að áliti allra hlutaðeigandi — verið staðið fast á því að menn væru skil- vísir með greiðslur; það sem kaup- endur hafa sett fyrir sig er það hversu þeir töldu lítið koma á móti af hálfu seljenda. Ónefndur er þó einn aðalvandinn við fjölbýlishúsið við Hvammabraut en það er lekinn. íbúarnir segja að í stórrigningum flæði vatnið inn um sprungur í steypunni, rifur meðfram glugga- körmum og undir þröskulda í for- stofum. Hvað á til bragðs að taka? íbú- arnir við Hvammabraut segjast hafaátt marga fundi með fulltrúum verktaka þar sem loforð hafi verið gefin og það sem smáni saman hafi þó náðst í gegn hafi kostað mikið stríð. Endalausar deilur vegna lóð- arfrágangs eru ástæðan fyrir því að þolinmæði íbúanna er nú á þrotum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.