Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 4
4 e8öMtSS$8®©nr,n989 lur fynr ikvoikju et Éjj&>renuinqayað& flfilræði af ástrikri sambúð Þá eru heræfingarnar byrjaöar á Miðnes- heiöinni. Búið aö eitra fyrir kríunni og öörum fugl- um og fénaöi svo varnarliðið geti sinnt því í friði aö koma í veg fyrirað íslendingum stafi hætta af kjarnorkustyrjöld. Guö láti gott á vita. Þó fátt sé svo með öllu illt aö ekki boði nokkuð gott er samt taliö að íslendingar gætu orðið fyrir óþægindum af kjarnorku- styrjöld, sérstaklega á friðartímum. Því miður er reynsla af atómstríðum af mjög skornum skammti, svo menn vita ekki gjörla hvað á þeim er að græða og hvað tap- ast, en stuðst er við getgátur þegar menn eru að vega og meta kosti kjarnorkustyrj- alda og hugsanlega galla. Islendingar munu flestir telja að rétt sé að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efn- um sem öðrum og þessvegna hefur landið verið hersetið í nær hálfa öld. Þetta er gert til að verja okkur fyrir kjarn- orkustyrjöld og hefur stundum verið kallað „fyrirbyggjandi ráðstafanir11. Það er svosem deginum Ijósara að hér þarf að vera varnarlið. Mér er sem ég sæi uppundir íslensku þjóðina ef kjarnorkustyrjöld brytist út og ekkert væri varnarliðið. Hætt við að einhverjir yrðu rislágir. Þó er það nú svo að af stakri forsjálni hafa íslendingar gert ráð fyrir þeim hugsanlega möguleika að kjarnorkuárás yrði gerð á Is- land, þrátt fyrir dvöl varnarliðsins á Miðnes- heiði. Til að fyrirbyggja óhöpp og leiðindi sem gætu orðið samfara kjarnorkustyrjöld sem háð yrði á íslenskri grund hefur þjóðin feng- ið sérstakan leiðarvísi um það hvernig beri að haga sér þegar verið er að varpa kjarn- orkusprengjum þar sem maður er staddur akkúrat á því augnabliki. Þennan leiðarvísi er að finna í íslensku símaskránni, aftast í gulu síðunum, nánar tiltekið á blaðsíðu 861. Þeir sem vilja komast hjá óþægindum af kjarnorkustyrjöld ættu að kynna sér þenn- an leiðarvísi vel. Áhrif kjarnavopna og varnir gegn þeim Fyrst er í símaskránni lauslega drepið á sprengistyrk kjarnavopna, sem mældur er í * Allt að 7 sæti. m m tonnum af sprengiefninu TNT, en tonn af TNT nægirtil að jafna venjulega járnbraut- arstöð við jörðu. Vinsælasta atómsprengjan í dag er hins- vegar 5 megatonn, semsagt fimm milljón tonn af TNT, lítil og hagnýt sprengja, létt í meðförum og nægir til að rústa fimm Fjórðu greinina undir „Viðbrögðum til varnar“, í símaskránni á blaðsíðu 861, má ég til með að birta orðrétt: Þeir sem fá á sig geislavirkt úrfall á leið í skjól eiga að bregða klút ffyrir vit sér. Áöur en farið er inní skýli verður að afklæðast menguðum fötum fyrir utan og dusta ryk úr höfði sér svo sem kostur er og fara helst í steypibað. Og að lokum er lögð áhersla á það að vera ekki mikið á ferli ef um síendurteknar kjarn- orkuárásir sé að ræða. milljón járnbrautarstöðvar. Nú kemur að því, í leiðarvísi símaskrár- innar, hvernig hyggilegast sé að bregðast við ef verið er að kasta slíkum sprengjum á mann þar sem maður er staddur. Undir liðnum „Viðbrögð til varnar" eru nokkur þjóðráð tilgreind svo maður verði ekki fyrir óþægindum af kjarnorkusprengj- unum. í fyrsta lagi á maður að snúa sér undan þegarsprengjan springurfyrirframan mann svo maður blindist ekki af glampanum, en ef maður er svo heppinn að vera innandyra, tildæmis heimahjá sér, á að „varpa sér flöt- um bakvið húsgögn og hylja bert hörund“. Ef maður afturámóti verður fyrir kjarn- orkusprengju á víðavangi á að finna sér. góða laut og leggja sig þar og halda kyrru fyrir þar til hætt er að kasta kjarnorku- sprengjum á staðinn. Þegar svo — einsog það er orðað í síma- skránni — „frumáhrif kjarnasprengjunnar eru gengin yfir“ á að fara inní næsta nær- liggjandi hús, þar oní kjallara og inní her- bergið sem er fjarst öllum útveggjum. Þegarhaft er í huga hvernig hægt er, með hyggindum, að bregðast við kjarnorkuárás vaknar sú spurning hvort nokkur ástæða sé til að vera með varnarlið á Miðnesheiði, en þá má auðvitað benda á þá staðreynd, að 'fyrir nú utan það að afstýra kjarnorkuvá hef- ur varnarliðið því hlutverki að gegna að sjá íslenskum athafnamönnum og velunnurum varnarliðsins farborða, halda þeim uppi og borga þeim í beinhörðum peningum á átt- unda þúsund milljónir á ári. Nánar tiltekið 7.291.000.000 (sjöþúsund- tvöhundruðníutíuogeinmilljón) á árinu 1988. Hin ástríka sambúð setuliðsins og ís- lensku þjóðarinnar ber sannarlega ríku- legan ávöxt í þeirri hamingju og hagsæld sem blómstrar þegar fyrirvinnan gulltryggir öryggið og afkomuna. Það þarf meira en lítinn sambúðarvanda til að húsbóndi sem „skaffar" svo vel verði beðinn að víkja af heimilinu. ÁHRIF KJARNAVOPf 0G VARNIR GEGN Pl * Spfengiíityfkur *,amavoP9a «, #&**** ! ***^J*M Jifotonnurn átt viö hve morg pusuncl iesfa aí sprtmgie Pjarnasprengju, m meö megatonnum er at? v«ð pmt m.iijómr :: kjamasprengiu i peim llokki. Fyrstu skaðvæí«lec}«j ahnf kjarnaspr«;ng.ngar eru h.tag<MS»un>|^^ , upphafi Rétt viöbrögö fii varna gegn hitageislun geta þvi skipt veldur banvænum brunasaaim « 2,6 km. tjarlægö frá sprengistíio ö* t MT sprengiaveldurbanvænumbrunasárum í i3kmfjarlægðog mjog y fjarlægð. F.r þá m.ðað viö berskjatdaðan mann. bjartviðn og gott skyggn.. Mist| Viðbrögð til varnar: 1. fsnúið strax undan ijósinu til að verjasl btindu. , 2. tnnandyra á að varpa sér fíötum a grófu bak viövegg eöa husgöj skunga má fá og hyija svo sem kcstur er bort horund. sérstakH : 3 Utaiidyra ó einnig að varpa sér ffötum á grúfu i skjoii við vogg.i hvar sem einhvern skugga ma fínna og skýia beru horundi svo , 14 L.íggia a kyn par tii bóggbyigja og höggvtntíur haía geng.ð yf«r. e köma sernna. oftir íjarlægð frá sprengistaö. Almenn ábending: Ljos.r fietir svo sem veggtr. þók- og gluggatj. um fatnaó. fjos lót akyta betur en dökk. HaeU^ lengtíar þeirrar sem hitageislunin spannar. Geislavirkt urfatl: Vió kjarnasprengingu fara upp í háioffe fctovirk’ úrfall. Stærsiu agmrnar faiia næ|l K' " \,>^að,aukinni fjartægöv* • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör S' BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.