Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 22. júní 1989 FÓRNARLAMB LÆKNADÓPSINS sjálfsögðu lagt fram forntlega kæru. Elsti bróðir minn réð okkur eindregið frá slíku og sagði að við hefðum ekkert að gera á móti lækn- um og kerfinu. Sjálf var ég ekki í andlegu ástandi til að berjast í því ein. Eg vona að sá næsti sem kemur að sínum ættingja dánum af völd- um ofneyslu lyfja hal'i meiri kjark en ég.“ Bretar ætla að stefna Þetta er átakanleg saga. Ef hún væri einsdæmi væri hún ekki sögð hér. Þessi stúlka er ekki sú fyrsta sem kemur að látnum ættingja sín- unt — og hún verður heldur ekki sú síðasta ef ekkert verður að gert. Of- neysla lyfja er algeng hér á landi og þrátt fyrir að margir viti hvaða læknirinn út'Iyfseðla fyrir 708 — sjöhundruð og átta — töflum. Þar á meðal 200 stykkjum af geðdeyfð- arlyfinu Saroten og 30 af svefnlyf- inu Rohypnol. Daginn sem dóttir konunnar sá hana í síðasta sinn sendi sami læknir henni sterkt verkjalyf, Dolvipar. Sama dag sendi annar læknir henni sama lyf. Ekkert þessara lyfja er eftirritunar- skylt sem kallað er og það er ekkert eftirlit haft með því hversu margar töflur hver sjúklingur fær né hve margir læknar skrifa út sama lyfið á sama sjúkling. Lyfjaeftirlitið: Að- eins eftirlit með „ávana- og fíkni- efnum/# Freyja Frisbæk, forstöðumaður Lyfjaeftirlits rikisins, sagði í sam- „Eg var í átján ár á lyfjum samkvæmt læknisráði. Þessl lyf flokkast ekki undir að vera vanabindandi. Þegar ég hætti lyfjatöku eftir meðferð var ég með fráhvarfseinkenni í þrjú ár.“ Óvirkur alkóhólisti. læknar það eru sem stunda það að gefa út lyfseðla á lyf af þessu tagi virðist ekki blakað við þeim. Öll stéttin er dæmd fyrir kæruleysi ör- fárra lækna. Á Bretlandi ætla fyrr- um ofnotendur lyfja ekki að horfa á eftir fleirunt í klær þeirra. Þeir eru að stofna sarntök og ætla að taka upp bandaríska siðinn að stefna. Þeir ætla ekki aðeins að stefna lyfjaeftirlitinu á Bretlandi og heil- brigðisráðuneytinu heldur einnig framleiðendum lyfjanna og þeim læknum sem skrifa út lyfseðla á þau og mæla ekki aðeins með að tali við PRESSUNA að engar skýrslur væru til yfir notkun lyfja af þessu tagi: „Það eru engin ákvæði til um að halda eigi neinar skýrslur yfir notkun á róandi eða deyfandi lyfjum né öðrum lyfjum. Einu lyfin sent eftirlit er haft með eru svokölluð „eftirritunarskyld Iyf“, það eraðsegjaávana- og fíkni- lyf eins og amfetamín, mebumal natríum, methadon og slík.“ En valíum og skyld lyf? „Nei, það eru ekki haldnar neinar notkunar- skýrslur um þau Iyf.“ Er þá hvergi hægt að sjá hversu margir lyfseðlar „Ég keypti lyfseðlana fyrir bjórkassa.“ Fyrum lyfjaneytandi. fólk hætti inntöku þeirra heldur beinlínis mælast til þess, án þess að gera fólki grein fyrir fráhvarfsein- kennunum. Ávísaði á sjö- hundruð og átta töflur sama daginn Lyfin sem voru skrrfuð út á Iátnu eru gefnir út á slík lyf? „Nei, en það er náttúrlega hægt að fá ákveðna vísbendingu um notkunina með því að skoða innflutningsog sölutölur þó þær segi ekki til um fjölda lyf- seðla. En það er hægt að gefa sér það að birgðir í landinu séu nokkuð stöðugar og þannig hægt að sjá breytingar frá ári til árs. Slíkar sölu- tölur eru til þó ekki sé hægt að fá „Læknar eru alltof frjálslyndir með útskriftir lyfja af þessu tagi.“ Óttar Guðmundsson, læknir á meðferða- stöðinni Vogi. konuna voru rneðal annarra geð- deyfðarlyfin Truxal og Sarotén. Fyrrnefnda lyfið gaf heimilislæknir hennar henni 15. júlí ásamt með Halcion svefnlyfi, 30 töflur. Fimm dögum síðar eða 20.júlí skrifar hinn þær út fyrir einstök efni eða ein- stakar töflur. “ „Óskaðíeg lyf#/ Á Bretlandi voru í fyrra gefnir út „I lyfjamálum hafa oft verið á lofti nöfn tiltölulega fárra lækna, þá sömu læknanna.“ Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir. 25 milljón lyfseðlar á róandi lyf og svefnlyf. Þar er talið að þrjár millj- ónir manns neyti slíkra lyfja á degi hverjum og þráttjfyrir aukna þekk- ingu á skaðsemi þeirra eru þar, líkt og hér, læknar sem virðast alveg blindir á að þau séu vanabindandi. Vernon Coleman er einn þeirra lækna sem barist hafa harkalega gegn neyslu slíkra lyfja og hann hef- ur ritað ógrynni greina sem og bæk- ur um þessi mál. Hann bendir á að þegar þessi tegund lyfja, „benzod- iazepine preparöt“, hafi komið á markaðinn árið 1961 hafi hún verið kynnt af hálfu framleiðenda sem „óskaðleg Iyf“: „Á þeim árum stóðu heimilislæknar frammi fyrir því að þeim var ekki aðeins ætlað að lækna líkamlega sjúkdóma, heldur einnig andlega. Þeim var gert Ijóst sambandið milli líkam- legra sjúkdóma, heldur einnig and- lega. Þeim var gert ljóst sambandið milli líkamlegra sjúkdóma og streitu og uppálagt að hjálpa sjúkl- ingunum sem hlut áttu að máli. Það var því ekki nema eðlilegt að lækn- arnir tækju þessunt nýju, skaðlausu lyfjum opnurn örmum. Þeir höfðu eytt álíka löngunt tíma í að kynna sér andlegt ástand og þeir höfðu eytt í kannanir á hitabeltissjúkdóm- um.“ En lyfin höfðu ekki verið í mörg ár á ntarkaði þegar sýnt þótti að ef þeirra væri neytt Iengur en í nokkr- ar vikur gætu þau valdið þung- iyndi, kvíða og svcfnleysi, með öðr- unt orðum — búið til þau einkenni sem þau upphaflega áttu að eyða. Lyf af þessari tegund geta ennfrem- ur haft alvarleg áhrif á rninni neyt- andands og Coleman læknir geng- ur svo langt í fullyrðingu sinni um skaðsemi þeirra að hann segir að ef margir þeirra sem eru álitnir „rugl- aðir, elliærir eða geðveikir væru teknir af þessum lyfjum myndu þeir ná undraverðum árangri". 400 íslendingar árlega í meðferð vegna ofnotkunar lyfja Á meðferðarstöðina á Vogi koma að jafnaði 400 inanns árlega vegna ofnotkunar lyfja: „Það er þessi dæmigerða blandneysla, áfengi og lyf,“ segir Óttar Guðmundsson, læknir á Vogi. „Diazepam er al- gengasta Iyfið sem er ofnotað. Það er sjaldgæft að til okkar komi sjúklingar sem eiga eingöngu við ofneyslu lyfja að stríða, en það kemur þó alltaf fyrir.“ Að sögn Óttars eru konur í meirihluta þeirra sem ofnota lyf, en ekki segir hann lækna á meðferðarstöðinni hafa gert könnun á því hvort það séu yfirleitt sömu læknarnir sent skrifa upp á þau lyf: „Hins vegar virðist mér sem það séu mikið til þeir sömu,“ segir hann. Hvort meðferð- arstöðin hafi aldrei lagt fram kæru á hendur þeim læknum svarar hann: „Nei, við höfum hvorki kært lækna né verið í því að veiða upp úr sjúklingunum hverjir hafi gefið þeim lyfin. Við höfum aldrei talið að við gegndum sliku eftirlitshlut- verki.“ Hann viðurkennir þó að ákveðnir sjúklingar hafi haft greið- an aðgang að lyfinu Methadon, sem er eftirritunarskylt lyf, og læknar á Vogi hafi haft santband við landlæ’kni vegna þess. „Læknar eru alltof frjálslyndir með útskrift iyfja af þessu tagi,“ segir Óttar. Aótekin ekki í eftirlitshlutverki Laugavegs apótek er citt þcirra apóteka sem bjóða upp á heimsend- ingarþjónustu á lyfjum. Starfs- maður þess apóteks var sá sem síð- astur sá hina látnu á Iífi. Við spurð- um Rannveigu Einarsdóttur Iyfja- fræðing þar hvort lyfjaversluninni væri ekki stætt á að neita að senda í heimahús mikið magn af lyfjum: „Nei, það skiptir ekki rnáli hvort Iyfið er sent heim eða ekki. Lyfinu er ávísað af lækni og hvort sem sjúklingur sækir það til okkar eða fær það sent heim skiptir ekki máli. Læknir á að dæma ástand konunn- ar og hann á að standa vörð um heilsu hennar. Þetta er bara þjón- usta af okkar hálfu við fólk sem ekki á heimangengt.“ Hvaða gagn gerir það aö hafa tölvuvæðingu í lyfjaverslunum? Getiö þið til dæmis fylgst meö því hvort sami sjúklingur fær lyf frá mörgum læknum? „Nei, það getum við ekki. Við höfum engan rétt á að grípa inn í lyfjaútskriftir lækna. Það er engin samtenging milli tölv- anna í apótekunum og það er nán- ast ógjörningur að ná þessunt upp- lýsingum út. Starfsmönnun apótek- anna er óheimilt að reyna að ná út upplýsingum um hvað hver og einn fær af lyfjum, það væri brot á frið- helgi einkalífsins. Tölvurnar eru fyrst og fremst notaðar sem lager- hald. Heimilislæknar geta að vísu hringt í apótekin og fengið upplýs- ingar um hvort einhver annar Iækn- ir hefur skrifað upp á lyf fyrir sjúkl- ing hans, en við höfum ekki lyfja- sögu sjúklingsins í höndunum, langt í frá.“ Nú virðast það vera sárafáir læknar sem sérhæfa sig í útgáfu lyfjaseðla af þessu tagi. Ef þið sjáið að sami læknirinn er óspar á slík lyf getið þið þá eitthvað gert, til dæmis kært til landlæknis? „Já, sjálfsagt gætum við það, en við gerum það ekki. Það hefur gerst að landlæknir biður um sérstakt eftirlit á ákveðna lækna og þá sendum við lyfseðla frá þeim lækni til embættisins. Aðr- ir lyfseðlar fara.i sjúkrasamlagið. Lyfseðlar á öll eftirritunarskyld lyf, sem álitin eru sérstaklega hættuleg með tilliti til ávana og fíknar, eru send til Lyfjaeftirlits ríkisins.“ En þótt sannað þyki að önnur lyf séu ávanabindandi flokkast þau ekki undir þetta? „Þetta þykja hættu- legri lyf þótt það liggi fyrir að hin geti verið vanabindandi með lang- varandi notkun. Lyfseðlar sem gefnir eru út á eftirritunarskyldu lyfin eíu sendir í lyfjaeftirlitið og það þarf leyfi hjá Iandlækni til að skrifa upp á vissan hluta þeirra lyfja. “ Ef þið fáiö inn á örfáum dögum lyfseöil frá sama lækni upp á fleiri hundruð töflur eins og gerð- ist í þessu tilviki hvers vegna látið þið þá landlækni ekki vita? „Tölv- urnar virka ekki þannig að það komi viðvörunarmerki. Við þyrft- um að ná í upplýsingarnar og það er ekki í okkar verkahring. Við vinn- um ekki þannig. Við erunt ekki í neinu eftirliti. Landlæknir og lyfja- eftirlitið gegna því hlutverki. Land- læknir hefur yfiruntsjón nteð lækn- um og lyfjaeftirlitið með lyfjum." Er vonlaust að kæra?? Þegar fíkniefnalögreglan hefur hendur í Itári fíkniefnasmyglara með nokkur grömm af hassi í far- teskinu segja flestir fjölmiðlar frá þeirri frétt. En þegar hámenntaður maður í hvítum sloppi skrifar ára-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.