Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 22. júní 1989
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
! Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn <?g skritstofur: Ármúla 38, simi: 68 18 66. Auglýsingasimi:
6818 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og
’ umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
> blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið.
Ofneysla lyfja
að læknisráði
Mikil barátta hefur verið háð gegn fíkniefnavandan-
um á síðari árum en margir telja þó að í raun liggi
stærsta lyfjavandamálið í ótæpilegri notkun róandi
lyfja, sem eru lögleg lyf, skráð á lyfseðla frá læknum. Á
undanförnum árum hafa heilbrigðisyfirvöld verið að
vakna til vitundar um alvöru málsins. Á Bretlandi er
stærð þessa vandamáls ógnvekjandi og talið að meira en
3 milljónir Breta noti róandi lyf á hverjum einasta degi.
Þar hefur lyfjaeftirlitið sent út ákveðna viðvörun til
lækna, þar sem kveðið er á um að sjúklingar skuli ekki
neyta lyfja þessarar tegundar lengur en í fjórar vikur. Á
síðasta ári tóku fyrrverandi neytendur lyfjanna ákvörð-
un um stofnun samtaka til að stefna lyfjaeftirlitinu og
heilbrigðisráðuneytinu, framleiðendum lyfjanna og
læknum sem hafa skrifað út lyfseðla á þessi lyf og hafa
ekki aðeins leyft, heldur einnig hvatt sjúklinga sína til að
taka þau inn, án þess að gera þeim grein fyrir afleiðing-
unum.
Þetta vandamál hefur einnig fest rætur hér á landi og
varað í langan tíma. Árlega koma um 400 manns inn á
meðferðarstöðina Vog vegna ofneyslu lyfja. Vitað er að
nokkrir en þó sennilega fáir læknar gefa út lyfseðla á ró-
andi lyf í miklu magni.
í dag birtir PRESSAN átakanlega frásögn konu sem
missti móður sína á síðasta ári. Dánarorsök var sögð
vera innvortis blæðingar en móðirin var alkóhólisti og
hafði fengið ótæpilegt magn róandi lyfja í mörg ár. Þeg-
ar móðirin fannst látin á heimili sínu fundust þar alls 13
lyfjaglös sem innihéldu sterk geðdeyfðarlyf og svefnlyf.
I þeim höfðu verið á níunda hundrað róandi töflur sem
móðirin hafði að mestu fengið hjá einum lækni á síð-
ustu fjórum vikum. Talið er að eitrun af völdum lyfj-
anna hafi átt sinn þátt í dauða móðurinnar. Aðstand-
endur hennar leituðu til landlæknis sem bauð þeim að
leggja fram formlega kæru á hendur viðkomandi lækni
en joau brast kjark til að berjast ein á móti kerfinu.
I grein PRESSUNNAR kemur fram að þau róandi lyf
sem hér um ræðir eru ekki eftirritunarskyld og lítið sem
ekkert eftirlit haft með notkun þeirra. En ákveðnar tak-
markanir eru þó settar við útgáfu þeirra. í tölvukerfum
apótekanna á að vera hægt að fylgjast með lyfjaútgáfu
lækna en fram kemur að tölvukerfin eru ekki samtengd
á milli apóteka og því getur sjúklingur hæglega leitað til
nokkurra lækna og tekið út mikið magn róandi lyfja án
þess að nokkur fái rönd við reist.
í samtali við PRESSUNA segir yfirlæknir á Vogi að
einstaklingar sem komið hafa inn á Vog vegna ofneyslu
lyfja virðist hafa átt óeðlilegan aðgang að sterkum lyfj-
um hjá nokkrum læknum. Landlæknisembættið hafi
reynt að hafa eitthvert eftirlit með þessum málum en lít-
ið miðað.
í dag þykir enginn vafi leika á að róandi lyf eru vana-
bindandi og sérfræðingar erlendis hafa jafnvel gengið
svo langt að fullyrða að það sé erfiðara fyrir neytendur
að hætta notkun róandi lyfja en heróíns. Þrátt fyrir það
hafa ýmsir læknar haldið áfram að gefa út lyfseðla á
þessi lyf í gífurlegu magni. Þetta sýna samanburðartölur
sem teknar hafa verið saman um lyfjanotkun í fjölmörg-
um löndum, þ.á m. á íslandi. Hér er svo alvarlegt mál á
ferðinni að tafarlaust verður að fara fram á því rannsókn
og fyrirbyggja með ströngum reglum og eftirliti að fá-
fræði og vanhæfni nokkurra lækna verði til að skapa
stærsta lyfjavandamál þjóðarinnar.
LOK LOK OG LÆS
„Kannski þetta kenni ykkur að vera ekki að stinga undan söluskattinum mínum.
hin presscm
„En úr því sem komiö er verða kosningar ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust.
Það er sjálfsagt að nota tímann þangað til og nota hann vel. Klipa bæði
þessa rikisstjórn og þær næstu þar sem þær kveinka sér: I punginn. í
pyngju ríkissjóðs.“
— ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON VERSLUNARMAÐUR í DV.
„Ferkantaðsborðs viðræður."
— FYRIRSÖGN í ÞJÓÐVILJANUM.
„Hvað viltu segja að lokum,
Hjálmar? „Amen.“
— OPNUVIÐTAL VIÐ SR. HJÁLM-
iAR JONSSON I DEGI.
„En hver nennir að horfa á svart-
hvíta bíómynd frá 1938?“
— ÓLAFUR M. JÓHANNESSON, LJÓS-
VAKARÝNIR MORGUNBLAÐSINS.
„Héðan hvarf á fimmtudaginn
svört kettlingafull læða. Á föstu-
dagsmorgninum hringdi svo kona i
okkur og spurði hvort við ættum
svarta læðu. Var það allt og sumt
sem konan sagði.“
— LESENDABRÉFI
„Staðreyndin er sú að ég
er ekki reioubúinn að fara
á eftirlaun og ganga um
götur bæjarins.##
— BENEDIKT GRÖNDAL SENDIHERRA i DV.
„Ég mundi ekki biðja Jón Sig-
urðsson um að selja eigur minar.“
- PÁLL PÉTURSSON ALÞINGISMAÐ-
UR í DV.
„Menntamálaráðherra ætti frek-
ar að taka Tjarnarskóla sem fyrir-
mynd en aö vera með í aö taka undir
óréttmæta ásökun...“
- MARGRÉT SIGURÐARDÓTIR, HÚS-
MÓÐIR OG VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI, i
MORGUNBLAOINU.
„Er ekki staðreyndin sú, að karlar
líta á það sem dónaskap að vera
kvenkyns?"
— MAGDALENA SCHRAM ( 19. JÚNÍ.
„„Ferlegt ógeð getur maðurinn verið,“
heyri ég stundum nemendur mina stynja
upp þegar Egill Skallagrímsson lætur
það eftir sér i Vermalandsferð sinni að
æla sem leið liggur upp i gestgjafa sinn
og siita siðan úr honum annað augað i
kveöjuskyni."
— ÞÓRÐUR HELGASON l' MORGUN-
BLAÐSGREIN.
„Menn senda nefndum allskonar
bréf ef þeir eru i stuði til þess.“
— JÓNAS KRISTJÁNSSON, RITSJÓRI
DV, I' ALÞÝÐUBLAÐINU UM KÆRU
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA TIL SIÐA-
NEFNDAR BÍ VEGNA FRÉTTA í DV.
„...góður maður sagði við
mig um daginn, að nauð-
synlegt vœri að drepa
eitthvað af hval svo sigl-
ingaleiðin frá landinu
lokaðist ekki. “
— FYRRV. HREFNUVEIÐIMAÐUR í
TÍMANUM.
„Konur verða að ná völdum, og þá
er ég ekki að tala um konur eins og
Thatcher því hún er ekki kona.“
— HELEN CALDICOTT í ALÞÝÐU-
BLAÐINU.