Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júní 1989 ,.5 OftOh ítp O''' i.|nchi:mfr:M Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor: Tæknikrati meö áhuga á hvalavernd, umhverfisfriöun og stöðuveiting um byggðum á faglegu mati. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor er mað- ur sem kemur á óvart. Við fyrstu sýn virðist þessi grannvaxni og skarpleiti doktor í efnaverkfræði frá tækniháskólanum i Munchen þurr og alvarlegur vis- indamaður sem gengur að starfi háskólarektors eins og hverju öðru úrlausnarefni þar sem krafist er nákvæmra en skjátra vinnubragða. Tæknikrati. Slík manngerð á stóli rektors er ekki allra, ekki sist í stofnun eins og háskóla þar sem sjónarmið eru mjög mismunandi eftir einstökum deildum. Það er ekkert leyndarmál að t.d. í heimspekideild er sú skoðun al- mennt rikjandi að rektor sýni málefnum þessarar fiölmennustu deildar háskólans ekki nauðsynlegan skilning. Sigmundur er af mörgum talinn einn helsti málsvari þess að háskólinn eigi að starfa í sem nán- ustum tengslum við atvinnuvegina. Um það er tæp- ast deilt að viðleitni í þessa veru eigi rétt á sér. Hitt er annað mál að ýmsir leggja meiri áherslu á það að háskóli eigi umfram allt ao vera stofnun þar sem fara fram grundvallarrannsóknir, burtséð frá því hvort þær skila endilega einhverjum hagnýtum árangri, nema þá að til langs tíma sé litið. GREIN: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON - MYNDIR: EINAR ÓLASON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.