Pressan - 29.06.1989, Síða 8
8
c
PRESSAN
_________VIKUBLAÐ Á FIMMTUPÖGUM____________
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákónarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
,■ Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, simi 6818 66. Setning og
umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
* blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 125 kr. eintakið.
HREINSUN FYRIR
FRAMTÍÐINA
Ríkisstjórn sú sem nú situr hefur á stuttum valdaferli geng-
ið í það tímabæra verkefni að hreinsa ærlega til í íslensku
þjóðfélagi. Viðskiptaráðherra hefur þegar náð umtalsverðum
árangri við að koma böndum á gráa fjármagnsmarkaðinn
með lagasetningu og lagt mikilvæg drög að uppstokkun í
bankakerfi og framtíðarskiptum á milli íslenska peningakerf-
isins og erlendra fjármagnsmarkaða.
í fjármálaráðuneytinu eru knúðar fram kerfisbreytingar í
ríkisfjármálum og skattamálum. Harkalega er gengið fram í
innheimtu skatta og má taka undir að lokun fyrirtækja vegna
vangoldins söluskatts hafi ekki aðeins verið árangursrík í
stórbættri innheimtu, heldur hafi sú aðgerð haft stórvægileg
áhrif í þá átt að færa skattasiðvæðingu þjóðfélagsins í betra
horf. Skattasiðferði þjóðarinnar hefur ekki verið beysið um
áratuga skeið og undanskot frá skatti verið þjóðaríþrótt ís-
lendinga. Þá eru nú gerðar mun harðari kröfur til stjórnenda
ríkisfyrirtækja og almannastofnana um að sýna ábyrgð á
fjárhag stofnana sinna og auka skilvirkni og hagkvæmni hjá
hinu opinbera.
Áföllin í atvinnulífinu á síðasta ári og viðbrögð stjórnvalda
hafa orðið til þess að fyrirtækjastjórnendur eiga ekki að
komast upp með að standa í óarðbærum rekstri í trausti þess
að stjórnvöld hlaupi undir baggann með gengisfellingu, póli-
tískri fyrirgreiðslu úr sjóðum eða annarri greiðasemi vegna
klíkutengslaeða kjördæmapots. Björgunaraðgerðirstjórnar-
innar í gegnum atvinnutryggingasjóð og hlutafjársjóð buðu
vissulega þeirri hættu heim, en þessum aðgerðum hafa fylgt
svo sterkar kröfur um að fyrirtækin sýni ábyrgð í rekstri og
arðsemi þegar þau ná að fóta sig á ný eftir fjárfestingarvit-
leysu síðustu ára að vart verður aftur snúið til óráðsíu og
bruðls fyrri ára. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu til
stjórnenda í atvinnulífi, á launamarkaði og ríkisvaldsins
sjálfs að hvergi verði hvikað af þessari nýju siðvæðingar-
braut.
Sú hreinsun sem stjórnvöld standa fyrir hófst raunar að
verulegu leyti í síðustu ríkisstjórn, m.a. með róttækum breyt-
ingum á skattkerfi landsmanna. En þegar stjórnvöld ráðast
í slíka framtíðarhreingerningu er það lágmarkskrafa að kerf-
isbreytingarnar nái hvarvetna fram aðganga. Það ergjörsam-
lega óþolandi að á sama tíma og gengið er harkalega fram í
innheimtu á hendur fyrirtækjum skuli t.d. vandamál í land-
búnaði hlaðast upp með ómældum kostnaði fyrir neytendur.
Þegar tekið er til við að siðvæða í peningakerfi og skattamál-
um verður jafnframt að gera róttækar kerfisbreytingar í hús-
næðismálum, heilbrigðismálum, lífeyrismálum, byggðamál-
um og á fleiri sviðum. Þegar ráðist er í slíka siðvæðingarher-
ferð sem nú stendur yfir verður ekki lengur liðið að ákveðnir
hópar fái að maka krókinn í skjóli þess að stjórnvöld hafi
ekki dug eða getu til að ráðast að vandanum. Ovægnar inn-
heimtuaðgerðir í skattamálum á hendur fyrirtækjum gera
stjónvölduin jafnframt skylt að uppræta skattsvik einstakl-
inga í eitt skipti fyrir öll.
BÖRN KLYFJUÐ LYFJUM
„Ég vil þakka ykkur fyrir grein-
ina um ol'notkun lyfja. Ég þekki
þessi mál þar sem ég vann eitt sinn
á meðferðarstofnun og varð svo
sannarlega vör við að fólk væri að
koma inn vegna ofnotkunar lyfja,
allt niður í börn, klyfjað af lyfjum.
Sumir virtust leiða þetta algerlega
hjá sér eins og þetta skipti engu
máli. Það var helst að nýtt starfs-
fólk hefði áhyggjur en þegar frá leið
var eins og allir yrðu sljóir og létu
sig þetta engu varða. Það er barist
hatrammlega gegn innflutningi eit-
urlyfja, sem er af hinu góða, en það
virðist enginn berjast gegn þessari
lyfjanotkun. Það sýður í mér þegar
ég hugsa um börnin sem maður tók
á móti og tíndi af þeim allskonar lyf
sem var útilokað að þau þyrftu á að
halda.“
Fyrrverandi starfsmaður á með-
ferðarstofnun.
Fimmtudagur 29. júní 1989
SÍÐASTA KARLA VELDIÐ
„Áfram strákar. Við skulum verja Grímsey fyrir þessari kvenna-
byltingu hvað sem tautar og raular!“
bréf til ritstjórnar
Mikil viðbrögð urðu við grein
PRESSUNNAR ísíðustu viku þar
sem greint var frá dauða fyrrum
ofneytanda lyfja. Eftirfarandi les-
endabréf bárust PRESSUNNI eft-
ir birtingu greinarinnar auk fjölda
símhringinga. Sendendur bréf-
anna óskuðu nafnleyndar.
PILLURNAR BREYTTU PERSÓNULEIKA
KONUNNAR MINNAR
„Mig langar að senda ykkur hér
ljósrit af þremur lyfseðlum sem ég
hef geymt í þrjú ár. Eins og þið sjáið
eru þeir allir gefnir út af sama
lækninum, sama daginn, líkt og þið
eruð að segja frá í greininni. Þessi
Iteknir útvegaði konunni ntinni 150
töflur af 5 mg Diazepam sama dag-
inn. Ég náði lyfseðlunum af henni.
Saga ungu konunnar er rnjög
svipuð sögu annarra sem lent hafa í
því að búa með lyfjaneytanda.
Sjálfur var ég giftur konu sem byrj-
aði að neyta róandi lyfja fyrir tíu ár-
um. Hún hefur alltaf getað fengið
uppáskrifaða lyfseðla hjá sama
lækninum. Sá er að vísu geðlæknir
og réttlætir gjörðir sínar af þeim
sökum. Málið er bara aö konan mín
var ekki geðveik. Hún var og er
alkóhólisti sem byrjaði að taka ró-
andi pillur ofan í vínið. Pillurnar
liafa hins vegar breytt persónuleika
hennar þannig að ég efast um að
geðheilsa hennar myndi flokkast
undir að vera í lagi í dag. Hún er
eins og hræ, hefur ekki áhuga á
neinu nenta pillunum sínum og það
ríkir óhugnanleg deyfð í kringum
hana. Ég skildi við konuna mína
l'yrir skömmu. Það var eftir að ég
missti vinnuna vegna hennar.
Vinnuveitendur mínir sögðust ekki
geta haft' mig lengur, því konan mín
hringdi ekki aðeins stanslaust held-
ur kom líka þegar hún var undir
áhrifum. Það veit enginn nema sá
sem hefur lent í þessu hvað það er
ömurlegt að horfa upp á maka sinn,
foreldra eða aðra sem manni er annt
um ánetjast lyfjunum á þennan
hátt. Maður verður alveg bjargar-
laus og það er hægar sagt en gert að
koma sér út úr lífi af þessu tagi.
Manni finnst maður alltaf vera að
svíkja þann sem veikur er orðinn.
Sjálfur gat ég ekki meira. Kannski
er best að ég kom mér í burtu frá
konunni minni áður en ég upplifði
það að koma að henni látinni eins
„Ég þakka fyrir greinina um
lyfjaofneyslu sem þið birtuð í síð-
ustu Pressu. Sjálf þekki ég til þess-
ara mála af eigin raun. Ég er ein
þeirra sem hafa staðið í því árum
saman að hjálpa náskyldum ætt-
ingjum úr þessum heimi án nokk-
urs árangurs. Ég þykist fara nærri
um hvaða læknir það er sem þið
skrifið urn, því sá læknir hefur út-
vegað ættingja mínum róandi töfl-
ur í fimmtán ár. Foreldrar mínir
stóðu lengi í því að hjálpa þessum
ættingja okkar en hafa nú gefist
upp. Þau, eins og margir aðrir,
segja alveg vonlaust að kæra þessa
lækna til landlæknis þvi það sé
hvort sem er ekkert gert við þá. Ég
skil því vel afstöðu ungu konunnar
sem þið töluðuð við. Hún getur
varla gert meira en leggja fram þess-
ar klaganir sem hún þegar er búin
að gera, nema þá að fá systkini sín
til að endurskoða afstöðu sína og
leggja fram formlega kæru á við-
og unga konan kom að móður
sinni. Vonandi lætur einhver sér
þetta verða víti til varnaðar. Sjálfúr
hef ég enga trú á að nokkur læknir ■
verði sviptur leyfinu.“
Fertugur borgarbúi.
komandi lækni.
Það er alveg rétt sem kemur fram
í greininni að á meðan allir halda að
það sé vonlaust að fara fram á svipt-
ingu læknisleyfisins verður ekkert
gert. Það er vonandi að íslendingar
taki höndum saman og vinni að því
að koma upp samtökum svipuðum
þeim og Bretar eru að stofna. Þeir
sem þekkja Iyfjaofneytendur ættu í
það minnsta að vera nógu nrargir til
að takast að fá kerfið til liðs við sig
og berjast á móti þeini læknunr senr
það stunda að gefa út lyfseðla af
þessu tagi. Það er líka hlægilegt að
lesa það í viðtali viö forstöðumann
Lyfjaeftirlitsins og aðstoðarland-
lækni að lyf eins og Valíum og aðrar
pillur af svipaðri tegund séu ekki
vanabindandi. Hvað hafa þessir
fjögurhundruð sem koma á Vog ár-
lega verið að gleypa?“
Ættingi ofneytanda, þrítug
kona.
BERJUMST Á MÓTILÆKN-
UM OG KERFINU!