Pressan


Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 25

Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 25
nFimmtudagur 29.' júní-1989 spáin STJÖRNUSPÁIN vikuna 29. júní—6. júlí (21. niars — 20. apri/) Þu hefur mikla þörf fyrir félagsskap þessa dagana. Þú verður að veita henni útrás. Fjármálin eru i finu lagi og þú hef- ur alveg efni á að veita þér smáglaðning. Vertu góð(ur)viðættingjanasem ef til vill þurfa á hjálp þinni að halda. (21. apri/ — 20. ruaij Það eru vissir hlutir sem þú þarft að gera fyrir luktum dyrum. En passaðu þig, þú gætir læst þig inni í eigin hugarheimi. Þú getur ekki framkvæmt allt ein(n) og þarft því áaðstoð að haldaviðað leysaúr mikilvægu máli. Eftir það dettur allt i dúnalogn, rólegheitin verða næstum yfirþyrmandi. (21. inai — 21. jiiníj Mánaðamótin verða ansi ánægjuleg fyrir flesta tvíbura, því afstaða himin- tunglanna er þeim hagstæð og ætti það að valda þeim mikilli lifshamingju og fylla þá krafti. Fyrir fjölskyldufólk er þetta kjörinn timi fyrir skemmtiferðir. * (22. jiíní — 22. jiilíj Næstu dagar koma til með að verða stefnumarkandi í lífu þinu. Stóra tæki- færió sem þú hefur alltaf beðið eftir! Núna er að hrökkva eða stökkva. Og mundu að betri er einn fugl I hendi en tveir I skógi. Júpiter er með þér. C* (23. jiílí — 22. úgiísl) Kannski finnst þér allt grátt og von- laust. En ekki gefa upp vonina, lausnin birtist i liki nákomins ættingja eða vinar. Ef þú hefur skipulagt einhver stór ferða- lög skaltu geyma þau til betri tíma. ihugaðu sjálfið og leitaðu Ijójsins i til- verunni. (23. ágiíst — 23. sepl.) Streita hefur verið að safnast upp þennan mánuð hjá meyjum. Tappaðu af hjá þér og þá veróur umhverfið miklu ánægjulegra fyrir þig og þina. Þegar af- slöppun hefur verið náð er um að gera að leita á náðir ástvina. Ftómantíkin gægist einnig fyrir horn. (24. sepl. — 23. okl.) Margar vogir verða I athyglisleit um mánaðamótin, sérstaklega lausar og lið- ugar vogir. Fljá fjölskyldufólkinu verður hinsvegar eitthvaö rólegra, en meö góð- um vilja væri hægt aó lyfta sér upp og það ærlega. Gönguferðir eru líka ansi sniðugt fyrirbæri. (24. okl. — 22. náv.J Hafðu stjórn áskapi þinu.ekki látaþað hlaupa meö þig i gönur. Foreldrum er bent á að börn geta tekið sjálfstæðar ákvaróanirog heimilisfriðurer mikilvæg- ur. Sköpunargáfa sporódreka er mikil um þessar mundir og þvi kjörið að veita henni útrás. 01$ (23. nóv. — 21. des.) Einbeittu þér að einum hlut I einu og láttu utanaðkomandi aðila ekki trufla þig. Þú hefur áhyggjur af peningamálum þvi það líóur að skuldadögum. Láttu samt ekki bugast þvi bráðum kemur betri tíð með blóm i haga og byrjun júlí verður ánægjuleg. (22. des. — 20. janiiar) Taktu mikla áhættu i máli sem þú hef- ur velt lengi fyrir þér. Steingeitur elska áhættu og það mun borga sig i þessu til- íelli að hugsa ekkert, bara framkvæma. Ástamálin verða hinsvegar ekki eins ánægjuleg, en það má laga með þvi að tala saman um hlutina. 21. janiíar — 19. febriiur/ Leitaóu leiða til að ávaxta sparifé þitt á sem bestan hátt. Færðu jafnvel fómir til að ná settu markmiói. Þú gætir þurft að leita aðstoðar hjá aðila kunnugum þér, en það er engin skömm. Annars gengur lífið eins og vel smurð vél hjá vatnsberum þessa dagana. ■ (20. febriiar — 20. niurs) Gæfan er þér hliðholl um þessar mundir. Notaðu þessa jákvæðu strauma þér í hag á öllum sviðum lífsins. Þú færð gamlan kunningja i heimsókn og það verða fagnaðarfundir. Vanræktu þó ekki fjölskylduna eða hina vinina. Vinnan göfgar manninn. 25 i frqmhjáhlaupi „Vildi vera prestur" Hallur Magnússon blaöamaöur — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Faðir minn, Magnús Halls- son. Og svo á ég bestu mömmu í heimi.“ — Hvenær varöstu hrædd- astur á ævinni? „Þegar ég var eitt sinn starfsmaðurá leikjanámskeiði á Akranesi og litill drengur var rétt að segja drukknaður í lauginni. Okkur tókst að ná honum upp á bakkann og blása í hann lífi. Þá skildi ég hvað stutt er á milli lífs og dauða.“ — Hvenær varöstu glaö- astur á ævinni? „Þegar ég gifti mig.“ — Hvers gætiröu sist veriö án? „Kaffibolla og dagblað- anna.“ — Hvaö finnst þér leiöin- legast aö gera? „Að skúra gólf og vera ritari á fundum." — Hvaö finnst þér skemmtilegast? „Að stunda útivist og fara út að borða góðan mat með góðu fólki.“ — Hvaö fer mest i taugarn- ar á þér? „Undirlægjuháttur og hræsni." — Manstu eftir pínlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Já, á árshátíð Kvennaskól- ans fyrir 13 árum. Fyrsta al- vörukærastan mín, Bergljót Njöla, bauð mér á árshátíðina og sagði svo þegar ég mætti að bindið mitt væri Ijótt. Ég þjáðist alla árshátíðina. Það má bæta því við að við giftum okkur í vetur eftir 12 ára að- skilnað." — Hvaö vildirðu helst starfa ef þú gætir ekki stund- aö blaðamennsku? „Vera prestur úti á landi á jörð þar sem ég gæti haft hesta, átt aðgang að lax- og silungsveiði og sinnt hugðar- efnum mínum, fræðimennsku og öðru slíku grúski. Þess á milli vildi ég fara um í sveitinni og þiggja kjötsúpu, kaffi og kleinur hjá húsmæðrunum. Svo myndi ég auðvitað messa á sunnudögum. En ástæðan fyrir því að ég gat ekki gert þetta að veruleika er sú að ég erhvorki nógutrúaðurnénógu heiðinn." — Áttu þér draum? „Já, ég vildi vera svo vel stæður að ég þyrfti aldrei að hafa áhyggjur af peningum en ekki þó svo vel efnaður að ég þyrfti að hafa áhyggjur af pen- ingum. Þá gæti ég einbeitt mér að þvi að láta gott af mér leiða, og eignast nokkra fjör- uga krakkagrísi." í þessari viku: INGA lófalestur (kona, fædd 13.01.1940) LÍFLÍNAN (1): AMY ENGILBERTS m fi Þessi kona hefur snemma orðið sjálfstæð. Hún er nokkuð metnaðargjörn og hefur að öll- um likindum haft góða mögu- leika til að komast áfram í lífinu. Hún er hins vegar svolitið stressuð og tímabilið frá 1980 til 1989 hefur verð umhleypinga- samt hjá henni. En á þessu ári færhún tækifæri til að vinnavel úrframkvæmdum sínum, ef hún hefur bara næga þolinmæði í tengslum við það, sem hún tek- ur sér fyrir hendur. Síðustu tíu til fimmtán mán- uði hefur verið töluvert um seinkanir í kringum þessa konu og stundum hefur henni ekki fundist hlutirnir ganga nógu fljótt. TILFINNINGALÍNAN (2): Þessi persónaer hrifnæm, en samt sem áður raunsæ eða a.m.k. afar varkár í tilfinninga- málum. Hún hefur allmikið sjálfstraust. Hún þarf að gæta að heilsunni um sextugsaldur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.