Pressan - 22.02.1990, Side 6

Pressan - 22.02.1990, Side 6
6 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Undanfarna viku eða svo hefur verið um fátt meira talað á íslandi en kynferðisglæpamanninn Stein- grím Njálsson, sem fyrir skemmstu var næstum búinn að fremja enn eitt afbrotið. Því er þó ekki fyrir að fara að fólk deili um málið og sé ósammála, heldur virð- ist þjóðin að þessu sinni einhuga í af- stöðu sinni. En hvernig ætli fórnar- lömbum Steingríms Njálssonar og ættingjum þeirra hafi liðið á síðustu dögum, þegar ljóst varð að hann heldur enn uppteknum hætti og leit- ar á litla grunlausa drengi? Málið hlýtur að hafa ýft upp mörg gömul sár hjá þessu fólki. Síðast var Steingrímur dæmdur fyrir nauðgun á dreng, sem nú er 16 ára gamall, vorið 1986. Dómur Hæstaréttar féll í febrúar 1988 og hljóðaði hann upp á tvö ár; þar af 15 mánaða vistun á viðeigandi hæli. PRESSAN hafði samband við móður drengsins, sem þá átti í hlut, og innti hana eftir viðbrögðum hans og fjöl- skyldunnar við nýjustu fregnum af kynferðisafbrotamanninum Stein- grími Njálssyni. Gífurlegt áfall „Við fengum auðvitað sjokk. Það var gífurlegt áfall að komast að því að maðurinn skyldi hafa verið laus úti í þjóðfélaginu, án þess að vera undir nokkru eftirliti — og þar að auki hérna í næsta nágrenni við okkur. Við eigum sjálf sjö ára son og þegar þetta kom í ljós þakkaði ég bara Guði fyrir hvað ég hef verið passasöm með hann og að hann skyldi hafa sloppið. Einnig kom þakklæti upp í huga mér fyrir hlutdeild Svölu Thorlaci- us lögfræðings, vegna þess hvernig hún vakti athygli almennings á þessu máli og hratt af stað umræðu um það. Það er fyrst og fremst fyrir hennar tilstuðlan að almenningur opnaði augun fyrir þessum málum og vildi ræða þau. Umfjöllun Eiríks Jónssonar á DV um þetta mál og myndbirting hans af Steingrími var umdeild. Það hefur hins vegar sýnt sig nú að hún var réttmæt og ég vona að fjölmiðlar verði ófeimnir að birta myndir af hættulegum síbrota- mönnum í framtíðinni. Það er síðan annað mál hve létt- vægan dóm Steingrímur hlaut fyrir það, sem hann gerði syni okkar. Við hreinlega skildum það ekki og fannst dómskerfið hálfpartinn hafa okkur að fíflum. Frétt í DV þann 20. febrúar síðastliðinn um að ríkissak- sóknari hafi gert mistök, þegar hann gaf út ákæru á hendur Stein- grími, rennir enn frekari stoðum undir að svo sé.“ — Áttirðu von á að heyra fyrr eða síðar að Steingrímur héldi uppteknum hætti? „Já, ég bjóst við þessu; sérstak- lega með tilliti til dómsins, sem maðurinn fékk. Þetta er síbrota- maður, svo það hlaut að koma að því." — Hvað finnst þér að yfirvöld hefðu átt að gera til að koma í veg fyrir að þetta gerðist? „Það er nú erfið spurning, þar sem við höfum ekkert viðeigandi hæli fyrir svona menn hér á landi. En auðvitað finnst mér að það hefði átt að loka manninn inni. Það hlýtur að hafa verið hægt að hafa hann undir eftirliti á Kleppi eða á öðrum slíkum stað. Þar að auki finnst mér að vönun hefði átt að koma til greina. Það virðist eina varanlega lausnin að vana menn af þessu tagi. Einhvern veginn verður að stöðva þennan mann.“ Missti traust á kerf- inu og fylltist von- leysi — Hvaða tilfinningar berðu til þeirra yfirvalda, sem eiga að halda svona afbrotamanni í skefjum? Ertu reið út í „kerfið'? „Já, ég missti allt traust á kerfinu við að fylgjast með hvernig það tók á máli sonar míns. Maður fyllist al- gjöru vonleysi. Það eru jú saklaus börn, sem verið er að reyna að vernda, en ekki fullorðið fólk, sem getur hugsanlega varið sig sjálft. Og það er ekki eins og við eigum engar iagagreinar til að styðjast við í þessu sambandi. í 200. grein hegningar- laganna segir að hver sá sem á sam- ræði við barn yngra en 14 ára skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Það liggur þess vegna við að manni detti í hug að Steingrímur sé á einhverj- um sérsamningi í kerfinu." — Hvaða tilfinningar hefur þú í garð Steingríms Njálssonar? „Ég hef andstyggð á honum. Hann er í mínum augum hættulegur glæpamaður, sem ekki á að ganga laus. Eg get þó ekki sagt að ég hati hann, en þegar ég hugsa til hans verð ég alltaf óskaplega uppspennt og líður alveg ólýsanlega illa. Þessi reynsla er svo sár. Ég lít á Steingrím sem sjúkling. Þetta er veikur maður og ef hann fengi álíka „köst" og margir aðrir geðsjúklingar yrði hann lokaður inni. Geðveiki Steingríms bitnar hins vegar á litlum börnum og hann fær að vera eftirlitslaus úti í þjóðfé- laginu." Yfirvöld hefðu átt að vara okkur við — Hvernig varð fjölskyldunni við að heyra að Steingrímur væri laus aí sænska hælinu á síðasta ári? „Viðbrögð okkar urðu þau að við urðum hrædd. Við lifðum í ótta, því við vissum ekki hvað hann vissi mikið um okkur og það skapaði af- skaplega mikið óöryggi. Við höfum ekki hugmynd um hvort Steingrím- ur veit hver við erum og hvar við eigum heima. Stundum hef ég feng- ið hræðsluköst, gætt þess vandlega að húsið sé læst og nánast sett drengina mína í stofufangelsi. Hvað veit ég nema maðurinn mæti hérna á tröppurnar einn daginn! Þetta er auðvitað móðursýki, en það er bara erfitt að ráða við þessar tilfinningar. Við vissum hins vegar ekki að Steingrimi hefði verið sleppt fyrr en maðurinn minn sá hann fyrir tilvilj- un úti á götu skammt frá heimili okkar. Mér finnst það mjög bagalegt sambandsleysi af hálfu yfirvalda að láta okkur ekki vita. Vara okkur við. . . Það sama var upp á teningnum, þegar við kærðum manninn á sín- um tíma. Við vorum kölluð í yfir- heyrslu og síðan ekki söguna meir. Aldrei var haft samband við okkur og við látin vita hvaða meðhöndlun málið fékk. Það er eins og þessir herrar þurfi ekki að hafa samband við þolendur glæpanna. Við þurft- um líka sjálf að borga allan lögfræði- kostnað og strákurinn var heldur ekki boðaður í neina sálfræðimeð- ferð, sem ætti að sjálfsögðu að ger- ast sjálfkrafa. Þetta kalla ég algjört sinnuleysi yf- irvalda. Að láta okkur ekki heyra eitt einasta orð um gang málsins." Sálfræðingurinn hafði aldrei sam- band — Fékk drengurinn alls enga sálfræðilega meðferð eftir at- burðinn? „Hann var sendur í læknisrann- sókn daginn eftir atburðinn og okk- ur var síðan sagt að haft yrði sam- band við hann frá Geðdeiid barna við Dalbraut og hann kallaður í við- tal við sálfræðing. Það gerðist hins vegar aldrei! Svona er kerfið meingallað og það getur haft gífurlega alvarlegar afleiðingar í þeim tilvikum, þegar foreldrar hafa annaðhvort ekki rænu á því eða ráð á því að senda barnið sitt til sálfræðings. Þá hefði skaðinn getað orðið varanlegur og mun meiri en ella þyrfti að vera. Við hjónin sendum strákinn strax til sálfræðings og ég tel það hafa bjargað honum algjörlega. Það við- urkenna allir hve mikilvægt það er að fórnarlömb kynferðisafbrota- manna fái að vinna strax úr áfallinu. Og það er ekki nóg að hafa það skrifað einhvers staðar á blaði. Það verður að framkvæma hlutina!" Félagslyndur fyrir atburðinn, en fer nú sjaldan út á kvöldin — Hvaða áhrif hafði það á líð- an drengsins að vita af Stein- grími lausum og liðugum? „Honum brá mjög mikið við þá vitneskju og þegar í Ijós kom að Steingrími hafði verið útvegað hús- næði hér í nágrenninu fylltist strák- urinn enn meiri óhugnaði. Hann skilur að vonum ekkert í því hvernig yfirvöld létu sér detta í hug að koma manninum fyrir í næsta nágrenni við heimili okkar. Líðan drengsins er núna á þann veg að hann neitar að lesa um Stein- grím í blöðunum eða hlusta á fréttir af þessu í útvarpi eða sjónvarpi. Hann gengur út úr herberginu, ef eitthvað er fjallað um mál Stein- gríms." — Finnst þér hann hafa breyst eitthvað við þessa lífsreynslu? „Hann hefur gert það. Hann fer t.d. mjög lítið út og aldrei á skóla- böll, þó hann hafi verið afar félags- lyndur áður en þetta gerðist. Eigin- lega fer hann nánast aldrei út á kvöldin. Samt sem áður hefur hann verið heppinn, því hann á sér áhugamál og honum gengur þokkalega í skól- anum, en svona lífsreynsla kemur oft niður á námi og öðru." Gleymum aldrei en reynum að lifa eðli- legu llfi — Hvað með líf fjölskyldunnar almennt eftir þennan atburð fyr- ir þremur árum? „Við reynum auðvitað að lifa áfram eðlilegu lífi, þó það hafi haft ólýsanleg áhrif á okkur öll. Og þessi atburður gleymist engum í fjöl- skyldunni. Svo mikið er víst. Við munum hvert einasta smáatriði frá þessu kvöldi. Upphaflega var málið rætt mjög ítarlega, en síðan var þetta um- ræðuefni ekki á dagskrá hjá okkur fyrr en Steingrímur komst aftur í fréttirnar núna um daginn. Eldri synir okkar eru hins vegar mjög mikið litaðir af þessari lífs- reynslu. Þetta er þeim alltaf ofarlega í huga, ef einhverjir síbrotamenn eru til umræðu í fjölmiðlum eða annars staðar. Það þurfa ekki einu sinni að vera kynferðisafbrota- menn. . . Þá hrekkur ávallt upp úr þeim eitthvað um „þetta helvítis kerfi' eða „andstyggilega þjóðfélag, þar sem aldrei er neitt gert í málun- um" eða annað í þeim dúr. Þeir eru greinilega fullir haturs og biturleika, þó við hjónin reynum að fá þá til að slaka á. En þetta eru ungir strákar á tvítugsaldri, sem eiga erfitt með að sætta sig við ástandið. Það er erfitt að útskýra fyrir þeim hvernig rétt- lætið virkar í þessu þjóðfélagi. Ég finn líka að ég set meiri hömlur á sjö ára son minn en hollt er. Ég hleypi honum ekkert einum út, nema í garðinn í kringum húsið þar sem ég get fylgst með honum. Barn- ið hefur ekki gott af þessu uppeldi, en ég er svo lituð af fyrri reynslu með bróður hans að það er erfitt að ráða við þetta." Lögreglan stóð sig með sóma — Getur fólk eitthvað gert til að minnka líkurnar á að menn eins og Steingrímur geri börn- um mein? „Ja, það er náttúrulega unnið heilmikið fyrirbyggjandi starf í skól- um og á dagheimilum. Krökkum er kennt að bera virðingu fyrir eigin líkama, tala ekki við ókunnuga menn og annað í þeim dúr. En mér finnst þetta ekki nóg. Það þarf meira að koma til. Ég heyrði í sjónvarpinu að nauð- synlegt væri að mennta lögreglu- menn betur til þess að takast á við svona mál. í okkar tilviki var lög- reglan hins vegar eini opinberi aðil- inn, sem stóð sig með sóma. Þegar að „kerfinu" kom brást síðan allt meira eða minna." Út I hött að tala um skort á blíðu — I viðtali dægurmálaútvarps- ins á rás 2 við fulltrúa Kvennaat- hvarfsins kom fram sú skoðun konunnar að börn, sem ekki fengju næga blíðu heima hjá sér, yrðu frekar fórnarlömb kyn- ferðisafbrotamanna en aðrir krakkar. Og dagskrárgerðar- maðurinn bætti því síðan við að þetta gætu t.d. verið börn ein- stæðra foreldra. Hvernig varð ykkur hjónunum við að heyra þessa skoðun? „Okkur fannst þetta algjörlega út í hött. Sonur okkar var t.d. að rukka fyrir DV, þegar hann lenti í klónum á Steingrími Njálssyni. Maðurinn lét eins og hann væri að ná í peninga og bauð stráknum að koma inn í ganginn og bíða. Drengurinn okkar var auðvitað grandalaus, enda alinn upp í kurteisi, og kom inn í gættina. Þar með var hann kominn inn og þá beitti Steingrímur hann ofbeldi, svo skortur á blíðu kemur alls ekkert inn í myndina. Mér finnst gróft af fólki að setja fram svona kenningar, því í þessu til- viki er t.d. um hreina árás að ræða en ekki að barnið hafi laðast að af- brotamanninum." „Við liföum í ótta eftir að við komumst fyrir tilviljun að því Steingrím- ur Njálsson gekk aftur laus í þjóöfélaginu. Við vissum ekki hvað hann vissi mikið um okkur og það skapaði afskaplega mikið óöryggi. Við höfum ekki hugmynd um hvort hann veit hver við erum og hvar við eigum heima .. Lögreglan var eini opin- beri aðilinn, sem stóð sig með sóma i okkar tilviki. Synir okkar eru ffullir hat- urs og biturleika. Það er erffitt að útskýra fyrir þeim hvernig réttlætið virkar i þessu þjóðfélagi. Eg hleypi yngsta syni mín- um aldrei einum út. Okkur var sagt að hafft yrði samband við drenginn ffrá Geðdeild barna við Dal- braut, en það gerðist aldr- ei. Hvað veit ég nema maður- inn mæti hér á tröppurnar einn daginn!

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.