Pressan - 22.02.1990, Page 19

Pressan - 22.02.1990, Page 19
19' Fimmtudagur 22. febr. 1990 VILTU LOSNA VIÐ LEIKJATÖLVU? Hafðu samband, ef þú vilt selja COMMODORE 64 leikjatölvu með kassettutæki og kannski einhverjum leikjum líka. SÍMI 91-29203 Á KVÖLDIN EÐA 681866 Á DAGINN. DÓSIR BORGA SKÓLA- GJALD Síðan skilagjald var sett á ein- nota öl- og gosdrykkjaumbúðir 1. júní á síðasta ári hefur tölu- verð breyting orðið á umgengni fólks. Aldósir, plast- og gler- flöskur sjást ekki lengur á víða- vangi og götur eru mun hrein- legri en áður var. En kannski hugsa ekki allir út í hvaða gagn er hægt að gera með þessum endurvinnanlegu umbúðum. Dósakúlurnar, sem einkum er að finna á bensínstöðvum og í flestum stórmörkuðum, eru hugmynd sam- taka sem kallast Þjóðþrif og voru stofnuð, þegar skilagjaldið var lög- fest hér á landi. Aðilar að þessum samtökum eru Landssamband hjálparsveita skáta, Bandalag ís- lenskra skáta og Hjálparstofnun kirkjunnar. Markmið þeirra er að stuðla að aukinni umhverfisvernd og efla æskulýðs-, hjálpar- og björg- unarstarf hérlendis sem erlendis. Meðal þeirra verkefna, sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar fjármagnar, er menntun fátækra barna á Indlandi; barna þvottafólksins svokallaða, sem er af lægstu stigum þjóðfélags- ins. Skólagjald hvers barns er um 500 krónur á mánuði, þannig að fyr- ir tíu þúsund krónur er hægt að kosta tuttugu börn til náms í heilan mánuð. Skátahreyfingin notar sinn skerf af andvirði umbúðanna til æskulýðsstarfs og ekki þurfa hjálp- arsveitirnar síður á peningum að halda til þess að viðhalda dýrum tækjabúnaði og bílum, sem þurfa að vera til taks þegar slys verða. í dósakúlurnar má setja allar ein- nota öl- og gosdrykkjaumbúðir, hvort sem þær eru úr áli, plasti eða gleri. Skilagjald fyrir hverja einingu er fimm krönur, sem er kannski ekki stórpeningur í dag, en aðstandend- ur Þjóðþrifa hafa tröllatrú á því að margt smátt geri eitt stórt. Ævintýrið utn Dimmalimm er ein faUegasta barnasaga sem samin liefur verið á íslenska tungu. Málaritm Muggur (Guðmundur Thorsteinssoti, 1891-1924) skrifaði Dimma- limm og myndskreytti um borð í saltskipi á leið til Ítalíu. Sagan var gjöf hans til lítillar frænku sittnar í Barcelona. Myndin er af 6. útgáfu bókarinnar sem kom út hjá Hetgafelli 1982. ISLENDINGAR LÆRA UNGIR AÐ META GÓÐAR BÆKUR L A M D S B O K 1 er sannarlega gód bókfyrir unga sem aldna. Landsbók er ný verðtryggð Í5 mdnaða bók sem ber 5,75% vexti og tryggirþví mjöggóða raunávöxtun sparifjár. Allir íslendingar ættu að eignast Landsbók. Pvífyrr, því betra. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.