Pressan - 22.02.1990, Side 20

Pressan - 22.02.1990, Side 20
20 Fimmtudagur 22. febr. 1990 sjúkdómar og fólk Kynferðisbrotamaður tryllir þjóð ■mgrúnur 'giítnur iVi itvik cUki ð krafist Fátt hefur vakið meiri athygli á undangengnum misserum en fregn- ir DV um þekktan kynferðisbrota- mann í Reykjavík. Maður þessi á að baki dapurlega sögu, hvert kynferð- isbrotið hefur rekið annað og hann hefur endurtekið gert sig sekan um að leita á unga drengi. Hann hefur verið dæmdur og afplánað refsivist, var jafnvel um tíma á hæli í Svíþjóð en kom þaðan fyrir nokkru og sett- ist að í Norðurmýrinni í Reykjavík. Samkvæmt DV gerðist hann enn brotlegur, leiddi upp til sín ungan snáða og hafði klætt hann úr ytri fötum, þegar að var komið. Kona nokkur þekkti manninn af myndum í fjölmiðlum, sá á eftir honum með drenginn og fór og náði í hann. Mað- urinn sagðist hafa ætlað að þurrka fötin af drengnum og því klætt hann úr. Hann var umsvifalaust handtek- inn og úrskurðaður í gæsluvarðhald og fáir leggja trúnað á sögu hans. Þegar þetta mál komst í hámæli og DV birti frásögnina alla ásamt mynd af þessum ógæfumanni missti þessi friðsama og gæfa þjóð stjórn á til- finningum sínum. Eg fór í sundlaug- arnar þennan dag og sat í öllum pottunum og hvarvetna var maður- inn til umræðu. Fólk var dómhart og vildi refsa honum á hinn hroðaleg- asta hátt, réttast væri að gelda hann, hengja hann, skera undan honum, drepa hann sögðu hinir friðsömustu menn. Á leiðinni heim hlustaði ég á þjóðarsálina í útvarp- inu og hið sama var upp á teningn- um: „Réttast væri að fara með hóp foreldra heim til þessa manns og berja hann ærlega," sagði einn, annar lét að þvi liggja að maðurinn væri best geymdur í amerísku fang- elsi því þar væru svona menn drepnir af samföngum sínum. Skiljanleg vidbrögd Þessi viðbrögð eru að mörgu leyti skiljanleg. Fátt vekur eins heitar til- finningar og ofbeldi eða misþyrm- ingar á börnum. Flestir muna eftir umkomuleysi og varnarleysi eigin æsku og reiðast því mjög svona fregnum. Foreldrar eru sérlega við- kvæmir, þar sem enginn veit hve- nær og hvar kynferðisbrotamenn leita fanga næst, svo fréttin fyllir alla óöryggi. Flestir fullorðnir eiga auk þess erfitt með að sjá börn sem kynverur og líta því kynferðisbrot gegn börnum alveg sérlega alvar- legum augum. En hvað á að gera, og af hverju leita sumir menn á börn kynferðislega? Pedófílía Það er kallað pedofílía að leita á börn sem ekki hafa náð kynþroska og fullnægja sér þannig kynferðis- lega. Langstærstur hluti pedofíla (manna sem leita á börn) er karl- menn og það er helmingi algengara að þeir leiti á stúlkur (heterosexúel pedófílía) en drengi (homosexuel pedófílía). Sifjaspell (incest) eru þegar fullorðni aðilinn er náskyldur barninu (faðir, frændi, bróðir, afi, stjúpi). Omögulegt er að segja, hversu algengt athæfið er, þar sem langstærstur hlutinn (98—99%) kemur aldrei fyrir sjónir fjölmiðla eða dómsvalds. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á fullorðnum og þeir látnir svara spurningum um kynferðislegt áreiti í æsku. i hol- lenskri rannókn, sem gerð var á há- skólanemum, kom í ljós að 13% karlmanna og 18% stúlknanna töldu sig hafa verið fórnarlömb slíks. Aðrir höfundar hafa sett fram hærri tölur. Helmingur pedofílanna er annaðhvort fjölskyldumeðlimur eða náinn vinur fjölskyldunnar. Margir halda, að pedófílar hafi alltaf samræði við fórnarlömb sín, en svo er alls ekki. í langstærstum hluta til- fella (85%) er um að ræða fitl eða snertingu á kynfærum eða einungis skoðun á kynfærum. Það er erfitt að lýsa dæmigerðum pedófíl þar sem stærstur hluti þeirra uppgötvast aldrei, en rannsóknjr sem gerðar hafa verið á dæmdum eða hand- teknum einstaklingum leiða í Ijós, að þeir eru flestir miðaldra menn, hafa margir verið giftir og koma oft úr erfiðu félagslegu umhverfi. Þeir hafa átt tilfinningalega erfiða æsku með lélegum tengslum við báða for- eldra. Margir virðast vera kynferðis- lega vanþroska, hræddir við eðli- legt kynlíf og eiga erfitt með að mynda tilfinningaleg tengsl við aðr- ar fullorðnar manneskjur og leita því á börn. Pedófíl maður er því að mörgu leyti mjög aumkunarverður Afleiöingar Það er umdeilt, hvyrjar afleiðing- ar kynferðislegrar áréltni í æsku eru. Flestir eru sammála um að af- leiðingarnar séu mun meiri ef barn- ið þekkir aðilann sem leitar á það (sifjaspell) en um sé að ræða ókunn- ugan mann. Flest börnin sýna ein- hver hegðunarvandamál fyrst á eft- ir, væta rúmið, eru mjög kvíðin eða verða þunglynd. Langstaerstur hluti virðist þó jafna sig alveg og þá skiptir fjöiskyldan mestu máli og sá stuðningur sem barnið fær þar. Þetta skýrir af hverju sifjaspellin virðast skilja eftir dýpri og alvar- legri spor i barnssálinni, þá er fjöl- skyldan oft ófær um að takast á við vandamálið vegna ósamlyndis og sektarkenndar. Mikil læti í fjölmiðl- um, sakfelling á pedófílnum, athygli og opinberanir hafa ákaflega slæm áhrif á barnið. Barnið gerir sér oft enga grein fyrir því, sem gerst hefur. Það sér manninn sakfelldan fyrir at- hæfi sitt og skilur ekki neitt í neinu. Hér skiptir stuðningur fjölskyldunn- ar mestu máli, hvort hún skýrir hlut- ina út fyrir barninu og styður það. Ég er hræddur um, að litli drengur- inn í DV-fréttinni eigi bágt með að gera sér grein fyrir þeim atburðum sem gerðust og hann þarf því á mikl- um stuðningi og ástúð að halda svo hann fyllist ekki sektarkennd og vanmati. Allt tal í fjölmiðlum um varanlegan skaða, eyðileggingu fyr- ir lífstíð og þess háttar sem heyrst hefur er auðvitað gífurlega nei- kvætt fyrir barnið og framtíð þess. Refsing En hvað á að gera við pedófílinn sem næst í? Flestir láta sér segjast við refsingu og fangelsisvist, því stærstur hluti pedófíla lendir ekki í útistöðum við lögin aftur svo vitað sé. Fangelsisdómurinn hefur þannig tilætluð áhrif og hræðir pedófílinn frá því að reyna aftur. En sumir halda áfram að leita á börn þrátt fyr- ir refsingu og hvað getur þjóðfélagið þá gert? í útvarpsþættinum og heitu pottunum stungu margir upp á geldingu. Kynhvöt karlmanna er að verulegu leyti undir andrógen- um (karlkynshormónum) komin. Reynt hefur verið að koma í veg fyr- ir andrógenáhrifin annaðhvort með lyfjum eða skurðaðgerð (geldingu). Lyf sem notuð hafa verið eru kven- kynshormónið östrógen, sem minnkar andrógenmagn hjá karl- manni, eða cyproteron acetate, sem hefur hemjandi áhrif á andró- gen. Sumir kynferðisbrotamenn biðja um slíka lyfjameðferð til að koma i veg fyrir endurtekin afbrot og þá er auðvitað rétlætanlegt að gefa efnið en það er erfiðara ef ein- staklingurinn kærir sig ekki um þessa lyfjagjöf. Þá hafa efnin ekki eins mikil áhrif, enda miklum erfið- leikum bundið að koma lyfjum sem þessum í menn sem eru því mót- fallnir. Þessi lyf hafa auk þess marg- víslegar aukaverkanir (brjósta- stækkun, þreytu, þunglyndi) sem gera þau harla ókræsileg. Gelding með skurðaðgerð er varanleg og hefur víðtæk sálarleg og líkamieg áhrif á þann sem gengst undir slíkt. Hluti þeirra heldur áfram að lifa kynlífi (10—34%) en aðgerðin hefur tilætluð áhrif hjá flestum. Maöurinn á sídum DV Maðurinn sem komst á síður DV virðist vera einn þeirra ógæfu- manna sem alls ekki geta hamið hvatir sínar til barna og halda áfram þrátt fyrir fangelsisvist. Sú refsing sem fólk viröist sammála um að beita ætti (gelding, aftaka) er ákaf- lega alvarleg og í litlu samræmi við réttarkerfi okkar. Fæstir krefjast þess að refsingu sem þessari sé beitt við morðingja eða aðra ofbeldis- menn. Þó er greinilegt að þjóðfélag- ið getur ekki liðið einstakiing sem storkar því á þennan hátt með end- urteknum brotum af þessu tagi. Lög- gjafanum ber skylda til að vernda þegnana og því verður sennilega að vista þennan mann til langframa í fangelsi. Á sama tíma þyrfti hann að fá einhvers konar meðferð til að undirbúa lausn hans úr fangelsinu, þar sem sjónum væri beint að eftir- töldum atriðum: Vandamálum í sambandi við kyn- ferðisleg tengsl við fullorðna. Vandamálum í sambandi við al- menn manneskjuleg tengsl. Vandamálum í sambandi við sjálfsvirðingu og sjálfsmat. Vandamálum í sambandi við kyn- hvöt og hömluleysi. sem frelsað sjo ara er Njáls syni apru til Steingríiui Niálssym yfir aðsflwn \ ÖJO ámálikynfcröi^^lZ rm ganEi jÁan1' U&1". ^0^*1 ritdslns, A6cr> €#441«® mrvotturð* ** #(L», itunnt þcBÍVÍtci » tekinn. scgir ao m Ueingrimfararoeö Siónarvottunnnset nUveriöasvipuö'-v ftrenKurinn sem v ar i ns síödegis á fimmt“? jrirOddssonvararanm íustiórisaeöistvtijabd ,i rannsóv*'ar- ö rann'óK.ún :rcti cUk'. ’ insófcnannn- lcitar fleiri st á flmmtu- • þaö vcra ' \ koma upp mandi hafl 'skunni cn gmsluvarötialds, cr^aöjcrt^vegna SatSöUmhuesanlceuro af- broturo'! „Þcgar titið cr til YveW '^t 'feiffi pvki- „ f-ato- f ■ „ \é.V aö „bpaö varP'ö ki sevona^j^ cins 08 t'n'hanUafl fctlt á ski cr litiö a aö hat kynferöislcgt at 'ffsSffffsæs'n .esa,...... - | S&SSSSS ottra aöstatöna ^ ^ i . Viðöv - pyndarmá/ spjTOÍ?,S,einfirfmuraðvei|a mó(. -c,nBr^Wsúttib^ mf mcr. -•^a-.f-aðhaftSfLá “fn baJt - ''öf’varkóm- ''nn að A/brbía sonar er aðall^a 1 gagnv. ,h1efur han. ^•amsárás iírt-^aöan /Vira. / OTTAR GUÐMUNDSSON r

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.