Pressan - 22.02.1990, Side 23

Pressan - 22.02.1990, Side 23
Fimmtudagur 22. febr. 1990 23 vonda stjúpa nútímans? í hugum sumra eru lögfræðingar menn sem af einskærum skepnuskap taka að sér að innheimta skuldir fólks og núa gjarnan saman höndum af ónægju takist þeim að fara illa með nóungann. Sumir segja að lögfræðingar séu nokkurs konar „vond stjúpa" nútimans. En slíkar alhæfingar eru væntanlega út í hött, í fyrsta lagi vegna þess að einungis hluti löglærðra manna starfar við inn- heimtustörf og þó að í þeim hópi leynist eflaust misjafn sauður eru þeir vísast jafnóltkir og þeir eru margir. Viðtal við Kristin Kolbeinsson, viðskiptafræðing hjá Gátun hf. Engin ígrundun Hver kannast ekki við að hafa einn góðan veður- dag, gjarnan fyrsta dag i nýjum mónuði, vaknað upp við þann vonda draum að eiga ekki fyrir skuld- um? Hvort það er vegna óskynsamlegrar róðstöf- unar peninganna sem fyrir hendi eru, of mikilla fjórfestinga, óvæntra ófalla eða einhvers annars er vissulega misjafnt, en víst er að í öllum tilfellum er tilfinningin slæm og orsakar mikla vanlíðan! En hvað er til ráða? Er t.d. skyn- samlegt fyrir fólk að leita til sér- fræðinga á borð viö viðskipta- fræðinga og falast eftir aðstoð? Borgar sig að framlengja þetta lán- ið eða hitt, og hvað þarf að borga mikla vexti af tilteknu láni í tiltek- ' inn tíma? Kristinn Kolbeinsson, viðskipta- fræðingur hjá Gátun hf., er einn þeirra sem aðstoða fólk við skipu- lagningu fjármála sinna, ráðleggja því í sambandi við lánamál, íbúða- kaup og þar fram eftir götunum. PRESSAN leitaði svara hjá honum varðandi þessi mál. Vantar öll plön „Það virðist vera að fólk geri al- mennt engin plön hvað varðar fjármálin, að minnsta kosti er það svo um fiesta þeirra sem til okkar leita. Þar af leiðandi eru flestar fjárfestingar þessa fólks mjög óraunhæfar, jafnvel þó að þær séu ekki stórkostlegri en kaup á ein- hverjum heimilistækjum eða hús- búnaði. Það virðist líka lengi vera hægt að velta hlutunum áfram með nýjum lánum sem tekin eru án þess að gengið sé úr skugga um að greiðslubyrðin verði ekki of þung," segir Kristinn. „Mestu erfiðleikarnir sem við verðum vör við hér tengjast hús- næðisöflun fólks sem er að leggja í slíkar fjárfestingar í fyrsta sinn. Það heldur af stað án nokkurs eig- infjár, fær húsnæðisstjórnarlán, lífeyrissjóðslán, bankalán o.þ.h og spennir bogann svo hátt að það á ákaflega erfitt með að verjast áföllum af nokkru tagi. Ef þetta fólk svo missir t.d yfirvinnuna, eins og verður æ algengara, lenda lánin meira og minna í vanskilum og ekki er brugðist nógu skjótt við breyttum aðstæðum." Aðstoð fyrirfram — I hvaða formi er æskileg- ast að aðstoð sé? „Sú aðstoð sem við veitum fólki ætti í rauninni að eiga sér stað fyr- irfram. Það er áður en fólk hefst handa við fjárfestingar af nokkru tagi. Það er hins vegar svo sjald- gæft að slíkt gerist að ég man ein- ungis eftir einu tilfelli. Þar var um að ræða mann sem var að fara að kaupa íbúð. Þegar ég fór að fara yfir mál hans kom fljótlega í ljós að hann hafði augastað á alltof stóru húsnæði, miðað við fjár- hagslega getu. Það varð því úr að hann byrjaði smærra og honum vegnar ágætlega í dag. Þær grunnupplýsingar, sem við vinnum eftir við greiðsluáætlanir \\ 1::A. „Mestu erfiðleikarnir sem við verðum vör við tengjast hús- næöisöflun fóiks sem er að leggja í slíkar fjárfestingar í fyrsta sinn." Kristinn Koibeins- son. fyrir þá sem til okkar leita, eru skattframtalið. Þar eiga að koma fram allar upplýsingar um tekjur fólks sem og lán sem það er að borga af, hvort sem um er að ræða lán vegna húsnæðiskaupa eða ein- hvers annars. Við gerum áætlanir miðað við hugsanlega þróun launamála i landinu, setjum upp greiðsluáætlun og fáum fram ráð- stöfunartekjur. Við metum þvi næst föst útgjöld eins og afborgan- ir og vexti næsta árs og tökum fyr- ir breytileg útgjöld svo sem mat og fleira. Ef til vill sjáum við á þessu stigi málsins að fólki nægi að spara við sig í matarkaupum og ýmissi annarri eyðslu þar sem hægt er að spara. Ef dæmið gengur ekki upp á einu ári gerum við áætlanir til lengri tíma, tökum jafnvel inn í dæmið skuldbreytingar og vaxta- byrði samfara þeim. Það er lengi hægt að fá lánum breytt ef sýnt er fram á ákveðin raunhæf og skyn- samleg plön og hlutirnir eru ekki komnir í óefni. Þess vegna er það mjög brýnt að fólk komi ekki of seint til okkar, þó vissulega sé betra seint en aldrei." Áætlanir samfara skattframtali „í rauninni væri albest að gera áætlanir um greiðslur á árinu sam- fara skattframtalinu hverju sinni, því þá eru öll gögn fyrir hendi hvort sem er. Ég tel brýnt fyrir fólk að fá ráðgjöf sérfræðinga ef það hyggst fara út i íbúðarkaup eða álíka fjárfestingar, því þessir hlutir geta reynst flóknari en þeir virðast vera." — Eru þeir sem til ykkar koma á einhverju ákveðnu ald- ursbili og er jafnvel um stétta- skiptingu að ræða? „Sá aldur sem mér finnst vera einkennandi er á bilinu 25—35 ára, úr öllum geirum þjóðfélags- ins. Mér finnst launamismunur þessa fólks heldur ekki vera mikill og tekjurnar virðast mér sjaldnast fara niður fyrir 100.000., a.m.k. ekki þegar báðir aðilar vinna úti. Ég vil meina að fólk lendi í þess- ari aðstöðu, ekki vegna kæruleys- is heldur miklu frekar vegna þess að málin eru ekki nógu vel ígrund- uð. Kannski er málið það að þeir kærulausu sjái enga ástæðu til þess að koma skipulagi á mál sín!“ — Hvaða ráðleggingar áttu handa fólki sem vill hafa skipu- lag á málum sínum og losna þar með við ýmsa kvilla, líkam- lega, andlega og félagslega, sem þessari óáran fylgja? „Að skipuleggja fjármál sín vel og fá aðstoð við það. Leiti fólk að- stoðar fær það útreikninga miðað við nokkrar ólikar aðstæður, t.d. er ein útgáfan miðuð við launa- þróun A og verðbólguþróun C, vaxtaþróun B og þar fram eftir götunum. Önnur getur hins vegar miðað við launaþróun B, verð- bólguþróun A og vaxtaþróun C og sú þriðja verið enn öðruvísi upp- byggð. Þannig getur fólk brugðist við mismunandi aðstæðum. Ég tel líka mjög mikilvægt að fólk eigi sér einhvern varasjóð, þó hann sé ekki endilega neitt óskap- lega digur, því með því er hægt að verjast óvæntum skakkaföllum eins og minni vinnu, skemmdum bíl o.þ.h. án þess að fjármál fjöl- skyldunnar fari öll úr skorðum." Lögheimtan heitir fyrirtæki i Reykjavík sem meðal annars tek- ur að sér að innheimta skuldir sem ekki hafa fengist greiddar eftir venjulegum leiðum. Bjarni Þór Óskarsson er einn þeirra lögfræðinga sem þar starfa og hann var fyrst spurður hvort það væri útilokað mál fyrir þann sem skuldaði að komast að sam- komulagi um greiðslu skuldarinn- ar, þannig að ekki þyrftu að koma til harðar aðgerðir eins og fjárnám eða gjaldþrot? „í fyrsta lagi er rétt að ítreka það að við erum að vinna fyrir um- bjóðendur okkar, þ.e. kröfuhafa. Það fer því alfarið eftir afstöðu hans hvort hægt er að skipta greiðslum þannig að skuldarinn verði ánægður. í hverju og einu til- felli fyrir sig ráðleggjum við kröfu- höfum samkvæmt bestu vitund og það þarf alls ekkert að vera að það sé honum til góðs að fara að vilja þess sem skuldar. Það má ekki gleyma því að skuldir koma ekki til okkar kasta nema vegna þess að loforð hafa brugðist, greiðsla hefur ekki borist á réttum tima. Ymist reynum við að ná sáttum við fólk eða þá að við þurfum aö láta málin fá dóm. Jafnvel þó að samkomulag takist um skiptingu skuldarinnar getum við ekki lán- að fólki nema í mesta lagi í 2—6 mánuði, vilji það fá lengra lán verður það að snúa sér til aðila sem slíka starfsemi stunda, þ.e. út- lán. Hvert mál fyrir sig er skoðað. Geti skuldari boðið upp á veð fyrir skuldum sínum og góða ábyrgðar- menn horfir málið vissulega öðru- vísi við en ef hann getur einungis boðið upp á sitt eigið loforð." Reynum að taka vel ó móti öllum „Þó að þessar aðferðir sem ég hef lýst kunni að hljóma svolítið harðneskjulega reynum við hverju sinni að taka vel á móti þeim sem til okkar koma. Það sem hins vegar liggur alveg Ijóst fyrir hverju sinni er það að lögfræðing- ar sem slíkir hafa ekkert sjálfstætt vald til að gefa eftir skuldir eða hluta þeirra. Þjóðfélag okkar er þannig uppbyggt að það stendur vörð um hag kröfuhafanna og að- stoðar þá við að ná sínu fram. Þrátt fyrir þessa staðreynd er ekk- ert endilega víst að greiðsla náist frekar með harkalegum aðgerð- um, þ.e. eins harkalegum og lög leyfa, og það höfum við í huga hverju sinni." — Þeir sem verða fyrir því að skuldir þeirra lenda í höndum lögfræðinga kvarta gjarnan sáran undan þeim háu upp- hæðum sem bætast við skuldir þeirra um leið og þið hafið fengið málið til meðferðar. Hverju sætir þessi háa verð- lagning? „Það er alveg rétt að um leið og skuldin kemur til okkar kasta leggst á hana ákveðinn kostnaður. Þessi kostnaður er að stórum hluta til fastur og því er hann hlut- fallslega mestur þegar um litlar upphæðir er að ræða. Þær eru því oft og tíðum fljótar að tvö- og jafn- vel þréfaldast í meðförum okkar. Af þessum sökum er mjög sorglegt að sjá fólk missa fjölda smáupp- hæða í lögfræðinga og þessar smáupphæðir verða að illkljúfan- legum vandamálum." Ungt fólk gjaldþrota „Það er að sama skapi grátlegt að fylgjast með fjölda ungs fólks lenda í gjaldþrotaskiptum vegna einhverra smáupphæða. í flestum slíkum tilfellum reynum við að ná samkomulagi um greiðslu skuld- anna, því þetta er gjarnan fólk sem á eftir að kaupa húsnæði og annað slíkt og má því alls ekki við því, að á það sé öllum hurðum lánastofnana lokað, eins og gerist við gjaldþrot. Jafnvel þó að við höfum stund- um samúð með skuldurunum þá verðum við hverju sinni að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná fram greiðslu og þjóna þannig viðskiptavinum okkar, kröfuhöf- Hr. Kærulaus, Hr. Óheppinn og Hr. Krimmi „Það eru einkum þrjár mann- gerðir sem lenda með mál sín í lögfræðingum. Það eru þeir sem hafa verið kærulausir með fjármál sín, ekki gert nein plön og hafi þau verið gerð þá hafa þau ýmist verið óraunhæf eða alls ekki verið farið eftir þeim. Svo eru þeir sem hafa verið óheppnir, eitthvað óvænt hefur komið upp á sem þeir hafa engan veginn ráðið við, og því koma málin til okkar afgreiðslu. Síðast eru svo þeir sem flokka má undir fjárglæframenn, fólk sem svífst einskis og er gjarnan búið að koma fjölda fólks í vandræði löngu áður en það sjálft þarf að blæða fyrir framferðið. Þegar við fáum mál til meðferð- ar erum við oftast fljót að sjá hvaða hópi viðkomandi tilheyrir og því er ekki að neita að máls- meðferðin getur að nokkru leyti mótast af því." Lónarðu nafnið þitt? „Mig langar að brýna fyrir fólki þá áhættu sem það tekur með því að lána öðrum nafn sitt á skulda- viðurkenningar, t.d. víxla eða skuldabréf með sjálfskuldar- ábyrgð. Það er alltof algengt að fólk geri sér ekki nokkra grein fyr- ir því hvaða ábyrgð fylgir því að skrifa upp á fyrir aðra og í stuttu máli sagt þá ertu með þeirri að- gerð að lofa því að greiða viðkom- andi upphæð þegar hún gjaldfell- ur! Fólk virðist heldur ekki gera sér grein fyrir því að komi til vanskila er ekkert sem segir að fyrst verði gengið að þeim aðila sem til skuld- arinnar stofnaði. Þvert á móti er oftast leitað á þau mið þar sem mestar líkur eru á að greiðsla fáist án umfangsmikilla innheimtuað- gerða! Þannig er frekar gengið að ábyrgðarmanni eða ábekingi ef sýnt þykir að hann sé frekar borg- unarmaður fyrir skuldinni en sá sem stofnaði til hennar. Þess Frh. i

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.