Pressan


Pressan - 15.11.1990, Qupperneq 4

Pressan - 15.11.1990, Qupperneq 4
4 n\nmmc>mkPRESSAN i5. nóvember RISAEÐLA UBAKSTRI segir Stína eðla. „Ég er afgreiðslukona og tek að mér að baka þegar svo ber undir," sagði Magga Stína risaeðla í samtali við PRESSUNA, en aðalvinnu- staður hennar er pizzustað- urinn Eldsmiðjan. Stundum stelst hún úr vinnunni og leikur með Risaeðlunni á tónleikum vítt og breitt um heiminn. Hljómsveitin er einmitt nýkomin heim frá Berlín og Englandi, þar sem leikið var fyrir vitlausa áhorfendur á báðum stöð- um, aðallega í Wales, þar sem brjálaðir þjóðernissinn- aðir áhorfendur heimtuðu að Risaeðlan syngi á ís- lensku. PRESSAN spurði Möggu Stínu hvort hún og Dóra Wonder fengju að vera í friði fyrir ljótum strákum á svona ferðalögum. Magga Stína sagði svo vera, enda sagðist hún ekki vita hvort hún væri nógu lokkandi. „í þessari ferð voru það aðal- lega miðaldra veiskir karlar sem urðu á vegi manns, vel yfir fertugt." Er það kannski markhópurinn? „Já, ég held það,“ sagði Magga Stína, „og svo alyngsta kynslóðin, frá átta upp í tólf. Einnig eru miðaldra húsmæður mjög veikar fyrir hljómsveitinni." En hvaða pizza er í mestu uppáhaldi hjá Möggu Stínu? „Með pepperóní, miklum grænum pipar og ólívum." Tónleikar með Risaeðl- unni fara líklega aftur í gang ytra eftir áramótin og Magga Stína sagðist t.d. hafa heyrt talað um Hróars- kelduhátíðina í Danmörku í því sambandi. Hins vegar verður íslenski sveitavargur- inn að bíða um sinn — eða hvað? „Við spiluðum einu sinni á Bleika fílnum á Ak- ureyri. Það var ofboðslega skemmtilegt. Svo er ég til í að fara til Isafjarðar. Eg hef heyrt að það sé algjör tryll- ingur að vera þar, alveg brjálað fólk.“ SIGGA BEINTEINS MEÐ LJOÐABOK „Um fjöll og dali" heitir ný Ijóöa- bók eftir Sigríði Beinteinsdóttur. Þó ótrúlegt sé er þetta ekki sú Sigga Beinteins sem söng „Eitt lag enn" í Júróvisjón, heldur allt önnur Sigga. Nefnilega Sigríður, ein skáldsystkinanna frá Grafardal, hverra Sveinbjörn, allsherjargoði frá Draghálsi, er þekktastur. Ættfræðideildin verður sjálfsagt svekkt að heyra það, en þannig er það nú samt, að þær Siggur Bein- teins eru ekki skyldar. „Það er afar gott að vinna með honum. Hann er duglegur, viljugur og ósérhlífinn. Þá er hann þægilegur í um- gengni," sagði Guðmund- ur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra. „Hann er dugleg- ur ungur maður sem vill keyra málin áfram og vill gera eins vel og hann get- ur,“ sagði Davíð A. Gunn- arsson, forstjóri Ríkisspít- ala. „Hann getur verið afskap- iega góður að taka ákvarð- anir og taka til höndunum," sagði Gissur Pétursson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. „Nái hann kjöri á Alþingi mun hann styrkja lið þingsins í innanhússknattspyrnu," sagði Friðrik Sophusson, þingmaður sjálf- stæðismanna. „Hann er ekki alltaf nógu varkár og fer stundum of geyst," sagði Guðmundur Bjarnason. „Ég get ekki gagnrýnt hann fyrir óheilindi en ég hef heyrt suma halda því fram. Það hefur aldrei komið fram í neinu sem snýr að mér,“ sagði Davíð A. Gunnars- son. „í raun eru kostir hans iíka helstu veik- leikarnir. Framkvæmda- semi hans og röskleiki geta stundum verið gaiii. Hann mætti stundum huga betur að hlutun- um,“ sagði Gissur Péturs- son. „Hann á margt eftir ólært, einkum að virða og standa við samninga og sameiginiegar ákvarðanir sem hann hefur sjálfur gert og átt frumkvæði að,“ sagði Friðrik Sophusson. DEBET KREDIT Finnur Ingólfsson framb(óðandi Finnur Ingólfsson, aöstoðarmaður heilbrigðisráðherra og varaþingmaður, sigraði í umdeildri skoðanakönnun framsóknarmanna í Reykjavík um siðustu helgi. Finnur hefur m.a. verið aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og var framarlega í stúdentapólitíkinni í Háskóla íslands á sínum tíma. 2000 tíáÁUr Nú hefur Laugavegurinn eignast sína tískukringlu. Svava Johansen og Bolli Kristinsson í Sautján hafa opnað stærstu tískuverslun landsins í Dómus-húsinu Laugavegi 91. Hið nýja hús- næði Sautján er alls 2000 fer- metrar og fara 1000 fermetr- ar undir verslanirnar. I hús- inu verður fjölbreytt starf- semi; kaffitería, tískuverslan- ir fyrir bæði dömur og herra, plötubúð, snyrtivöru- og skó- deildir fyrir bæði kynin, saumastofa á efstu hæðinni og skrifstofur fyrirtækisins. Verslanirnar verða opnar frá 10—18 alla daga og á laugar- dögum er stefnt að þvi að hafa opið til klukkan 17. En sennilega verður lokað til há- degis á mánudögum. „Með því viljum við taka svipaða stefnu og er núna í Þýska- landi, Hollandi og á Italíu, það er að hafa opið lengur á iaugardögum, en lokað fyrir hádegi á mánudögum," segir Svava. Verslun Sautján í Kringlunni verður áfram á sínum stað, en versluninni Laugavegi 51 hefur verið lok- að. KYNLÍF „Sæl og blessuð Jóna. Mér brá í brún þegar ég las pistilinn þinn um kynferðislega misnotk- un. í sannleika sagt hélt ég að núna værir þú að ganga yfir strikið, ef þú veist hvað ég á við. Ég á tólf ára son og ef svo ber undir labba ég alltaf inn á baðherbergið þegar hann er þar inni. Mér hefur aldrei fundist það óþægilegt en fékk óþæg- indatilfinningu fyrst eft- ir að ég las pistilinn. Ég vildi iáta þig vita af þessu og spyrja þig í leið- inni hvort þessi umræða þín sé ekki farin að ganga út í öfgar? Móðir.“ líki við okkur sjálf sem ein- staklinga, að við sáum sátt við líkama okkar og okkur sjálf sem konur og karla. Því miður er ekki unnið að eflingu kynferðislegs heilbrigðis á markvissan hátt í samfélagi okkar. Hvers vegna er kynfræðsla lögboðin en samt bara til- viljunarkenndur þáttur, eða alls enginn, í námi heil- brigðis- og kennarastétta? Hvers vegna kljást kynin svona oft? Hvers vegna þurfum við að þola kyn- ferðislega niðurlægingu vegna kláms og óþrjótandi neðanmittisbrandara? Hvers vegna hafa kynin — og þá sérstaklega konur — svona afskræmda mynd af eigin líkama þrátt fyrir að líkami þeirra sé fallegur? Nú langar mig að varpa þeirri spurningu til þín og annarra lesenda hvað það gæti verið í okkar samfé- lagi sem stuðlar að kyn- ferðislegu heilbrigði — vel- líðan í kynlífi? Og þá er ég Ég kann alltaf að meta það þegar fólk lætur í sér heyra. Hvað þitt atvik varð- ar er þetta, eins og ég hef margtuggið, alltaf spurn- ingin um tilfinninguna sem fólk hefur varðandi hegðun sína. Það er í sjálfu sér ekk- ert að því að labba inn á bað þegar einhver nákom- inn eða vinur er að sinna kalli náttúrunnar, ef báðum finnst það í lagi. Hvað finnst syni þínum? Ef þú spyrð hann og honum finnst það ekkert mál, þá veistu það. Ef þú svo spyrð sjálfa þig hvort þér líði vel með það og svarið er á þá lund, þá er þetta greinilega á hreinu hjá ykkur báðum. Ef þér líður aftur á móti eitthvað óþægilega með þetta myndi ég virða þá til- finningu og gera eitthvað í málinu. Þú spyrð mig einnig að því hvort þessi umræða sé ekki farin að ganga út í öfg- ar. Svar mitt er skýrt. Svo er ekki. Nýjar hugmyndir mæta oft mótstöðu og hvað varðar eins viðkvæmt mál og kynferðislega misnotk- un er ekki við öðru að bú- ast en einhverjir fái ,,sjokk“, vegna þess að málefnið hefur verið hálfgert ,,tabú“. Mörgum finnst erfitt að hugsa til þess að kynferðis- leg misnotkun geti verið eitthvað fleira en sifjaspell og nauðgun. „Kynferðis- legt“ þýðir jú ekkert annað en eitthvað sem vísar til kyns okkar — sem konu eða karls. Allt sem við upp- iifum tengist okkur sem konum eða körlum, því ekki er hægt að aðskilja persónuna frá einstaklingi af ákveðnu kyni. Heilbrigt kynlíf felur í sér að okkur . .. það er í sjálfu sér ekkert að því að labba inn á bað þegar ein- hver nákominn eða vinur er að sinna kalli náttúrunnar, ef báðum finnst það í lagi. að tala um fyrirbyggjandi þætti en ekki eingöngu hjálp eftir að skaðinn er skeður. Stígamót, ráðgjaf- arstöð fyrir sifjaspella- og nauðgunarþolendur, er nauðsynleg, en það þarf líka að koma meirihluta þjóðarinnar í skilning um, um hvað sifjaspell og nauðgun í raun og veru snúast. Til dæmis eiga sifja- spell oft rætur í kynlífsfíkn, feðraveldishugsun, tilfinn- ingabælingu og valdi. Mis- skildu valdi sem foreldrar halda oft að þeir hafi yfir börnum sínum. Skiljum við til fulls eðli kynlífsfíknar hjá sifjaspella„geranda“ eða höfum við skorað á hólm „eignarrétt" foreldra yfir börnum sínum, sem styður það að foreldrar geti gert nákvæmlega það sem þeir vilja við börnin? Og þá erum við komin að lykilatr- iðinu — gildismati okkar í mannlegum samskiptum. Kynferðislega misnotkun, sem virðir ekki persónu- landhelgi einstaklinga né viðurkennir eðlilega lögun mannslíkamans, má alveg eins kalla „félagslega áverka", en ég ætla ekki að fara að æra óstöðugan með því að fara nánar út í þá sálma að sinni!

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.