Pressan - 15.11.1990, Page 8

Pressan - 15.11.1990, Page 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER SKULDAHALI PÁLS í POLARIS STEFNIR SANITAS í ÞROT Sanitas hf. riöar til falls og framtíð fyrirtœkisins ræöst á allra nœstu dögum. Staöa þess er mjög slœm og leiðir til bjargar uirðast fáar. Landsbankinn á mikið undir því að Sanitas verði ekki gjaldþrota þar sem bankinn hefur veitt fyrirtœkinu mikil lán gegn litlum tryggingum. Páll G. Jónsson, aðaleigandi Sanitas, hefur ekki skipt lengi við Landsbankann. Til skamms tíma var Sanitas með viðskipti við Iðnaöar- bankann en fyrir þau var skrúfað eftir að Páll tók við stjórn fyrirtœkis síns. Frá því bjórinn var leyfður hefur staða Sanitas versnað til muna, þrátt fyrir að fyrirtœkinu hafi tekist að ná yfir- burðastöðu á bjórmarkaðinum. Ástœður fyrir hrakför- um Sanitas eru fyrst og fremst þœr að Páll í Pólaris setti miklar skuldir, óviðkomandi Sanitas, á fyrirtœkið. Undir þessum skuldum getur Sanitas ekki staðið og nú er svo komið að fyrirtœkið getur ekki greitt hráefni til fram- leiðslunnar. Vegna hrikalegrar stöðu Sanitas er nú í gangi síðasta tilraun til að bjarga fyrirtækinu og kemur Lands- bankinn þar mikið við sögu. Ahyggjur Landsbankans eru skiljan- legar. Sem dæmi má nefna að á verksmiðjuhúsi Sanitas á Akureyri eru veðskuldir upp á um 320 millj- ónir, óframreiknaðar. Þar af á Landsbankinn um helming skuld- anna, eða 157 milljónir. Brunabóta- mat hússins er 126 milljónir. Veð- setningin er því um 250 prósent af brunabótamati. Landsbankinn veitti þrjú síðustu lánin á eignina og voru skuldirnar þá þegar komnar talsvert framyfir brunabótamat. STJÓRNENDURNIR FÓRU Þegar uppgangstími Sanitas var hvað mestur voru sjö ungir menn í stjórnunarstörfum á vegum fyrir- tækisins. Skömmu eftir bjórdaginn hættu þeir allir hjá fyrirtækinu. Sjömenningarnir höfðu veg og vanda af uppbyggingu fyrirtækisins. Eftir bjórkomuna og ótrúlegan ár- angur í markaðssetningu á Löwen- bráu-bjórnum hættu allir þessir menn hjá Sanitas. PRESSAN hefur rætt við flesta þeirra, en þeir hafa lít- ið viljað segja um hvers vegna þeirl létuafstörfum hjá Sanitas. „Tilviljuni að við hættum allir á sama tíma,“ er nánast eina svarið sem fæst hjá hverjum og einum þeirra. Ragnar Birgisson, sem var for- stjóri fyrirtækisins, vill ekkert tjá sig um rekstur þess eða hverjar hann telur ástæður þess að fyrirtækið er jafnilla statt og raun ber vitni. Heimildamenn PRESSUNNAR segja að aðalástæða þess, að yfir- menn fyrirtækisins sögðu upp, sé sú að Páll G. Jónsson hafi ætlast til þess að Sanitas tæki að sér að greiða ótrúlegan skuldahala sem Páll hafði stofnað til, ýmist persónulega eða í gegnum önnur fyrirtæki sem hann á. Þar er helst nefnt til Pólaris hf. SKALLASJOPPUNA við Lækjargötu keypti Páll á 20 milljónir árið 1987. Leigj- andi Páls var borinn út. HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ Páll G. Jónsson hefur víða komið við í viðskiptalífinu á síðustu árum og hann er þar enginn nýgræðingur. Hann stofnaði heildverslunina Pól- aris árið 1964. Upphafið að veldi Páls má rekja aftur til áranna upp úr 1970. Hann var þá umboðsmaður fyrir gler- verksmiðju og var nánast einráður á markaðnum. Það var varla til gluggarúða sem Páll hafði ekki flutt til landsins. Frá því hann hóf viðskipti naut hann lengst af trausts sem góður og heiðarlegur viðskiptamaður, en honum virðist vera farið að fatast flugið. Dæmi um það er þegar hann keypti Kostakaup í Hafnarfirði og seldi aftur. Það gerði hann til að bjarga sex hundruð þúsund króna kröfu sem hann átti í þrotabú Kosta- kaups. Páll seldi Fridrik Gíslasyni verslunina. Kaupverðið, um 15 millj- ónir króna, var greitt með pappír- um. Páll notaði þá pappíra í öðrum viðskiptum. Friðrik Gíslason og Páll áttu önnur viðskipti síðar. Friðrik hafði keypt verslunina við Garðatorg í Garða- bæ. Páll keypti hana af honum, til að bjarga sér frá frekara tapi eftir fyrri viðskipti sín við Friðrik. Kaupverðið var rúmar 80 milljónir króna. Páll seldi Jens Ólafssyni í Grundarkjör verslunina sömu nótt, en fyrir um 20 milljónum meira. Jens greiddi kaupverðið með pappírum sem Páll notaði í öðrum viðskiptum. „Ég er sannfærður um að Páll hef- Páll í Pólaris PAD HEFUR ENGINN TAPAD Á OKKIIR ,,Það er unnid að endurskipulagn- ngu í rekstri og fjármálum. Meðal annars með sölu eigna og auknu hlutafé," sagði Páll G. Jónsson, for- stjóri Sanitas. Páll nefndi samninga um sölu á bjór og vatni til nokkurra Evrópu- landa. Eins nefndi hann að Sanitas ætti eignir umfram skuldir. Hann játaði að lausafjárstaða félagsins væri erfið. „Það hefur dregist að ná fram þeim lausnum sem við höfum verið að vinna að. Þetta hefur tekið miklu lengri tíma en við reiknuðum með í upphafi. Síðan hafa komið truflanir eins og gengur og gerist. Þetta er málið í hnotskurn. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana sem varða fyrirtækið og reksturinn talsvert," sagði Páll. Hann vildi ekki greina frá hvaða samningar það væru, en sagði þá geta haft umtals- verð áhrif. „Okkur hefur tekist vel upp að ýmsu leyti. Við höfum gert mjög góða hluti í sambandi við ölið. Við keppum þar við erlend merki, og það ekki af billegustu gerð, og við höfum haft þá stöðu að vera með um helming markaðarins. Frá ára- mótum erum við með 41 prósent. Þetta gengur mjög vel og varan er mjög góð. Löwenbráu framleiddur hér er ekki síðri en Löwenbráu framleiddur í Þýskalandi. Þetta höf- um við fengið staðfest. Við stefnum að því að leysa þessi mál í heildina. Það hefur enginn tap- að á okkur ennþá og eignastaðan er það góð að það er engin hætta þess vegna. Við þurfum á vissum skuld- breytingum að halda og erum að vinna í því. Þetta er myndin eins og hún er sönnust og réttust," sagði Páll G. Jónsson. ur fengið alla þessa pappíra, bæði vegna verslunarinnar í Hafnarfirði og eins í Garðabæ, í hausinn aftur. Ég hef trú á að hann hafi þurft að leysa til sín 110 til 120 milljónir króna vegna þessara fáránlegu við- skipta. Hann var alltaf að stökkva á ímyndaðan gróða,“ sagði maður í viðskiptalífinu sem hefur fylgst með Páli og viðskiptum hans. VILDI KAUPA SS-HÚSIÐ Hann ætlaði að gerast byggingar- verktaki og keypti lóðir á Artúns- holti. Lítið varð úr framkvæmdum, en tap Páls vegna þeirra ævintýra varð umtalsvert. Hann keypti hlut í heildverslun- inni Isleið, en rekstur hennar geng- ur illa. Meðal annars veit PRESSAN að fyrirtækið á yfir höfði sér inn- heimtumál vegna skuldar sem er upp á 250 þúsund bandaríkjadali, auk vaxta og kostnaðar. Það er að- eins eitt af mörgum erfiðum málum sem ísleið á í. Hús Sláturfélags Suðurlands á Kirkjusandi hefur mikið verið í um- ræðunni. Páll í Pólaris ætlaði að kaupa húsið, en af kaupunum varð þó ekki. KAUP Á SJOPPU FYRIR DÓMSTÓLUM Nokkur mál á hendur Páli eru þá til meðferðar hjá dómstólum. Þegar GGS hf. varð gjaldþrota keypti Páll matsölustaðinn við Grensásveg, áð- ur Tommaborgara, á tíu milljónir. Þeim samningi var rift á þeim for- sendum að Páll hefði hagnast um- fram aðra lánardrottna GGS. Páli hefur verið gert að greiða til baka 7 milljónir vegna þeirra viðskipta. Þá tapaði hann útburðarmáli vegna sjoppu sem hann keypti í Lækjar- götu. Páll greiddi 20 milljónir fyrir sjoppuna árið 1987. Hann leigði hana Sœvari Þór Carlssyni fyrir um BARKARSKEMMAN í Hafnarfirði er eitt þeirra húsa sem Páll hefur keypt. Það stendur autt og engum til gagns.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.