Pressan - 15.11.1990, Síða 18

Pressan - 15.11.1990, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Komið hefur fram i máli Guðmundar G. Þórarinssonar að hann telur fulltrúaráð Framsóknarflokksins slæman félagsskap. Guð- mundur komst að þessari niðurstöðu eftir að hann tapaði skoð- anakönnun innan ráðsins um efstu menn á listanum. Hann segir að þarna hafi engin skoðanakönnun farið fram heldur skipulögð rógsherferð gegn sér. Myndin sýnir vel hvað Guðmundur er að fara. / Háskólanemar notaðir sem tílraunadýr Þorkell Jóhannes- son, prófessor við há- skólann, sér um að út- vega tilraunadýr í lyfjaprófanir. Meðal þeirra sem hann nær eru háskólastúdentar, en þeir fá greitt fyrir að taka þátt í tilraunun- um. Þorkell segir að þeir sem taka þetta að sér fari í miklar læknisskoðanir áður, svo fullvíst sé að viðkomandi þoli prófan- irnar. Sérstaklega sé þess og gætt að prófa ekki barnshafandi konur. í tilraununum er kann- að hvort íslensk lyf séu jafngild erlendum sam- bærilegum lyfjum. „Ég man ekki hvað er greitt fyrir þetta. Það er eitthvað mismunandi. Lyfjafyrirtækin borga misvel eins og gengur. Ég get fullyrt að það eru lág- ar upphæðir sem fólk fær,“ sagði Þorkell Jó- hannesson prófessor. Þá vitum við það. Gróði lyfjafyrirtækjanna fer því eitthvert annað en í til- raunadýrin í háskólan- um. Geimskip í Reykhólasveit „Ég horfði á þetta í kíki og mér fannst sem það væru einhverjir hlutir í kringum ljósið,“ segir Erla Reynisdóttir, húsmóðir í Mýrartungu í Reykhóla- sveit, en heimilisfólkið þar sá fyrir skömmu torkenni- legt ljós á himni fyrir ofan Bæjardal. „Þetta var eins og aftur- hlutinn á kyrrstæðri risaþotu. Það var eins og gengju vængir skáhallt niður af ljósinu. Mið- að við fjarlægðina frá bæn- um hefur þetta verið alveg risastór eldflaug. Þessi hlutur spannaði um sex sentimetra á himninum héðan frá séð og það eru um fjórir kílómetrar inn í Bæjardal." Það var mágur Erlu, Trausti Um 15.000 bændur voru samankomnir í Genf í Sviss síðastliðinn þriðjudag til að mót- mæla samningaviðræð- um innan GATT um nið- urskurð á framlögum til landbúnaðar. Bændurnir komu víða að, frá Frakklandi, Þýska- landi, Danmörku, Hol- landi, Sviss, frá öllum ná- lægum löndum. Frá íslandi mætti hins vegar engu minni maður en sjálfur landbúnaðarráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon. Ekki er alveg víst að Steingrímur hafi eingöngu verið mættur til Genfar til að taka þátt í mótmælaað- gerðum evrópsku bænd- anna, því vitað var að á þriðjudagsmorguninn bær- ust tillögur frá íslenska ut- anríkisráðuneytinu um nið- urskurð á stuðningi við ís- lenskan landbúnað og til- lögur um rýmkun heimilda til innflutnings. Líklega hef- ur Steingrímur viljað sjá svart á hvítu hvað rynni út úr faxtækjunum í Genf, þannig að hægt væri að lappa upp á textann. Sá hængur er þó á, að fasta- fulltrúi íslands í Genf er af sama sauðahúsi og Jón Baldvin utanríkisráðherra,. það er Kjartan Jóhannsson, fyrrum formaður Alþýðu- flokksins. Hansson, sem sá ljósið fyrst. Erla segir að frá því hún sá ljósið hafi liðið um fimmtán mínútur þar til það hvarf með ógnarhraða. Það hafi verið appelsínugult og miklu stærra en nokkur stjarna á himninum. Á sama tíma og heimilis- fólkið í Mýrartungu sá Ijósið varð vart mikils ljósagangs um alla Evrópu. Opinber skýring á honum er sú, að eldflaug eða gervitungl hafi verið að koma inn í gufu- hvolfið. „Ég hélt að svona hlutir ættu að brenna upp á ógnar- hraða. Við horfðum á ljósið kyrrstætt í heilar fimmtán mínútur," sagði Erla. SVARTI SVANURINN Nýr atvinnuvegur Islenskir bissnessmenn eru misséðir. Sá alsniðug- asti af þeim öllum hefur fundið efnilega atvinnu- grein; innflutning á tóm- um bjórdósum. Þannig er að skilaverð á bjórdósum er lítið eitt hærra á Islandi en í Danmörku. Með flóknum útreikningum hefur þessi bissnessmaður komist að því að það borgar sig að fara út til Danmerkur, kaupa samanpressaðar dósir og flytja til íslands í gámum. Hagnaðurinn er umtalsverð- ur. Reynið sjálf. SJÖ EFSTU Á LISTA FRAMSÓKNAR í REYKJAVÍK STEINGRÍMUR J. MEÐ 15 ÞÚSUND ÖSKRANDIRÆNDUM í GENF KONAN MEÐ JÁRNANDLITIÐ Jóhanna Sigurðardóttir ÍHUGUL OG ÞENKJANDI Jóhanna Sigurðardóttir Á BARMI TAUGAÁFALLS Jóhanna Siguröardóttir í SJÖUNDA HIMNI Jóhanna Sigurðardóttir SÓTILL Allt í einu heita sioppurnar eitthvað Einu sinni hétu allar sjopp- ur söluturn. Til var Söluturn- inn Gnoðarvogi 44, Söluturn- inn Hverfisgötu 50, Söluturn- inn Bræðraborgarstíg 43 og svo framvegis. En nú er aldeilis öldin önn- ur. Nú eru sjoppur farnar að heita stórum og feitum nöfn- um. Ein heitir þannig því heimilislega nafni Anna frænka, önnur ber hið losta- fulla heiti Draumurinn og sú þriðja er skírð Svarti svanur- inn, eins og þar sé hin skuggalegasta hafnarbúlla. Sú með stærsta nafnið er lík- lega Mekka. Það er ómögu- legt að ímynda sér að fólk telji sjoppu vera líka Mekka, — nema þá þeir bræður Kar- íus og Baktus. En þetta er allt í anda nýrra tíma, segja tískusveiflusér- fræðingarnir. Nú er málið að láta fyrirtækin hafa persónu- legan og afgerandi svip.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.