Pressan - 15.11.1990, Page 23

Pressan - 15.11.1990, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 23 S.ÞÓR eigin stað í Reykjavík, Gay-bar á hæðinni fyrir ofan veitingahúsið á Laugavegi 22. Sá staður komst í fréttirnar í haust þegar lögreglu- stjóraembættið lokaði honum vegna ónógra eldvarna, þó að þarna hefði verið veitingastaður í fjöldamörg ár. Lögreglan bar fyrir sig erlenda skýrslu þar sem segir að hommar og lesbíur séu afbrýðisam- ari og óstöðugri í tilfinningamálum en aðrir. Því sé hættara við að þau kveiki í en annað fólk. FYRSTI HOMMINN ÚT ÚR SKÁPNUM Þetta er kannski lýsandi fyrir þá fordóma og ofsóknir sem hommar og lesbíur hafa mátt þola frá alda- öðli. Hörður Torfason fékk að kenna á þeim þegar hann kom, fyrstur ís- lenskra homma, út úr skápnum á prenti en viðtal við hann birtist í Samúel árið 1975. „Ég var búinn að vera erlendis og hafði kynnst öðrum viðhorfum," segir Hörður. „Á íslandi átti að drepa mann fyrir að vera hommi. Menn voru lamdir sundur og sam- an, það voru rústaðar íbúðir og það var óhugnanlegt ástand. Ég var heppinn því ég var í klíku og var dá- lítið frægur. Það var því klappað á bakið á mér sagt að ég væri okey. Það sorglega var hins vegar að hommarnir sjálfir voru næstum því sammála fordómunum. Þess vegna lét ég taka við mig viðtalið." Hörður sagði að þetta viðtal hefði verið mikil fórn. I kjölfar þess flúði hann land en kom aftur um þremur árum síðar og stóð ásamt öðrum að stofnun Samtakanna 78. Það voru þó ekki fyrstu samtök homma og lesbía því áður hafði fé- lagsskapurinn Iceland Hospitality verið starfræktur, en það var félags- skapur sem stuðlaði að kynnum homma. Samtökin 78 berjast hins vegar jafnframt fyrir réttindum samkynhneigðra á opinberum vett- vangi. 100 FÉLAGAR í SAMTÖKUNUM í dag eru um 100 félagar í Samtök- unum 78 en félagatala þeirra hefur nánast staðið í stað nokkur undan- farin ár. Það kemur kannski mörg- um á óvart því hommar og lesbíur hafa orðið töluvert meira áberandi í bæjarlífinu á undanförnum tveimur til þremur árum. Það er æ algeng- ara að samkynhneigðir fari ekkert í felur með hneigðir sínar. Þorvaldur Kristinsson segir að auk um 100 félagsmanna sinni sam- tökin um 200 til 300 öðrum homm- um og lesbíum sem þó eru ekki fé- lagar. Bæði hefur þetta fólk sam- band við samtökin í símatíma þeirra og kemur á fundi þeirra og skemmt- anir. KVENMANNSLEYSIÐ í SÖGUM SR. FRIÐRIKS Fyrir fáeinum árum kom út bókin íslenskar barnasögur eftir Silju Að- alsteinsdóttur og vakti hún óvenju- lega harkaleg viðbrögð. Að nokkru leyti komu þessi viðbrögð fram á prenti, meðal annars í grein sr. Bolla Gústavssonar í Laufási: Ég skal mála allan bæinn rauðan, en þó fyrst og fremst í samtölum manna og sím- hringingum heim til Silju. Ástæðan var kafli hennar um barnasögur sr. Friðriks Friðriksson- ar, stofnanda KFUM. I honum segir meðal annars: „Eitt vekur athygli umfram annað í þessari bók og það er kvenmanns- leysi hennar. Knattspyrnumennirnir eru allir komnir á giftingaraldur. Kaupmannssonurinn Clarens er yngstur, sautján átján ára. En þeir virðast ekkert samband hafa við stúlkur. Raunar virðast engar stúlk- ur búa í Watertown og væri illt ef satt reyndist. Einu sinni er minnst á konu. „Ég hef fengið mömmu til að gefa okkur kaffi einu sinni í viku," segir einn ungu mannanna. Þessi kynfælni er megineinkenni á öllum bókum sr. Friðriks. Þær fjalla allar um feður og syni, karl- menn og karlmannaveröld, enda eru þær ætlaðar drengjum til lestrar eins og höfundur segir í eftirmála að sögunni af Hermundi Jarlssyni." Síðar í kaflanum segir Silja: „Þá er talsvert um það hér og í öðrum bókum sr. Friðriks að karl- menn láti vel hver að öðrum." Margir lásu út úr þessum texta að Silja væri að væna sr. Friðrik um samkynhneigð. Sr. Friðrik er nánast heilagur maður á íslandi og því kannski skiljanlegt að þessu væri ekki tekið hávaðalaust. Meðal ann- ars var mikið hringt heim til Silju og fékk hún að heyra það óþvegið. SKEIFA INGIBJARGAR Þessi saga af sr. Friðrik leiðir okk- ur aftur að hommunum sem fóru í skápinn um 1200 og komu ekki út aftur fyrr en 1975. Eins og flestir kúgaðir minnihluta- hópar hafa hommar og lesbíur reynt að finna sig í sögunni. Það getur reynst erfitt þar sem samkynhneigð hefur verið tabú í árhundruð og þeir menn sem hafa verið grunaðir um hana óhikáð verið teknir af lífi. Það er því ekki furða þó að hommarnir hafi ekki skilið eftir sig mörg spor í sögunni. Hommar, lesbíur og áhugamenn um frávik í kynlífs- hegðun hafa því þurft að spá í per- sónusögu manna og reyna að ráða í kynlífshegðun viðkomandi. Einn afrakstur slíkrar athugunar er söngleikur Benónýs Ægissonar, Skeifa Ingibjargar. Þar er látið að því Iiggja að Jón Sigurðsson forseti hafi verið samkynhneigður og það sé ástæðan til þess að Ingibjörg kona hans sé svo fýld á öllum myndum. Menn hafa því ekki veigrað sér við að heimfæra samkynhneigð yfir á helstu mikilmenni íslandssögunn- ar. Með nánari rannsóknum, og kannski ábyggilegri, munum við sjálfsagt fá að heyra um hvað kom fleiri stórmennum í gegnum nóttina á komandi árum. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.