Pressan - 15.11.1990, Page 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER
29
Öruggt má teljast að fjármálavit verður ekki til þess að koma fólki á peningaseðla.
Jón Sigurðsson, sem prýðir 500 króna seðilinn, var frægur á sínum tíma fyrir að lifa flott.
Hann var alltaf klæddur samkvæmt nýjustu tísku og hélt uppi reisulegu heimili í
Kaupmannahöfn. Hann lifði fyrst og fremst á styrkjum heiman frá íslandi. Það er
hins vegar dálítið feimnismál að hann var nánast gjaldþrota þegar hann lést. Því var það
að íslenska ríkið kom til hjálpar og keypti búslóð hans, sem nú er í Jónshúsi
í Kaupmannahöfn.
Brynjólfur Sveinsson biskup, sem prýðir 1000 króna seðilinn, var hins vegar
betur að sér í fjármálum og þótti duglegur fjár-
aflamaður. Hlýtur það að vera þörf ábending til
kirkjunnar manna sem eru einmitt að kvarta
yfir peningaleysi þessa dagana.
Brynjólfur leit vel eftir fjármálum kirkjunnar
og fór til dæmis í stöðugar yfirreiðir til að
fylgjast með prestunum.
Á 100 króna seðlinum er Árni Magnússon
handritasafnari en hann giftist til fjár þegar
hann gekk að eiga danska bruggara-
ekkju. Árni var einnig í góðu embætti og
hafði því töluvert fé handa á milli.
Það notaði hann til að kaupa bækur
eins og kunnugt er.
Á 5000 króna seðlinum er
Ragnheiöur Jónsdóttir
biskupsfrú. Engum sögum fer
af fjármálum hennar, frekar
en annarra heldri
kvenna á miðöldum.
„Ég fyrirlft peninga. Ég fyrir-
lít líka fólk sem hefur það að
keppikefli að græða pen-
inga."
BALDUR HERMANNSSON EÐLISFRÆÐINGUR 1986
margar leiðir til að verða ríkur
og ekki ætlunin að benda les-
endum á eina leið öðrum fremri,
en án efa eru vinnusemi og
sparnaður árangursríkasta leiðin
þegar á allt er litið.
Sjálfsagt hefur ekkert eitt
þjóðfélag búið við hraðari upp-
gang auðkýfinga en Rómaveldi
til forna. Þar gátu menn orðið
auðugir af ótrúlegasta tilefni. Má
sem dæmi nefna einn ríkasta
mann Rómverja, Marcus Liciníus
Crassus, sem varð ríkur af því að
stofna slökkvilið. Lið hans
skundaði á vettvang þegar
kviknaði í húsum og seldi þjón-
ustu sína á staðnum eða keypti
hús þau sem í hættu voru fyrir
lítið verð og slökkti síðan eldinn.
Með þessu móti eignaðist Crass-
us heilu hverfin í Róm. Crassus
þessum dugði síðan ekki að vera
ríkur heldur þurfti hann að fara í
pólitík og endaði ævi sína þegar
bræddu gulli var hellt í munninn
á honum eftir að hann hafði tap-
Sigurður Már Jónsson
„Mér finnst þaö hreint alveg
hræöileg tilhugsun að hafa
ekki eitthvað af peningum
milli handanna dag frá
degi."
ORN ÁRNASON LEIKARI 1986
„Ég tel að peningum sé
hvergi betur varið en ein-
mitt í hótelrekstur. Þar er
mesta þenslan í atvinnulíf-
inu í landinu. Og þar skila
peningar afrakstri."
HELGI ÞÓR JÓNSSON HÓTELEIGANDI 1986
arinnar væri gott, væri eins og
birti yfir öllum. Þegar hins vegar
verr gengi væri eins og nöldur-
tónn færðist yfir alla. Allir
stjórnmálamenn yrðu ómöguleg-
ir og enginn gerði neitt rétt. Fólk
færi jafnvel að tala um að flýja
land; væntanlega þangað sem
meira væri af peningum.
Það hefur stundum loðað við
Islendinga að þeir kunni ekki
með peninga að fara. íslendingar,
hafa viljað snúa þessu upp í að
við séum allra manna örlátastir
en það er nú dálítið málum
blandið. Kannski sjá megi fjár-
málavit íslendinga í eftirfarandi
sögu sem sögð var af fátækum
bónda fyrr á öldinni.
Bóndi þessi skuldaði kaup-
manninum háar upphæðir og sá
ekki fyrir endann á því. Eitt sinn
kom hann hins vegar glaður og
kátur í bragði á næsta bæ. Bónd-
inn þar spurði hvernig stæði á
því og svaraði bóndi að bragði:
,,Nú er Bjarni kátur, ég tók
víxil og borgaði allt upp í topp.“
að orrustu. En það er nú önnur
saga.
Kunnasti fjármálamaður ís-
lands í dag er án efa Herluf
Clausen. Það vita hins vegar
færri að hann byrjaði feril sinn á
því að flytja inn steiktan lauk og
tertubotna og er sagður hafa
grætt ágætlega á því. Hvort
tveggja smakkast sjálfsagt betur
en bráðið gull.
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON í BISSNESS
MEÐ PÁLMA í HAGKAUP
Peningar geta fært saman ólík-
ustu menn. Þannig var það með
þá kumpána Steingrím Her-
mannsson og Pólma Jónsson í
Hagkaup, sem ráku saman Is-
borg í Austurstræti. Þetta mun
hafa verið snemma á sjötta ára-
tugnum en leiðir þeirra lágu sið-
an hvor í sína áttina. Segir sagan
að þeir hafi vaxið hvor frá öðr-
um, meðal annars vegna þess að
Pálmi var svo hugmyndaríkur í
innflutningnum að Steingrími
hafi þótt nóg um. Einhvern tím-
ann var Pálmi til dæmis búinn
að fylla allt lagerplássið í ísbúð-
inni af litríkum skyrtum!
Pálmi sendi Steingrím síðan til
Ameríku til að kaupa ísvélar,
enda Steingrímur menntaður til
þess. Þeir félagar fengu hins veg-
ar ekki að setja vélina í gang
vegna andstöðu framsóknar-
valdsins í mjólkuriðnaðinum.
„Það er eins og sumir menn
séu jafnfátækir hvað mikla
peninga sem þeir eiga."
STEINN STEINARR SKÁLD 1958
„Það verður að halda pen-
ingum út til beitar, hvernig
sem viðrar."
HERLUF CLAUSEN KAUPAHÉÐINN 1988
Vélin safnaði því bara ryði eftir
að hún kom til landsins.
Skömmu síðar gekk Steingrímur
framsóknarvaldinu á hönd en
Pálmi stofnaði Hagkaup. Það má
segja að þeir hafi veðjað hvor á
sinn hestinn til að afla peninga
en báðum vegnað vel.
SJOPPURNAR ORÐNAR AÐ
SPILAVÍTUM
Peningar stjórna flestum en
hafa algjört ægivald yfir spilafíkl-
unum. Að sögn sálfræðings sem
PRESSAN ræddi við hefur þeim
fjölgað mjög hér á landi að und-
anförnu. Hann sagði ástæðuna
að mun auðveldara væri að falla
í freistni. Með tilkomu lottósins
og skafmiðanna væri hver
sjoppa orðin að spilavíti.
Peningar hafa spilað stóra rullu
í lífi Hrafns Bachmann kaup-
manns. Til eru nokkrar ævin-
týralegar sögur af veðmálum
hans. Til dæmis er sagt að þegar
rukkarar komu í heimsókn til
hans hafi hann boðið þeim að
leggja undir. Ef krónan kæmi
upp myndi hann tvöfalda reikn-
inginn en ef skjaldamerkið kæmi
upp þyrfti hann ekkert að
greiða. í dag er sjálfsagt hægt að
fá Hrafn til að veðja upp á ham-
borgara, tvöfalda eða einfalda,
en hann rekur nú hamborgara-
stað. Hann heitir að sjálfsögðu
Bónus-Borgarinn.
ÞJÓÐIN BROSIR í
GÓÐU PENINGAÁRI
Sigurjón Björnsson prófessor
benti á hvaða áhrif peningar
hafa á þjóðfélagið í heild sinni.
Sagði Sigurjón að í góðu ári,
þegar efnahagslegt öryggi þjóð-
IFramsóknarmenn leita nú log-
andi ljósi að einhverjum til að skipa
annað sætið á lista þeirra á Reykja-
nesi. Það sæti skipar
nú Jóhann Ein-
varðsson. Fram-
sóknarmenn munu
ekki vera allt of
spenntir fyrir því að
stilla honum aftur
upp á eftir Stein-
grími Hermannssyni, sérstaklega
í ljósi þess að aðrir flokkar hafa gert
róttækar breytingar á listum sínum.
Hafa menn verið að horfa til Sig-
urðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópa-
vogi, sem mun vera spenntur fyrir
að fylgja í fótspor þeirra Davíðs
Oddssonar og Guðmundar Árna
Stefánssonar og gera þing-
mennsku að aukastarfi. Deildar
meiningar munu þó vera um það
meðal framsóknarmanna hvort Sig-
urður sé rétti maðurinn...
liyfsölurisarnir Pharmaco og
Delta standa í stórræðum þessa dag-
ana, en þeir hafa keypt hvert fyrir-
tækið af öðru síð-
ustu vikurnar. Sami
maður er aðaleig-
andi bæði Pharm-
aco og Delta, en það
er Werner Rasm-
usson, apótekari í
Ingólfsapóteki. Þeir
sem ráða þessum stóru lyfjafyrir-
tækjum eru farnir að óttast að breyt-
ingar verði gerðar á fyrirkomulagi
lyfsölu hér á landi og því séu breyttir
og. erfiðari tímar framundan. . .
I* yrir skömmuvarJón Sigurðs-
son ráðherra staddur á flokksþingi
spænskra jafnaðarmanna, þar sem
hann notaði tæki-
færið og ræddi við
Felipe Gonzales
forsætisráðherra og
fleiri ráðamenn um
sérmál íslands gagn-
vart EB. Með Jóni í
för var Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
SÍF og sérfræðingur í fiskveiðimál-
um. Svo vildi til að flokksþingið var
lokað öðrum en sérstaklega tilskip-
uðum þingfulltrúum úr röðum evr-
ópskra krata og því góð ráð dýr að
tryggja Magnúsi aðgang að fundin-
um. Jón dó ekki ráðalaus og var
Magnús umsvifalaust „innritaður" í
Alþýðuflokkinn — Jafnaðarmanna-
flokk íslands. Magnús er því bókað-
ur sem krati.. .
w%
ýralæknislaust er nu 1 ein-
angrunarstöðinni í Hrísey eftir að
Sigurborg Daðadóttir dýralæknir
sagði upp störfum. Sigurborg sagði
upp 8. maí vegna launaágreinings
og átti að hætta 1. september. Hún
ákvað að fresta því til 1. október á
meðan landbúnaðarráðuneytið
væri að reyna að bjarga málunum.
Ekkert gerðist og hefur Sigurborg
ákveðið að fara að starfa sjálfstætt.
Það sem vekur kannski mesta at-
hygli í þessu máli er að það er lög-
brot að hafa ekki dýralækni í Hrísey.
í síðasta BHMR-verkfalli máttu til
dæmis ekki tveir dýralæknar á
landinu fara í verkfall vegna mikil-
vægis þeirra. Yfirdýralæknir og
dýralæknirinn í Hrísey...