Pressan - 14.03.1991, Síða 12

Pressan - 14.03.1991, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 14. MARS 1991 Athugasemd frá Flugleiðum Pressunni barst eftirfarandi grein frá Einari Sigurðssyni, blaðafulltrúa Flugleiða: „í forsíðufrétt fyrir viku spáir Pressan því að verð Boeing 737-400 flugvéla kunni að lækka um 20%. í fyrirsögn greinarinnar segir: VERÐ FLUGVÉLA FLUGLEIÐA HRAPAR UM 1400 MILLJÓNIR. Þessi spá byggir á eftirfarandi setningu sem höfð er eftir Birki Baldvinssyni, sem þekkir vel til á markaði með eldri flugvélar: „Aftur á móti með nýrri vélar eins og 737-400 og 737-500 er því spáð að um 500 vélar verði á markaðinum seinna á árinu. Það . . . verður sjálfsagt verðhrun fyrst til að byrja með fyrir þá sem verða að seljá'. Síðan er vitnað til þess að Birkir spái 20% verðfalli á minni vélum. Þetta umreiknar blaðamaðurinn síðan til 1400 millj- ón króna verðfalls á 737 flota Flug- leiða og leiðir getum að því að vél- arnar séu ofmetnar í bókum félags- ins. Boeing verksmiðjurnar hafa framleitt 8 gerðir af 737 flugvélum. 5 þeirra heyra til eldri kynslóð þess- ara véla og eru ýmsar undirgerðir af Boeing 737-100 og Boeing 737-200. Þessar vélar komu fyrst á markað fyrir 27 árum og smíði þeirra var hætt fyrir tveimur árum. Verð þess- ara flugvéla hefur stórlækkað und- anfarið og flestir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram eitthvað á þessu ári. Um yngri kynslóð Boeing 737 flugvéla gegnir allt öðru máli. Það eru Boeing 737-300, 737-400 og 737-500. Þær eru búnar nýrri gerð sparneytnari hreyfla og eldsneytis- eyðsla á hvert sæti er um 30—40% minni en í eldri gerðum flugvéla. Verð þeirra hefur farið hækkandi. Boeing 737-400 hækkaði um 5,3% á sama tíma og eldri kynslóð Boeing 737 flugvéla lækkaði í verði um 20—43%.Nú er nýlokið fjármögnun Boeing 737-400 flugvélar sem Flug- leiðir kaupa í vor. Bankar sem lána um 85% af fé til kaupanna nfteð veði í vélinni sjálfri spá því að verðmæti hennar haldist. Enn þann dag í dag hafa ekki ver- ið smíðaðar 500 vélar af 737-400 og 737-500 gerðum heldur 200 stykki. Allar 737 vélar af nýrri og spar- neytnari kynslóð eru nú 850 talsins. Engum heilvita manni dettur í hug að yfir 60% af þeim flota verði til sölu í haust. í greininni má svo lesa eftirfarandi klausu. „í ársskýrslu Flugleiða fyrir árið 1989 eru bókfærðar tvær vélar af gerðinni 737-400. Þar er bókfært verð 27,2 milljónir dollara miðað við gengi í dag. Það vekur upp spurningar um hvort þessar vélar séu ef til vill of hátt skráðar í bókum félagsins en ýmis teikn eru á lofti um iækkun á markaðsverði þeirra." Til upplýsingar fyrir blaðamanninn er rétt að benda á að um þessi ára- Öll tœkin eru sjálfstœöar einingar og fullkomin fjarstýring stjórnar öllum aögeröum stœðunnar. Magnarinn er 160 wött meö tengingu fyrir "surround" hátalara. Útvarpið er með 28 stööva minni (FM/LB/MB) og innbyggðri klukku ("timer"). Tvöfalda segulbandiö er bœöi meö hraðyfirfœrslu og raöspilun, auk þess sem annaö lœkiö spilar I báöar áttir. Plötuspilarinn er alsjálfvirkur meö T4P tónhöfði. Hátalararnír eru bœöi fallegir og sérlega hljómgóðir. Geislaspilarinn er 18 bita og meö 20 laga minni. er tjarstýrð samstœða sem sómir sér vel I hvaöa herbergi sem er. Magnarinn er IOO wött og meö fimm banda tónjafnara. Útvarpið er meö 24 stöðva minni (FM/LB/MB). Tvöfalda segulbandiö er boeði meö hraöyfirfœrslu og raöspilun. Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur. Hátalararnir sem eru sérlega vandaöir. er I viöarkassa. 18 bita geislaspilari. er snofurt, létt og lipurt stereo ferðaútvarp með segulbandi. Það er með innbyggðum hljóðnema, FM stereo og miðbylgju. Tengi fyrir heyrnatœki. Þetta Sony tœki er á frábœru verði, iHMWwi er kraftmikið stereo ferðaútvarp með segulbandi. Það er 20 wött og með fjórum hátölurum. Það er með innbyggðum hljóðnema, þriggja banda tónjafnara og fjórum útvarpsbylgjum (FM/MB/LB/SB/). Verð á þessu kraftmikla tœki er JAPIS TECHNICS X-IOCD PANASONIC SG-HM35CD SONY CFS-204 PANASONIC RXFS420 KRJUSvéðÖ^slgr. KR 9980 - stgr. 9 * . , ' . •Cv'.f;- mót voru nýjar vélar af þessari teg- und metnar á 30 milljónir dollara, fyrir ári voru þær metnar á 28,5 milljónir dollara. Bókfært verð fyrstu tveggja Boeing 737-400 flug- véla Flugleiða í ársskýrslu fyrir árið 1990 verða 26,3 milljónir dollara og 26,4 milljónir dollara. Allar vanga- veltur með ársskýrsluna fyrir 1990 til hliðsjónar um að þessar vélar séu of hátt skráðar í bókum félagsins eru firra. Bókfært verð flugvélanna er lægra en viðurkennt markaðs- verð þeirra. Loks segir í Pressugreininni: „Flugleiðamenn segjast fá 14 millj- ónir dollara í leigugjald (fyrir Boe- ing 757 vél sem leigð verður til Brit- annia í tvö ár (innsk. mitt)) en menn í flugheiminum eru vantrúaðir á þá upphæð — telja hana of háa.“ Ég fæ ekki betur séð en blaðamaðurinn sé að væna fyrirtækð um að ljúga þess- ari tölu. Hann hafði ekki fyrir því að bera þessa „vantrú" manna úr flug- heiminum undir þá sem veittu hon- um upplýsingar um leiguupphæð- ina heldur reynir algjörlega raka- laust að varpa rýrð á þessar upplýs- ingar. í þessu samhengi getur til- gangurinn vart verið annar en að læða því að lesendum blaðsins að orðum þessara „Flugleiðamanna" sé tæpast trúandi í umræðu um flug- flota félagsins. Sigurður Már Jónsson er blaða- maður. Á því sviði selur hann sér- þekkingu. Gengi blaðamanna er gjarnan metið með hliðsjón af siða- reglum og vönduðum vinnubrögð- um. Gengi Sigurðar Más Jónssonar hefur hrapað. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiöa.“ PRESSAN hefur engu að bæta við grein þá er birtist í blaðinu í síðustu viku og hefur enga ástæðu til að ef- ast um ágæti heimildarmanna sinna, sem eru þaulkunnugir mál- um í flugheiminum. Vegna ummæla Einars er rétt að benda lesendum á að starf hans felst í áróðursstarfsemi fyrir Flugleiðir. Þykir PRESSUNNI miður að Einar skuli Ieggjast svo lágt að sverta orðstír blaðamanns- ins með þeim hætti sem hann gerir. Ritstj. rgentinskt eldhús a islenska vísu STEIKHUS irónsstíg lla & 19555

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.