Pressan - 18.07.1991, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ1991
DRAUMA
DINNER
PRESSAN heldur áfram
að biðja fólk að bjóða í
ímyndað kvöldverðar-
boð, þar sem gestir mega
vera skáldsagnapersónur,
látnir, lifandi, frægir, vin-
ir, vandamenn eða hugar-
fóstur viðkomandi, allt
eftir því hvað hverjum og
einum sýnist. Það er
STEFÁN HJÖRLEIFSSON
tónlistarmaður sem býð-
ur átta gestum til kvöld-
verðar að þessu sinni og
eru eftirfarandi á gesta-
listanum:
Wolfgang Amadeus
Mozart:
ég ætla að spyrja hann
hvernig hann skipu-
leggur tíma sinn
Hallur Helgason:
ég þarf að fá það á
hreint af hverju hann
henti leikfimitöskunni
minni í sjóinn þegar við
vorum í 14 ára bekk
Daníel Ágúst Haralds-
son:
það er svo auðvelt að
gleðja hann
Pat Metheny:
ég myndi deila með
honum nokkrum
lickum
Arnaldur hjá VSK:
engin sérstök ástæða
Kevin Costner:
ég þarf að biðja hann
að hætta að hringja í
konuna mína
Jón Ólafsson:
af því við hittumst svo
sjaldan
Jaco Pastorius:
ég þarf að fá hann til
að árita fyrir mig plöt-
una Word of Mouth
ISF|RÐINGVr
og ævintýri hans
í Reykjavík
Eins og allir muna stökk
Reimar til með rýting í lok
síðasta kafla og risti sundur
hálsæðina á föður sínum.
Blóðbunan stóð út úr hálsin-
um á aumingja Eika sem nú
var ekki svarblár heldur
hvítur. Kall með staurfót
kom hoppandi á heilu löpp-
inni og greip fimlega um
slagæðina og stöðvaði blæð-
inguna. Þá fyrst mundu
menn eftir Reimari.
— Leggiði drenginn í
bönd, leggiði drenginn í
bönd, kallaði einhver auli
sem örugglega hefur verið
að lesa heima hjá sér kvöld-
ið áður í þeirri frægu bók ís-
lenskum sakamálum á
sautjándu öld.
—- Nei, látiði drenginn
eða eitthvað annað
Það er ekki alltaf augljóst
hvenær sundbolur er sund-
bolur og hvenær hann er eitt-
hvað annað. Mörg ,,body" líta
til dæmis út eins og sundbolir,
án þess þó að vera það. Og
sundbolir gætu allt eins verið
body, að minnsta kosti þegar
maður veit ekki betur. Tísku-
hönnuðirnir, sem allt þykjast
vita og halda að þeir ákveði í
hverju við erum, segja þetta
sumarið, að maður geti alveg
farið í sundbol í kvöldverðar-
boð, svo lengi sem manni líði
eins og maður sé á strönd-
inni. Þeir eru nú heldur ekki
með „fulle fem“. Eða hvað. Er
þetta kannski hægt? Jú, ef
maður er staddur á Costa
Brava á Spáni. Þá er hægt að
fara á diskótekið Rachdinge,
rétt hjá Figueras (þar sem
Dali-safnið er). Þar er sund-
laug. Og eðlilegasti hlutur í
heimi að vera á sundbol. En
við erum víst á íslandi og þar
mælir PRESSAN ekki með
því að fara beint úr sundlaug-
unum á Borgina annað
kvöld.
Arnór Björnsson, skemmtanastjóri á Strikinu, í góðum félags
skap. - ,
Borgin hefur ennþá einu sinni náð því að
vera eftirsóttasti skemmtistaðurinn í
bænum. Þar má sjá fólk úr
tískuheiminum, fjölmiðlaheiminum og
öðrum heimum borgarinnar.
Þau voru mætt á staðinn.
Ragna Sæmundsdóttir vék
ekki frá þessum herra.
Guðmundur Karl.
Raggi Gests og Elísabet.
Lisu og Röggu leiðist greinilega ekki.
Karamella til baka
eiga sig, sagði sá sem stöðv-
að hafði blæðinguna, hann
er hetja. Hann er hetja.
— Sjúkrabíl, sjúkrabíl,
kallaði Reimar og einhver
bílatöffari á staðnum spólaði
af stað til að sinna því.
Læknirinn fékk félaga
sinn og kollega til að krjúpa
niður og halda saman háls-
æðinni, svo rétti hann úr
bakinu og setti okkur hin inn
í málið. Hann hafði staðið
hjá sölutjaldinu og ætlað að
kaupa sér eina Póló hjá
Reimari, sem honum þótti
besta gos í bænum en hafði
ekki smakkað í háa herrans
tíð, þegar hann sá Eika
standa bláan í framan í fjör-
unni. Hann grunaði strax
hvers kyns var. Eiki átti ekki
nema u.þ.b. 10 sekúndur eft-
ir. Flugmaðurinn hafði tekið
hann á orðinu og flogið með
hann í listflug, sannkallað
krúsidúllukúnstflug, sem
varð þess valdandi að fitu-
hnoðri losnaði í meginslag-
æð Strandamannsins og
lagði af stað í stökustu róleg-
heitum upp til heilans.
— Sennilega feitt hrossakjöt,
skaut Reimar inn í. Kallinn
er brjálaður í taðreykta
sperðla.
— Ekki ósennilegt, tók
læknirinn undir. Nema hvað,
ég setti drenginn inn í málið
á svipstundu, því ég vissi að
ég yrði ekki nógu fljótur að
haltra sjálfur til sjúklingsins.
— Ég sá blóðtappann fara
upp hálsæðina á pabba eins
og lævísan höggorm í sandi,
bætti Reimar við. — Þá
stökk ég tii og skar á áður en
kvikindið náði að hverfa upp
í heila og kála þeim gamla.
Blóðtappinn skaust út og
beint í augað á mér en ég
gómaði hann, sagði Reimar
hróðugur og sýndi okkur öll-
um bleikan sakleysislegan
hnoðra, blóðtappann sjálf-
an.
Læknirinn, sem var búinn
að fá töskuna sína í hendur,
hvolfdi úr magnylglasi svo
blóðtappinn fengi húsaskjól
og kollega hans, sem var
góðglaður, gaf smávegis af
læknaspíranum sínum út á.
Þeir voru svo ábúðarfullir
við þetta að ég strengdi þess
heit að verða að minnsta
kosti dýralæknir.
Reimar var aftan á Mogg-
anum daginn eftir og hélt á
pilluglasinu góða. Halti
læknirinn hélt utan um hann
á myndinni og sagði að
Reimar væri efni í afbragðs
skurðlækni. Það sást í
Strandamanninn í sjúkra-
rúmi allan lurkum laminn.
Hann var sagður á batavegi.
Við Reimar skiptumst á að
heimsækja Eika á spítalann
og standa sjoppuvaktina.
Reimar stillti pilluglasinu
með blóðtappanum upp í
sjoppunni en varð loks að
taka það niður, þótt honum
þætti það miður, því baukur-
inn fældi frá kúnna. í hverf-
inu bjó maður sem kallaður
var Júlli-sífulli. Hann var
giftur danskri kellingu svo
það var ekkert skrítið þótt
hann væri drukkinn lon og
don. Júlli-sífulli kom með
forláta klukku í Eikasjoppu
og vildi versla við Reimar og
fá rakspíra í staðinn. Reimar
lét hann vitaskuld fá nokkur
spíraglös. Stuttu síðar kom
danska kellingin með Júlla-
sífulla í togi og heimtaði á
makalausri golfrönsku að fá
klukkuna aftur. En Reimar
sagði bara við hana. — Ég
skil yður ekki, frú. Við ís-
lendingarnir eru búnir að
gera út um kaupin. Svo gerði
hann sig grimman í framan
og urraði á kellinguna; Sjer-
ap, Sjerap, sem þýddi að hún
ætti að koma sér. Ég ætla
mér að verða ríkur, Nasi,
sagði Reimar við mig. Veru-
lega loðinn um lófana, skil-
urðu það. Ha, ha, ha, ha, ha,
ha, ha, ha.
Jóhanna Steinunn Hjálm-
týsdóttir, betur þekkt sem
Hanna Steina, er, mikið rétt,
systir Palla Hjálmtýs og
Diddúar. Hún er ekki eins
þekkt og þau, en er engu að
síður búin að syngja í mörg
ár, bara alltaf með lítt þekkt-
um „underground"-hljóm-
sveitum. Hún segist hafa
Ég fékk líka að kynnast
því að sá draumur gat vel
orðið að veruleika. Reimar
var hreint frábær sölumað-
ur. — Eina súkkulaðibollu,
sögðu börnin og skutu tú-
kalli upp á glerborðið með
kámugum krumlunum. —
Og karamella til baka, sagði
Reimar naglbítslegur í fram-
an og hélt klinkinu eftir í
kassanum og fleygði einni
Freyjukaramellu í þau. Svo
urraði hann á skrílinn: Sjer-
ap. Sjerap. Djúkboxið gekk
frá morgni til kvölds, já þetta
voru dásamlegir tímar.
Framhald.
Ólafur Gunnarsson
byrjað ferilinn með Tungl-
skinstríóinu, sem var skóla-
hljómsveit í Hagaskóla, og
voru meðlimir, auk Hönnu
Steinu, tveir fyrrverandi og
núverandi sykurmolar, Friðrik
Erlingsson og Bragi Ólafsson.
Síðan hefur Hanna Steina
hefur komið við í ýmsum
hljómsveitum, þ.á m. Dá,
Mikki Dean and the Won-
derfuls og Október. Núna er
hún í Orgli með Kolbeini Ein-
arssyni, Ingólfi Sigurðssyni
og Hermanni Jónssyni og
eru þau núna búin að spila
saman í eitt og hálft ár. Á
sumrin gefast þó ekki mörg
tækifæri til tónleikahalds,
þar sem Ingólfur er lika
trommuleikari með Síðan
skein sól, en síðustu tónleik-
ar Orgils voru samt í Rauðu
myllunni fyrir viku. Næst
ætlar Orgill að spila í Húna-
veri, þar sem Síðan skein sól
verður um verslunarmanna-
helgina.
Það liggur nokkurn veginn
í augum uppi að Hanna
Steina hefur ekki atvinnu
sína af söngnum, þó hún
segist vel myndu geta hugs-
að sér það. „Það væri voða-
lega gaman að geta það, en
ég sé ekki fram á að það sé
hægt." Lifibrauð sitt hefur
hún af að teikna fyrir verk-
fræðinga, en hún er tækni-
teiknari að mennt. „Þaö á
ágætlega við mig," segir hún.
„Draumurinn er samt auðvit-
að að syngja og fá borgað
fyrir það, en ég hef ekki upp-
lifað það ennþá." Og um
framtíð Orgils segir hún: „Við
erum rétt að byrja og ætlum
alltaf að vera til. Jafnvel þó
svo við tökum okkur löng frí
á milli. Þetta er svo ferlega
skemmtilegt."