Pressan


Pressan - 18.07.1991, Qupperneq 15

Pressan - 18.07.1991, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR PKESSAN 18. JÚU 1991 15 PAPPÍRSFYRIRTJHI í GJALO PROT MB10 MllLJðNA SKUIDIR Kom aldrei í Ijós hvaöa starfsemi fyrirtœkið stundaði. Fyrírtœkib Flöguberg hefur verib lýst gjaldþrota. Lýstar kröfur í búib námu 10 millj- ónum króna en eignir fund- ust engar í búinu utan virbis- aukainneign upp á 230 þús- und krónur. Ymsir pappírar frá þessu fyrirtœki voru nokkub áberandi í vibskipta- lífinu fyrir nokkrum misser- um. Nú hefur komib í Ijós ab enginn inneign var fyrir 10 milljóna króna kröfum. Að sögn skiptaráðandans í Borgarnesi, en þar var 'lög- heimili fyrirtækisins, kom aldrei í ljós við skiptin að fyr- irtækið hefði stundað nokkra starfsemi aðra en skulda- bréfaútgáfu. Að hans sögn var um það rætt á skiptafundi að viðskipti fyrirtækisins yrðu kærð en af því hefur ekki orðið. Ljóst er að búið hefur ekki bolmagn til að standa í slíkum málaferlum sjálft en einn eða fleiri kröfu- hafar gætu tekið sig saman um slíkt. Upphaflega var Flöguberg stofnað til að framleiða stein- flísar og ýmsar vörutegundir úr steintegundum. Þeirri starfsemi var hins vegar hætt áður en kom að því að fyrir- tækið fór í gjaldþrot. Þegar fyrirtækið kom til skiptaráðandans í Borgarnesi var Jón Ellert Tryggvason formaður stjórnar en aðrir stjórnarmenn voru Jóhann Valgarð Ólafsson og Tryggvi Sveinn Jónsson. Apólekarap á móli sklpun embættismanns í lyljavarðlagsnelnd Fulltrúi apótekara í nefndinni er Werner Rasmusson, umsvifa- mesti lyfjaheildsali landsins Apótekarar hafa sent Sig- hvati Björgvinssyni heilbrigb- is- og tryggingarábherra bréf og mótmœlt harblega þeirri ákvörbun hans ab skipa Ein- ar Magnússon, deildarstjóra lyfjamáladeildar rábuneytis- ins, sem fulltrúa sinn í lyfja- verblagsnefnd. Apótekarar ■ byggja gagnrýni sína á því ab Einar hafi meb lyfjamál rábu- neytisins ab gera og hags- munatengsl hans því ofmikil. Fulltrúi apótekara í nefnd- inni er hins vegar Werner Rasmusson apótekari, sem jafnframt er umsvifamesti lyfjaheildsali landsins. Lyfjaverðlagsnefnd ákveð- ur verð á lyfjum. Þeirri vinnu- reglu var komið á innan nefndarinnar, að þegar nefndarmenn yrðu ósam- mála kvæði ráðherra upp úr um ágreininginn. Einar var á sínum tíma skipaður í nefnd- ina af Guðmundi Bjarnasyni, þáverandi heilbrigðisráð- herra. Blaðakaup fjármálaráðuneytisins Friörik heldur áfram að kaupa Veru Þrátt fyrir mikinn nibur- skurb á blabakaupum fjár- málarábuneytisins hefur eitt blab alveg sloppib til þessa. Þab er kvennablabib Vera, sem gefib er út af Samtökum um Kvennalista og Kvenna- frambobinu í Reykjavík. Fjármálaráðuneytið greiðir 200 áskriftir af Veru og mun svo hafa verið síðan í fjár- málaráðherratíð Alberts Gubmundssonar, sem gerði ráðuneytið að áskrifanda að Veru. „Ég veit í sjálfu sér ekkert um kaup á Veru nema að þær hafa boðað komu sína hingað í ráðuneytið," sagði Fribrik Sophusson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um kaupin. Eftir því sem PRESS- AN kemst næst lendir aðeins eitt eintak af Veru í fjármála- ráðuneytinu en hinum er dreift til ríkisfyrirtækja og ríkistengdra stofnana. A .skrifstofu Veru fengust þær upplýsingar að engin breyt- ing hefði orðið á áskrift Veru. Sem kunnugt er fékk Ólaf- ur Ragnar Grímsson heimild Alþingis til að fjölga áskrift- um dagblaða úr 250 í 750 ein- tök í lok desember 1989. Við þá afgreiðslu sátu þingkonur Kvennalistans hjá. PRESSAN hefur hins vegar heimildir fyrir því að frá þing- flokki Kvennalistans hafi komið þrýstingur á Ólaf Ragnar um að fjölga áskrift- um að Veru en hann ekki orð- ■ið við því. Vera mun vera eina tímaritið sem fjármálaráðu- neytið er áskrifandi að með þessum hætti, en áskriftin var á sínum tíma réttlætt út frá pólitískum forsendum. BONUS FÆR EKKIAB OPNA í VESTURBÆNUM Jóhannes segir að þáð kunni að hafa haft óhrif á ákvörðun borgaryfirvalda, að sitt hvor- um megin við hann eru versl- anir Hagkaups og Miklagarðs. Jóhannes Jónsson í Bónus fœr ekki ab opna verslun í vesturbœnum. Umsókn hans um leyfi til þess var hafnab af borgarrábi nú í lok síbasta mánabar og er þab í annab sinn sem Jóhannesi er neitab um leyfi til ab opna verslun á Bobagranda 2, í húsi Ellings- en. Umsókn Jóhannesar Jóns- sonar, sem hann lagði fyrir borgarráð í vor, var hafnað nú í endaðan júní, á þeim for- sendum að íbúar í blokk á bakvið lóðina, Boðagranda 2, séu á móti því að þarna verði opnuð verslun. „Þetta eru þær ástæður sem mér eru gefnar upp fyrir því að ég fæ ekki leyfið," sagði Jóhannes við PRESS- UNA. En bætir því við að það geti hafa haft áhrif að sitt hvorum megin við hann eru verslanir Miklagarðs og Hag- kaups. „Ég veit ekki hvort menn þar hafa haft einhver áhrif, en mér finnst það lík- legt. Að minnsta kosti veit maður að það er ekkert alltaf tekið mark á mótmælalistum hjá borginni." Þetta er í annað sinn sem umsókn Jóhannesar er hafn- að, en hann fékk síðast neitun fyrir að opna þarna verslun fyrir einu og hálfu ári. „Þetta ! eru bara þessir tilteknu íbúar isern eru á móti því að við opnum þarna verslun, því við fáum á milli 20 til 30 upp- hringingar á viku, þar sem spurt er hvenær við ætlum að opna í vesturbænum. Og við stefnum reyndar á að koma þangað. Við erum ekkert á því að láta deigan síga, þó ekkert liggi á," segir Jóhann- es. Hann segist vera með ým- islegt í sigtinu, en vildi ekki segja nánar frá því hvað það væri. í húsnæðinu þar sem Jó- hannes hefur sótt um að opna Bónus-verslun er nú starfrækt verkstæði í eigu Ell- ingsen. „Samskipti mín við Magnús hafa verið hin ágæt- ustu," sagði Óskar Vigfússon, formadur Sjó- mannasambands íslands. „Hann er lipur og þægilegur í umgengni, tekur á málum með sanngirni og reynir af fremsta megni að hafa reglu og skipulag á hlutunum," sagði Sævar Magnússon, forstöðumaður skrifstofu- sviðs. „Ég get ekki ráðið annað af þessum fyrstu kynnum okkar en hann sé þægilegur maður og gott að umgangast hann á allan hátt,“ sagði Guðmundur G. Jónsson, bóndi og hreppstjóri. „Magnús er að mínu mati mjög lif- andi ungur maður í starfi. Kannski óvenjulega ungur, en hann hefur reynst traustsins verður og er ákveðinn, fastur fyrir og rækir starf sitt af al- úð,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU. „Ég geri ráð fyrir að um- hverfisráðherra hafi fengið fagmann í starfið þar sem Magnús er,“ sagði Eyjólfur Magnússon, deildarstjóri mengunarmála. „Hann er ákaf- lega traustur og þægilegur í samstarfi," sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra.“ „Þetta er ekki einfalt mál og enginn veit með vissu hvorki upphafið né endinn í þessu máli, en ég get ekki séð annað en Magnús sé allur af vilja gerður," sagði Guð- mundur G. Jónsson. „Hann er svo góðlegur í framan að maður gæti haldið að hann væri linur og ekki jafn ákveðinn og hann í raun er,“ sagði Kristján Ragnarsson. 9 Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri UNDIR ÖXINNI Þorsteinn Gíslason stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins — Þið eruð búnir að fá yfirfrakka í formi til- sjónarmanna? „Þetta verða kon- taktmenn en ég veit nú ekki hve stíf tilsjón- in verður. Þeir munu fylgjast með í hvaða farveg fyrirgreiðslan I fer. Stjórnin heldur áfram að stjórna sam- kvæmt lögum." — Er ekki vand- ræðalegt fyrir ykkur stjórnendur fyrirtæk- isins að fá svona yfir- frakka? „Við munum stjórna eins og við höfum gert hingað til, eftir þeim lögum sem Alþingi hefur uppálagt okkur að stjórna eftir." — En úr þvi sem komið er er ekki ein- faldast fyrir ykkur að segja af ykkur? „Það er nú mjög al- gengt að setja svona tilsjónarmenn yfir." — Ykkur finnst þetta þá ekki áfellis- dómur? „Síðuren svo. Okkur finnst við hafa staðið okkur vel." — Þú segir það í fullri alvöru? „Ég þori að standa frammi fyrir hverjum sem er með það. Ég álít að langur líftími fyrirtækisins sé vegna þess að því sé vel stjórnað. — Númer eitt; stærð fyrirtækis- ins og að því hafi verið vel stjórnað." — En hver er ábyrgð stjórnenda þegar árar illa? „Það er vegna þess að það hefur orðið loðnubrestur í tvö ár. Fiskifræðingar sögðu að í farvatninu væru 1.300 til 1.400 þúsund tonn af loðnu á því ári sem við ætluðum að reka verksmiðjuna. Það er ekki okkur að kenna að loðnan kom ekki." — Ef þetta væri ykkar eigið fyrirtæki — hefðuð þið rekið það svona? „SFI hafa frá upphafi fram á þennan dag ævinlega verið reknar með einkarekstrarhug- arfari. Það máttu bera mig fyrir." Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri hefur verið í sviðsljósinu vegna mengunarslyssins á Ströndum, en hann var nýlega skipaður aðstoðarmaður umhverfisráöherra. Vegna stöðu Síldarverksmiðja rik- isins hefur ríkissjóður samþykkt 300 milljóna króna rikisábyrgð og því hefur verið lýst yfir að fyrir- tækið verði gert að hlutafélagi og selt. Um leið verða settir þrir til- sjónarmenn með stjórn fyrirtæk- isins.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.