Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 25
LISTAPOSTURINN
I AIN’T
GOT
NO HOME
Talaö uiö Halldór Bragason um blús, Vini
Dóra og tannlœkna
Einn góðan veðurdag þurfti
Chicago Beau að fara til
tannlœknis. Biðstofum tann-
lœkna svipar alls staðar sam-
an og Chicago Beau stytti sér
stundir með því að blaða í
tímaritum. Hann rakst meðal
annars á bandarískt tímarit
sem honum fannst óvenju vel
prentað. Chicago Beau var
sjálfur að setja nýtt tímarit á
laggirnar og hann var ekki
fyrr sloppinn frá tannsa en
hann setti sig t samband við
prentsmiðjuna góðu: Oddi,
Iceland. Skömmu síðar kom
hann til Islands og einhver í
prentsmiðjunni Odda ságði
við Chicago Beau: Þú ert
blúsmaður. Þú œttir að tala
við hann Halldór í vinum
Dóra. Og það gerði hann.
Hver er Chicago Beau?
Hann er frægur blúsari, út-
gefandi, fyrirlesari og ýmis-
legt fleira. Hann sló á þráðinn
til Halldórs Bragasonar í
febrúar og spurði hvort hann
gæti ekki komist á blústón-
leika á íslandi. Halldór bað
hann að hringja aftur eftir
hálftíma og var þá búinn að
skipuleggja tónieika fyrir
Chicago Beau. Þetta var fyrir
fimm mánuðum og nú er
kominn út geisladiskur með
Vinum Dóra, Chicago Beau
og öðrum blússtórmeistara
til, Jimmy Dawkins, sem heit-
ir því skemmtilega nafni,
Blue lce. Vinir Dóra hafa ver-
ið helstu boðberar blústón-
listar á íslandi síðustu ár:
Halldór Bragason gítar og
söngur, Andrea Gylfadóttir
söngur, Guðmundur Péturs-
son gítar, Ásgeir Óskarsson
trommur og Haraldur Þor-
steinsson bassi. Þeir eru
göldróttir tóniistarmenn. Á
Blue Ice rugla Vinir Dóra og
heimsfrægir blúsmenn sam-
an reytum sínum.
EINS OG FYRIR SKÁLD
AÐ HITTA SHAKESPEARE
Vinir Dóra eru nýkomnir
frá Chicago þar sem þeir tóku
þátt í árlegri blúshátíð. Um
síðustu helgi héldu þeir
þrenna dúndurgóða og vel
sótta tónleika í Reykjavík. Og
Vinirnir verða aftur á ferð-
inni um helgina: Á Púlsinum
á laugardagskvöldið.
Það voru þau Halldór, Guð-
mundur og Andrea Gylfa-
dóttir sem fóru til Chicago en
hún syngur eitt lag á Blue Ice.
í Chicago hittu þau holdi
klæddar goðsagnir blússög-
unnar: „Þetta Vcir eins og
skáld færi á rithöfundaþing
og rækist þar á Shakespeare,"
segir Halldór alias Dóri, þeg-
ar PRESSAN hitti hann á
kaffihúsi.
Til þess að eyða öllum mis-
skilningi í upphafi: því hefur
verið haldið fram að hvítir
menn geti ekki spilað blús
enda eigi hann rcetur meðal
svartra þrœla.
„Það eru aðallega hvítir
menn sem halda þessu fram,“
segir Dóri. „En íslendingar
hafa allar forsendur til að
spila — og skilja — biúsinn.
Þetta er tónlist sem túlkar til-
finningar, segir frá daglegu
lífi, ákveðnum atvikum, sög-
um. Hvað voru íslendingar
að dunda sér við gegnum hin-
ar myrku aldir, meðan þeir
voru undirokaðir, einangrað-
ir og kúgaðir? Jú, þeir voru
að gera nákvæmlega þetta
sama: þeir sögðu sögur og
kváðu rímur. Blúsinn er al-
þýðutónlist og þekkir engin
landamæri, tilfinningar
manna eru alls staðar þær
sömu.“
Halldór afhendir Johnny Shines nýja geisladiskinn. Hann er einn af gömlu snillingunum, en hann
og goðsögnin Robert Johnson ferðuðust saman og spiluðu á fjórða áratugnum. Hápunktur blús-
hátíðarinnar í Chicago var þegar Shines vottaði minningu Johnsons virðingu sína og lék nokkur
lög eftir hann.
77 ÁRA SNILLINGUR
NÆSTUR Á DAGSKRÁ
Eftir að hafa fengið saman-
burð við það besta í Banda-
ríkjunum, er þá hœgt að tala
um sérstaka tegund af ís-
lenskum blús?
„Já, við spilum öðruvísi
blús. Við höfum ákveðinn
ferskleika og auk þess er sam-
heldnin meiri hér. Við kom-
um fram sem heild en í
Bandaríkjunum eru þetta
misstórar stjörnur með undir-
leikara."
Verður framhald á sam-
starfi ykkar við Chicago
Beau?
„Samstarf okkar við hann
er líklega tryggt næstu árin.
Hann vill fá okkur með sér á
blúshátíðir víða um heim.
Það eru komin tilboð á borð-
ið hjá okkur sem við erum að
vinna úr. Og svo ætlum við
líka að halda áfram tónleika-
útgáfu með Chicagomönnun-
um, þessum gömlu goðsögn-
um blússins. Næsta verkefni
er að reyna að fá Pinetop
Perkins til landsins en hann
er einn af fremstu blúsmönn-
um sögunnar. Hann er orðinn
77 ára en sturtar ennþá í sig
viskíi og eltist við konur.
Hann er óborganlegur! En
það er ýmislegt sem Pinetop
kann sem enginn annar kann
og við viljum að það verði til
eftir hans dag.“
Halldór hitti Pinetop Perk-
ins í Chicago á blúshátíðinni
um daginn. En hvernig kom-
ust Vinir Dóra frá sínu?
„Borgin bókstaflega iðaði
af blús. Við spiluðum á götu-
festívali með þremur öðrum
hljómsveitum og var mjög
vel tekið og komum svo fram
sem gestir í nokkrum klúbb-
um. Guðmundur Pétursson
kom meðal annars fram með
Larry MacCray sem er talinn
einn efnilegasti blúsgítarleik-
ari heims. Hann var til dæmis
að gera plötusamning við
Virgin-útgáfuna. En Guð-
mundur er sennilega einn af
betri blúsgítarleikurum í
heiminum og þeir tveir áttu
mjög vel saman. Það mátti sjá
augu MacCrays verða að und-
irskálum yfir fimi okkar
manns. Áhorfendur risu úr
sætum og fögnuðu þessum
undramanni norðan úr höf-
um, Gúmmí Youngblood,
eins og hann var kallaður.
Eftir þessa ferð veit ég að
íslenskur blús stendur mjög
vel. íslendingar hafa ákveðna
tilhneigingu til að gera lítið úr
sér. Það er bæði galli og kost-
ur: menn reyna fyrir vikið
alltaf að gera betur og eru
aldrei ánægðir. En blúsinn er
búinn að skjóta varanlegum
rótum á íslandi. Áheyrendur
hafa aldrei látið sig vanta þau
tæpu þrjú ár sem við höfum
spilað. Óg það eru þeir sem
eiga mestan þátt í því að
skapa séríslenskan blús. Þeir
gera kröfur til okkar — og við
til þeirra. Þannig hafa skapast
ákveðnar hefðir í stemmn-
ingu og stemmningin skapar
blúsinn. Við fundum það líka
á tónleikunum um síðustu
helgi að við höfðum margt
lært í ferðinni til Chicago og
við gátum komið því strax til
áheyrenda. Stemmningin
hefur aldrei verið betri og
það kom talsvert af fólki sem
ekki hefur sótt blústónleika
hingað til. Það komu sumir til
mín og sögðu undrandi: Og
ég sem hélt að blús væri svo
leiðinlegur...“
HLUTVERK
BLÚSMANNSINS
Heldur einhver að blús sé
leiðinlegur?!
„Sumir hafa haldið það, já.
Þangað til þeir kynnast
blúsnum . .. Sjáðu til. Blús-
maður er maður sem getur
staðið uppi á sviði og sagt
sögu af sjálfum sér á þann
hátt að fólk geti tengt það við
sjálft sig. Samband blús-
mannsins og áheyrandans er
svipað og hjá ræðumanni eða
prédikara og söfnuði. Blús-
maðurinn hefur ákveðnu
hlutverki að gegna í því að
segja sögu og ná sambandi
við fólk.“
Eigum við til einhver ís-
lensk blásskáld?
„Já! Mikið af skáldskap
okkar er hreinræktaður blús.
Taktu til dæmis frægustu fer-
skeytluna okkar. Hún er ekk-
ert annað en blús.“
Það er að segja?
„Yfir kaldan eyðisand, einn
um nótt ég sveima. Nú er
horfið Norðurland, nú á ég
hvergi heima ...“ Dóri slær
taktinn með fingrunum. „Nú
á ég hvergi heima: I ain’t got
no home. Þetta er blús!“
Rómeó og
Júlía í Þjód-
leikhúsinu
Nú stendur til að setja upp
Rómeó og Júlíu hjá Þjóðleik-
húsinu. Það er þríeykið Guð-
jón Pederson leikstjóri og
þeir Hafliði Arngrímsson og
Grétar Reynisson leikmynda-
teiknari sem hafa mun veg og
vanda af sýningunni. Ekki
hefur verið ákveðið hverjir
leika hina ólánsömu elskend-
ur.