Pressan


Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 4

Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991 DRAUMA DINNER PRESSAN bað Jón Stefánsson skáld að vera gestgjafa í ímynduðu kvöldverðarboði með átta gestum. Gestirnir máttu vera hverjir sem er; iifandi, frægir, látnir, skáldsagnapersónur, teiknimyndafígúrur eða bara vinir og vanda- menn. Jón bauð þessum: Hallgerður langbrók: Mig langar að vita hvort hún þvoði sér um háriö. Jónas Hallgrímsson: Ég þyrfti að spyrja hann út í nokkur atriði vegna BA-ritgerðarinnar sem ég er að skrifa. Séra Jón Magnússon þumlungur, höfundur Píslarsögu: Alltaf gaman að hafa einn svolítið skemmtilega geggjaðan. Jóhann Sigurjónsson: Hann sagði svo skemmti- legar sögur — og mig langar að vita hvort hann var eins orðheppinn og af er látið. Benedikt Gröndal skáld: Mig langar að fá úr þvi skorið hvort hann var skemmtilegur snillingur eða fúll sérvitringur. Halarnir og Hrafn Jökulsson: Ég held ekki að hinir gest- irnir séu samræðuhæfir um fótbolta og annað það sem máli skiptir. María Karen: Ég get ekki verið án henn- ar heilt kvöld. Gunnar á Hlíðarenda: Hann á að þjóna til borðs. >sfihdinGUr og ævintýri hans í Roykjévík Við Reimar fórum að heimsækja Eika pabba hans á spítalann. Við vorum dapr- ir í bragði. Vonlaust var að Eiki yrði nokkurn tímann forseti íslands. Ég hugsaði og hugsaði til að finna ráð til að blása lífi í framboðið og verða einu sinni á undan Reimari með eitthvað en það var sama hvað ég þraut- pældi. Mér datt ekkert gott í hug. Þegar við komum á spítal- ann sat Eiki uppi og leið lítið skár. — Mikið er ég guðsfeg- inn að sjá ykkur drengir, sagði hann. — Ég ætla nú ekki að vera að orðlengja það. Ég ætla að biðja ykkur að hætta við þetta forseta- Snnan xu I istae»enn aman að efa og myndlistarsýningu Daní- els Magnússonar og Sveins Þorgeirssonar í Nýlistasafn- inu. Friðrik er líklega eini maðurinn á landinu sem tek- ur að sér að sjá um allt um- stangið í kringum opnun myndiistarsýninga án þess að vera tengdur sýningarsal. „Fyrsta sýningin sem ég skipulagði var sýning ísra- elsks vinar mínar, Daniels Morgensen, sem kom hingað frá Bretlandi og hélt sýningu í FÍM-salnum fyrir tveimur árum. Ég fékk tímaritið Mannlíf til að standa straum af kostnaði við að fá hann og verk hans hingað," segir Frið- rik. Síðan hefur hann tekið að sér að sjá um átta opnanir og haft sama hátt á; fengið fyrir- tæki til að styrkja þær, auk þess sem hann hefur staðið að tveimur uppboðum til styrktar alnæmissjúkum. „Ég er að þessu til að hjálpa listamönnunum svo þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af öðru en setja upp sýninguna og hafi nógan tíma til að tala við gesti á opnuninni, en þurfi ekki að vera að hugsa um hvort nóg sé til af hrein- um glösum," segir Friðrik. Fyrir þetta tekur hann eitt verk frá listamanninum. „Ég hef mikinn áhuga á myndlist og finnst gaman að hafa „orginala" í kringum mig. Fyrir mig er þetta aðferð til að eignast verk, sem ég hef alls ekki efni á að kaupa af hárgreiðslunemalaunum. Mér finnst líka gaman að vera innan um listamenn. Það er svo mikill kraftur í þeirn," seg- ir Friðrik. Myndlistaráhuginn nær þó ekki svo langt að hann hafi áhuga á að leggja stund á myndlist sjálfur. „Það getur aftur á móti vel komið til greina að fara í listasögu síðar og jafnvel koma á fót eigin galleríi einhverntíma í framtíðinni." Hann er 23 ára hár- greiðslunemi á Salon VEH vid Laugaveginn, og sá um umtöluðustu myndlistar- sýningaropnun sumarsins — ef frá er talin opnun sýn- ingar Yoko Ono á Kjarvals- stöðum. En við erum auðvitað að tala um Friðrik Weisshappel Draumakonan framboð eins og skot. Þann- ig er mál með vexti að ég er berdreyminn og mig dreymdi svo hræðilega fyrir því. — Já, en pabbi minn, sagði Reimar. — Hægan nú! Við Nasi erum búnir að ganga um allan bæ og fá fleiri fleiri atkvæði. — Nei, Reimar minn, sagði Eiki og blakaði hrammi. — Það bregst aldrei að það kemur fram sem mig dreymir. Ég þóttist vera orð- inn forseti og var að tala til þegna minna af svölum al- þingishússins. Þú varst þarna hjá mér. Nú reigði Reimar sig hróðugur. — Jæja, alls staðar blöktu fán- ar. Allt í einu fellur þú fram af svölunum Reimar minn. Ég leit á Reimar og Reimar varð áhyggjufuhur. — Þá þykir mér sem ísland heyri undir Þýskaland, sagði Eiki. Mér varð um og ó. Eg gekk inn á kontórinn í alþingis- húsinu og þar sitja þeir Hitl- er og dr. Goebbels. Þeir eru að drekka Póló og reykja Cool og er hundur í þeim. Ert þú Eiríkur Strandamað- ur? spyr dr. Goebbels. Ég þori ekki annað en að gera honor. Hitler var afar þung- búinn. Þú sendir okkur þennan óþverra, Cool og Póló, út úr sjoppunni þinni og það varðar við lög, segir dr. Goebbels. En drengurinn þinn er gott barn. Nú kink- aði Hitler kolli. dr. Goebbels hringdi bjöllu á borðinu og þá gekkst þú inn Reimar minn í svörtum stormsveit- argalla, svona líka dragfínn og þá vaknaði ég. Nei, rífiði bækurnar með nöfnunum þótt mér sé illa við að bregð- ast blessuðu fólkinu. Ég vil ekki fara í framboö. — Við hættum við þetta pabbi minn, sagði Reimar. — Þú hefðir hvort sem er ekki getað boðið þig fram án þess að hafa forsetafrú. — Ég hitti fyrir fimm árum gullfallega konu sem ég hefði viljað sjá mér við hlið á Bessastöðum, sagði Eiki. Reimar sperrti eyrum og blikkaði mig. — Ég var á grímuballi drengir, klæddur eins og fógeti. Hún var dökk á brún og brá og bar af öðrum kon- um. Hún kom til mín og spurði: Hver ert þú? Ég sagði ejns og satt var: Ég er lands- kunnur hagyrðingur. Þá benti hún á hana systur þína sem ég var svo ólánsamur að vera í fylgd með og spurði: Er þetta konan þín? Nei, sagði ég. Jæja, þá bauð hún mér að setjast á móti sér en ég komst aldrei til að tala við hana, hvað þá spyrja hana að heiti, svo mikill var hávaðinn. Næst bauð hún mér að dansa drengir mínir. Þar gerði ég litla lukku. Ég var klunnalegur eins og sjó- blautur rekaviðardrumbur. Hún hafði ekki frið fyrir kavalerum. Samt sá hún eitt- hvað í mér. Ég á fjóra syni, sagði hún. Og ég á þrjú börn, sagði ég og mér varð hugsað til þín, Svölu og hans Jó- steins. Þá vildi hún ég færi og sækti okkur báðum púns Reimar minn. En nú gerðist nokkuð skrýtið. Stranda- maðurinn gerði hlé á sögu sinni og tárin runnu niður kinnar hans. — Ég þóttist of stoltur til að fara og sækja þetta fyrir hana drengir mín- ir. Og svo týndi ég henni í dansinn og það var dapur- legt því fyrir svona konu mundi ég ganga fyrir Horn- bjarg. Ef þú gætir haft uppi á henni gæfi ég þér sjoppuna sonur sæll. Þegar Reimar heyrði þetta var eins og fírtomma hefði verið rekin í rassgatið á hon- um. Hann rauk upp af stóln- um og vildi æða strax af stað að leita. — Hægan gæðingur, sagði ég. — Við verðum að hugsa málið. Það eru fimm ár síðan pabbi þinn hitti þessa konu. — Mér er sama þótt það væru hundrað ár, sagði Reimar! Við verðum að Elma Lísa Gunnarsdóttir er 18 ára. Hún hefur unnið í Le- vis-búðinni á Laugavegi í sumar, en var áður úti í London þar sem hún vann í nokkra mánuði, líka í Levis-búð. í ág- úst er hún á förum til Ibiza í sumarfrí og svo tekur skólinn við í haust. Hún er ekki á föstu. Áttu kött? Nei. Hlustarðu á Megas? Nei. Hvað borðar þú í morgunmat? Ég fæ mér stundum epli, en annars borða ég yfirleitt ekki neitt. Hvað kanntu að elda? Ég er best í að búa til pasta. Það er uppáhaldsmaturinn minn. Gengurðu með sólgleraugu? Nei, en ég fór samt með sól- gleraugu á ball um daginn. Læturðu lita á þér hárið? Nei, aldrei. Ertu búin að sjá Hróa hött? Já. Hún er æðisleg. Kanntu dönsku? Ég skil dönsku, en vil heldur tala ensku við Dani sem koma í búðina. Áttu fjallahjól? Já, ég var að kaupa mér fjallahjól. Ertu í Ijósum? Nei, ég ætla ekki í Ijós áður en ég fer út. Ég held að það sé ekki gott að blanda því saman. En ferðu í sólbað í sundlaugunum? Nei, ég fer svo voða- lega sjaldan í sund. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Grannvaxnir, háir og skemmtilegir. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Nei. Áttu bíl? Nei. Við hvað ertu hræddust? Rottur. Syngur þú í baði? Ég er svo laglaus, að ég geri engum það. Ætlarðu í Húnaver um verslunarmannahelgina? Nei. Karlarnir Skemmtistaðurinn Rauða myllan heldur sérstakt sið- kjolaball næsta sunnudag og verða að sjálfsögðu mættir á svæðið keppendurnir úr„Ung- frú isienskur þokki". Það sem er óvenjulegt við kvöldið, þó kannski ekki á þessum stað, er að það eru karlmennirnir sem eiga að vera í siðkjól og ef kvenfólkið vill vera i stil má það gjarnan mæta i kjól og hvitu. Allt þetta er gert til minningar um Trixie Delight, sem lést fyrir skömmu úr eyðni. Ágóðinn af siðkjólaball- inu mun renna til styrktar já- kvæða hópnum, en svo kallar sig hópur smitaðra eyðnisjúk- linga. Af þessum ástæðum verður miðaverð óvenjuhátt i Rauðu myllunni þetta kvöld, eða 1.000 krónur. Ekki er ólik- legt að einhver af keppendun- um úr „Ungfrú islenskur þokki" hafi sig eitthvað i frammi. mæfi í síökjói... Annaðhvort fer ég á Búðir eða verð heima. Hefurðu farið á sveitaball? Já, á Akranesi. Er Bubbi Morthens sætur? Nei. Ertu daðrari? Ég held að all- ir séu daðrarar. Ferðu ein í bíó? Nei, það ætla ég aldrei að gera. hugsa og hugsa. Hugsaðu Nasi. Ef þér dettur eitthvað gott í hug þá máttu éta Prins i sjoppunni þangað til þú gubbar. — Við setjum auglýsingu í Vísi, sagði ég. Þegar viö vorum búnir að semja auglýsinguna og koma henni íVísi fór Reimar í klippingu. Ég sat á bekkn- um og beið og sá þá auglýs- ingu í útlendu blaði sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar beggja. Daginn eftir settumst við báðir við sím- ann í Eikasjoppu. Vísir var kominn út. Mundi konan hafa-kjark til að hringja? Við biðum báðir spenntir. Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.