Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991 21 Þaö fyrsta sem ég tek eft- ir þegar markakóngurinn Hðrður Magnússon sest nidur á móti mér á kaffi- hÚ8Í einu í miðbænum er hvað hann er rosalega freknóttur. Við mætum bæði aðeins of snemma. Reyndar svo snemma að það er ekki hægt að fá mjólkurkaffi, bara „venju- legt“. Það kemur þó ekki að sök, þvi Hörður drekk- ur ekki kaffi, heldur te. Við byrjum á að ræða fót- bolta, enda snýst líf markakóngsins úr FH að mestu leyti um hann á sumrin. Og kærustuna. Við spjöllum líka um hvernig það er að búa í Hafnarfirði og vera sonur Bjössa bollu, en Magnús Ólafsson, faðir Harðar, er líklega jaf n þekktur undir þvi nafni og sínu eigin. Við ræðum líka um liferni fót- boltamanna og mat. Bíó, tónlist, útihátíðir og .. .fótbolta. Það þarf víst ekki að upp- lýsa knattspyrnuáhugamenn um það, en fyrir hina, þá var Hörður markahæstur í 1. deildinni í fyrra og hittifyrra og allt bendir til að hann geti orðið það líka í ár. Þrátt fyrir að honum gangi vel að koma knettinum í netið hefur Hörð- ur ekki verið valinn í lands- liðshópinn, sem mörgum knattspyrnuáhugamönnum finnst hart. Og væntanlega þá líka honum sjálfum? „Auðvitað er ég sár. Og ég held að í öðru landi þætti þetta mjög undarlegt. En hér er leikmönnum misjafnlega hampað eftir því með hvaða iiði þeir leika. Ef ég spilaði með einhverju af stóru félög- unum í Reykjavík, Fram, KR eða Val, væri maður áreiðan- lega í landsliðinu. Eða það er mín tilfinning." Hörður er ótrúlega rólegur þegar hann rœðir þessi mál, hœkkar ekki einu sinni róm- inn. Hann virðist ekki vera mikill œsingamaður. En á hvern hátt er Reykjavíkurlið- unum meira hampað? „Þeim er til dæmis hampað meira af blöðunum en liðun- um frá Hafnarfirði, Akureyri og Vestmannaeyjum. Þeir sem skrifa fréttirnar eru margir úr Reykjavík og fylgj- ast með þessum liðum, svo ef einhver úr þeim, sem hefur staðið sig vel, er ekki valinn í landsliðið eru skrifaðar um það langar greinar." ÞÓTTILÖGFRÆÐIN ÞURR Hörður hefur reyndar sjálf- ur komiö nálœgt blaða- mennsku og einmitt íþrótta- fréttaskrifum, sem lausamaö- ur á Morgunblaðinu á vet- urna. Hann segist vel geta hugsaö sér að leggja starfiö fyrir sig. „Ég hef gaman af þessu og væri alveg til í að reyna meira fyrir mér í blaðamennsku. Það munaði reyndar litlu að ég kæmist inn á DV í fyrra- sumar, en var of seinn að grípa tækifærið. Það er líka hætt við að það væri erfitt yf- ir sumartímann og rækist á að skrifa um og spila fót- bolta." Upphaflega haföi Hörður þó hugsaö sér að veröa lög- frœðingur og skráði sig því í hana eftir aö hafa lokið stúd- entsprófi frá Flensborg. „Lögfræðin heillaði mig og ég var búinn að ganga með hana í maganum lengi, en ég komst fljótt að því að mér fannst hún þurr. Maður var í fyrirlestrum þrjá tíma á dag og fór síðan heim að lesa, svo ...ef ég spilaði með einhverju af stóru liðunum í Reykjavtk, Fram, KR eða Val, væri ég áreiðanlega í landsliðinu. mér fannst ég ekki gera neitt annað en lesa, borða og sofa. Þess vegna hætti ég. Mig langaði til að eyða næstu fimm árum í eitthvað annað.“ Kannski er þetta aðferð andstæðinganna til að æsa mann upp. Mér finnst þó að áhorfendur ættu frekar að einbeita sér að því að öskra á sitt lið en hreyta einhverju í andstæðinginn. Þetta er ann- ars meira áberandi úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu." MÁGURINN LUKKUTRÖLL LIÐSINS / framhaldi afþessu er rætt um Vestmannaeyjar, en þar finnst Herði áhorfendur sér- lega skœðir. Kannski eru þeir honum efstir í huga, því fram- undán er leikur IBV og FH í Vestmannaeyjum, leikur sem leikinn var í gœrkvöldi. „Þetta verður erfitt, því við erum búnir að vinna sex leiki í röð og Eyjamenn vinna venjulega heimaleiki rétt fyr- ir þjóðhátíð. Annars er komin upp alls- konar hjátrú í liðinu eftir að hafa unnið alla þessa leiki í röð. Ég fer alltaf í sama bol- inn, annar er alltaf með pen- ing í buxunum og mágur REIDDIST ÓKVÆÐIS- ORÐUM í GARÐ PABBA Hann hefur reyndar fengist við ýmislegt á þessum fimm árum. Unnið fyrir FH, kennt í Öldutúnsskóla í Hafnarfiröi, en frá því í fyrrahaust hefur hann unniö hjá Háskólabíói við að gefa út kvikmyndir á myndbönd. „Ég hef alltaf haft áhuga á bíómyndum, en leiðist bandarískar formúlumyndir. Ég kýs heldur Woody Allen eða góða evrópska mynd.“ Þú hefur ekki haft áhuga á að feta í fótspor fööur þíns og leggja fyrir þig leiklist? „Nei, ég hef aldrei haft neinn áhuga á því, þótt eitt- hvað hafi maður gert af því að koma fram í skólaleikrit- um. En ég hef enga hæfileika á því sviði." En hvernig er að vera sonur Bjössa bollu? „Ég fann aldrei neitt fyrir því hérna áður fyrr, því ég var ekki í þannig umhverfi. Það var ekki erfitt fyrr en eftir að ég komst eitthvað áfram í fót-' boltanum. Þar hafa það aðal- lega verið stuðningsmenn andstæðinganna á vellinum sem hafa kallað ókvæðisorð i garð pabba eða mín og þar sem ég er frekar hörundsár reiddist ég þessu oft. Ég held það hafi þó aðallega bitnað á mönnum í kringum mig. Nú orðið reyni ég að láta þetta ekki hafa áhrif á mig, heldur leggja meira á mig á vellin- um. minn, Hjörtur Howser, er í peysu nr. 9 sem ég lék í í hitti- fyrra og situr á áhorfenda- pöllunum. Við tókum hann jafnvel með á leik á Ólafsfirði um daginn. Þetta hefur aldrei verið svona áður í liðinu. Og Hjörtur, sem hefur alltaf talið fótbolta vera þroskaleik sem menn mundu vaxa upp úr,“ segir Hörður. KÆRASTAN ANTISPORT- ISTI Hann trúlofaðist systur Hjartar í vor, Delíu Kristínu Howser, og upplýsir mig um aö hún hafi veriö sama sinnis og bróöirinn hvaö varöar fót- bolta. „Við kynntumst í október síðastliðnum og trúlofuðum okkur í maí. Hún vissi ekkert hver ég var þegar við kynnt- umst, enda gaf hún sig út fyr- ir að vera antisportisti og hafði aldrei farið á fótbolta- leik. Núna er hún einn helsti stuðningsmaður FH. Það er kannski líka eins gott að hún taki þátt í þessu með mér, því það snýst allt um fótboltann hjá manni á sumrin." Ég spyr hvort hann ha fi \tíma fyrir fleira en fótboltann og vinnuna og hvað hann geri þá við þann tíma. Hann segist eyða honum meö unnustunni ogsynisínum, sem er fimm ára. „Maður kemst varla einu sinni út úr bænum á sumrin, nema í leikferðir. Að minnsta kosti ekki þegar það eru leik- ir á sunnudögum því þá eyðirmaður helginni í að bíða eftir leiknum og undirbúa sig fyrir hann. Mér finnst það ætti að Hörður Magnússon markakóngur Sáryflp aövera ekkií landsliðlnu hafa leikina á föstum dögum, til dæmis miðvikudögum og laugardögum. Það væri fínt.“ SJALDAN HÆGT AÐ FAGNA SIGRI Eru knattspyrnumenn ekki mikiö fyrir að skemmta sér, eða lifa þeir kannski eins heil- brigöu lífi og þeir œttu að gera? „Það kemur auðvitað fyrir að við förum eftir sigurleiki og lyftum glasi. Eða glösum. En það er regla á því hvenær maður má gera það og það er ekki ætlast til þess fimm daga fyrir leik. Og þar sem spilað er stíft, þá gefst yfirleitt lítill tími til að skemmta sér og fagna sigri. Kröfurnar til leikmanna eru líka orðnar svo miklar, liðin hálfgerð atvinnumanna- lið, þannig að það þýðir ekki annað en passa sig ef maður vill ekki eiga á hættu að detta út úr liðinu. Það skiptir miklu meira máli en maður heldur að passa hvað maður lætur ofan í sig. Til dæmis að borða létt fæði eins og pasta á leik- degi og ekki skyr tvo tíma fyrir leik. Sjálfur hef ég átt í vandræð- um með aukakílóin, en ég missti fimm kíló í vetur og ætla að reyna að halda því. Ég er miklu léttari á mér.“ ÆTLA EKKI AÐ FARA FRÁFH Það hefur ekkert hvarflað að þér að fara til annars liös, til dœmis Reykjavíkurliðs, ef þaö mœtti auka líkurnar á að þú kœmist í landsliöiö? „Ég var ekki alltof ánægð- ur með þau tækifæri sem ég fékk hjá liðinu á meðan Ingi Björn var þjálfari og var jafn- vel að hugsa um að fara ann- að. En ég var líka ungur og óreyndur þá, svo það var kannski skiljanlegt. Það hef- ur þó ekki hvarflað að mér að fara eftir að Ólafur Jóhannes- son tók við liðinu. Honum hefur tekist að byggja það upp. Jafnvel þó svo við höfum aldrei orðið íslandsmeistarar eða bikarmeistarar erum við þó komnir í undanúrslitin fyr- ir bikarinn núna og erum í 4. sæti í deildinni. Það hefur viljað loða við Hafnfirðinga að þeir séu lé- legir að mæta á völlinn, en það er mikilvægt fyrir liðið að menn mæti. Þetta hefur þó verið að breyt- ast eftir að liðinu fór að ganga betur og núna erum við með sterkan stuðningshóp sem fylgir okkur hvert á land sem er,“ segir Hörður, sem heldur því fram að það geti haft áhrif á hvort menn komast í lands- liðið að þeir hafi sterka stuðn- ingsmenn á bakvið sig. HEF EKKI ÚTHALD Ein spurning aö lokum Höröur. Ætlarðu á þjóöhá- tíö um verslunarmannahelg- ina? „Nei, ég hef aldrei farið á þjóðhátíð og fer varla úr þessu. Ég hef ekki áhuga á svona hátíðum lengur og hefði varla úthald í þetta. En mér finnst of mikið gert úr því að útihátíðirnar séu eitt- hvert vandamál. Þetta hefur alltaf verið svona, að ungling- arnir fara og rasa út eina helgi á ári. Maður gerði þetta sjálfur," segir hann. „Ég ætla samt út úr bænum, í Galtalæk með soninn. Unnusta mín verður að vinna þar.“ Eigum við ekki aö vona aö þaö verði sól, svo freknurnar fái ekki aö fölna strax. Margrét Elísabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.