Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991 23 Getur veriö að mynd- listin sé genískur sjúk- dómur? Aö minnsta kosti hefur PRESSAN rakið 36 nafntogaða íslenska myndlistarmenn til einn- ar og sömu konunnar sem uppi var fyrir 300 árum, Guðrúnar nokkurrar Hallvarðsdóttur frá Tungu- felli í Hrunamanna- hreppi. Hvað sem genunum líður þá er Guðrún formóðir margra fremstu myndlistarmanna þjóðarinnar fyrr og síðar. Gísli Sigurðs son Gestur Þorgrímsson Dagur Sig- urðarson freð Flóki, teiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn frægi, er í ættinni eins og Ragn- heiður Jónsdóttir, grafíklista- maðurinn kunni. Sonur Ragnheiðar er Jón Óskar Hafsteinsson, listmálari og útlitshönnuður PRESSUNN- AR. Þá má nefna Karl Kvar- an, sem öðrum listmálurum fremur hefur haldið á loft nafni flatarmálsfræðinnar eða geómetríunnar í íslenskri myndlist, en hann er faðir list- fræðinganna Ólafs og Gunnars Kvaran. Hörður Ágústsson Sigurður Guðmunds- son Kristján Guðmunds- son Hafsteinn Helgi Gísla- Björg Örvar Brynhildur Sveinn Þor- Austmann son Þorgeirsdóttir geirsson Ótrúlegur fjöldi myndlistarmanna getur rakið ættir sínar til einnar og sömu konunnar sem uppi var fyrir 300 árum Það er alþekkt á íslandi og reyndar víðar að ákveðnir eiginleikar eða hæfileikar eru taldir meira áberandi í einni ætt en ann- arri. Þannig hafa menn sýnt fram á að flestir fremstu skákmenn þjóðarinnar til- heyra sömu ættinni. Sú ætt er auk þess þekkt fyrir ein- stakar stærðfræðigáfur. Þá er mikill drykkjuskapur svo áberandi í ákveðnum ættum að undrun sætir. Og í ákveðnum ættum eru mennta- og embættismenn svo áberandi að í úrtaki, þar sem einstaklingarnir skipta þúsundum, kemur ekki fyrir einn einasti verka- eða iðn- aðarmaður. ÆTT EFNILEGS FÓLKS SEM EKKERT VERÐUR ÚR í ljós kom að i þekktri embættis- og mennta- mannaætt gekk ekki eitt einasta hjónaband til lengd- ar þar sem verka- eða iðn- aðarmenn höfðu gifst inn í ættina. Ættfróðir menn hafa líka lengi vitað af þekktri gáfumannaætt, sem mikið hefur kveðið að í skóla- námi, en hún hefur á svo áberandi hátt átt erfitt með að fóta sig í hinu daglega amstri að það vekur bæði samúð og skelfingu. Það mun vera Bakkus gamli sem er helsti óvinur eða dragbítur þessarar ættar. Á sama hátt er vitað að í mörg þúsund manna sam- antekt um ætt nokkra eru eingöngu sjómenn, verka- menn og bændur en ekki einn einasti sem flokkast undir mennta- eða embætt- ismann. Hvort sem rekja má þetta til líffræðilegra eða félags- legra erfða segja ættfróðir menn að þegar farið er að skoða ættir út frá félagslegu og efnahagslegu samhengi komi hrein mynstur í ljós strax þegar komið er upp í nokkur hundruð manna úr- tak. RAKTI SPÉKOPP Á HÆGRI KINN 400 ÁR AFTUR í TÍMANN Landsmenn hafa verið duglegir við að skrá ættir sínar og koma árlega út margar og þykkar bækur með slíkum fróðleik. 1 formála samantektar um Víkingslækjarætt, sem Pétur Zóphaníasson ritar, segir m.a. „Við íslendingar höfum alltaf haft orð á okkur fyrir að við værum ættfróðir. Ýmsir telja lítið unnið við það, ættfræðin verður ekki látin í askana. En hér á landi hafa flestir eða allir verið þeirrar skoðunar að hver einstaklingur hafi lítið annarra kosta né galla en þeirra sem forfeður hans hafa haft. Þarf ekki að geta þar annars en þegar menn líta ungbarn mun venjuleg- ast að móðirin og stöllur hennar tali fyrst um það hverjum barnið líkist. Ættareinkennin eru oft svo skýr að allir sjá þau, en þekkt hef ég einstöku menn sem eru svo vissir um að sjá af hvaða ætt menn eru af útliti þeirra (svip, andlitsfalli, nefi, hnakka, göngulagi og fleiru) að alls ekki skeikar. Mörg dæmi þess þekki ég að ættarsvipur hefur sést á sex- og sjömenningum og telur enginn þá skylda. Eitt sinn gerði ég það að gamni mínu að ég rakti spékopp í hægri kinn aftur um 400 ár." FORMÓÐIR TUGA MYNDLISTARMANNA Ótrúlega margir af mynd- listarmönnum þjóðarinnar geta rakið ættir sínar til Guðrúnar Hallvarðsdóttur sem áður var nefnd. Guð- rún þessi eignaðist tvo syni, þá Kolbein og Jón, hvorn með sínum manninum, en hafði áður eignast dóttur eina er Sigríður hét og segir ekki meira af henni. Þeir bræður Jón og Kol- beinn eru snemma sagðir hafa vakið athygli fyrir greind og skarpan skilning. Jón lagði það fyrir sig að ganga á milli bæja og lesa fyrir fólk húslestur og ann- an þann fróðleik, sem í þá daga var ekki fáanlegur á prenti. Fyrir þetta fékk Jón viðurnefni og var kallaður Jón lesari. Kolbeinn var hins vegar látinn ganga menntaveginn og varð er fram liðu stundir þjóðkunnur prestur. Hann var sagður gáfumaður, skarpvitur og iðjusamur. Þá er hann sagður hafa verið listamaður, hugvitssamur og skáld gott. Kolbeinn sneri m.a. Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar á latínu. PRESTAR, BISKUPAR OG MYNDLISTARMENN Frá Guðrúnu og sonum hennar tveimur eru komnir svo margir myndlistarmenn og prestar að með ólíkind- um hlýtur að teljast. Af prestum og biskupum mætti nefna þá séra Magn- ús Helgason á Torfastöðum, Ófeig Vigfússon í Fellsmúla, Jóhann Hlíðar í Vestmanna- eyjum og víðar, Hannes Guðmundsson í Fellsmúla, Gísla Kolbeins í Stykkis- hólmi og séra Jón Jakobs- son á Bíldudal. Af biskupum geta þeir Ásmundur Guð- mundsson, Sigurgeir Sig- urðsson, Pétur Sigurgeirsson og Ólafur Skúlason allir rakið ættir sínar til Guðrún- ar í Tungufelli. í hópi frumkvöðla ís- lenskrar myndlistar er rakið geta ætt sína til Guðrúnar mætti nefna Einar Jónsson, myndhöggvarann stórbrotna frá Galtalæk. Þá eru þeir í hópnum bræðurnir Asgrím- ur og Jón Jónssynir, en Ás- grímur hefur verið talinn einn okkar bestu vatnsiita- málara. Muggur eða Guð- mundur Thorsteinsson, mál- arinn frægi frá Bíldudal, er í hópnum, en móðir hans var systir skáldkonunnar Theo- dóru Thoroddsen svo dæmi sé tekið um hvernig lista- þráðurinn frá Guðrúnu Hall- varðsdóttur dreifist út í aðr- ar greinar listarinnar. MYNDLISTARMENN HVERT SEM LITIÐ ER Þegar kemur að því að telja upp myndlistarmenn á síðustu áratugum, sem rakið geta ættir sínar til Guðrúnar í Tungufelli, koma mörg kunnugleg nöfn við sögu. Hér á eftir verða nefnd nöfn nokkurra þeirra, en upptalningin er tilviljunar- kennd og ekki á neinn hátt tæmandi: Nefna mætti Kristínu Jónsdóttur listmálara, sem lést skömmu eftir miðbik þessarar aldar og verður tvímælalaust talin einn helsti brautryðjandi kvenna í myndlist hérlendis. Þá er Jóhann Briem listmálari, sem málaði m.a. einstakar dýramyndir og hefur af mörgum verið talinn ein- hver framsæknasti og sér- stæðasti málari okkar fyrr og síðar. Og ekki féll eplið Iangt frá eikinni því dóttir Jóhanns er Katrín Briem, listmálari og skólastjóri. Þá er í hópnum Eiríkur Smith listmálari og dóttir hans Sól- ey, sem er keramík-skúlptúr- isti. Nína Tryggvadóttir, sem meðal annars gerði stóra mósaíkverkið á Toll- stöðvarhúsinu en bjó stærst- an hluta ævi sinnar erlendis og er í sjötta iið frá Guð- rúnu, en Nína er móðir Unu Dóru Copley listmálara, sem núna gerir það gott í Amer- íku. Gestur Þorgrímsson, myndhöggvari og málari, sem lengi hefur verið helsti listfrömuður Hafnfirðinga, er í hópnum og sama má segja um Gísla Sigurðsson, listmálara og ritstjóra Les- bókar Morgunblaðsins. Al- .. .FLEIRI MÁLARAR OG MYNDLISTARMENN Listamenn hafa oft til að bera hæfileika á fleiru en einu sviði listsköpunar og eru slík dæmi alþekkt. í því sambandi má nefna þá feðga Sigurð Thoroddsen, sem var ekki síður kunnur sem myndlistarmaður en verkfræðingur, og son hans Dag Sigurðarson, sem auk þess að vera eitthvert at- hyglisverðasta ljóðskáld sinnar tíðar þykir í betra lagi liðtækur listmálari. Þá hefur dóttir Sigurðar, Hall- dóra, getið sér gott orð sem vefnaðarlistamaður eða myndvefari, eins og það mun gjarnan nefnt. Hörður Ágústsson listmál- ari hefur á síðustu árum, auk þess að mála og teikna, skipað sér á bekk sem helsti sérfræðingur okkar í gerð og varðveislu gamalla húsa. Dóttir Harðar er Steinunn listmálari. Þeir bræður Sigurður og Kristján Guðmundssynir hafa báðir hlotið frægð og viðurkenningu erlendis og hefur Sigurður, sem starfað hefur í Amsterdam síðustu áratugi, víða borið hróður landsins ekki síður en þeir kumpánar Erró og Kristján Jóhannsson óperusöngvari, svo einhverjir heimsfrægir íslendingar séu nefndir. .. .OG ENN FLEIRI MYNDLISTARMENN Lengi mætti halda áfram að telja upp nöfn myndlist- armanna og annarra lista- manna sem rakið geta ættir sínar til Guðrúnar í Tungu- felli, en látum þessa duga til viðbótar: Hafsteinn Aust- mann, Eyjólfur Einarsson og Helgi Gíslason mynd- höggvari. Og áfram með listann; Björg Örvar, Lára Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Hjördís Frí- mann, Sigríður Asgeirsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Asta Guðrún Eyvindar- dóttir eru ailar komnar út af Guðrúnu. Og loks mætti nefna systkinin Brynhildi og Svein Sigurð Þorgeirsbörn frá Hrafnkelsstöðum, sem eru í sjöunda lið frá Guð- rúnu í Tungufelli. Björn E. Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.