Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991
UNGUNGAR EIGA
GREHMN ABGANGI
UHOIUDIÍPI
Undanfarið hefur átt sér stað mikil umræða í þjóðfélag-
inu um lyfjanotkun íslendinga í kjölfar þeirrar ákvörðun-
ar heilbrigðisráðherra að auka hlutdeild sjúklinga í
kostnaði lyfja, einkum svonefndra sýklalyfja. Heldur
minna hefur farið fyrir umræðu um það heilbrigðis-
vandamál þjóðarinnar sem snýr að ofnotkun á róandi,
örvandi, svefn- og geðdeyfðarlyfjum. Fjöldi fólks hefur í
gegnum árin ánetjast þessum lyfjum og þrátt fyrir opnari
og gagnrýnni umræðu um þessi mál virðist tiltölulega
auðvelt að nálgast þau. Ávísanir lækna á þessi lyf eru
ekki eftirlitsskyldar nema um sé að ræða svokölluð eftir-
ritunarskyld lyf; ávana- og fíknilyf, svo sem amfetamín,
mebumal, natrium og methadon, og önnur skyld efni.
Til að gera sér grein fyrir umfangi
þessarar neyslu er ágætt að miða
við könnun sem gerð var í Reykja-
vík í mars ’84. Þá voru athugaðar
geðlyfjaávísanir utan sjúkrahúsa
sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur
greiddi í fyrrnefndum mánuði.
Lyfseðlar sem 4.818 Reykvíkingar
fengu afgreidda voru 6.371 talsins
og á þessum lyfseðlum voru 7.990
ávísanir á geðlyf.
8,6 prósent kvenna frá fimmtán
ára aldri fengu geðlyf í mánuðinum
og 5,3 prósent karla. Fjörutíu pró-
sentum lyfjanna var ávísað í gegn-
um síma og um fjórum prósentum
sjúklinganna var ávísað meira en
nemur þreföldum mánaðarskammti
af róandi lyfjum og um tíu prósent-
um sjúklinganna samsvarandi
magni af svefnlyfjum. 75 prósent
þeirra sem fengu ávísað geðlyfjum í
mánuðinum fengu meira en mánað-
arskammt.
TVEIR ÞRIÐJU HLUTAR
ALLRA SJÚKLINGANNA
KONUR
Hlutur eldra fólks er tiltölulega
stór í könnuninni, en þeir sem eru
65 ára og eldri fengu 37 prósent
lyfjamagnsins sem ávísað var. Hlut-
ur eldra fólksins er nokkuð breyti-
legur eftir lyfjaflokkum, en það fékk
þó um helming af öllum svefnlyfjum
sem ávísað var og þriðjunginn af
geðdeyfðarlyfjum.
Tveir þriðju ailra sjúklinganna
voru konur og fengu þær um 70 pró-
sentum meira af róandi lyfjum og
þunglyndislyfjum og um helmingi
meira af svefnlyfjum en karlar.
í könnun á vegum Gallup á ís-
landi, sem gerð var árið 1989, benti
flest til þess að notkun þessara lyfja
hefði lítið breyst. Inni í þessum töl-
um eru þó ekki verkjalyf eða önnur
lyf sem falla ekki inn í ofangreinda
flokka en hafa slævandi eða róandi
aukaverkanir. Ekki heldur sjóveiki-
töflur, sem unglingar sækja mikið í
og fáanlegar eru án lyfseðils í apó-
tekum.
ENGINN HEFUR YFIRSÝN YFIR
LYFJAMAGNIÐ
Engin stofnun í landinu hefur
mánaðarlega yfirsýn yfir hversu
miklu magni af geð-, svefn- og ró-
andi lyfjum er raunverulega ávísað
til fólks og hvaða læknar skrifa út lyf
til fólks sem augljóslega misnotar
þau. Að sögn kunnugra er þó um til-
tölulega fámennan hóp lækna að
ræða. Hópurinn sem leitar afeitrun-
ar á meðferðarstöðinni Vogi vegna
lyfjamisnotkunar í bland við áfeng-
isneyslu er hinsvegar, samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR, um 400
manns á ári.
UNGLINGAR EIGA GREIÐAN
AÐGANG AÐ PILLUM
Hlutur unglinga virðist ennfrem-
ur vera mjög stór í þessu öllu, en að
sögn kunnugra leita unglingar sem
neyta fíkniefna mikið í pillur og
virðast eiga greiðan aðgang að
þeim.
Að sögn Páls Biering, hjúkrunar-
fræðings og aðstoðardeildarstjóra á
meðferðarheimilinu Tindum, neyta
um fimmtán prósent þeirra ungl-
inga, sem koma þar til meðferðar,
læknadóps daglega. Auk þess hefur
um þriðjungur unglinganna greiðan
aðgang að þessum lyfjum og notar
þau, þótt í minna mæli sé. Að sögn
Páls fer þessi neysla oftar en ekki
saman við neyslu amfetamíns, en
tæplega 18 prósent unglinganna,
sem koma til meðferðar, nota það
nær daglega.
„Þessi efni virðast ganga kaupum
og sölum á götunni og þeir, sem á
annað borð hafa aðgang að amfet-
amíni, geta auðveldlega keypt þessi
efni,“ sagði Páll. „Þeir hafa flestir
prófað sjóveikitöflur, sem fást út úr
apóteki án lyfseðils, en þó er það að-
eins um þriðjungur þeirra sem notar
þær að ráði. Krakkarnir hérna hafa
að meðaltali hafið neyslu rúmlega
tólf ára gömul, en við höfum þó
dæmi um allt niður í tíu ára gömul
börn. Þegar krakkarnir koma hing-
að til meðferðar eru þeir í mismikilli
neyslu og misjöfnu ásigkomulagi.
Það er fremur fátítt að þeir sprauti
sig á efnum, en færist þó frekar í
vöxt, enda nýtist efnið betur þann-
ig“
Eg fékk alllaf
verkjalyf á meöan
ég var í neyslu
Páll Einarsson, flugmadur og
fyrrverandi starfsmadur Cargolux
Airlines, hefur fremur óvenjulega
sögu fram ad fœra um lyfjanolkun
sína og lilraunir til ad losna undan
því böli. Sagan hefsl fyrir tuttugu
og einu ári, þegar Páll fór að þjást
af beinþynningu og fékk mikla
verki jafnhliða henni.
„Ég fór að fá mikla verki í bakið
og milli rifjanna, en ástæðan fyrir
þessum verkjum varð ekki kunn
fyrr en 1983 er í ljós kom að þetta
var beinatæring. Ég lagðist þá inn
á sjúkrahús í Lúxemborg, þar sem
ég var búsettur. Læknirinn þar tók
mig á beinið og sagði mér að hann
teldi áfengisneyslu mína vera
raunverulegu ástæðuna fyrir
beinatæringunni. Ég hafði þá not-
að áfengi i 34 ár og drukkið
meira en gengur og gerist.
Páll Einarsson
segir vand-
ræðin hafa
hafist fyrir al-
vöru þegar
hann hætti að
drekka.
Það var lengi mikið áfengisbrölt
á íslendingum í Lúxemborg en um
þetta leyti fóru nokkrir starfs-
bræður minir í áfengismeðferð.
Yfirmenn Cargolux urðu að von-
um mjög hrifnir þegar þeir fengu
betri starfsmenn til baka og það
átti að frelsa allt fylleríisgengið á
einu bretti. Upp úr þessu tók ég þá
ákvörðun að fara eins að.
Ég hafði verið á sterkum verkja-
lyfjum síðustu 7 árin „í neyslu" og
sú neysla fór stigvaxandi allan tím-
ann, en ég hafði enga hugmynd
um að ég væri jafn illa farinn af
lyfjanotkun og raun bar vitni. Ég
setti hlutina ekki í samhengi þó að
ég hefði verið farinn að fá „black
out" án þess svo mikið sem snerta
brennivín. Þegar í meðferðina var
komið kom annað á daginn.
Ég fékk sterk verkjalyf án fyrir-
hafnar. Heilu krukkurnar af kód-
íni, sem er bannað nú í dag, og
fleiri verkjalyfjum. Svo var ég
einnig sprautaður með kortizoni
eftir því sem verkirnir voru meiri.
Og ég drakk allan tímann. Ég
beini ekki spjótum mínum að
læknunum. Þeir fengu aldrei
nema hálfa söguna. Aðalvanda-
málið var að fá að hætta þessu. Þá
fyrst fór allt helvítis til.
Þegar ég kom úr meðferðinni
fór ég að fljúga eins og áður og
kenndi mér einskis meins. Ekki
fyrr en um hundrað dögum síðar
en þá fór ég að fá ósjálfráðan
skjálfta í hendurnar og skarpa
verki í kviðarholið. Ég sagði yfir-
mönnum minum hvernig málin
^stæðu og að ég treysti mér ekki til
að fljúga undir þessum kringum-
stæðum. Ég hafði því næst sam-
band við Stefán Jóhannsson, raf-
virkja og ráðgjafa hjá Cornerstone
Institute, en það er ráðgjafarfyrir-
tæki sem starfar fyrir Cargolux.
Hann ráðlagði mér að leggjast inn
á spítala og fór með mig á Florida
Hospital í Lock Haven. Geð-
læknirinn þar skrifaði vottorð
þess efnis að ég væri í mögulegu
geðveikisástandi og trúnaðar-
læknir fyrirtækisins fékk þá
skýrslu í hendurnar. Hann neitaði
þó að iáta mig hafa skýrsluna
nema ég tæki lithium. Þessi lækn-
ir skrifaði síðar óbeðinn aðra
skýrslu, eða um 46 dögum seinna,
þar sem hann dró fyrri framburð
til baka en hvorki trúnaðarlæknir
né ég fengum þá skýrslu í hend-
urnar frá Stefáni Jóhannssyni. Þá
ber einnig að athuga að af fyrri
skýrslu var einungis hlutaðeig-
andi aðilum sent Ijósrit af framhlið
en á bakhlið skýrslunnar stóð eft-