Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991
Útgcfandi:
Blað hf.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Ritstjórar:
Gunnar Smári Egilsson,
Kristján Þorvaldsson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Ritstjórn, skrifstoíur og
auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími
62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19.
Eftir lokun sklptlborös:
Ritstjórn 621391, dreifing 621395,
tæknidcild 620055.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði.
Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö.
Skuggahlið á heil-
brigðiskerfinu
í PRESSUNNI í dag kemur fram að
allt ad 90 prósentum þeirra ung-
menna sem eru á meðferðarheimil-
inu Tindum hefur ánetjast svoköll-
uðu læknadópi. Það er því ekki svo
að höfuðóvinir þessa fólks séu ólög-
legir innflytjendur fíkniefna. Pað fær
sín vímuefni í gegnum heilbrigðis-
kerfið.
Talið er að A prósent þeirra sem fá
lyfseðla fyrir róandi lyfjum misnoti
þau. Þótt hlutfallstalan sé lág er hér
um stóran hóp fólks að ræða, þar sem
þessi lyf eru mjög algeng.
A undanförnum misserum hefur
töluvert verið rætt og ritað um hversu
mikið vanti upp á að eftirlit með fjár-
munum í heilbrigðiskerfinu sé nægi-
legt. Þetta er umræða sem teygir sig
út um öll vesturlönd. Þar er fólk að
vakna upp við þann vonda draum að
fullkomin heilbrigðisþjónusta fyrir
alla gengur ekki upp. Engin þjóð er
svo efnuð að hún standi undir því
markmiði til lengdar.
En dæmið af ungmennunum á
Tindum sýnir aðra skuggahlið á heil-
brigðiskerfinu. Eftirlitinu er ekki ein-
ungis ábótavant á fjármálahliðinni.
Það er illþolandi að starfsmenn í heil-
brigðiskerfinu sói peningum, og
skiptir engu hversu göfug mannúðar-
sjónarmið þeirra eru. En það er al-
gjörlega óþolandi að þetta fólk hafi
svo slappt eftirlit með eigin verkum
og annarra að það kalli fram með
verkum sínum ómælda óhamingju í
lífi saklausra ungmenna og fjöl-
skyldna þeirra.
FJÖLMIÐLAR
Trúnaöarbrot blaöa- og stjórnmálamanna
Stjórnmálamenn eiga sér
ósýnilegan yfirboðara, það
er almenning. En þeir heyra
ekki frá honum nema á fjög-
urra ára fresti og skilaboðin
eru þá sjaldnast skýr, enda al-
menningur þá að tjá afstöðu
sína til margra mála og fjölda
manna. Ýmsir hagsmuna-
hópar, stjórnendur fyrir-
tækja, sveitarstjórnarmenn
og aðrir slíkir eru hins vegar
miklu sýnilegri stjórnmála-
manninum en almenningur.
Það getur því reynt á þolrif
stjórnmálamanns ef hann
ætlar að hafa almannahag að
leiðarljósi í störfum sínum.
Það er auðveldara fyrir hann
að elta vilja þeirra sem hann
er í dagiegu sambandi við
T
Var einhver að tala
um loftið í Kristjáni
stórsöngvara?
„Ég hef alltaf verið
vinnuþræll og kúristi og
fundist heillandi að takast á
við það sem er næstum
ómögulegt. Já, ég var góður
námsmaður og skaraði fram
úr í flestum fögum, meira að
segja handavinnu og
leikfimi."
Lára Halla Maack réttargeðlæknlr
Þaö er engln leið að hælta...
„Ég er ennþá eins konar
landsbyggðarþingmaður, ég
gegni erindum hennar eins
og ég væri starfandi á þingi.
Á því hefur ekkert lát orðið.“
Jón Sæmundur Sigurjónsson
delldarstjóri.
eða hafa tæki til að ná eyrum
hans — jafnvel þótt það stríði
gegn almannahag. Sökum
þessa hafa heilu stjórnmála-
flokkarnir misst sjónar á al-
mannahag og lifa fyrir það
eitt að deila út lánum og
styrkjum til þeirra sem
kvabba hæst.
Blaðamönnum er hætt við
svipaðri kreppu. Til að afla
upplýsinga þarf blaðamaður-
inn oft að ræða við heilan her
manna sem í raun vilja ekk-
ert frekar en hann skrifi ekki
orð um það sem hann er að
spyrjast fyrir um. Þegar hann
birtir frétt sína hellist síðan
yfir hann önnur hrina af
skömmum. En trúnaðarvinur
blaðamannsins, lesandinn,
Sannkölluð heiðurssíld
„Þetta strandaði í raun á 20
þúsund tonnum af úldinni
síld.“
Jón Baldvln Hannlbalsson
utanriklsréðherra.
l/axúa/♦ e,iii d^c-auörí í
þixý/ukm ?
„Ef ég ber kennsl á þingmenn
vísa ég þeim á dyr.“
Freddie Wieselgren veitingamaður.
lætur sjaldnast í sér heyra.
Því hafa blaðamenn og heilu
blöðin lagst i að skrifa ein-
ungis um það sem engum
kemur sérstaklega illa. Slík
blöð draga aldrei fram það
sem miður fer. Það er helst að
þau birti fréttir af þvílíku ef
skýrslum um slíkt frá opin-
berum stofnunum er fleygt
inn á borð hjá þeim.
Veruleiki þessara blaða
verður með tímanum tilbún-
ingur; eins konar samkomu-
lag þeirra fjölmiðla sem
pannig er ástatt um. Og það
skal engan undra að sá veru-
leiki hentar einnig stjórn-
málamönnunum sem áður
var sagt frá.____________
Gunnar Smári Egilsson
óp 404- 01 /íticL
aucLu&zcL oftittK Z Sdett
„Ég sýni innan um
þjóðarsálina. AJls konar fólk,
úr öllum stéttum og af öllum
landshlutum, og ennfremur
útlendingar, koma til
Hveragerðis, í Eden.“
Stelngrimur St. Th. Slgurðsson
Spyv sá sem ekki veit
„Er verið að hengja bakara
fyrir smið?“
Werner Rasmusson apótekari.
„Hlýt ég sérstalclega að mót-
mæla þeirri vanvirðu sem ráðu-
neyti yðar sýnir mér sem þjóð-
kjörnum fulltrúa, þegar það
neitar að láta mér i té umbeðn-
ar upplýsingar um herskipa-
komur f íslenskar hafnir, nema
ég rökstyðji beiðni mína enn
frekar en ég hef þegar gert."
■■■IHBHiHH INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ÞINGKONA.
Sekt og sakleysi
Það er engu líkara en að
Hafskipsmenn hafi verið
sýknaðir af öllum ákærum.
Eitt af sérkennum málsins
er það að frá fyrstu tíð héldu
ákærðu uppi hörkuvörnum
fyrir sig opinberlega. Skrif-
uðu jafnvel heilu bækurnar.
Og þeir vita betur en allir aðr-
ir, bæði dómararnir sem
dæmdu þá, jafnt sem aðrir
fræðimenn í lögum. Nýlega
ritaði til dæmis Ragnar Kjart-
ansson, fyrrum stjórnarfor-
maður Hafskips, grein í Morg-
unblaðið. Hann andmælir
þar skrifum manns nokkurs
er undanfarið hefur ritað
pistla um lögfræði í blaðið og
vék að Hafskipsmálinu. Og
það er alveg dæmigert aö
Ragnar kallar hiklaust afbrot
þeirra félaga ,,slys“.
Menn geta auðvitað deilt
endalaust um niðurstöðu rétt-
arins og málsmeðferð. En
það breytir því ekki að sak-
borningarnir voru dæmdir
og sekir fundnir um tiltekin
brot.
En þeim er að mörgu leyti
vorkunn. Þeir eru bakkaðir
upp af öflugu stuðningsliði
sem staðhæfir að málið hafi
verið stormur í vatnsglasi og
gefa nú í skyn að dómarnir
séu dómsmorð. Hinir dæmdu
séu fórnarlömb ofsókna, eins
konar nornaveiða nútímans.
Og vel má vera að einhverjir
fjölmiðlar hafi farið offari í
máli þeirra. Við verðum þó
að treysta því að Hafskips-
menn hafi að lokum fengið
réttláta dóma.
Og að sjálfsögðu hefur
maður samúð með þeim. Það
eitt að vera dæmdur maður
sem allir þekkja er þyngri
raun en vera dæmdur maður
sem fáir þekkja. Ýmsum
mætum mönnum fyrr og síð-
ar hefur orðið fótaskortur á
vegi siðferðis eða löghlýðni.
Aðeins vanþroska kjánar,
sem drukkið hafa í sig ein-
faldanir amerískra hasar-
mynda, líta á slíka lögbrjóta
sem einhverja „glæpona",
„krimma" eða þaðan af
verra. Breyskleiki manna eða
afglapaháttur er oft sár og
tragiskur.
En Hafskipsmálið sýnir
einnig mikla stéttaskiptingu.
Forréttindi þeirra sem njóta
valda og virðingar í þjóðfé-
laginu. Fáir virðast þó kæra
sig um að gera sér Ijósa þessa
hlið málsins. Getiði t.d.
ímyndað ykkur að hinir svo-
nefndu „smákrimmar" sam-
félagsins reyni að halda fram
sakleysi sínu í fjölmiðlum og
njóti til þess einhvers stuðn-
ings. Sjáiði í anda ávísanafals-
ara, líkamsárásarmenn, dóp-
ista eða kynferðisflippara
skrifa blygðunarlaust um at-
hæfi sitt í blöðunum sem
„slys"? Þó eru auðvitað ýmis
mál í þessum brotaflokkum
ósköp væg. Meira að segja
„dóninn" getur verið sauð-
meinlaus flassari sem á við
andlega erfiðleika að stríða
og er gripinn fyrir eitt einasta
tilvik. Rannsókn á ævikjör-
um og félagslegri aðstöðu
„smákrimmanna" leiðir
reyndar oft í Ijós að líf þeirra
frá upphafi er ekkert nema
hræðilegt samfélagslegt slys.
Nú á dögum sjálfsvorkunn-
semi og sjálfsréttlætingar er
MENN
Heilög Jóhanna
Mikið hlýtur hún Jóhanna
Sigurðardóttir að fara í taug-
arnar á mörgum þing- og ráð-
herranum þar sem hún geng-
ur um með skjannahvítt hár
og samvisku í sama lit. Hún
passar ekki alveg inn í leik
strákanna.
Það er enginn vandi fyrir
þá að standa af sér eitthvert
tuð í blöðunum yfir bílakaup-
um, risnu og smáflottheitum.
Þeir þurfa ekki annað að gera
en sannfæra hver annan um
að þeir eigi þetta skilið og
tuðið sé bara öfund.
En Jóhanna er eins og Móð-
ir Teresa í Kringlunni. Það er
ekki einu sinni hægt að
kaupa sér nýja skyrtu án þess
að fá samviskubit.
En hún er ekki eins og
samt gott til þess að vita að
nokkrir þessara lítilsvirtu
brotamanna, er tekið hafa út
refsingu sína í fangelsum
okkar sem allir vita að eru
ekki mannsæmandi bústaðir,
læra af misferli sínu og koma
undir sig fótunum á ný í þjóð-
félaginu. Fáeinir telja sig
reyndar saklausa. En á það
hlustar ekki nokkur sála því
smælingjar eru ávallt sekir.
Flestir reyna þó ekki að fegra
sig en viðurkenna villu sína
afdráttarlaust. Slík auðmýkt
er upphaf sjálfsþekkingar er
leiðir til þroska. Hugrekki og
heiðarleiki þessara manna er
enn merkilegri fyrir þá sök
að yfirleitt mæta þeir aðeins
fjandsamlegri höfnun og fyr-
irlitningu samfélagsins þegar
þeir byrja nýtt líf.
En sumir eru menn. Aðrir
eru mannleysur.
Sigurður Þór Guðjónsson
Móðir Teresa á ríkisstjórnar-
fundum. Móðir Teresa þiggur
með þakklæti það sem aðir
láta af hendi rakna. Jóhanna
heimtar. Og ef hún fær ekki
það sem hún vill hótar hún að
fara í fýlu og gerir það. Neitar
jafnvel að mæta. Og nú þegar
er að skella á með fjárlaga-
gerð mun sami leikurinn hefj-
ast á ný. Það verður því ekki
bara skjannahvít samviska
hennar i flottheitum sem
mun fara í taugarnar á strák-
unum — heldur kolsvört
frekjan.
En kannski er þetta ekki
frekja heldur bara klaufa-
skapur. Jóhanna verður
nefnilega seint talin snilling-
ur í því að vinna málum sín-
um fylgi. Henni virðist nægja
að sannfæra sjálfa sig. Ef það
tekst veður hún áfram eins og
ekkert geti stöðvað hana. Og
þeir, sem ekki eru alveg jafn
sannfærðir, verða óvinir
hennar. Og síðan hefst at sem
endar náttúrlega með mála-
miðlun eins og ef hún hefði
ekki verið jafn einstrengings-
leg í upphafi — ekki betri
heldur jafnvel verri.
Flestir stjórnmálamenn
trúa því að þeir eigi að gera
þau mál, sem njóta mikils
fylgis, að sínum. Þeir eru hins
vegar miklu færri sem vinna
að málum sem eru þörf og
reyna að afla þeim fylgis svo
þau nái fram að ganga. Jó-
hanna gerir þörf mál að sín-
um en vill helst ekki deila
þeim með öðrum. Hún vill
berja þau í gegn ein. Þess
vegna hefur henni orðið
miklu minna ágengt en efni
hafa staðið til. Og þess vegna
verða mörg af helstu baráttu-
málum hennar hálfendalaus
— eins og húsbréfin.
ÁS
SÉE.SV'EÍT/’N/ SjTKR FylE.ifí UGGA HWA/
EF. At> P&PiKA YfiFL LýbNlAJA \
SKíPTA Zti&Á MÁLÍ þVi' HiVN MíKZ.7 UGGi
3KAFFAR þftf> SEM Vif> l KoMiÐ tÍR.
fyiGSNi viNíK Ní éG verr að srrste