Pressan - 01.08.1991, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991
Þorsteinn: Þrioji
stjornarflohkurinn
„Það gengur náttúrulega ekki að einhver lítill
naggur sé alltaf að senda krötunum tóninrí'
„Þá kom Davíð, hinn ófyrirleitni valdaræningi, til sögunnar — og Þorsteinn vill að honum mistakist til þess að sanna
að það hafi bæði verið ósanngjarnt og óskynsamlegt að skipta um formann."
Þorsteinn Pálsson hefur ekki sagt
sitt sídasta ord í valdabaráttunni
innan Sjálfstœðisflokksins. Það er
samdóma álit manna úr báöum
stjórnarflokkunum að Þorsteinn
muni í vaxandi mœli skapa sér sér-
stöðu innan ríkisstjórnarinnar. Erj-
urnar við alþýðuflokksmenn um
sjávarútvegsnefndina voru bara ein
orrusta. Nánir samstarfsmenn Dav-
íðs Oddssonar ganga svo langt að
segja að Þorsteinn bíði þess að Dav-
íð mistakist, til að geta sjálfur mynd-
að stjórn með Framsóknarflokkn-
um. Sárin frá formannsslagnum eru
alls ekki gróin.
„Þorsteinn er helsærður. Hann
hýsir innibyrgt hatur og óvild," sagði
áhrifamaður í Alþýðuflokknum um
andrúmsloftið á stjórnarheimilinu
og samstarf Þorsteins og Davíðs.
„Þorsteini finnst að hann hafi geng-
ið í gegnum miklar þrengingar á for-
mannsferli sínum. Hann sá í hilling-
um að hann gæti endurheimt virð-
ingu sína og reisn í kosningunum í
vor. Þá kom Davíð, hinn ófyrirleitni
valdaræningi, til sögunnar — og
Þorsteinn vill að honum mistakist til
þess að sanna að það hafi bæði ver-
ið ósanngjarnt og óskynsamlegt að
skipta um formann."
REFSKÁKIN UM
RÁÐHERRASTÓLANA
Heimildamenn innan beggja
stjórnarflokkanna eru þeirrar skoð-
unar að Þorsteinn láti einskis
ófreistað til þess að grafa Davíð pól-
itíska gröf. Hann hafi reynt að taka
fyrstu skóflustunguna þegar ríkis-
stjórnin var mynduð i vor. Fyrsta
fléttan við skiptingu ráðuneyta
gerði m.a. ráð fyrir því að Þorsteinn
yrði iðnaðar- og viðskiptaráðherra
en Alþýðuflokkur fengi sjávarút-
vegsráðuneytið. Á þetta vildu Þor-
steinn og nokkrir aðrir þingmenn
ekki fallast.
Þegar ljóst varð að sjálfstæðis-
menn fengju sjávarútvegsráðuneyt-
ið átti að gera Friðrik Sophusson að
ráðherra á þeim bæ. Davíð hafði
hins vegar ákveðið að taka að sér
dómsmálin auk forsætisráðuneytis-
ins. En Þorsteinn Pálsson fékk sjálf-
dæmi um ráðuneyti. Og hann valdi
sér einmitt sjávarútvegs- og dóms-
málin.
„ÞORSTEINN HAFÐI
FORMENNSKUNA AF
VILHÁLMI"
Á fyrsta fundi ríkisstjórnar Davíðs
'Oddssonar tilkynnti hinn nýi sjávar-
útvegsráðherra að ekki kæmi til
greina að taka upp veiðileyfagjald
en það hefur verið eitt helsta bar-
áttumál alþýðuflokksmanna. Smám
saman magnaðist upp yfirlýsinga-
stríð milli Þorsteins og Jóns Bald-
vins. Það náði nýju hámarki þegar
deilt var um skipan og verksvið
nefndar sem endurskoða á sjávarút-
vegsmálin. Jón Baldvin vísaði í
„heiðursmannasamkomulag' við
Davíð Oddsson um að alþýðuflokks-
menn yrðu að leggja blessun sína
yfir formann nefndarinnar. Þor-
steinn kvaðst hins vegar óbundinn
af því samkomulagi; sem ráðherra
ætti hann síðasta orðið. Hann gerði
síðan tillögu um Vilhjálm Egilsson
alþingismann og náinn samherja úr
formannsslagnum. „Þorsteinn hag-
aði sér mjög óskynsamlega og mál-
aði sig út í horn með yfirlýsingum
sínum um að hann væri ekki bund-
inn af samkomulagi Davíðs og Jóns
Baldvins' sagði áhrifamaður í Al-
þýðuflokknum. „Með því að stilla al-
þýðuflokksmönnum á þennan hátt
upp við vegg hafði hann formennsk-
una af Vilhjálmi Egilssyni — því við
hefðum alveg getað samþykkt
hann.“
„DAVÍÐ KÚGAÐI ÞORSTEIN"
Fyrr í vikunni var höggvið á hnút-
inn með þeim hætti að tveir menn
voru skipaðir formenn sjávarút-
vegsnefndarinnar auk þess sem
verksvið hennar var víkkað. For-
mennirnir koma úr báðum stjórnar-
flokkunum, Þröstur Ólafsson, að-
stoðarmaður Jóns Baldvins, og
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sölusamtaka íslenskra fisk-
framleiðenda. Davíð Oddsson fékk
Þorstein til að fallast á þessa lausn á
þriggja klukkustunda löngum fundi
sem þeir áttu í sjávarútvegsráðu-
neytinu í byrjun vikunnar. „Davíð
kúgaði Þorstein í þessu máli,“ sagði
einn úr stjórnarliðinu.
Erjur Þorsteins og alþýðuflokks-
manna hafa valdið titringi í báðum
stjórnarflokkunum: „Það gengur
náttúrlega ekki að einhver lítill
naggur sé alltaf að senda krötunum
tóninn," sagði sjálfstæðismaður. „En
kratarnir hafa tekið þátt í þessu
stríði líka. Erjurnar koma þeim vel
af því að þær beina athyglinni frá
lyfjamálinu."
HULDURÁÐHERRANN
Samstarfsmenn Davíðs eru Þor-
steini ævareiðir fyrir að hafa gefið i
skyn að Davíð væri „hulduráðherr-
ann“ svokallaði, sem DV vitnaði til í
frétt. Þar var haft eftir ónefndum
ráðherra að Þorsteinn Pálsson væri
málefnalega einangraður í ríkis-
stjórninni í sjávarútvegsmálunum.
Þegar Tíminn spurði Þorstein út í
fréttina vísaði hann á Davíð og gaf
í skyn að hann væri heimildamaður
DV. „Það var fyrir neðan allar hellur
að bendla Davíð við þessa frétt,"
sagði samherji Davíðs. „Þorsteinn
vissi líka betur. Við erum sannfærð-
ir um að það var Sighvatur Björg-
vinsson heilbrigðisráðherra sem var
heimildamaður DV.“ Aðspurður um
þetta atriði sagði einn af þingmönn-
um Alþýðuflokksins: „Alltaf þegar
eitthvað lekur úr þingflokknum er
það kennt Sighvati."
„DÓNASKAPUR ÞORSTEINS“
í viðtali við Tímann 20. júlí lýsti
Þorsteinn sem fyrr andstöðu sinni
gegn sölu veiðileyfa og sagði meðal
annars: „Menn eiga eftir að svara
því hvort það er ásættanlegt að Eim-
skip, Hekla eða Rolf Johansen, svo
einhver nöfn séu nefnd, kaupi upp
kvótana fyrir framan nefið á þeim
sem áratugum saman hafa starfað í
greininni." Þessi ummæli Þorsteins
vöktu reiði meðal sjálfstæðismanna
sem litu svo á að hann hefði ekki
nefnt þessi fyrirtæki af neinu
handahófi. Ingimundur Sigfússon í
Heklu, formaður fjáröflunarnefndar
Sjálfstæðisflokksins, og Hörður Sig-
urgestsson í Eimskip eru báðir
stuðningsmenn Davíðs Oddssonar.
„Þetta var dónaskapur og dæmi um
aðferðirnar sem Þorsteinn notar,“
sagði sjálfstæðismaður.
ÖLDURNAR HEFUR EKKI
LÆGT
Flestir sjálfstæðismenn töldu að
öldur lægði á nokkrum mánuðum
eftir formannsskiptin. Þorsteinn
mundi sætta sig við orðinn hlut,
jafnvel draga sig í hlé frá stjórnmál-
um. En hvorugt hefur orðið upp á
teningnum. „Þorsteinn hefur þróast
í öfuga átt við það sem ég hélt,"
sagði maður sem þekkir vel til inn-
an Sjálfstæðisflokksins. „Hann hef-
ur frekar verið að sækja í sig veðrið
en hitt og lætur ekkert tækifæri
ónotað til að koma höggi á Davíð
eða Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra."
BEDIÐ EFTIR
FJÁRLAGAAÐGERÐINNI
Þorsteinn kemst ekki hjá því að
taka þátt í þeim uppskurði á ríkis-
fjármálum sem er meginverkefni
ríkisstjórnarinnar. En innan beggja
stjórnarflokkanna búast menn við
að Þorsteinn verði erfiður ljár í þúfu
þegar kemur að fjárlagagerð.
„Hann hefur ekki komið fram með
neinar tillögur um sparnað," sagði
þingmaður Alþýðuflokks. „Sjávar-
útvegurinn kemst ekki hjá því að
leggja sitt af mörkum, m.a. fyrir
þjónustu ríkisins."
í þessu sambandi hefur til dæmis
verið rætt um að sjávarútvegurinn
standi straum af kostnaði við stofn-
anir eins og Hafrannsóknastofnun,
Ríkismat sjávarafurða, Veiðieftirlit-
ið og Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins. Þá hefur rykið verið dustað af
hugmyndum um að Hafrannsókna-
stofnun fái úthlutað kvóta sem
stofnunin geti selt og þannig fjár-
magnað starfsemi sína. Það yrði ör-
lítill táknrænn vottur um stefnu al-
þýðuflokksmanna í veiðileyfamál-
um.
„LEIÐTOGI FRAMSÓKNAR-
MANNA“
Heimildamaður innan Sjálfstæð-
isflokksins sagði að Þorsteinn Páls-
son væri að skapa sér stöðu sem
„leiðtogi framsóknarmanna innan
Sjálfstæðisflokksins" og hann ætti
eftir að verða talsmaður stjórnar-
samvinnu við Framsóknarflokkinn.
Til þess þyrfti núverandi stjórnar-
samstarf auðvitað að mistakast. Yf-
irlýsingastríð Þorsteins Pálssonar
síðustu vikur hefur ekki mælst vel
fyrir hjá ýmsum af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins. En sumir al-
þýðuflokksmenn eru uggandi: „Við
vitum að Davíð er umdeildur innan
þingflokks sjálfstæðismanna. Þor-
steinn er að skapa sér stöðu gegn
Davíð á öllum vígstöðvum. Hann
getur fengið ýmsa landsbyggðar-
þingmenn flokksins í lið með sér í
veigamiklum málum."
Þorsteinn á samt sem áður fáa
nána samherja innan þingflokksins.
Heimildamaður úr Sjálfstæðis-
flokknum fullyrti hins vegar að Þor-
steinn hefði undanfarnar vikur
skipulagt aðgerðir sínar og fjöl-
miðlastríð vandlega. Þá hafi Ingi-
björg Rafnar, eiginkona hans, verið
betri en enginn við að leita eftir
stuðningi við hann innan flokksins.
„ÞORSTEINN ÆTLAR AÐ
BÍÐA...“
Þorsteinn þurfti að láta undan
síga í glímunni um sjávarútvegs-
nefndina. Stjórnarliðar horfa nú til
fjárlagagerðarinnar og hversu sam-
vinnuþýður Þorsteinn verður þegar
kemur að niðurskurði og álögum á
sjávarútveginn. Alþýðuflokksmenn
líta á Þorstein sem framlengingu á
Halldóri Ásgrímssyni og einn sjálf-
stæðismaður sagði að Þorsteinn
væri ,,í vasanum á Kristjáni Ragn-
arssyni og kvótakóngunum".
En þessi barátta snýst ekki ein-
vörðungu um sjávarútvegsstefnu;
miklu frekar um völd innan Sjálf-
stæðisflokksins — og þar með stjórn
landsins. Þorsteinn Pálsson hefur
sýnt að hann er líklegur til að vera
áfram „þriðji stjórnarflokkurinn".
„Það geta gerst ófyrirséðir at-
burðir," sagði forystumaður úr Al-
þýðuflokki. „Og Þorsteinn ætlar að
bíða eftir þeim og gripa þá tækifær-
ið. Þangað til er hann stjórnarand-
stæðingurinn í þessari ríkisstjórn.”
Hrafn Jökulsson