Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991
Aðstcðarmaður
heVbiígðis-
ráð^irra
hannaði tölvu-
stýrða togara-
kipstjóra
Nú geta útgerdarmenn far-
) oð anda rólega, þuí effram
eldur sem horfir geta þeir
irið að kalla skipstjórana í
ind og sent þess í stað tölvur
m borð sern þeir geta síðan
arstýrt úr landi.
Sérfræðingarnir Snjólfur
Mafsson og Þorkell Helga-
.on, nýskipaður aðstoðar-
maður Sighvats Björgvins-
sonar heilbrigðisráðherra,
hafa að undanförnu stýrt
verkefni við raunvísindadeild
Háskólans sem kallað hefur
verið „útgerðarhermir".
Markmiðið með verkefn-
inu er að gera tölvuforrit sem
líkir eftir útgerð togara. Not-
anda líkansins er ætlað að
taka ákvarðanir sem líkastar
ákvörðunum togaraskip-
stjóra. Dæmi um slíkar
ákvarðanir eru hvar eigi að
toga, bæði staður og stefna,
hraði skips, lengd togvíra og
hvenær beri að hífa.
Frumgerð forritsins er lok-
ið og er það gert fyrir
IBM-samhæfðar einmenn-
ingstölvur með mús. Eftir er
að gera forritið þjálla í notk-
un og bæta við það nokkrum
efnisþáttum. Ósagt skal látið
hvaða þætti vantar enn í
„tölvuskipstjórann", en ef að
líkum lætum eru það mann-
legir þættir eins og hróp og
köll og ónot út í kokkinn.
Aætlað er að frambærileg
útgáfa af forritinu verði tilbú-
in bráðlega.
Eins og fyrr segir hefur
annar af stjórnendum verk-
efnisins nú verið ráðinn að-
stoðarmaður heilbrigðisráð-
herra. Líklega getur vinna
hans við „útgerðarherminn"
komið að góðum notum við
sparnað í heilbrigðiskerfinu.
Þannig mætti til dæmis
hugsa sér tölvustýrða tann-
lækna, apótekara, lækna og
jafnvel tölvustýrða sjúklinga.
\TENGSL\
Sigmundur Ernir Rúnars-
son fréttamaður er Akur-
eyringur eins og
Ingimar Eydal tónlistar-
kennari sem sat í bæjar-
stjórn á Akureyri eins og
Gunnar Ragnars, forstjóri
Útgerðarfélags Akureyringa,
sem er í stjórn Eimskips eins
°g
Jón H. Bergs, fyrrverandi
forstjóri, sem er frímúrari
eins og
Eiður Guðnason umhverf-
isráðherra sem er fyrrver-
andi fréttamaður eins og
Markús Örn Antonsson
borgarstjóri sem var In-
spector Scholae í MR eins og
Guðmundur Steingríms-
son stúdent sem er sonur
forsætisráðherra eins og
Björn Bjarnason aiþingis-
maður sem er lögfræðingur
eins og
Aldís Baldvinsdóttir leik-
kona sem á ættir að rekja til
Isafjarðar eins og
Heimir Már Pétursson
fréttamaður sem gefið hef-
ur út Ijóðabók og samið texta
á hljómplötu eins og
Sigmundur Ernir Rúnars-
son aðstoðarfréttastjóri
Stöðvar 2
Svavar
Jón Baldvin
Sighvatur
ÞRIFARAR IPOLITÍK
Þessir þrír eiga margt fleira
sameiginlegt en kennara-
skeggið. Allir hafa þeir verið
ritstjórar, ráðherrar og kenn-
arar. Þeir byrjuðu innan við
tvítugt að brölta í pólitík og
hafa ekki stoppað síðan. Það
gustar vel um þá alla, enda
eru þeir með þeim háværustu
og jafnframt þeim skelegg-
ustu í þrætulistinni. Þeir eru
tilbúnir að skeggræða við
hvern sem er, ekki síst ef at-
kvæði eru annars vegar.
Norðurljósin trekkja Japani
til landsins með til-
heyrandi tækjum og tólum
Það fór eins og Einar Bene-
diktsson sagði, auðvitað er
hœgt að hafa tekjur af norð-
urljósunum. Að minnsta
kosti er Ijóst að útlendingar
sýna þeim vaxandi úhuga og
leggja í ómœldan kostnað við
að kynna sér fyrirbœrið. Jap-
anir hafa komið upp miklum
tœkjabúnaði ú þremur stöð-
um hér ú landi til að rann-
saka norðurljósin, en rekstur
stöðvanna er í umsjú Raun-
vísindastofnunar Húskólans.
Aðalverkefnið er að gera
nákvæman samanburð á
Þeir sem vilja klappa dýrum í útlöndum geta
sótt um undanþágu til Halldórs Blöndal
Það gœti borgað sig að slú
ú þrúðinn til Halldórs Blön-
dal landbúnaðarrúðherra
séu menn ú ferð erlendis og
hafi komist í tœri við skepnur
ýmiss konar. Það er nefnilega
bannað að flytja til landsins
lifandi dýr eða erfðaefni
þeirra, en Halldóri er þó
heimilt að veita undanþúgu
frú þessu að fenginni umsögn
yfirdýralœknis. Samkvœmt
strangri túlkun laganna getur
þetta hugsanlega útt við þú
sem hafa lútið freistast til aö
klappa dýrum í útlöndum.
Markaðsnefnd landbúnað-
arins hefur í samvinnu við yf-
irdýralækni leyst úr brýnni
þörf ferðalanga og gefið út
upplýsingarit um hvaða regl-
ur gildi varðandi þessi atriði.
Óll vitum við að bannað er
að flytja til landsins ósoðin
matvæli, til dæmis hrátt kjöt
og aðrar ósoðnar dýraafurð-
ir, og vörur unnar úr ógeril-
sneyddri mjólk. Samkvæmt
gildandi reglugerð um toll-
frjálsan farangur ferðamanna
við komu frá útlöndum má
andvirði leyfðra matvæla, að
sælgæti meðtöldu, ekki
nema meira en 4.000 krónum
og heildarmagn má ekki vera
meira en 3 kíló.
Það er aðallega varðandi
lifandi dýr og erfðaefni þeirra
sem landbúnaðarráðherra
getur komið að góðum not-
um við veitingu undanþága.
Við komuna til landsins
skulu öll dýr sett í sóttkví á
kostnað eigenda. Þeir ferða-
langar sem hafa ungengist
skepnur erlendis, heimsótt
gripasýningar, hestamót,
komið í hesthús og stundað
útreiðar, eða hafa með sér
veiðitæki, skulu hafa í huga
að með þeim geta borist smit-
efni.
Tollverðir svara góðfúslega
spurningum um þessi atriði
og veita aðstoð ef aðgerða er
þörf. Slíkt ætti ekki að valda
umtalsverðum töfum eða
óþægindum við komuna til
landsins. Til að fyrirbyggja
allt slíkt væri auðvitað best
að hafa fyrirfram leyfi frá
landbúnaðarráðherra.
norðurljósum og tengdum
fyrirbærum hérlendis og á
samsvarandi stöðum á Suður-
skautslandinu, þar sem Jap-
anir reka einnig rannsóknar-
stöðvar.
Upphaflega voru stöðvarn-
ar á Augastöðum í Hálsasveit,
í Arnardal við ísafjörð og á
Mánárbakka á Tjörnesi, en
árið 1990 var stöðin í Arnar-
dal flutt út í Æðey. Þá var nýj-
um tækjum bætt við Mánár-
stöðina og búnaður annarra
stöðva endurbættur. Á árun-
um 1989 til 1990 var tækjum
einnig komið fyrir tímabund-
ið við Hof í Vopnafirði,
Hólma í Landeyjum og Efri-
Brunná við Gilsfjörð.
KYNLÍF
Frjósemismet
Nú þegar stærsta útilegu-
helgi sumarsins gengur í
garð má búast við að eldar
logi, að minnsta kosti næt-
urstund, í hjörtum margra
ungmenna. Móðir náttúra
hefur búið svo um hnútana
að við mannfólkið girn-
umst hvað annað. Án lost-
ans væri lítið um frjósemi
og það að „uppfylla jörð-
ina“. Bakkus er lika æði oft
með í spilinu um verslunar-
mannahelgina en áfengis-
notkun verður oft þess
valdandi að dómgreind og
skynsemi rjúka út í veður
og vind. Ætlunin er ekki að
fara að predika og biðja les-
endur að vera „spara á
losta og líkjör" þessa eða
aðrar helgar heldur að
ræða lítillega um frjósemi.
Ég er ein þeirra kvenna
sem telja sig hafa nóg með
einn unga og brá því aldeil-
is í brún við að sjá á prenti
hvert heimsmetið er í
barnsfæðingum. Rússnesk
bóndakona, sem var uppi á
átjándu öld, eignaðist á ár-
unum 1725 til 1765 hvorki
meira né minna en sextíu
og níu börn. Hún varð
barnshafandi tuttugu og sjö
sinnum, átti sextán tvíbura,
sjö þríbura og fjögur sett af
JÓNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
fjórburum. Af þeim konum
sem eru á lífi á Leontina
Albina frá Chile metið í
barneignum. Árið 1988
hafði hún eignast fimmtíu
og níu börn, þar á meðal
fimm sinnum þríbura.
Hér á landi þykir yfrið
nóg að eiga fimm börn,
hvað þá sex eða sjö. En
hversu mikinn hluta ævinn-
ar eru konur frjósamar og
hvað geta þær eignast
mörg börn? Frá fimmtán til
fjörutíu og fimm ára aldurs
á hraust kona að geta fætt
barn annað hvert ár, sam-
tals fimmtán börn. Það er
vel þekkt að konur á fimm-
tugsaldri geta orðið barns-
hafandi, en þegar konan er
komin yfir fimmtugt verða
barneignir æ sjaldgæfari.
Sagnfræðingar eru tregir
að viðurkenna heimildir
þess efnis að kona eldri en
fimmtug hafi eignast barn.
Aðalástæðan er sú að þeg-
ar farið er ofan í kjölinn á
atburðinum kemur oftast í
Ijós að ýmist er það mamm-
an eða amman sem segist
hafa fætt barnið til að koma
í veg fyrir hneyksli út af
óskilgetnu barni hjá dóttur
eða dótturdóttur. Elsta kon-
an sem hefur orðið barns-
hafandi er talin vera Ruth
Kistler frá Kaliforníu í
Bandaríkjunum, sem fæddi
dóttur þegar hún var fimm-
tíu og sjö ára og hundrað
tuttugu og níu daga gömul.
Það er sjaldgæft að stelpur
verði ófrískar á barnsaldri,
en það þekkjast nokkur til-
felli í heiminum af barns-
fæðingum meðal stelpna
undir tiu ára aldri.
Til eru heimildir um að
minnsta kosti einn karl-
mann sem feðraði yfir þús-
und börn. Það var Sharfan
keisari í Marokkó sem var
búinn áð eignast fimm-
hundruð tuttugu og fimm
syni og þrjú hundruð fjöru-
tíu og tvær dætur árið
1703. Árið 1721 eignast
hann svo sjöhundraðasta
soninn! Sá Vesturlandabúi
sem mestar frjósemisögur
fara af var Ágúst hinn
sterki, kóngur yfir Póllandi.
Viðurnefnið hlaut hann
vegna sigurgöngu sinnar í
rúminu en ekki á vígvell-
inum. Hann eignaðist þrjú-
hundruð sextíu og fimm
börn og var aðeins eitt
þeirra skilgetið.
Afar fá samfélög og ein-
staklingar ná hámarksfrjó-
semi vegna ýmissa þátta
sem meðvitað eða ómeð-
vitað takmarka barneignir.
Tölfræðingar skilgreina
frjósemi kvenna gjarnan
sem hlutfall lifandi fæddra
barna á móti konum, fjöru-
tíu og fimm ára og eldri.
Þetta hlutfall er mismikið
eftir þjóðfélögum og hóp-
um innan þeirra. Hæstai
skráða frjósemihlutfallið í
sögunni — hlutfallið 10,6 —
hefur mælst meðal Hutter-
íta, sértrúarsafnaðar í
Bandaríkjunum í byrjun
þessarar aldar.
Það væri efni í marga
pistla að fjalla um þá þætti
sem stuðlað hafa að minnk-
andi barneignum á þessari
öld. Síðustu þrjátíu árin
hafa gerbreytt umfangi
barneigna — aðallega með
tilkomu getnaðarvarnar-
pillunnar. Ég get a.m.k.
ekki hugsað þá hugsun til
enda að eiga fimmtán börn
og standa á haus við bleyju-
þvott og skeinerí. En
kannski væri það ekki svo
slæmt; börnin eldast og þá
hjálpa hin eldri auðvitað til
við uppeldi yngstu krakk-
anna, svo það hlyti að
bjargast einhvern veginn.
Gleymið a.m.k. ekki
smokknum um leið og þið
leggið í hann um verslunar-
mannahelgina. Hann er
prýðis getnaðar- og kyn-
sjúkdómavörn. Og hana
nú.
... Til eru
heimildir um ad
minnsta kosti
einn karlmann
sem fedradi yfir
þúsund börn
Spyrjiö Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík