Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 27
... fær Þorvaldur Þor- steinsson fyrir vasa- leikhúsiö sitt á rás-2. AÐUR UTI NUNA INNI Levis 501. Þad er reyndar nokkuð síðan Levis fékk uppreisn æru, eins og margt af klassískum amerískum klæðnaði. En Levis er smátt og smátt að verða að trúar- brögðum. Og þeim sem eiga eftir að koma sér upp Levis skal bent á eftirfarandi: Þar sem þeir eru um ári of seint á ferðinni verða þeir að kaupa sér notaðar Levis. Annars eru þeir gangandi auglýsing um hversu lengi þeir eru að kveikja á per- unni. Best er kaupa þær í Se- cond Hand-búðum í New York og heist af öllu buxur sem alvörur kúrekar hafa til- keyrt. Þær þekkjast á því að annan vasann vantar. Hinar villtu Suðurríkjastúlkur merkja sér nefnilega stegg- ina með því að rífa af þeim annan rassvasann á dans- húsunum þar syðra. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Okei, ókei og hvað með það? Hvern hefur ekki iangað til aö hrópa þetta að þeim 138 þúsund Islendingum sem halda því fram að þeir séu góðir kokkar. Það var hægt að fyrirgefa þessu fólki fyrir nokkrum árum, þegar þjóðin var að uppgvötva að til voru fleiri réttir en þeir sautján sem eru framlag Islendinga til matargerðarlistarinnar. En nú vita allir að það er ekki list þótt eldað sé úr ein- hverju öðru en kjötfarsi. Og auk þess; hvernig er hægt að trúa þessu fólki? Það eru ekki nema sjö eða átta góðir kokkar á veitingahúsunum. 7 T A POPPIÐ_________ Nú geta menn farið og ,,átt“ heil- an skemmtistað um helgina (verða ekki allir hinir í Húna- veri?). En það er hægt að lofa fjöri á Púlsinum. Þar verður Tregasveitin með þrenna tón- leika, fimmtudag til laugardags. Þeir feðgar Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson eru stórkostlegir, hvor á sinn hátt, og tónlistin er tilfinningarík. Við þangað. FIMMTUDAGUR PRESSAN l.ÁGÚ^ Tveir vinir ætla ekki i Húna- ver um helgina. Þar verður hins vegar hljómsveitin Sprakk, sem m.a. hefur innanborðs Sigur- geir Sigmundsson (dótturson samnefnds fv. biskups) og Karl Orvarsson, ballöðusöngvarann geðþekka. Sprakk verður á föstudags- og laugardagskvöld. A sunnudaginn verður spútn- íkgrúppan Infernó 5 með tón- leika (og ball). Þeim til upphitun- ar verður RMS, eða Árni Valur öðru nafni. Árni Valur? Hann er að norðan og kemur alla leið frá Akureyri til þess að flytja borgar- búum ,,síkvenserað'(?!) tölvu- popp. Jamm það held ég. NEÐANHOPP! Nú.er komið að því! Þú getur orðið fræg(ur)! Kannski bara eina kvöldstund en það er líka al- veg nóg. Á fimmtudagskvöldið 1. ágúst verður „opinn nemi" i Rauðu myllunni. Þangað getur hver sem er komið og sungið, dansað, leikið, trallað, ljóðað, strippað, hljóðað. . . Og fyrir ykkur sem viljið horfa og hlusta: Aðgangur ókeypis. NÆTURLIFIÐ Það er kannski óðs manns æði að vísa fólki á Berlín við Austur- stræti: þar er yfirleitt tuttugu metra biðröð um helgar og þann- ig hefur það verið síðan Werner Rassmusson keypti staðinn. Allt Z' sem hann snertir verður greini- lega að gulli. En það er tilraunar- innar virði að troða sér inn á staðinn sem er mest „inni". Upp- haflega stóð til að skapa þarna andrúmsloft frá fyrri hluta aldar- innar. Það fer nú kannski fyrir of- an garð og neðan, enda er Berlín hreinræktað diskótek. Ef menn skella sér um helgina ættu þeir að sleppa inn — verða ekki allir í Húnaveri? OG ÞA ER ÞAÐ VERSLUNARMANNAHELGIN! Það er hægt fara til Eyja (6.500 kr.), í Galtalæk (5.000 kr.), Húnaver (5.900 kr.), Atlavík (5.000 kr.) eða til Sigló (ókeypis), á Nýaldarmót á Hellnum Snæfellsnesi (3.000 kr.) eða á fjölskylduhá- tíð í Vík í Mýrdal (ókeypis). Svo er líka hægt að tjalda hvar sem er og njóta nátt- úrunnar — eða bara útí garði og njóta þess að allir eru i Húnaveri eða Eyjum eða... kÉÉr 35 ™ 3Ö----------------------- 23 45 ■B46- I3T sr r ) ö lö t ■ i u h mm P 1 B JV ■ 33 \ 47 ; ■ * m KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 hest 6 hæða II drykkjurút 12 hnoð 13 skapinu 15 jarð- yrkja 17 tímgunarfruma 18 beltisstrengur 20 ullarkassi 21 sigaði 23 þrek 24 kvísl 25 vandláta 27 stólpi 28 geðflækjuna 29 bæjarnafn 32 ofsögur 36 skarð 37 mild 39 hljóma 40 þjálfað 41 fá 43 bók 44 skjátur 46 lálaegastra 48 kjáni 49 dynur 50 sáran 51 peningana. LOÐRÉTT: 1 skipið 2 óslétt 3 eyði 4 störfuðu 5 barðir 6 kvoða 7 mið- ur 8 nokkur 9 hjákona 10 hrellir 14 baun 16 tóku 19 blekkjandi 22 væn 24 krafts 26 eðja 27 vendi 29 frægðar 30 melrakka 31 sárar 33 tyggja 34 eirir 35 fíflin 37 lendingarstaðurinn 38 heigull 41 romsa 42 sytru 45 kvabb 47 gylta. SJONVARPIÐ Á föstudagskvöld kl. 20.50. er þriðji þátturinn frá minningar- tónleikunum um Karl J. Sig- hvatsson. Að þessu sinni koma fram Trúbrot og Mannakorn ásamt Pálma Gunnarssyni og Ellen Kristjánsdóttur. Missum ekki af þessu. Og meira rokk á föstudagskvöldi: I Úrvalsdeild- VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Navy Seals 2. Narrow Margin 3. Havana 4. My Blue Heaven 5. Presumed Innocent 6. Kill me Again 7. Don’t tell her it's me 8. Paradísarbíóiö 9. The Big Man 10. Almost an Angel inni koma m.a. fram Jerry Lee Lewis, Tina Turner, The Doors og Cream. STÖÐ2_______________________ Eltum refinn After the Fox á föstudagskvöldið kl. 21.35. Pet- er Sellers er hér á ferð í mynd frá 1966. Pétur var bestur á sjö- unda áratugnum en dalaði mjög á þeim áttunda. Svo dó hann. VEITINGAHUSIN_____________ Café Opera við Lækjargötu er auðvitað í dýrari kantinum en vel þess virði fyrir þá sem vilja góða þjónustu og góðan mat í góðu umhverfi. Matseðillinn er hæfilega blandaður, m.a. með rammíslenskum réttum svoköll- uðum. En þeir sem fúlsa við ís- lenska eldhúsinu hafa úr nógu öðru að velja. Stemmningin er ósköp notaleg og passar bæði fyrir kærustupar í tilhugalífi og bissnissmenn að útkljá samn- inga. Svo eru stólarnir þægilegir, lýsingin mild — og smjörið er ekki frosið. Við kunnum að meta slíkt. vin Brut Imperia’‘ Þótt „Brut" þýöi í aöalat- riðum þurrt er þetta frekar sætt af „Brut" aö vera. Þetta er kampavín búiö til úr blöndu þriggja berjategunda, Chard- onnay, Pinot Noir og Pinot Meunier. Venju- lega er ein berjategund ekki meira áberandi en önnur, en síðast þegar smakkari PRESSUNN- AR bragðaöi Brut Im- perial var Chardonnay mest áberandi og vínið hið ágætasta í heildina. Flaskan kostar 2.360 krénur og fæst í flestum verslunum ÁTVR. FORTIÐIN I Árbæjarsafni stendur nú yfir sýning á Ijósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar og Ralphs Hannam. Myndirnar eru flestar frá miðbiki aldarinnar, forvitni- leg heimild um tíma sem gerist æ fjarlægari í öllum skilningi. Vig- fús var dæmigerður skrásetjari en hjá Hannam bregður fyrir snörpum, listrænum töktum. Skemmtileg sýning. Enginn að- gangseyrir. MYNDLISTIN Það er tilvalið að nota þessa helgi þegar allir eru í Húnaveri eða sumarbústaðnum að skoða nú loksins sýningarnar sem hef- ur staðið til að fara á lengi. Dæmi: Upplagt að byrja á yfir- 'TOM PETTY & THE HEARTBREAKERS— INTO THE GREAT WIDE OPEN Fyrir 5 árum var ferill TP & kó i sjálfheldu eftir plötuna Let me up en siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þeir léku með Dylan i u.þ.b. ár; síð- an var Petty i Traveling Wilburys, gerðu sóló- plötu sem sló i gegn. Það kom því á óvart að hér er þeirra besta plata, hvað varðar texta, lög og flutn- ing. Ein af þremur bestu plötum ársins til þessa! Og við gefum henni hvorki meira né minna en 9 af 10. litssýningu Þorvaldar Skúla- sonar í Norræna húsinu, fara þaðan á Kjarvalsstaði að skoða japanska nútímalist og enda svo í Perlunni OPNUNIN______________________ Á föstudaginn kl. 20 opnar Aðal- steinn Svanur Sigfússon sýn- ingu í Nýlistasafninu. Viðfangs- efnið er oftasl nær landslag, einkum sérstakir staðir sem hafa með tímanum öðlast sjálfstæða merkingu og jafnvel sjálfstætt lif: Og listamaðurinn sýnir okkur þessa staði í nýju Ijósi. HÚSRÁÐ____________________ Eg er á þeim aldri að nú er margt af því fólki sem ég var með í menntó, eða þekkti í gamla daga, að skríða heim úr námi. Undanfarið hef ég ekki getað farið á bar eða veitingahús án þess að rek- ast á þetta fólk. I flestum til- fellum er það indælt, en stundum get ég næstum sturlast úr leiðindum. Verst þykir mér að rekast á fólk sem er nýkomið frá New York, Kaliforníu eða París, líklega vegna þess að fólk virðist verða svo yfirmáta ástfangið af þessum stöðum að þegar það kemur heim talar það ekki um annað. Og þegar nám í kvikmyndum eða eitthvað ámóta bætist við getur maður þurft að hiusta kiukkutímum saman á yfirlætislegt hjal án þess að koma upp orði. Hvernig get ég hrist þetta fólk af mér svo ég geti haldið áfram að skemmta mér? Mér hefur reynst best að stama. Og ef þú rekst á ein- hvern sem er að koma frá New York skaltu segjast hafa verið þar líka; „ÉÉEÉg hehe- hef líka veveveverið ííí NewNewNew YoYoYoYork." Viðkomandi sér þá fram á langt samtal við þig um helstu staðina ■ borginni og lætur sig hverfa í flýti. VIÐ MÆLUM MEÐ Ættfræði fólki finnst það stækka og það verður einhvern veginn í nánari tengsium við söguna og annað fólk ef því er kunn- ugt um að það spratt ekki upp af engu Hrukku- og fegrunarmeðferð Heiðars snyrtis Jónssonar að borða hollan mat, hreyfa sig og vera sjaldnar ■ fýlu Lefi ■ hófi. Ekki vegna þess að ieti sé neitt til að mæla með umfram annað, heldur vegna þess að það er hægt að mæla með öllu — í hófi. Það er skiljanlegt að Bretar skuli vera uppnumdastir allra þjóöa af sjöunda áratugnum. Bæði fyrir hann og eftir hafa Bretar engu máli skipt í heimi tískunnar en á meöan á honum stóð voru þeir upp- haf og endir alls. Og þeir teygja sig langt til að reyna að endurvekja stemmning- una frá þessu heimstísku- veldi sínu. Á rnyndinni má sjá fjóra gesti í afmælisveislu eins og þær gerast nú í London: Frá vinstri; Lupus von Maltzahn barón, Nat- haniel Rothschild, Stefan Metternich prins og Candida Allfrey. Svona klæðir með- aljóninn sig í Englandi þessa dagana. BÍÓIN NEW JACK CITY BÍÓHÖLLINNI Hörkuþriller. Sexý og smart. Á VALDI ÓTTANS Desperate Hours BiÓBORGINNI Það er sérkennileg kúnst að geta teymt áhorfendur óaðfinnanlega í gegnum myndina en skiliðþá eftirán nokkurra tilfinninga gagnvart persónunum. Góð skemmtun fyrir sálarlausa eða þá sem vilja ekki sjá þá, sem þeim er vel við, verða fyrir hnjaski.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.