Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991 LISTAPÓSTURINN Á LAUGARDAGINN verður mjög athyglisverð sýning opnuð í Listasafni ASÍ á mess- ótintuverkum pólsku lista- konunnar Malgorzala Zur- akowska. Hvað er messó- tintuverk? Það er djúpþrykk eins og koparstunga og æting „en er öllu djúpristari í merk- ingu sinni“, eins og Adal- steinn Ingólfsson kemst að orði í sýningarskrá. Zu- rakowska er þekkt listakona og hefur sýnt verk sín víða um lönd. Aðeins meira um messótintuverk: Aðalsteinn kveður messótintur vera „fyrir vitsmunaverur, fyrir þá sem eru óhræddir við að spyrja stærstu spurninga". Taki þeir til sín sem eiga. . . HVER sagði að öll skáld þyrftu að lepja dauðann úr skel? Ekki öll. Þannig er til dæmis með Stefán Sigur- karlsson sem gaf út ljóðabók hjá Máli og menningu á síð- asta ári og hlaut góðar undir- tektir. Stefán er í fjórða sæti yfir hæstu skattgreiðendur í Reykjavík samkvæmt splunkunýrri skattskrá. Það var að vísu ekki hagnaður af ljóðum sem skaut Stefáni upp í stjörnuflokkinn með Þor- ualdi í Síld og fisk og félögum — Stefán er nefnilega apótek- ari lika. . . í KVÖLD halda Suttungar ljóðakvöld á Hótel Borg. Sutt- ungar? Jú, það eru fimm kornung skáld: Gerdur Krist- ný, Melkorka Thekla Olafs- dóttir, Nökkvi Elíasson, Sindri Freysson og Úlfhildur Dagsdóttir. Þeim til fulltingis verða Guöbergur Bergsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Óskar Arni Óskarsson. Upp- lesturinn verður i Skuggasal, hefst klukkan níu og miða- verð er fjögur hundruð krón- ur. Enginn Suttunga hefur gefið út bók enn sem komið er en ljóð þeirra hafa birst í blöðum og safnritum. Fram- haldið mun ekki ráðið en tæpast hafa Suttungar sagt sitt síðasta orð... Ljóö til aö gera upp lífiö „Þessi Ijóð eru mjög per- sónuleg enda er bókin upp- gjör vid sídustu þrjú ár í lífi mínu. Þannig eru öll Ijódin ort af einhverju ákvednu til- efni," sagdi Anna María Jóns- dóttir, sem á dögunum sendi frá sér fyrstu Ijóðabók sína, Ad eiga sér draum. Anna María er 29 ára, tveggja barna móðir og lauk stúdentsprófi um síðustu ára- mót. í haust hefur hún nám í Kennaraháskólanum. „Ég byrjaði að yrkja fyrir þremur árum, eftir að hafa gengið í gegnum skilnað. Fram að þeim tíma var líf mitt ósköp hefðbundið en síðan hefur gengið á ýmsu. Jú, það má segja að ég yrki af þörf. Ég sest ekki bara niður og segi við sjálfa mig: Nú yrki ég ljóð!" BÆKUR Bret Easton Ellis: American Psycho Bret Easton Ellis (fæddur 1964) varð talsverður tísku- drengur í amerískum bóka- heimi með skáldsögunni Less than Zero sem hann gaf út liðlega tvítugur. Stóru orðin voru ekki spör- uð og sumir ólu greinilega með sér þá von að nú væri loksins kominn fram á sjón- arsviðið höfundurinn mikli sem beðið hefur verið eftir í Ameríku í nokkra áratugi. Ekki þar fyrir: Less than Zero var á ýmsan hátt frek- ar gelgjuleg saga, stútfull af langdregnum lýsingum á lífsleiðum ungmennum sem létu sér fátt um veröld- ina finnast. Næst kom The Rules of Attraction og olli vonbrigð- um án þess þó að aðdáend- ur hins unga meistara sneru við honum baki. Am- erican Psycho mátti hins vegar ekki verða mjög mis- heppnuð bók ef Ellis átti að tolla á þeim stalli sem búið var að setja hann upp á. Enda má segja að nú hafi hann lagt allt undir. Hann fékk metfé fyrir það eitt að skrifa undir samning en þegar til kom neitaði útgef- andinn að gefa bókina út. Þá hafði spurst að efniviður Ellis væri að ýmsu leyti hrollvekjandi en efnistök hans þó hálfu skelfilegri. Og mikið rétt. American Psycho fjallar um ungt glæsimenni sem hefur allt til alls en dundar sér við að murka lífið úr fólki. Lýsing- ar á pyntingaraðferðum fylla tugi blaðsíðna; eink- um beitir söguhetjan ýms- um nýstárlegum aðferðum til að kreista líftóruna úr konum. Þær lýsingar eru í hæsta máta viðurstyggileg- ar í eðli sínu en orðaflaum- urinn er þó líklegri til að ganga af lesandanum dauðum áður en fórnar- lömb sögunnar hafa öll gef- ið upp öndina. Söguhetja Ellis er af- sprengi hálfgeðveiks uppa- samfélags: lýsingar á klæðaburði, upptalning á vörumerkjum, fínum veit- ingahúsum og klúbbum eru á nálega hverri síðu. Ellis notar þannig umhverf- ið og útlitið fyrst og fremst til þess að gefa mynd af per- sónum sínum. Sú aðferð gafst ágætlega í íslendinga- sögunum en hér ber hún sögumanninn ofurliði. Nið- urstaðan getur varla orðið sú að American Psycho sé mjög óttaleg bók, til þess er hún of svæfandi langloka. Líklega er þessi bók fyrst og fremst ágæt heimild um uppatískuna þegar hinn ungi ameríski Messías skrif- aði handritið. Og tæpast eru þetta endingarmeiri bókmenntir en tískublöðin í fyrra. Hrafn Jökulsson American Psycho fæst m.a. hjé Eymundsson, Austurstræti. Ljóð Önnu Maríu eru per- sónuleg og opinská, stíllinn yfirleitt blátt áfram. „Ljóðið er svo einfalt. Það er hægt að segja svo mikið í fáum orðum í einu Ijóði. Að því leyti er ljóðið öðruvísi en önnur tján- ingarform." En hvað um áhrifavalda í skáldskapnum? „Ég les mjög mikið af Ijóðum og held til dæmis mikið upp á þýðingar úr japönsku og kínversku. Þá er Þórarinn Eldjárn í uppá- haldi hjá mér en ég get tæp- ast talað um áhrifavalda á ljóðin mín.“ Anna María er þegar byrj- uð að safna í sarpinn fyrir næstu bók. Hún verður öðru- vísi. „Já, ég ætla að halda áfram. En ljóðin sem ég yrki núna eru annars eðlis en þau sem eru í bókinni. Þau eru ekki jafn persónuleg og í þeim er meiri vídd.“ Anna María Jónsdóttir: Án blygðunar Nakin stöndum móti hvort öðru horfumst i augu nálgumst hvort annað haegt snertumst bliðlega og af lotningu njótum ásta Hlæjum Grátum Tolum Þegjum Ástfangin Án blygðunar eða eftirsjár bindumst órjúfanlegum böndum sameinumst Uppgötvum á þeirri stundu helgidóm ástarinnar fullkomnun tilverunnar og hamingjuna — ef það er hægt Leyndardómar Tregasveitarinnar „Þaö má segja ad við séum að leysa Hánaversliðið af. Og svo höfum við ekkert spilað í sumar, ekkert spilað alltof lengi; mann er fariö að klœja í fingurna," sagði Pétur Tyrf- ingsson, blásari og for- sprakki Tregasveitarinnar, sem heldur þrenna tónleika á Pálsinum, fimmtudag, föstu- dag og laugardag. Tregasveitin fagnaði tveggja ára afmæli í vor. Hún er svona skipuð: Pétur söng- ur og gítar, Sigurður Sigurðs- son söngur og munnharpa, Björn Þórarinsson bassi, Guðvin Flosason trommur og snillingurinn ungi, Guö- mundur Pétursson, leikur á gítar; hann er líka í Vinum Dóra. Guðmundur og Pétur eru feðgar. „Já, það hefur verið svo mikið að gera hjá Vinum Dóra upp á síðkastið að við höfum ekki komist að. Þeir skruppu til Chicago um dag- inn, strákarnir, og svo gáfu þeir út plötu," sagði Pétur. Og hvernig verða tónleik- arnir um helgina? „Maður fer bara upp á svið og stingur i ,samband. Það er ekki hægt að lýsa því neitt betur. Blús er bara lífið.“ Pétur vildi lítið tjá sig um þann orðróm að Tregasveitin væri í hljóðveri um þessar mundir að undirbúa plötuút- gáfu. „Þú veist hvernig þess- ar hljómsveitir eru, þær vilja að allt svona sé leyndardóms- fullt. Segðu bara að ég hafi orðið leyndardómsfullur þeg- ar þú spurðir um plötuna."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.