Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991 'Jiljjnr íðíettðhnr |ijód§ögur Þegar Sædýrasafninu í Hafnarfiröi var lokaö á sín- um tíma skapaöist hálfgert neyöarástand hjá geitafjöl- skyldu sem þar bjó. Þannig var að sonur geitarinnar og geithafursins var aö veröa kynþroska og leitaði mjög á móður sína og systur til aö fá hvötum sínum fullnægt. Geithafurinn kæröi sig ekkert um þetta og kom jafnan í veg fyrir aö sonur- inn næöi vilja sínum fram. Síöan gerðist þaö aö geit- hafurinn veiktist, meö þeim hætti aö framfætur hans lömuðust og gat þá sonurinn náö sér niðri á honum með því aö ráöast aftan að honum. Starfsmenn Sædýra- safnins munu við svo búið hafa skorist í leikinn og tek- ið unga geithafurinn í sína vörslu. (úr dýrasögum) Einu sinni sem oftar fór bóndi úr Norðfirði meö veiöistöng sína niöur aö á. Hann var ekki fyrr búinn aö kasta en hann dró fyrsta fiskinn aö landi, myndar- legasta lax. Kastaöi bóndi út aftur og aftur og alltaf var sama sagan, lax í hverju kasti. Við svo búiö gekk hann heim og lagði sig, enda fór hann aö efast stórlega um geðheilsu sína. Eftir smáblund fór hann aftur niöur aö ánni og kast- aði. Var allt viö þaö sama, lax í hverju kasti. Spuröist nú út um veiði- mennsku bónda og fóru aörir Norðfirðingar aö huga aö laxi. Kom þá á daginn aö þúsundir laxa höföu slopp- iö úr sjókví í firðinum og fékk bóndi þar meö staö- festingu á því aö heilsa hans væri jafngóð og fyrr. (úr dreifbýlissögum) Máltækið „Sá vægir sem vitiö hefur meira" hefur venjulega ekki vafist fyrir mönnum. Og líklega hefur það heldur ekki gert þaö hjá Guöbjarti Jónssyni, veit- ingamanni á Flateyri, þótt honum fyndist það hljóma betur svona: „Sá vægir sem veit ekki meira." (úr mismælasögum) segir Sigfús Dagnýsson skósmiður „Afi minn og faðir voru skósmiðir og þad lá beint við að ég yrði það iíka,“ sagði Sigfús Dagnýsson skósmiður, sem hefur rek- ið skósmíðaverkstæði við Skólabrú í Reykjavík í 32 ár. Sigfús færist í fyrstu undan því að spjalla við blaðakonu. Segist vera óvanur þessum viðtölum, ólíkt þeim sem séu sýknt og heilagt í blöðunum. „Faðir minn byrjaði hér í þessu húsi sem skósmiður eft- ir að við komum frá Seyðis- firði, en þar höfðum við búið í 25 ár,“ sagði Sigfús. ,,Á þeim árum var mikill uppgangur á Seyðisfirði. — Þetta hús er, eins og allir vita, um 110 ára gamalt og í það voru notaðir afgangar úr Alþingishúsinu og kalk úr gamia kalkofnin- um sem Kalkofnsvegur dreg- ur nafn sitt af. Ég er ansi hræddur um að venjuleg pússning væri farin að láta mikið á sjá eftir allan þennan tíma. — Núna er svo búið að friða húsið. Það voru tveir skósmiðir hérna á undan föður mínum en ég veit ekki hvenær þeir byrjuðu. Það hefur verið tölu- vert löngu fyrir stríð. Svo hef ég heyrt að sá sem stofnaði Sanítas hafi verið hér fyrst og þá fyrir óralöngu. Þá var vatni tappað á flöskur og hellt út í það einhverju dufti, en þannig voru gosdrykkirn- ir í gamla daga.“ Langadi þig aldrei til ad leggja eitthuad annad fyrir þig en skósmídar? „Eg hef aldrei hugsað bein- línis út í það. Ég hafði nú mik- inn áhuga á flugi og var ægi- lega hrifinn af flugvélum þeg- ar ég var krakki. Það var samt ekki grundvöllur þá fyr- ir því að leggja fyrir sig flug. Fólk sá sjaldan flugvélar og það var mikill viðburður. En á stríðsárunum sá maður mikið af þeim. Það var mikil skipahöfn á Seyðisfirði og ég taldi eitt sinn 32 herskip og þar af tvö flugmóðurskip." Sigfús gleymir sér nokkur augnablik í upprifjun á strídsárunum. En uinguðust heimamenn mikið uið her- mennina? „Nei, það var ekki mikill samgangur á milli. Það var helst í lok stríðsins. Ég man eftir einum sem var spreng- lærður. Hann hafði lært nor- rænu, talaði góða íslensku og hafði lesið allar íslendinga- sögurnar spjaldanna á milli. Þessi maður kvæntist síðan íslenskri stúlku." Huað uarstu gamall þegar þú hófst nám í skósmíðum? „Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að læra skósmíðar, en þá tók námið fjögur ár og stór hluti af því var að læra að smíða skó. Núna er þetta þriggja ára nám og hefur mikið breyst og miðar alfarið við viðgerðir. Pabbi gerði mikið af því að smíða skó og ég ólst upp við að aðstoða hann. Einu sinni smíðaði hann stígvél eftir kanadískri uppskrift úr blaði og þau urðu mjög vinsæl. Eftir að ég lauk námi fór ég síðan til sjós og var á togurum í fimm ár áður en ég sneri mér alfarið að skósmíðum. Það þurfti að fjárfesta í ýms- um tækjum og ég vildi hafa þennan háttinn á frekar en að taka lán, en ég hef aldrei ver- ið mikið fyrir það að skulda peninga." En huernig ganga uiðskipt- in hjá skósmiðum i dag? „Það er farið að dofna mjög mikið yfir þessu, sér- staklega eftir að útsölurnar voru gefnar frjálsar. Eitt mesta erfiðleikatímabil í þessari iðn var þó frá '66—69. Þá fóru að koma skór með plasti í og við áttum ekki lím til að gera við það. Þá man ég að tveir ungir skósmiðir, sem þá voru að byrja og höfðu fjárfest í dýrum tækjum, urðu að hætta. Það sem bjargaði mér var það að ég var skuld- laus og átti fyrir gömul tæki. Fyrir þann tíma var mikið að gera og í kringum 1960 vann maður oft til 10 og 12 á kvöld- in,“ sagði Sigfús og leit á klukkuna og var farinn í mat. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Um forrœdissuiptingar; hver gætir hagsmuna barna? Einu sinni hringdi síminn heima hjá mér um nótt. Örvingluð barnsrödd var á hinum enda línunnar. „Ert þú Óttar Iæknir?“ spurði barnið. „Já/ sagði ég, „hver ert þú?“ „Eg heiti Oli. Viltu taka hann pabba minn í meðferð strax?" sagði rödd- in, „hann heitir L.L.“ „Hvað ertu gamall?" spurði ég. „Ég er sjö ára og mamma bað mig að hringja í þig. Hún er líka að drekka. Pabbi er bú- inn að berja bæði hana og mig og brjóta helling af glös- um og diskum. Ég sit með litlu systur mína inni í her- bergi. Hvað eigum við að gera?" Drengurinn snökti. Ég reyndi að ræða við for- eldrana en það tókst ekki. Dauðadrukkinn karl sagði mér að halda kjafti og móðir bað guð að blessa mig þvoglumæltri röddu. Ég hringdi í lögreglu og bað þá að athuga ástand þessara barna en tók manninn til meðferðar daginn eftir. Lög- reglan sagði mér síðar að að- koman hefði verið ófögur; íbúðin bar merki langvinnra veisluhalda, brotin húsgögn og borðbúnaður lágu á gólf- um. Börnin höfðu lokað sig inni í litlu herbergi og sátu í myrkri ofsahrædd og héldu hvort utan um annað. Ná- grannar höfðu kvartað nokkrum sinnum yfir fylleríi og gleðskap þessara hjóna og barnaverndarnefnd var OTTAR GUDMUNDSSON með mál þeirra til athugun- ar. í starfi mínu meðal alk- óhólista hjá SÁÁ, á slysa- deild og barna- og unglinga- geðdeild rakst ég á fjölda svipaðra tilfella; vanrækt börn sem sátu ein og hrædd í hálfrökkri og hlustuðu á drykkjuiæti foreldra sinna; hvítvoðungar sem lágu hlandblautir og grátandi vegna þess að enginn sinnti þeim; börn með marbletti í öllum regnbogans litum sem búið var að misþyrma; börn sem beitt voru kynferðis- legu ofbeldi. Oftst var hægt að rekja þessa vanrækslu til drykkju og ólifnaðar for- ráðamanna. BÖRN ALKÓHÓLISTA Alkóhólismi er tíður og al- varlegur sjúkdómur hér á landi. Það sem helst ein- kennir alkóhólisma er stjórnleysi í drykkju sem leiðir til þess að menn missa öll tök á eigin hegðun. Alk- óhólisti gerir hluti, segir hluti, framkvæmir hluti sem oft ganga í berhögg við eigin samvisku og siðgæðisvit- und. Þetta stjórnleysi hefur gífurleg áhrif á meðlimi fjöl- skyldu alkóhólista. Einhver besta bók sem ég hef lesið um þetta heimilislíf heitir Fíllinn í stofunni. Það er barnabók, skrifuð frá sjónar- hóli barns sem lifir á heimili með alkóhólista. Barnið lýs- ir honum eins og fíl i stof- unni sinni. Fíllinn sefur stundum og þá verður eng- inn var við hann og lífið gengur sinn vanagang. Hann vaknar endrum og sinnum og er glaður og reif- ur og leikur sér við krakk- ana og vini þeirra. Þá er hægt að láta fílinn bera sig á bakinu og róla sér í ranan- um. En stundum er fíllinn reiður og hefur allt á horn- um sér. Hann brýtur og bramlar og meiðir jafnvel krakkana sem hann lék sér við daginn áður. Enginn veit af hverju hann reiðist eða hvenær það gerist. Allir verða að taka tillit til fílsins í stofunni og þess vegna venja allir sig á að læðast í kring- um hann á tánum svo að hann vakni ekki ef hann sef- ur eða reiðist síður ef hann er vakandi. Börnin læra að koma ekki með vini sína heim því að fíllinn getur ver- ið erfiður viðfangs. Það sem einkennir andrúmsloftið á slíku heimili er óvissa og öryggisleysi. Enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. VARNARLAUS BORN Enginn er eins varnarlaus gagnvart alkóhólisma og börn. Þau skilja ekki hvað er að gerast inni á heimilinu; af hverju pabbi eða mamma eru svona skrýtin; af hverju þau eru lamin eða vanrækt. Þessi börn eiga sér engin hagsmunasamtök sem talað geta máli þeirra svo að þau verða að treysta á viðbrögð nágranna, vina og ættingja sem koma þeim til aðstoðar. Talið er að barnaverndar- nefndum landsins berist um 2000 tilkynningar árlega um alvarlega vanrækslu á börn- um. Yfirleitt er reynt að gefa foreldrum mörg tækifæri til að bæta sig undir einhvers konar eftirliti. En í u.þ.b. 100 tilfellum verður að beita þvingunaraðgerðum til að bjarga barni. Þá er því kom- ið fyrir um tíma meðan for- eldrar eru að átta sig eða gera eitthvað í málum sín- um. Örsjaldan eru börn dæmd af foreldrum að und- angenginni nákvæmri rann- sókn þegar aðrar leiðir hafa verið þrautreyndar. Þau ár sem ég var í návígi við þessi mál fannst mér þolinmæði barnaverndarnefnda með miklum ólíkindum. Allt virt- ist gert til að koma til móts við foreldra en hagsmunir barna voru stundum fyrir borð bornir að mínu mati.Mér datt þetta í hug um daginn þegar ég las um samtök fólks sem misst hafa forræði yfir börnum sínum hér í PRESSUNNI. Harmþrungin viðtöl voru höfð við fólk sem bar sig illa undan afskiptum kerfisins. En hvenær fara blaðamenn að skrifa um þessi mál út frá sjónarhóli barna? Hvenær verða birtar myndir af grátandi vanræktum börnum sem enginn skiptir sér af? Það verður seint. Vanrækt börn eru ekki nógu gömul til að stofna samtök, kalla saman blaða- mannafundi og rekja rauna- sögur sínar um óréttlæti heimsins. Við verðum því að treysta því að barnaverndar- nefndir landsins vinni vel með heill barna í huga því að raunir þeirra og hörm- ungar eru oft meiri en tárum taki. Ég hef mun meiri sam- úð með þeim en því fólki sem snýr allri reiði sinni og beiskju að þeim aðilum sem reyndu að hjálpa börnum þeirra í neyð. Fjölmiðlar sem taka þátt í þessum leik valda miklum skaða. Þegar rýrð er kastað á störf barnaverndar- nefnda á þennan hátt er hætt við að fólk tilkynni ekki augljósa vanrækslu á börnum. Ruglið fær þá að viðgangast enn lengur með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. í málum sem þessum verða hagsmunir barna að vega þyngra en grátur og tannagnístran í fjölmiðlum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.