Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 31

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 31
mmmmmmst FIMMTUDAGUR PRESSAN l.ÁGÚST 1991 31 Athugasemd frá ritstjóra Fiskifrétta í smáfrétt í síðustu PRESSU var meðal annars sagt að Fiskifréttir hefðu á tímabili komið út einu sinni í viku. I sömu skrifum var því haldið fram að Fiskifréttir og Sjávarfréttir hefðu fundið fyrir harðnandi sam- keppni á markaðnum vegna til- komu sjávarútvegsblaðs Morgun- blaðsins. Vegna þessa vill Guðjón Einarsson, ritstjóri Fiskifrétta og Sjávarfrétta, taka fram, að Fiskifrétt- ir hafa komið út vikulega allt frá því blaðið var stofnað fyrir tæpum átta árum, að undanskildu tveggja vikna hléi á sumrin vegna sumarleyfis í prentsmiðju. Engin breyting er fyr- irhuguð á útgáfutíðni blaðsins, segir Guðjón. Ennfremur vill hann taka fram að „fylgirit Moggans hefur engin áhrif haft á tekjur eða út- breiðslu Fiskifrétta og Sjávarfrétta". Jón Óskar og Víd- ir sverja af sér stuðning við KR og Fram Jón Óskar Sólnes fréttamaður sendi PRESSUNNI ítarlega athuga- semd þar sem hann sver af sér stuðning við KR, en í grein í blaðinu í síðustu viku um áhangendur knatt- spyrnuliðanna í Reykjavík var Jón Oskar talinn upp meðal stuðnings- manna KR. í athugasemdinni segir meðal annars: ,,Að vísu skal hér játað, að fyrir margt löngu fór ég á eina æfingu í KR-heimili, innanhúss í 6. flokki að mig minnir, en síðan ekki söguna meir. Ef átt er við þennan atburð, þegar fullyrt er að undirritaður sé KR-ingur „samkvæmt heimildum PRESSUNNAR", þá skal upplýst hér og nú að æfingin markaði ekki svo djúp spor, að ég geti talist KR-ingur upp frá því. Miklu nær væri að raða mér í dálk annars staðar í greininni. Um leið og ég vona að þessari leiðréttingu verði góðfúslega komið á framfæri vil ég taka skýrt fram að mér er afar hlýtt til KR-inga, enda hafa margir vinir mínir, sem nefndir eru til sögunnar í sérstökum KR- dálki, grátið á öxl mér í lok keppnis- tímabils undanfarin ár. Heldur þótti mér PRESSAN hins vegar hæversk hvað varðar innan- búðarmenn, en sem kunnugt er fylgir Gunnar Smári Egilsson rit- stjóri KR-ingum fastar að máli en margur annar.“ Eins og fram kemur í athugasemd Jóns Óskars er hann svolítið veikur fyrir KR, þótt hann kjósi að halla sér að öðru Reykjavíkurfélagi, sem hann einhverra hluta vegna þorir ekki að nefna á nafn. Það er ástæðu- laust fyrir Jón Óskar að fara leynt með stuðning sinn við Val, þótt ekki gangi vel á þeim bæ um þessar .mundir. Annar kunnur íþróttafréttamað- ur, Víðir Sigurðsson á DV, kom að máli við blaðið vegna sömu greinar. Þar var tekið fram að Víðir væri fyrst og fremst ÍK-maður, enda lék hann með Kópavogsliðinu um ára- bil. Þetta er rétt segir Víðir, en hins vegar segist hann algjörlega hlut- laus varðandi fyrstudeildarfélögin ,og því of djúpt í árinni tekið að segja hann hliðhollan Fram. Til fróðleiks fyrir lesendur er rétt að taka fram að . Víðir hóf feril sinn hjá Leikni á Fá- skrúðsfirði og lék með liðinu í öllum yngri flokkum upp í meistaraflokk. Ritstj. Greibslukjör: Ekkert út, 1. grei&sla í sept. og eftirstöðvar á þremur árum. ÆGIR Eyjaslób 7 • Reykjavík • s. 62 1 780 Þ E K K I N G R E Y N S L A Þ J O N U S T A 7 8 A R 5.-8. Haustferð Albvðuflokksins er að þessu sinni til Edinboraar. Gist verður þrjár nætur á glæsilegu Mount Royal-hótelinu í hjarta Edinborgar. Flogið verður til Glasgow og þaðan ekið í rútu til Edinborgar. Innifalið í verði: Flug Keflavík-Glasgow-Keflavík, ferðir til og frá fíugvelli og skoskuT morgunverður og gisting. Sérstakur passi sem meðal annars veitir aðgang að heildverslunum og leiðsögn frá ferðaskrifstofunni allan tímann. Verð með ferðaskrifstofunni ATLANTIK: 28.967,- kr. auk flugvallarskatts. Fararstjórar: Bryndís og Jón Baldvin. Nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins. dtKMtHCTfKmt

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.