Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991 íslandsbanki SAKABUR UM HAFA TEKID HÚSBRÉF í EIG HJDNA UPP í SKULD DVIBKDMANDIABILA Hjónin hafa hafnað sáttum sem bankinn bauð og verður málið rekið fyrir dómstólum. Bankinn telur færslur inn á reikning annars viðskiptavinar hafa verið í fullu samráði við þau. Lögmaður hjónanna telurað bankinn hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína á ólögmætan hátt. Hjón á Akureyri hafa höfðað mál á hendur íslands- banka þar sem þau telja að bankinn hafi með saknæm- um og ólögmætum hætti ráðstafað hluta af andvirði hús- bréfa sem þau áttu til þriðja aðila. Bankinn bauð sættir í málinu, sem hjónin töldu ófullnægjandi. Stefnir því í málaferli og vísar bankinn öllum kröfum á bug, þar sem gengið hafi verið frá málinu með samkomulagi og vitund stefnenda. KiginmaOurinn, Daníel Þorsteins- son, hafði unniö sem undirverktaki hjá Aðalgeiri Finnssyni hf. á Akur- eyri. Varð að samkomulagi á inilli Aðalgeirs og Daníeis að húseignin Bakkasíða 12 á Akureyri yrði hluti af greiðslu til hans og var frá mátinu gengið þannig að eiginkona Daní- els, Málfríður Hannesdóttir, eignað- ist húsið með formlegum hætti þann 26. janúar árið 1990, en húsiö var þá enn í byggingu. Þann 20. des- ember árið 1990 seldi hún síöan fasteignina og í kaupsamningi var gert ráð fyrir að greiðsla yrði að hluta í formi húsbréfa. Kaupverðið var 11 milljónirkrónaogáttu ríflega 7 milljónir að greiðast meö andviröi húsbréfa. BANKINN FÓR FRAM Á AÐ HÚSBRÉFIN YRÐU GEFIN ÚT Á HANS NAFN Af því tilefni leitaöi Málfríður til Guðjóns Steindórssonar, útibús- stjóra íslandsbanka á Akureyri, um að bankinn veitti veðleyfi sem handhafi að skuldabréfum á 1. til 3. veðrétti svo þinglýsa mætti veðbréfi frá húsbréfadeild Húsnæðisstofnun- ar í samræmi við ákvæði kaup- sammnings. til bankans samkvæmt munnlegum samningi. Þegar hér var komið sögu segist Málfríði hafa orðið Ijóst að eitt af skilyrðum veðieyfisins hafi verið það að henni yrði gert að greiða víx- il, samþykktan til greiðslu af óvið- komandi aðila, upphaflega að fjár- hæð 700 þúsund krónur, auk van- skila og vaxta. Víxill þessi var í Aðalgeir Finnsson fékk tæpar 500 þúsund krónur af andvirði hús- bréfanna inn á reikning sinn. Húseignin Bakkasiða 12 var upphaflega hluti af greiðslu Aðalgeirs Finnssonar til Daníels Þor- steinssonar. Islandsbanki varð við þessari ósk, en Málfríði var jafnframt tjáð aö bankinn gerði það að skilyrði að lánin sem hvíldu á l. til 3. veðrétti skyldu greidd að fullu með ráðstöf- un á húsbréfum. Þetta samþykkti Málfríður og féllst hún því jafnframt á að bréfin yrðu gefin beint út á ís- landsbanka, jafnvel þótt það sé ekki venjan. Ritaði hún undir yfirlýsingu þess efnis, sem kom þó ekki að sök því bréfin voru gefin út á hennar nafn og þurfti hún að framselja þau vörslu bankans og mátti rekja til við- skipta Aðalgeirs Finnssonar, sem hafði selt bankanum hann. Með þessum víxli komu samtals 836.820 krónur til frádráttar húsbréfunum sem bankinn annaðist sölu á. 500 ÞÚSUND KRÓNUR MILLIFÆRÐAR Á REIKNING AÐALGEIRS Auk þess að draga frá andvirði umrædds víxils með áföllnum kostnaði hafði bankinn millifært tæpar 491 þúsund krónur inn á reikning Aðalgeirs Finnssonar hf. i íslandsbanka. í sáttatilboði, sem Jón G. Briem lögmaður bauð fyrir hönd íslands- banka og telur umfram skyldu bankans, er fallist á að greiða Mál- fríði andvirði víxilsins með áfölln- um kostnaði, samtals 836.820 krón- ur sem fyrr segir, auk vaxta frá miðj- um janúar til greiðsludags og að auki 100 þúsund krónur í máls- kostnað. í sáttaboðinu var ekki tek- ið tillit tit millifærslunnar á reikning Aðalgeirs Finnssonar. Þessu hafnaði Hróbjartur Jónat- ansson lögmaður fyrir hönd Mál- fríðar, sem er sækjandi í málinu, og verður það því rekið fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur í haust. BANKINN SEGIR FULLT SAMRÁÐ HAFA VERIÐ HAFT VIÐ MÁLFRÍÐI íslandsbanki hafnar þar öllum kröfum stefnanda og segir ráðstöf- un andvirðis húsbréfanna hafa ver- ið í fullu samráði við Málfríði og lög- mann hennar á Akureyri, Björn Jós- ef Arnviðarson. sem hafi aðstoðað við frágang málsins. Fram kemur að ofangreind skuldabréf, sem bank- inn gaf veðleyfi fyrir. hafi verið gefin út af Málfríði til Aðalgeirs Finnsson- ar hf. og Aðalgeir hafi síðan framselt þau bankanum. Á þeim tima sem bréfin voru framseld voru þau í van- skilum og greiddi Aðalgeir þau van- skil með og fékk endurgreidd af andvirði húsbréfanna. Því taldi bankinn rétt að greiða 481 þúsund krónur inn á reikning Aðalgeirs. Málfríður telur ráðstöfun þessa fjár inn á reikning Aðalgeirs hafa verið án vitundar og samráðs við sig. I stefnunni, þar sem raktar eru málsástæður, er íslandsbanki sakað- ur um misneytingu gagnvart Mál- fríði og hafi bankinn farið stórlega út fyrir umboð sitt við ráðstöfun fjármunanna og nýtt sér yfirburða- stöðu sína, sem og ókunnugleika Málfriðar, í því skyni að ná undir sig fé í sína þágu og Aðalgeirs Finnsson- ar, með þeim afleiðingum að Mál- fríður hafi beðið skaða af. DEILT UM SKYLDUR OG ÁBYRGÐ VIÐSKIPTABANKA Vísað er til þess að viðskiptabank- ar hafi viðtækari skyldur en ella, samanber lög um viðskiptabanka. Lögmaður bankans hafnar þessari lögskýringu og segir hvergi að finna ákvæði er leggi víðtækari skyldu á viðskiptabanka en aðra aðila, þann- ig að samningar sem þeir geri teljist frekar ósanngjarnir en samningar annarra. Áður en málsókn hófst óskaði Hróbjartur Jónatansson, lögmaður hjónanna, eftir áliti bankaeftirlits Seðlabankans á þessum starfshátt- um íslandsbanka gagnvart Málfríði. Bankaeftirlitið hyggst hins vegar ekkert aðhafast í málinu á meðan það er rekið fyrir dómstólum. Þessi meinta ólögmæta ráðstöfun Islandsbanka á andvirði húsbréf- anna í þágu bankans og Aðalgeirs hefur að mati hjónanna leitt til þess að þau geta ekki aflétt öðrum skuld- um á eigninni og þannig hafi við- semjendur þeirra. kaupendur húss- ins. beðið skaða af. Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.