Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 7
Raðsmíðaskipin FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991 7 LEIBJA KVOnNN A HALFVRBIOG FA SKIPIN AN AFBORGANAl Ætla má að Ríkisábyrgðasjóður hafi tapað um einum og hálfum milljarði króna á raðsmíðaskipunum svokölluðu. Um leið var útgerðum þeirra tryggður mjög ódýr kvóti og afborgunarskilmálar sem teljast mega einstœðir Þeir útgerdarmenn sem keyptu raðsmíðaskipin svo- kölluðu á sínum tíma virðast hafa gert ákaflega hagstæð kaup á kostnað Ríkisábyrgðasjóðs. Það felst í því að skip- in voru seld á ótrúlegum kjörum, sem tryggja útgerðar- mönnunum ódýran kvóta og nánast ókeypis fiskiskip. Uppreiknað verð skipanna er nú um 410 milljónir króna en fyrir þau greiða útgerðarmennirnir 13 milljónir á ári eða um 7% af aflaverðmæti. Ef aðeins væri reiknaður út kvóti skipanna væri hægt að fá um 30 milljónir fyrir hann í leigu. Kostnaður vegna smíði skipanna er nú upp- reiknaður um 1.640 milljónir króna, sem Ríkisábyrgða- sjóður verður ennþá að greiða af. Hefur PRESSAN heimildir fyrir því að áætlað aflaverðmæti Hafþórs, sem nú heitir Skutull ÍS, sé um 180 til 190 milljónir króna. Virðist óhætt að yfirfæra þá tölu á raðsmíðaskip- in. ÓTRÚLEG AFBORGUNARKJÖR Eins og sést af þessari upptaln- ingu voru skipin á milli fjögur og fimm ár í smíðum og urðu að lokum „mun dýrari en nokkurn óraði fyr- ir“, eins og einn úr skipasmíðaiðn- aðinum orðaði það. Dýrast varð síð- asta skipið, Jöfur, sem selt var Jarli hf. í Keflavík. Innan árs var það selt Jöfur KE-17 við bryggju, en hann var síðastur raðsmíðaskipanna. Um leið var hann síðasta verkefni Stálvíkur í Garðabæ, en smíði hans tók óhemjulangan tíma. Skipin sem hér um ræðir eru rað- smíðaverkefni sem ráðist var í án fyrirframsölu í framhaldi af „Sam- starfsverkefni um hönnun og rað- smíði fiskiskipa", sem Félag dráttar- brauta- og skipasmiða stóð fyrir á árunum 1980—^81. í upphafi var smíðaður ísfisktogarinn Hafnarey SU, sem afhentur var í mars 1983. í framhaldi af því var ákveðið að smíða fjögur skip sömu tegundar og var ákvörðunin meðal annars tekin af Hjörleifi Guttormssyni, þáverandi iðnaðarráðherra. Var með þessu ætlunin að tryggja skipasmíða- stöðvunum verkefni og smíða um leið ódýr skip. Það var ríkissjóður sem tók ábyrgð á verkefninu. LÁGU HÁLFKÖRUÐ í TVÖ ÁR Skömmu eftir að smíði skipanna hófst var kvótakerfið sett á og um leið brast grundvöllur fyrir verkinu, þar sem skipin fengu engan kvóta. Var smíðinni hætt og hófst hún ekki fyrr en 1985 þegar samþykkt hafði verið að úthíuta skipunum kvóta. Lágu þau því hálfköruð í skipa- smíðastöðvunum í tvö ár. Þegar vinna við smíði skipanna hófst aftur var teikningum breytt mjög mikið og ákveðið að smíða rækjutogara með möguleikum fjöl- veiðiskipa. Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi smíðaði Gissur ÁR og var hann afhentur í mars 1987. Hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri voru smíðuð tvö skip, Oddeyrin EA, sem afhent Vcu- í mars 1986, og Nökkvi HU, sem afhentur var í febrúar 1987. Síðasta skipið í röð- inni var síðan Jöfur KE-17, sem smíðaður var í Stálvík í Garðabæ og afhentur 28. júlí 1988. Skipin voru þó öll boðin til söiu á svipuðum tíma undir umsjón starfsmanna fjármála- ráðuneytisins og Ríkisábyrgðasjóðs. Til að selja skipin var settur á þau kvóti sem miðað við kvótaárið 1990 nam 715 þorskígildum. Þegar togar- inn Hafþór var seldur í fyrra frá Haf- rannsóknastofnun var settur á hann sami kvóti og raðsmíðaskipin fengu. Muggi hf., sem er í eigu sömu aðila og eiga rækjuverksmiðjuna Meleyri hf. á Hvammstanga. Muggur hf. mun hafa yfirtekið kaupsamning- inn. Eftir því sem næst verður komist var söluverð Jöfurs 285 milljónir, sem er langt undir þeim kostnaði sem smíði þess hafði í för með sér. Var því þá þegar haldið fram að Rík- isábyrgðasjóður hefði orðið að taka á sig hátt í 200 milljónir króna í tengslum við smíðina á Jöfri. Fyrir Gissur ÁR voru borgaðar 177 milljónir árið 1986 að sögn Unn- þórs Halldórssonar, útgerðarmanns Gissurar. Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts fékk þó mun meira og mun Ríkisábyrgðasjóður hafa greitt mis- muninn. Eftir því sem komist verður næst nam mismunurinn á smíða- verði og söluverði þá um 60 til 70 milljónum. Varð þegar að sam- komulagi að Ríkisábyrgðasjóður greiddi kostnaðinn við tafir vegna smíðanna — það er að segja fjár- magnskostnað í tvö ár. Að sögn Sigurdar H. Ringstedt, forstjóra Slippstöðvarinnar hf„ voru skipin, sem þar voru smíðuð, seld á 170 til 180 milljónir króna. Staðfesti hann að Ríkisábyrgðasjóður hefði bætt stöðvunum upp vaxtakostnað vegna langs smíðatíma. Það var Oddeyrin hf. sem keypti samnefnt skip, en það fyrirtæki er í eigu Sam- herja á Ákureyri. Nökkvi er gerður út frá Blönduósi. AFBORGUNIN AÐEINS 7% AF AFLAVERÐMÆTI En það eru ekki síst kjörin á eftir- stöðvunum sem gera að verkum að kaupin eru mjög hagstæð. Virðist sem kaupendur skipanna borgi að- eins 7% af aflaverðmæti í afborgan- ir. Ef gert er ráð fyrir að aflaverð- mæti skipanna sé um 180 til 190 milljónir króna er afborgunin að- eins 13 milljónir á ári. Má nefna að fyrir kvóta skipanna má fá 30 millj- ónir á ári, ef hann væri leigður, en 110 milljónir í varanlegri sölu. Var- lega áætlað má því segja að hann sé leigður á hálfvirði. Um leið má segja að eftirstöðvalán vegna skipakaup- anna séu felld niður. Samkvæmt lögum ber að greiða 7% af aflaverðmæti í svokallaðan Stofnfjársjóð fiskiskipa og eru þeir peningar sem þar fara inn eyrna- merktir viðkomandi skipi. Þeir eru síðan greiddir út aftur ef viðkom- andi aðili stendur í skilum við Fisk- veiðasjóð, Byggðastofnun og Ríkis- ábyrgðasjóð. Virðast kaupendur skipanna hafa sloppið með að greiða þessi lögbundnu 7% í afborg- anir af þeim. Ýmsum í útgerð verður tíðrætt um gengi þessara skipa, því rekstur þeirra gengur furðuvel þrátt fyrir lít- inn kvóta. Það er ekki nema Odd- eyrin sem hefur fengið verulega við- bót á kvóta sinn, en Samherji hefur keypt verulegar viðbætur á það skip. Hin eru mikið til rekin á upp- runalegum kvóta. Útgerð Oddeyrarinnar er reyndar sú eina sem hefur fengið afhent af- sal af skipinu. Hin skipin eru enn skráð á viðkomandi skipasmíða- stöðvar og er það sérstaidega at- hyglisvert með Jöfur, því langt er nú síðan Stálvík var tekin til gjaldþrota- skipta. Engin lán hvíla á skipunum frá Fiskveiðasjóði. Erfitt er að meta þann kostnað sem endanlega fellur á Ríkis- ábyrgðasjóð vegna smíði þessara fjögurra skipa. Ljóst er þó að enn er sjóðurinn að greiða verulegar upp- hæðir vegna skipanna, því afborg- anirnar nægja ekki fyrir vaxta- kostnaði. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er unnið að endan- legu uppgjöri vegna þessa máls hjá Ríkisábyrgðasjóði, en þar sem ekki var unnt að fá neinar upplýsingar frá starfsmönnum sjóðsins verður að treysta þeim heimildum. Uppreiknað söluverð skipanna er um 1.640 milljónir króna, en í þá tölu vantar kostnað sem féll á þau umfram söluverð á smíðatíma. Má ætla að skipasmíðin hafi kostað hátt í tvo milljarða króna. Ef gert er ráð fyrir 13 milljóna króna afborgunum er ljóst að Ríkis- ábyrgðasjóður fær aðeins inn vexti sem samsvara 3,9% af fjárfestingu hans. Tæpast fást nein lán á þeim kjörum, þannig að sjóðurinn verður að greiða mismuninn. Þess má geta að þegar togarinn Hafþór var auglýstur til sölu í fyrra mun útgerðarfyrirtæki Gissurar hafa sent inn tilboð sem var það næsthæsta að krónutölu, um 230 milljónir. Vegna þess að boðnir voru sömu afborgunarskilmálar og við sölu raðsmíðaskipanna þótti það til- boð þó ekki fýsilegt. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.