Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 25
LISTAPOSTURINN
Alpaöist inn á ljós-
myndadeild Moggans
Börkur Arnarson sýnir í Nýhöfn
„Ég kom aldrei inn í
myrkraherbergid í gaggó og
missti alveg af þeim kafla ap
vera áhugaljósmyndari. Ég
var aö vinna nidrá Mogga og
álpaöist inn á Ijósmynda-
deildina. Þar var hávadi og
lœti og heilmikid fjör og ég
fór bara ad vinna þar. Fyrst á
sumrin medfram námi og síð-
an í eitt og hálft ár eftir stád-
entspróf," sagði Börkur Arn-
arson Ijósmyndari, sem ný-
lega opnaði sýningu á 22
myndum í Gallerí Nýhöfn.
Síðustu þrjú ár hefur hann
verid við nám I Lundúnum og
þaðan útskrifaðist hann í vor
með BA-gráðu í Ijósmyndun
frá London College of Print-
ing.
Þegar blaðamann PRESS-
UNNAR bar að garði var
slangur af fólki að skoða sýn-
inguna en við sýningarnúm-
er flestra myndanna voru
rauðir títuprjónar: seldar.
„Þetta er fyrsta alvöru ljós-
myndasýningin sem ég hef gestunum við blaðamann.
séð hérlendis," sagði einn af „Þetta hefur gengið alveg
vonum framar,“ sagði Börkur.
„Ég átti satt að segja ekki von
á því að selja nema kannski
örfáar myndir. En viðtökurn-
ar hafa verið mjög ánægju-
legar."
Myndir Barkar koma
mönnum spánskt fyrir sjónir
vegna þess að hann notar
sumpart mjög óvenjulegar
aðferðir við vinnslu þeirra.
Þannig vinnur hann með
grafíktækni og áferð mynd-
anna er mismunandi þar sem
hann notar ekki bara venju-
legan ljósmyndapappír held-
ur svo fjölbreytileg efni sem
silki, kopar, tré, gler, ál og
striga.
„Eg vinn þannig að ég
ákveð nákvæmlega hvernig
ég vil hafa myndirnar mínar,
þetta eru ekki augnabliks-
myndir sem svo eru kallaðar.
Það er skemmtilegt að búa
myndirnar til á þennan hátt
og nota gamaldags miðil á
skapandi hátt.“
Það eru allir eins þegar þeir eru dauðir...
✓
Eg hlakka
til aö deyja!
Sýning á Látnum íslendingum á Café Splitt
Nú stendur yfir nœsta ný-
stárleg sýning á Café Splitt
við Klapparstíg. Þar sýnir Jó-
hann Valdimarsson sjö mynd-
ir af látnum Islendingum.
Sjö? Sex raunar, því ein
myndin er auð. Myndirnar
eru teknar upp úr nýlegum
minningargreinum í Morgun-
blaðinu. Og yfirskriftin? Jú,
auðvitað: Látnir íslendingar.
En af hverju látnir íslending-
ar?
„Það er nú spurningin,"
segir listamaðurinn. „Sýning-
unni er ætlað að ná ákveðnu
sambandi við tímann. Mynd-
irnar voru teknar úr laugar-
dagsblaði Morgunblaðsins og
sýningin var opnuð á sunnu-
degi. í mínum huga tengist
myndaröðin því einnig að
aldamótin nálgast; þessi öid
er að deyja á sama hátt og
heil kynslóð og nýir menn
eru að taka við. Ég er líka að
sýna að það eru allir eins þeg-
ar þeir eru dauðir. Öll sér-
kenni þurrkast út: Það kemur
mynd af ólíku fólki í sama
blaði á sama degi og síðan
fara þessar myndir upp á
vegg á sýningu. Og þá er það
líka orðið list.“
En hefur það ekki farið fyr-
ir brjóstið á fólki að Jóhann
skuli nota myndir af fólki sem
nýlega hefur yfirgefið þenn-
an heim?
„Jú, það hefur komið á
daginn að þessar myndir
hneyksla sumt fólk. Það vakti
nú ekki fyrir mér — og ég hef
ekki heldur verið ofsóttur af
hinum dauðu. En hneykslun-
in lýsir sér í svona fjasi sem
kenna má við konur í Vestur-
bænum sem tjá sig í lesenda-
dálkum; þeim finnst að ég sé
að rjúfa einhverja friðhelgi.
Mér finnst sýningin fremur
vera einskonar virðingar-
vottur, enda er ákveðin lotn-
ing yfir þessum myndum."
Jóhann lauk námi frá MHÍ
vorið 1990 og fer til náms í
Hollandi í haust. í desember
á síðasta ári hélt hann sýn-
ingu í Djúpinu sem líka hét
Látnir Islendingar. (Ætlar
hann að halda áfram á þess-
ari braut? „Það má Guð
vital")
En er listamaðurinn sjálfur
hræddur við að bætast í hóp
viðfangsefna sinna? „Hrædd-
ur við dauðann? Nei, ég
hlakka til að deyja!"
Bjartur og frú Emilía efna
til örverkasamkeppni
í október verða tímaritið
Bjartur og frú Emilía eins árs
og af því tilefni standa útgef-
endur blaðsins fyrir Örverka-
samkeppni með 50.000 kr. í
fyrstu verðlaun.
Örverk af öllu tagi koma til
greina: örsögur og örleikrit,
en tiltölulega fáir íslenskir
höfundar hafa lagt rækt við
þessa grein skáldskapar. Ör-
verk eru allt frá nokkrum
orðum upp í fáeinar blaðsíð-
ur og eru yfirleitt aðeins hug-
myndin. Lesendum til
glöggvunar er þetta örleikrit
sem heitir / upphafi:
Leiksviðið er tómt og
myrkrað.
G: Verði ljós.
Ljós.
Þeir sem vilja forvitnast
frekar um eðli örverka geta
komist yfir 12 slík í tímaritinu
Bjartur og frú Emilía, fyrsta
hefti 1991.
Og þeir sem vilja spreyta
sig í þessari samkeppni
(áskrifendur aðeins) geta sent
verk sín til Bjarts, box 447,
121 Reykjavík, fyrir 1. októ-
ber í haust. Örleikritið í upp-
hafi er aðeins tíu orð; verði
sigurverkið af sömu lengd
fær höfundurinn fimmþús-
undkall fyrir orðið. Það eru
dýr orð.
FERÐARLOK
Á miðvikudagskvöldið efn-
ir Besti vinur Ijóðsins til
skáldakvölds á Hótel Borg
sem útvarpað verður beint á
rás 2. Þar verður lestur úr nýj-
um og væntanlegum bókum,
m.a. eftir þessa höfunda: Þór-
arin Eldjárn, Þórunni Valdi-
marsdóttur, Pétur Gunnars-
son, Kristínu Ómarsdóttur,
Sjón og Anton Helga Jóns-
son.
Besti vinur Ijóðsins hefur
staðið fyrir skáldakvöldum í
fimm ár en nú er komið að
ferðarlokum. „Á þessum
tíma hefur Besti vinurinn
staðið fyrir rúmlega 30
skáldakvöldum auk kvik-
myndasýningar og leiklestr-
ar. Um það bil 200 manns
hafa komið fram á okkar veg-
um, meðal annars flest helstu
skáld þjóðarinnar af öllum
kynslóðum," sagði Björn V.
Lárusson, talsmaður Besta
vinarins. „Nú er hins vegar
kominn tími til að hætta og
Besti vinur ljóðsins kveður
með stæl, bæði á Borginni og
öldum ljósvakans."
Skáldakvöldið hefst klukk-
an 20.30 en útsending á rás 2
kl. 21. Kynnir á Hótel Borg
verður Einar Falur Ingólfs-
son en Þorsteinn J. Vilhjálms-
son annast kynningar á rás 2