Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991
smaa
letrið
Lest þú ekki alltaf leiðara
Mcgunblaðsins? Auðvitað!
Veistu hver skrifar þá? Auðvit-
að ekki! Hélstu kannski að
Matthias og Styrmir þyrftu að
skrifa hvern einasta leiðara?
Nei, svo óheppnir eru þeir fé-
lagar ekki. Nú er meira að segja
svo komið að heill her manna
sinnir leiðaraskrifum i blaðið.
Það þykir mikil upphefð fyrir
starfsmenn á ritstjórn að fá að
orða skoðanir blaðs allra lands-
manna. En hvaða huldufólk er
þetta? Einkum þessir: Stefán
Frióbjarnarson, hinn gamal-
reyndi þingfréttaritari, skrifar
oft leiðara; Björn Vignir Sigur-
pálsson, fulltrúi ritstjórnar, er á
hraðri leið upp metorðastigann
og er fastur leiðarahöfundur;
Kristinn Briem á viðskipta-
blaðinu, Súsanna Svavars-
dóttir, umsjónarmaður menn-
ingarblaðsins, Ásgeir Sverris-
son fréttastjóraigiidi, Hjörtur
Gíslason á sjávarútvegsblað-
inu og Jóhanna Kristjónsdótt-
ir, helsti sérfræðingur blaðsins i
alþjóðamálum, drepa lika einatt
niðurpenna iþessu skyni. Þetta
hlýtur að heita valddreifing.
Þrjú og hálft húrra fyrir Mogg-
anuml
Veistu hver á Moggann?
Stærsti hluthafinn er Hulda
Valtýsdóttir. Hún á um þriðj-
ung i blaði allra landsmanna.
Hulda? Hún skrifar um um-
hverfismál í sunnudagsblaðið.
Meira um fjölmiðla: Nú hefur
Jóhannes Páll páfi gefið kaþ-
ólskum línuna um bænarefni
ágústmánaðar. Og hvað skyldi
það nú vera? Jú, kaþólskir eiga
að biðja Guð um að þeim takist
að notfæra sér fjölmiðlá á skyn-
samlegan hátt. Og við segjum:
Gangi þeim vel!
Um síðustu helgi fór hann
Markús Örn i spássitúr um
miðbæ Reykjavikur að nóttu til.
Nokkrar filefldar löggur voru
með i för enda er miðbærinn
stórhættulegur frumskógur.
Það sagði Markús að minnsta
kosti. Nema hvað! Alvarlegur
klofningur virðist kominn upp i
borgarstjómarflokki sjálfstæð-
ismanna. Aftur?! Já, já. Nú er
það hann Július Hafstein sem
gengur i berhögg við borgar-
stjórann. Og það á ensku! ínýj-
asta hefti timaritsins What's on
in Reykjavik skrifar Július for-
mála, enda er hann formaður
ferðamálanefndar heima-
manna. Þar fullyrðir hann að
það sé alveg hættulaust að
labba um götur Reykjavikur
hvar og hvenær sem er! Ja-
hérna. Af hverju er erlendum
ferðamönnum ekkisagt eins og
er: Að miðbær Reykjavikur sé
fullur af dauðadrukknum ribb-
öldum og árásarlýð? Markús
verður að taka Júlla á beinið.
Aumingja túristarnir!
TVÍFARAKEPPNI PRESS-
UNNAR — SJÖTTI HLUTI
Tvifarar vikunnar eru ekki
bara svipaðir i útliti: Þeir gætu
verið andlegir siamstviburar,
Sveinn Einarsson og Loki á
DV. Báðir eru þeir málugir og
finna sig knúna til þess að hafa
skoðanir á bókstaflega öllu milli
himins og jarðar og miðla þess-
um skoðunum af sjaldgæflega
mikilli ánægju. Og útlitið?
Munnsvipurinn fglottiðl og
hálflukt augun eru eins. Sveinn
hefur örlitið fleiri hár á höfðinu
en Loki og er ögn kringuleitari.
Að öðru leyti gætu þeir haft
hlutverkaskipti án þess nokkur
tæki eftiri Feríalt húrra fyrir
þeim!
ástæður fyr/'r
að f/ýja ekk/ land
Það borgar sig ekki fyrir þá
metorðagjörnu að flýja land.
Þótt kaupmáttur hrynji og
lífskjör versni mun þjóðin
halda áfram að gera út 63
þingmenn, 13 ráðuneytis-
stjóra, ógrynni ríkisforstjóra
og helling af sendiherrum.
Og því fleiri sem flýja land því
meiri líkur eru til þess að þeir
sem eftir verða hreppi góðar
stöður. Og ef fram heldur sem
horfir er líklegt að blóminn af
þjóðinni flýi fyrst. Þá munu
meðalmennin verða að stór-
mennum.
Það er leiðinlegt að vera út-
lendingur. Það er alltaf litið á
þá sem annars flokks. Því er
notalegast að vera þar sem
maður kann tungumálið,
þekkir söguna, skynjar
menninguna og hefur helstu
kjaftasögurnar á hreinu.
Þeir sem flýja land munu
þurfa að taka móti ættingjum
sínum og vinum í sumarfrí-
um. Og því meir sem íslend-
ingar dragast aftur úr öðrum
þjóðum því minni verður
ferðamannagjaldeyririnn
sem ættingjarnir koma með
með sér.
Reynslan sýnir að langstærst-
ur hluti þeirra sem flytja til út-
landa kemur á endanum aft-
ur heim. Það sparar því um-
stang og kostnað við búferla-
flutninga að fara hvergi.
Það búa svo fáir á íslandi að
þeir, sem langar til að verða
stjörnur, geta orðið það. Eftir
hálfsmánaðarnámskeið í
heilun geturðu opnað heilun-
arskóla og eftir sjö danstíma
geturðu fengið vinnu sem
dansari í skemmtidagskrá á
veitingahúsi. Og þar sem
þjóðin tekur alltaf viljann fyr-
ir verkið mun hún fara um
þig mjúkum höndum þótt þér
mistakist.
Hafið, vindurinn og rigning-
in. Þótt aðrar þjóðir hafi kom-
ið sér upp ýmsum útgáfum af
þessu þrennu jafnast engin
þeirra á við þá íslensku.
Það er hlutfallslega ódýrara
að vera flottræfill á íslandi en
í nokkru öðru iandi. Þótt mat-
ur og lífsnauðsynjar séu dýr-
ari hér en annars staðar eru
hátískuföt, eðalvín og önnur
munaðarvara ekki dýrari og
jafnvel ódýrari en í útlönd-
um. Það er því hvergi hag-
kvæmara að slá örlítið um sig
en á íslandi.
íslendingar upplifa áfengi á
annan hátt en flestar þjóðir.
Eftir nokkra dvöl í hinum svo-
kallaða siðaða heimi mun ís-
lendinginn fara að langa á
ærlegt fyllerí. Það finnur
hann ekki nema á íslandi.
(Þetta á ekki við um þá sem
flýja til Finnlands.)
Þú getur orðið formaður í fé-
lagi. Það lætur nærri að til sé
eitt félag á mann á fslandi. Ef
þér tekst ekki að verða for-
maður í einhverju þeirra get-
urðu alltaf stofnað nýtt. Og ís-
lendingar eru félagasjúkir og
munu eftir smátíma flykkjast
í félagið þitt.
Það er auðveldara að nálgast
harðfisk á íslandi.
íslendingar sjá um sitt fólk.
Það skiptir engu máli í hversu
vonlausum atvinnurekstri þú
ert, ríkissjóður mun alltaf
halda þér á floti. Oftast nægir
þér að mæta í sjónvarpið og
segja hversu margir ættingjar
þínir eru í persónulegum
ábyrgðum vegna fyrirtækis-
ins þíns. Og þótt þú ráðir þig
í vinnu hjá þekktum slúbbert
sér félagsmálaráðuneytið um
að greiða þér laun ef hann fer
á hausinn.
Þú borgar lægri símreikn-
inga. Þar sem ódýrara er að
hringja til íslands en frá lend-
ir það á ættingjunum sem
flytja af landinu að hringja
heim en ekki öfugt.
13
Á íslandi er ekki lagskipt
samfélag. Það skiptir því
engu máli í hverskyns um-
Fyrir fáum árum trúöi íslenska þjóðin að hún væri sú
ríkasta í heimi, best menntuða, heilbrigðasta og ham-
ingjusamasta. Hún leit á landið sitt sem hreinasta land í
heimi og að það byggi yfir auðlindum sem mundu halda
uppi sælulifnaði þjóðarinnar langt fram á komandi öld.
En á undraskömmum tima hefur framtíðarsýn þjóðar-
innar umturnast. Nú blasir við sótsvart helvíti. Þjóðin
stefnir í að verða sú fátækasta í Evrópu, auðlindirnar
eru að klárast og erlendar sem innlendar skuldir munu
sliga komandi kynslóðir.
Það er því ótrúlegt að erlent vinnuafl eigi eftir að flæða
yfir landið í kjölfar samninga um frjálst flæði vinnuafls
milli landa. Það er miklu líklegra að íslendingar flykkist
utan í leit að bærilegri stað að lifa á. Það er að segja þeir
sem geta það. Hinir munu sitja eftir í súpunni.
En verður það svo slæmt? Þeim til huggunar skulu hér
nefndar sautján ástæður fyrir því að flýja ekki iand.
því
hverfi þú fæðist. Þú getur
orðið það sem þú vilt; mann-
vitsbrekka, viðskiptajöfur,
listaspíra eða smákrimmi.
Ekkert af þessu krefst ákveð-
ins bakgrunns á íslandi, öfugt
við flest önnur samfélög.
Hér eru fjöllin þín og mosinn.
Þótt íslensk fjöll séu hlægi-
lega lág finnst þeim sem elst
upp við þau vænna um þau
en önnur fjöll. Sama gildir um
mosann, sem er íslendingum
meira virði en stærstu eikar-
tré.
Það eru minni líkur til þess að
útigrillinu þínu verði stolið af
svölunum á íslandi en í mörg-
um löndum öðrum.
Það tekur alltaf nokkurn tíma
að læra hvernig á að svíkja
undan skatti eftir að þú sest
að í útlöndum. Þú hefur hins
vegar drukkið það í þig með
móðurmjólkinni hvernig á
að stinga undan hér heima.
Þú sparar þér fargjaldið. Eftir
að hafa kannað hvaða verð
liggur raunverulega að baki
lága verðinu í auglýsingun-
um kemstu að því að þetta er
ekki svo lítill sparnaður.
Gunnar Smári Egilsson