Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1.ÁGÚST1991 9 Mapgir þessara lækna eru í raun dópsalap 15 prósent unglinga til meðferðar á Tindum taka pillur daglega. Velflestir neyta þeirra í töluverðum mœli. Um 400 manns koma árlega til meðferðar á Vog vegna lyfjaneyslu. AFENGI ER UPPHAFIÐ En er ekki ástæða til að benda for- eldruni á að hafa ekki lyf á glám- bekk heima hjá sér? „Fólk hefur vínskápa heima hjá sér, en áfengisneysla er mun algeng- ari meðal unglinga en neysla róandi lyfja. Ég vil kannski heldur beina þeim tilmælum til foreldra að líta ekki á áfengisneyslu 12 og 13 ára barna sem sjálfsagðan hlut. Þar er upphafið og komist neyslan á ákveðið stig slævist siðferðiskennd- in og sum barnanna byrja að stela heima hjá sér bæði áfengi og lyfj- „DYRAR“ AFLEIÐINGAR Sjúkrastofnanir Samtaka áhuga- fólks um áfengisvandamálið fengu á fjárlögum 229.400 milljónir í al- mennan rekstur. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR eru innlagnir á Vog á ári varlega áætlaðar um 2.000, alls 1.500 einstaklingar. Um 400 einstaklingar á ári koma til meðferðar á Vogi vegna lyfjanotk- unar í bland við áfengisneyslu. Það kostar því þjóðfélagið rúmlega 60 milljónir að koma þessum einstakl- ingum í gegnum meðferð. Auk þess er meðferð vegna mikillar lyfja- notkunar oft mun lengri en meðferð vegna áfengisneyslu og þessi upp- hæð því mun hærri ef það er tekið með í reikninginn. Þá má reikna með að meðferð lyfjaneytenda sé einnig stór kostnaðarliður hjá öðr- um áfengismeðferðarstofnunum, svo sem Tindum og Vífilsstöðum. Þetta kostar þjóðfélagið því umtals- verða fjármuni og við þessa tölu bætast tapaðar vinnustundir. Þar sem lyf í þessum flokkum eru fremur ódýr í innkaupum, öfugt við mörg önnur, eiga þau ekki hlutdeild í þeirri umræðu þar sem tilgangur- inn er að tempra lyfjakostnaðinn, sem er einn af dragbítum heilbrigð- iskerfisins. Því er þó líkt farið með þessi lyf sem og önnur að þau eru mun dýrari út úr apóteki hér en annars staðar. Að viðbættum kostn- aði við meðferð er þarna um um- talsverða fjármuni að ræða auk ómældra þjáninga — allt sam- kvæmt læknisráði. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir segirAtli Bergmann ,,Langalgengasti uímugjafi meðal unglinga er svokallaðar sjóveikitöfl- ur en annars eru þeir í öllu þessu klassíska lœknadópi svo sem díaz- epam og valíum. Sjóveikitöflunum fylgir skammvinn víma með sterk- um ofskynjunaráhrifum, ekki ólík- um erfiðum LSD-áhrifum. Lyfið Art- an er einnig mjög vinsœlt hjá þess- um krökkum,“ segir Atli Bergmann, dagskrárstjóri á Meðferöarstöðinni Tindum, sem er deild innan Ungl- ingaheimilis ríkisins. „Krakkarnir komast yfir efnið í lyfjaskápum foreldra sinna eða ann- arra ættingja en einnig fæst þetta keypt á götunni. Það er stór hópur fólks sem stundar það að fá skrifuð út lyf til að selja á götunni, en það fólk er líka oftar en ekki með fleiri en einn lækni á sínum snærum. Ég held þó að þeir læknar hljóti að vita um hvað er að ræða, en það fengist líklega seint játning frá þeim í þessu tilviki. Langflestir unglinganna sem við fáum til meðferðar eru í lækna- dópi einfaldlega vegna þess að það er sú víma sem þau geta hvað auð- veldast komið höndum yfir. Flest þessara barna nota þessi efni annað- hvort í staðinn fyrir aðra vímu eða ásamt henni. Krakkar sem byrja að drekka um 13 eða 14 ára gömul, sem er mjög algengt, og nota þessi lyf jafnhliða fara þessa braut á til- tölulega skömmum tíma, hafi þau á annað borð tilhneigingu til alkóhól- isma. Þau hafa hvorki tekið út fullan líkamlegan þroska né andlegan og líkaminn hefur því litla mótstöðu. Þau hafa einfaldlega ekki tekið út þann þroska sem æskilegt væri að þau gerðu áður en þau hefja neyslu, sé það ætlun þeirra á annað borð.“ VENJULEGIR UNGLINGAR FRÁ VENJULEGUM HEIMILUM „Þau börn sem við fáum til með- ferðar eru í flestum tilfellum venju- legir unglingar frá venjulegum heimilum. Þau eru misjafnlega á sig komin þegar þau koma hingað inn. Sum mjög illa en önnur eru líkam- lega hraust. Andlegt ásigkomulag er „alkóhólískt", svo sem kvíði, tor- tryggni og þunglyndiseinkenni, auk þess sem sjálfsvirðing þeirra er irfarandi athugasemd frá læknin- um: „Áfengisánetjun. Sjúklingur í endurrisufasa. Hefur ekki neytt áfengis frá því í september '84. Úti- loka geðhvarfasýki, maníska hlið." Eftir Flórída fór ég til fjölskyldu minnar í Frankfurt með lithi- um-skammtinn minn. Þarna stóð ég uppi með ljósrit af skýrslu þess efnis að ég væri mögulega geð- veikur og fyrir flugmann er slíkt alvarlegt mál. Ég varð hræddur og neitaði að fljúga. Ef eitthvað hefði komið fyrir í flugi þar sem flug- maðurinn lægi undir slíku ámæli væri ekkert tryggingafélag bóta- skylt og ég vildi fá úr þessu skorið svo ekki yrði um villst. Ég fer til ís- lands og panta viðtal við Brynjólf Hauksson, geðlækni á Vogi. Hann ráðiagði mér innlögn á Vog og ég fer aftur í afvötnun og tók út frá- hvarfið. Venjulegir alkóhólistar þurfa í mesta lagi 14 daga fráhvarf en ég hafði í 21 sólarhring virki- lega slæm fráhvarfseinkenni þar sem ég fékk krampa í meltingar- færin á fjögurra tíma fresti. Eftir meðferðina hefst svo bar- átta mín gegn rangri sjúkdóms- greiningu geðlæknisins í Flórída eftir að vinnuveitendur mínir höfðu reynt að vísa mér ólöglega úr starfi. Ég fer til sálfræðings Cargolux á íslandi að ráði Stefáns Jóhanns- sonar, en sá heitir Jóhann Loftsson og starfaði fyrir Cornerstone. Hann tjáði mér eftir nokkur viðtöl að ég væri geðveikur og þyrfti að fara inn á deild 33c og éta þar pill- ur með öðru fjósrugluðu fólki. Á þessum tíma var mér vikið fyrirvaralaust úrstarfi, konan yfir- gaf mig og skuldirnar hrönnuðust upp. Ég hugsaði ráð mitt og komst að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að fara í geðrannsókn til að hreinsa mig af þessum áburði, en trúði því samt að ef ég bæði um hana sjálfur yrði ég fyrirfram álit- inn geðveikur og hjálparþurfi. Það var því mín eina von að verða sviptur sjálfræði, lagður inn á Klepp og látinn gangast undir geð- - rannsókn í framhaldi af því. Ég hélt því áfram að bulla við sálfræð- inginn eins og ég ætti lífið að leysa og seinna dr. med. Örn Bjarnason. Það gekk eftir og 31. mars '85 er ég sóttur af lækninum í fylgd þriggja lögregluþjóna og fluttur inn á Klepp. Þaðan var ég svo út- skrifaður 16 dögum seinna eftir geðrannsókn með vottorð upp á að ég væri heilbrigður einstakl- ingur. Sálfræðingur Cargolux hafði verið mjög hissa á því að ég vildi ekki vera geðveikur með 75% laun frá fyrirtækinu upp á vasann. En það fór auðvitað svo að ég missti þau eftir að búið var að úr- skurða mig heilbrigðan. Þegar ég síðan nokkrum dögum síðar gengst undir skoðun á veg- um Hins íslenska Ioftferðaeftirlits er ég ákvarðaður í líkamlega góðu formi og hæfni í fyrsta flokki. Eftir að hafa sagt lækninum sjúkdóms- sögu mína kom annað hljóð í strokkinn og mér var gert að hitta geðlækni. Hann sagði að ég væri geðveikur og bauðst til að lækna mig með lyfjum, sem ég afþakk- aði, enda var ég búinn að fá mig fullsaddan á geðheilbrigðiskerf- inu. Samkvæmt þessu geng ég um geðveikur í dag. Ég hef hinsvegar átt i málaferl- um við Cargolux og þegar hefur fallið sá dómur að uppsögn mín hafi verið ólögleg á sínum tíma. Eftir tvo og hálfan mánuð fellur dómur í Lúxemborg í skaðabóta- máli mínu gegn Cargolux fyrir róg og árás á atvinnuheiður minn, og ég fer fram á um 40 milljónir í skaðabætur vegna þess tjóns sem ég hef orðið fyrir“ sagði Páll Ein- arsson að lokum. „Langflestir unglinganna hafa verið á læknadópi." mjög lítil. Fráhvarf eftir mikla pillu- notkun getur síðan varað mjög lengi, mun lengur en þegar um venjulega alkóhólneyslu er að ræða." TVÍSKINNUNGUR í ÞJÓÐFÉLAGINU „Það er mikill tvískinnungur í þjóðfélaginu gagnvart lyfjanotkun. Börnin horfa upp á fullorðna éta töflur við streði daglega lífsins, svo sem kvíða, þunglyndi og streitu. Þau læra að líta á pillur sem ein- hverja lausn og jafnvel skammvinn- an flótta frá daglega lífinu, sem sé allt í lagi því að pabbi og mamma gera það. Og þessari gegndarlausu lyfjanotkun er viðhaldið af sterkefn- uðum aðilum úti í þjóðfélaginu, svo sem læknum og lyfsölum. Mér finnst læknar, sem skrifa í gríð og erg út lyfseðla á róandi lyf án þess að vita hvert þau fara, litlu skárri en dópsalar. Þeir eru bara með allt sitt á þurru. Ég þekki fjölda dæma um ung- menni sem hafa látist upp úr mikilli neyslu þessara efna. Það kemur hinsvegar sjaldnast fram á opinber- um skýrslum, því að oft er dánaror- sökin slys eða sjálfsvíg og sjaldnar er farið ofan í saumana á því hvað raunverulega hafi valdið. Dæmi eru um að fimmtán ára unglingar séu farnir að sprauta sig, og séu krakk- arnir í neyslu á annað borð endar það oftar en ekki þannig þegar sautján átján ára aldri er náð." FORVARNIR GEGN LYFJANOTKUN í LAMASESSI Nú beinast forvarnir einkum að notkun áfengis og ólöglegra eitur- lyfja. Ef þetta er algengasta vímu- efnið meðal unglinga afhverju er ekki tekið meira mið af því? „Þar komum við aftur inn á tví- skinnunginn í þessum málum. Þetta eru lögleg efni, skrifuð út af lækn- um, og því á að vera allt í lagi með þau. Lyfjabissnessinn er einnig stór hér sem og annars staðar. Það er ekki langt síðan annar hver dópisti var bryðjandi amfetamín eftir uppá- skrift frá læknum og hver veit hversu lengi á að viðhalda þessu? Málin verða alltaf mjög óljós þegar kemur að lyfjanotkun og til dæmis geta börn labbað inn í næsta apótek og keypt sér glas af sjóveikitöflum." En nú eru þessi lyf í einhverjum tilfejlum nauðsynleg? „Öll lyf eru í einhverjum tilfellum nauðsynleg, en með þessi lyf, sem um er að ræða, held ég að það heyri til undantekninga. Afleiðingarnar eru oftast svipaðar því sem átti að fyrirbyggja og fyrr en varir er sjúkl- ingurinn lentur inni í vítahring," sagði Atli að lokum. jólin verður sett upp hjá Þjóðleikhúsinu leikgerð Hávars Sig- urjónssonar af bók Vigdísar Grímsdóttur Ég heiti ísbjörg, ég er ljón. Fyrir lágu óskir af hálfu leikstjórans um að þær Ingrid Jónsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir leik- konur lékju þær tvær persónur sem í leikritinu túlka ísbjörgu. Stefán Baldursson hélt því hinsvegar til streitu að Guðrún Gísladóttir fengi annað hlutverkið og þar við sat. Það verða því væntanlega Guð- rún Gísladóttir og Bryndís Petra Bragadóttir sem skipta ísbjörgu með sér. .. F M—ifri hæðin a veitingastaðnum 22 við Laugaveginn var lokuð um síðustu helgi. Ástæðan fyrir lokun- inni var ekki eldhætta að þessu sinni — enda hommarnir farnir ann- að og þeir sem eru normal eru víst ekki eins íkveikjuglaðir — heldur kvörtun frá nágrönnunum um há- vaða. Á efri hæðinni á 22ur hefur í sumar verið haft diskótek undir stjórn Möggu músar og fleiri, við miklar vinsældir fastagesta, en það hefur greinilega ekki fallið eins vel í kramið hjá íbúum næstu húsa... N JL ^yi borgarstjórinn, Markús Örn Antonsson, hefur ekki látið sitja við orðin tóm um að eitthvað verði að gera til að koma fólki heim úr miðbænum á næt- urnar um helgar. Eitt af því sem gert var um síðustu helgi var að fá leigubíl- stjóra til að aka bíl- um sínum að ákveðnum stöðum niðri í bæ, í þeim tilgangi að fá fólk til að hætta að hlaupa á móti þeim á Fríkirkjuveginum og jafnvei alla leið niður á Sóieyjargötu. Það lukk- aðist víst ágætlega og eins víst að framhald verði á. Meiningin er að bílarnir fái að keyra að þeim stöðum sem fólkið er og að þeir sjáist. Hvort þeim fjölgar eitthvað við að sjást er aftur annað mál. En það gæti kannski sparað mönnum hlaup- in.. . ✓ A J. JL Flateyri hafa orðið þáttaskil í móttöku fyrir ferðamenn með til- komu veitingarekstrar Guðbjarts Jónssonar á staðnum. Guðbjartur opnaði staðinn síðastliðinn vetur undir nafninu „Vagninn" og gengur nú á Flateyri undir nafninu „Vagn- stjórinn". Guðbjartur er fæddur og uppalinn á staðnum og hefur unnið ýmis störf til sjós og lands áður. Þekktastur er hann fyrir að vera snöggasti beitningamaðurinn fyrir vestan og jafnvel þótt víðar væri leitað. . . ✓ A 4 K undanförnum vikum hefur Ólafur Schram leitað hófanna um sölu á umboðs- og heildverslun Björgvins Schram, sem hefur verið í eigu Schram-ættarinnar um langan aldur, eins og nafnið bendir reyndar til. Meðal annars hefur Ólafur rætt við Íslensk-ameríska, Þýsk-íslenska og einhverja aðra stærri heildsala. Með heildversluninni fylgja nokkur góð umboð og er Adidas-merkið sjálfsagt kunnast þeirra. ..

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.