Pressan - 15.08.1991, Page 2

Pressan - 15.08.1991, Page 2
2 ^jlESSAN 15. ÁGÚST 1991 Pað er alltaf gaman að fá góða vinl og listamenn í heimsókn á gamla Frón. PIERRE LA PRINCE tískuhönnuður (Beverly Hills, París, Tókýð) valdi ísland til að leita að innblæstri fyrir haustlínuna árin 1992 og 1993. Hann ætlar meðal annars að Islensku módelstelpurnar skara ekki bara framúr hvað fegurð snertir heldur eru þær líka þær hraustustu. Við tökur á auglýsingu fyrir Cosmo óð Sigríður Stefánsdóttir ekki sjaldnar en tuttugu sinnum út í helkaldan sjóinn fyrir utan Búðir á Snæfellsnesi. Og brosti sínu blíðasta. styðjast við hátisku þjóðveldisaldar; þeirra Gunnars og Njáls. Pierre la Prince hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Hollywood-leikkonum og hástéttarfrúm í París. Hann hefur til dæmis hannað föt á ekki ómerkilegri skrokk en Soniu Braga (K/'ss ofthe Spiderwoman). Brynhildur Þorgeirsdóttir kvaddi H i Korpúlfsstaói með skemmtilegri H \ uppskeruhátíð undir berum \ himni, eins og henni einni er ™ i \ lagið. Sjón var að sjálfsögðu i \ mættur en einnig heill 11 \ hellingur annarra. Meðal li \ annarra Gíjó (Guöjón ■ \ Petersení.Katrín Hall \ ballerína í Köln, Keli og I \ fjölmargir \ hljóðfæraleikarar \ skemmtu. I’ar á meðal sá \ sexýasti af þeim öllum; \ hann Einar HH \ básúnuleikari. Hildur Hafsteitt slær í gcgn enn einn ferðitm. Miss Veröld, Miss Pacha og nýjnsti titillinn er Miss Ibiza. &lce$Mnttin ^ffönclun oq. "ítycut&un SeevcUdo.- tUftUn,, ííneddtr dci ocutcLec, íúttén euL Kceío, úén í eéttcr Aoxct., — ci étx oicL. Michel Perry Klein A Kammer Maud Frizon Michel Perry LÍTILRÆÐI af andstreitu Munuð þið nokkuð senda frá ykkur annað en nauðarsamninga fyrir jólin, Óli Björn? „Ætlist þiö til aö ég svari svona fíflaskap?" Óvíst er um útgáfu Almenna bókafélagsins fyrir jólin. Félagið skuldar um 200 milljónir króna umfram eignir og ætlar að reyna að ná nauðarsamningum við lánardrottna félagsins á næstu vikum. Öli Björn Kárason er framkvæmdastjóri Því fylgja mikil umbrot að breytast úr sjálfstæðis- manni, laumukomma eða krata í framsóknarmann en þetta eru óumflýjanleg örlög manna sem flytja úr Reykjavík og gerast sveita- menn. Sálin og líkaminn þurfa að „ryðja sig“ og enginn veit nema sá sem reynt hefur hverjar aukaverkanir fylgja slíkum hamskiptum. Roðinn í austri, frjálst framtak og sósíaldemókrat- ísk þrá eftir hlutdeild í Evr- ópumarkaði víkja fyrir sam- vinnuhugsjón og fölskva- lausri ást á kaupfélaginu, en dagblaðið Tíminn verður stórisannleikurinn í lífi manns. Og það var semsagt í Tím- anum um daginn sem ég höndlaði stórasannleikann um lausn á heilbrigðisþjón- ustuvanda íslensku þjóðar- innar. Nú er frá því að segja að landsmenn hafa lengi verið afar stoltir af tryggingalög- gjöf hins opinbera sem af sumum var talin fullkomnari á íslandi en annarstaðar á byggðu bóli. Kjörorðið: Lúxus að veikj- ast. Meðul til að lina þjáningar og spítalalega hafa til skamms tíma verið á kostn- að hins opinbera og tannvið- gerðir eru ókeypis fyrir börn þartil þau hafa náð þeim aldri að tennurnar í þeim fara að skemmast og Trygg- ingastofnunin sér líka um að greiða tannviðgerðir fyrir gamalmenni sem búin eru að missa tennurnar. Nú eru hinsvegar blikur á lofti í tryggingamálum því ráðamönnum er farið að finnast það réttlætiskrafa að sjúkt fólk greiði fyrir þann lúxus að fá að vera veikt. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nú les ég í málgagni mínu, Tímanum, að þeir sem ekki hafi ráð á því að veikjast á ís- landi geti sem hægast veitt sér þann munað í Búlgaríu þar sem maður er ekki bara veikur fyrir slikk heldur verður líka alheilbrigður nánast gratís.1 Það var semsagt í ágúst- byrjun að Tíminn birti ítar- lega grein um heilbrigðis- þjónustuna í Búlgaríu og hvernig okkur hér á hjara veraldar stendur hún til boða. Satt að segja fæ ég ekki betur séð en líkamsheill ís- lensku þjóðarinnar væri best komin í Búlgaríu, eftir lestur greinarinnar. Boðið er uppá tannlækn- ingar með þýskum tækjum og búlgörsk gleraugu, leir- böð, vatnsböð, horun, snyrti- meðferð, hreystiprógramm, andstreitumeðferð og lang- lífismeðferð. Þar sem heilbrigðisþjón- usta snýst nú öðru fremur um það að halda lífinu í fólki er langlífisþjónusta Búlg- ara auðvitað sú grein sem ís- lendingar ættu öðru fremur að nota sér, en um hana seg- ir í Tímanum: Þessi áætlun er hugsuð sem forvörn og meðferð gegn öldrun. Og í sem stystu máli fær maður tíu sprautur af Geri- cain og tólf pakka af Geri- cain-töflum til að taka með sér heim. Og verður allra kalla elst- ur, eða lifir jafnvel dauðann af. Hreystiprógrammið er afturámóti samþjappað hreystiprógramm fyrir hraust fólk og auðvitað sjálfsagt að gera einhvern- tímann eitthvað fyrir þá sem ekki eru dauðans matur. Andstreitumeðferðin vekur líka mikla forvitni og þó einkum nýyrðið „and- streita" sem eðli málsins samkvæmt mun þýða „ró- legheit" og á sama hátt væri þá „andfýla" sama og „gleði". Jafnan þegar ég les blaðið okkar, Tímann, opnast augu mín fyrir einhverju, og við lestur þessarar greinar akk- úrat því, að íslensk heil- brigðisþjónusta á hvergi heima nema í Búlgaríu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.