Pressan - 15.08.1991, Síða 15

Pressan - 15.08.1991, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.ÁGÚST 1991 15 SEDLABANKIREISIR SJÖTTA SUMARHÚSID ,,Pad var keypt í sumar spilda undir sumarhús í Grímsnesinu," sagdi Birgir ís- leifur Gunnarsson, banka- stjóri í Sedlabankanum, þeg- ar hann var spurður hvort Seðlabankinn vœri að undir- búa byggingu sumarhúss í Grímsnesinu. „Bankinn á töluvert af sumarhúsum fyrir starfsfólk. Þau eru á Þingvöllum, Borg- arfirði, Varmahlíð í Skaga- firði og Múlastekk á Austur- landi. Það hefur verið mikil pressa frá starfsmannafélag- inu að auka þessa þjónustu. Þar við bætist að Þjóðhags- stofnun er með starfsfólk hér í húsinu sem fær jafnvel að- gang að sumarhúsunum okk- ar. Seðlabankinn greiðir hluta af rekstri Þjóðhags- stofnunar. Þetta er reyndar með þeim fyrirvara að eftir er að semja um þetta endanlega við starfsmannafélagið. Það er búið að leita lengi að heppilegum stað og nú er bú- ið að finna hann. Uthlutun á þessu húsi verður með sama hætti og á öðrum sumarbú- stöðum; hún byggist á punktakerfi, þar sem meðal annars verður farið eftir hve- nær fólk fékk síðast leigt hús og svo framvegis," sagði Birg- ir ísleifur. — Er ekki rétt að til standi að byggja stórt hús sem á að kosta átta til tíu milljónir króna og það verði eingöngu leigt æðstu starfsmönnum bankans? ,,Það er ekki búið að teikna húsið og ekki búið að gera neinar áætlanir. Það er ekki rétt að húsið verði fyrir fáa starfsmenn. Því verður út- hlutað á sama hátt og öðrum sumarhúsum,1' sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson banka- stjóri. „Ég hef heyrt af þessu, en veit ekkert frekar um þessa fyrirhuguðu byggingu. Ég veit ekki hvort búið er að teikna hús. Ég held það geti ekki verið," sagði Anton Holt, formaður Starfsmannafélags Seðlabankans. Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri segir að landið í Grímsnesinu hafi ekki síst ver- ið keypt vegna pressu frá starfsmannafélaginu. Bankaeftirlitið Fylgist meö Holiday Inn og íslandsbanka Bankaeftirlitið hefur fylgst með gangi sölutilrauna á Holiday Inn-hótelinu. Hótelið er í eigu fslandsbanka og fjár- mögnunarfyrirtœkisins Glitn- is, sem er dótturfyrirtœki ís- landsbanka. ílögum um við- skiptabanka er ekki gert ráð fyrir að þeir séu í atvinnu- rekstri, öðrum en bankastarf- semi, og eins er ekki gert ráð fyrir að þeir eigi húseignir aðrar en þœr sem til þarffyrir eigin rekstur. Ragnar Hafliðason, að- stoðarforstöðumaður banka- eftirlitsins, sagði að vissulega fylgdist bankaeftirlitið vel með þegar bankarnir yfir- tækju fasteignir og jafnvel heilu fyrirtækin. Hann sagði að Holiday Inn-málið væri erfitt og hann vildi ekki tjá sig um það frekar, en vissulega hefði bankinn þurft að láta bankaeftirlitið fylgjast með sölutilraunum sínum. í lögum um viðskiptabanka er heimild til bankanna um að þeir megi eiga fyrirtæki eða fasteignir, hafi þeir þurft að leysa þær til sín. Þó ber þeim að losa sig út úr rekstri eða selja eignir eins fljótt og auðið er. Bankastjórnir hafa samt nokkurt svigrúm. Þær geta haldið eignunum eða fyrirtækjunum í eign bank- anna þar til þær telja hag- stætt að selja, til að hagsmun- um bankanna sé best borgið. í samtali við PRESSUNA staðfesti Björn Björnsson, bankastjóri íslandsbanka, að sölutilraunir hefðu verið í gangi en ekki borið árangur. Hann sagðist þó vongóður um að þær gerðu það í fyll- ingu tímans. Björn sagði einnig að bank- ar yrðu að verja sig áföllum og mörg dæmi væru til um að bankar hefðu átt fyrirtæki lengur en íslandsbanki er bú- inn að eiga Holiday Inn. Hann sagði að ávallt væri það svo að bankar ættu eignir um einhvern tíma, þ.e. eignir sem þeir leystu til sín vegna gjald- þrota og annarra skuldamála viðskiptamanna sinna. Flest- ar þessara eigna seldust fljótt aftur, en samt væri alltaf eitt- hvað um eignir sem væru erf- iðar í sölu. — Heimir Stoinsson, prestur og þjóðgarösvöröur á Þingvöllum, var í síðustu viku ráöinn i stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. „Heimir er ákveðinn og vel lærður. Hann er hreinn og beinn og hefur ekki minnimáttar- kennd fyrir einum né neinum," segir séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. „Heimir er af- bragð annarra manna. Sem þjóðgarðsvörður hefur hann verið í svipuðu hlutverki og lögsögu- mennirnir forðum, fræðandi fólk um náttúru og sögu staðarins. Það hefur hann gert með glæsi- brag," segir Hjörleifur Guttormsson, nefnd- armaður í Þingvallanefnd. „Heimir var af- burðanámsmaður, dúx í skóla og skáldmæltur. Hann er vel gefinn og traustur á allan hátt. Mér finnst hann vel að þessu starfi kominn þótt ég eigi eftir að sjá eftir honum af vettvangi kirkj- unnar," segir Jón Einarsson, prófastur og fyrrum skólafélagi Heimis. „Hann er marg- fróður og menntaður. Á létt með að rita skýran texta og tala góða íslensku. Hann hefur mótaðar skoðanir og fylgir þeim fram af festu en hóg- værð," segir Olafur G. Einarsson, formaður Þingvallanefndar. „Hann hefur ótrúlega stjórnunarhæfileika og fer aldrei með neina vit- leysu," segir Stefán Steinsson, bróðir Heim- is. „Hann er vel fallinn til mannaforráða. Stál- greindur og hefur mikla þekkingu til að bera. Hann er traustur vinur vina sinna," segir séra Bolli Gústavsson, skólafélagi Heimis og vin- ur. Heimir Steinsson útvarpsstjóri M* ** F***7 *** **** ’'-*** j ****** **** tíðleikinn fer stöku sinnum fram úr hófi,“ segir Stefán Steinsson, bróðir hans. „Hann er skapheitur og tilfinningaríkur," segir Hjör- leifur Guttormsson. „Ungur þótti hann grimmur, en það fylgir kraftmönnum. Hann hefur mildast með árunum,“ segir séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. „Heimir er vel máli farinn og ritfær, en beinir pennanum of hvasst stundum," segir Jón Einarsson, pró- fastur og skólafélagi hans. „Sumum kann að þykja sem hann skreyti eða fyrni mál sitt um of,“ segir Ólafur G. Einarsson, formaður Þingvallanefndar. „Hann er metnaðargjarn, en hefur líka vel efni á því,“ segir Jón Einars- son. „Hann er geðríkur, en hefur þroskast vel á þann veg að hafa góða stjórn á því mikla skapi,“ segir séra Bolli Gústavsson. UNDIR ÖXINNI Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Hafið þið reiknað út hvað þið eigið eftir að tapa miklu á næstu árum, ef álverð helst óbreytt? ,Það er ekki hægt að svara svona spurn- ingu. Það er ekki reikn- að með tapi, heldur gerð áætlun um af- komu fyrirtækisins. Það er ekki hægt að gefa neinar upplýsing- ar um niðurstöður þeirra útreikninga fyrr en þeir hafa verið lagð- ir fyrir stjórn Lands- virkjunar til umfjöllun- ar og formlega í þing- inu af iðnaðarráð- herra." Hvaða áhrif á óbreytt álverð eftir að hafa á raforkuverðið? „Þetta er spurning sem ekki er hægt að svara íeinu stuttu sím- tali. Það er mismun- andi verð á mismun- andi tímabilum og við byggjum áætlun okkar á þróun álverðs langt fram í tímann. Ekki því hvað það er í það og það skiptið." Hve lengi þolir Lands- virkjun óbreytt ál- verð? „Við verðum að gefa okkur ákveðnar for- sendur, sem byggja á því að það eru sveiflur á álverði frá ári til árs. Þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur, venjulega fimm ára, og verðtoppnum er þá náð á fimm ára fresti. Þar á milli eru lægðir og það má kannski segja að nú gangi yfir óvenjudjúp lægð. Sér- fræðingar, sem þekkja þróunina á undanförn- um árum, segja að ál- verð eigi eftir að fara hækkandi. Útreikning- ar á því hver afkoma Landsvirkjunar verður eru byggðir á meðal- italsverði á áli miðað við þessar sveiflur." Álverð hefur verið mjög lágt und- anfarið og samfara þvi hefur raf- orkuverð lækkað. Til að virkjunar- framkvæmdir standi undir sér þyrfti raforkuverðið að vera nær helmingi hærra.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.