Pressan - 15.08.1991, Side 29

Pressan - 15.08.1991, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.ÁGÚST1991 29 þurfa líka að sæta aga. f>ú sérð ekki drukkna unglinga í Suður-Afr- íku líkt og hér, þetta unglinga- vandamál fyrirfinnst hreinlega ekki þar. Eg vandist ekki á svertingjahat- ur og varð ekki vör við það í per- sónulegum samskiptum. Ég fékk jú að heyra það frá stjúpföður mínum, en lét það sem vind um eyrun þjóta. Staðreyndin er sú að hann og hinir íslensku karlmenn- irnir fluttu þessa þröngsýni með sér frá íslandi. Ég varð til dæmis aldrei vör við þessi viðhorf hjá mömmu. Reiði svertingja og lit- aðra beinist einkum gegn stjórn- völdum sem og öðrum lituðum. Þetta er einnig mjög svæðisbund- dæmis alltaf verið að stela bílum frá föður mínum og síðustu tvö ár- in sem ég var úti var átta bílum stolið frá fyrirtæki hans. Að mínum dómi er meginvanda- mál Suður-Afríku þessir tuttugu gerólíku menningarhópar sem byggja landið. Stærstu hóparnir eru Zulumenn, Xhosamenn og hvítir. Stórtækast er vandamálið milli Zulumanna og Xhosamanna, sem hafa svipað fylgi, en það eru bein tengsl milli hina síðarnefndu og ANC (African National Con- gress) þó að ANC eigi sér líka fylg- ismenn úr öðrum hópum. Zulu- menn eru mun samvinnuþýðari við aðra hópa. Framtíð Suður-Afr- íku lítur illa út eins og stendur rétt er um sex prósentum af þjóð- artekjum veitt beint í menntun þeirra. Það er hinsvegar ekki ein- falt mál, þrátt fyrir vilja stjórn- valda, því fjölskyldur þeirra eru stórar og foreldrarnir ómenntaðir. Það á því eftir að taka tvær eða þrjár kynslóðir að koma þessari menntun til skila. Kynþáttavandamál Suður-Afríku eru mjög svæðisbundin og meðal hvítra eru sjónarmiðin ólík; allt frá rasisma og upp í andhverfu hans. Það er búið að afnema apartheid á flestum sviðum þjóðlífsins og það er jákvætt, en eins og er mundi kosningaréttur þýða borg- arastyrjöld," sagði Hilmar að lok- um. ennþá sömu augum og þegat hann skildi við það og hugsar með hryllingi til Grjóthólmans eins og hann kallar landið. Þeir íslendingar sem ég kynntist í Suður-Afríku lifðu eftir einu boð- orði og það var „bjargaðu þér“, og þeir bjarga sér þó að sjálfsagt finn- ist einhverjar undantekningar. ís- lendingarnir þar hittast síðan eins og landar þeirra hér á sautjánda júní og veifa fánum með þjóð- rembusvip. Það eru aðeins um þrjátíu manns sem eiga sér margra áratuga sögu í Suður-Afr- íku, en margir hafa sest þar að um tíma og farið heim aftur, eins og gerist. Ég vandist hinsvegar ekki sum- „Flestir eru með útisundlaug og tennisvöll," segir Hilmar Hilmarsson. vegna þessara óeirða milli svert- ingjahópa. Og ef svertingjum yrði gefinn kosningaréttur er allt eins líklegt að ANC kæmist til valda og þá yrði borgarastyrjöld milli þess- ara tveggja ættbálka. Óeirðir hóf- ust strax og umræðan um kosn- ingarétt hófst og ég kvíði framtíð- inni ef kosningaréttur verður gef- inn frjáls 1994. Mér fyndist eðli- legast að landinu yrði skipt niður í einingar og hver kynþáttur kysi sína eigin leiðtoga. Þá væri hægt að hafa sambandsstjórn allra þess- ara ólíku hópa. Það er þó ólíklegt að það verði niðurstaða pólitíkus- anna, vegna þeirra peningalegu hagsmuna sem eru í húfi. Mér finnst fjölmiðlar hér ekki gæta hlutleysis í umfjöllun sinni um málefni Suður-Afríku og þeir draga endalaust taum ANC. Ef hugmyndir ANC um þjóðnýtingu kæmust til framkvæmda væri grundvöllur Suður-Afríku hruninn og menntamenn og fjármagnseig- endur mundu flýja land. Það hefur reyndar þegar gerst að ríkustu menn Suður-Afríku eru farnir að flytja mikið af fjármagni til dæmis til Sviss. Menntunarleysi er eitt stærsta vandamá! svertingjanna og stjórnvöld eru að reyna að koma til móts við vandann. Ef ég man ICynþátta- hatur er hugarástand segir Guðmundur Þórarinsson „Ég fór til Sudur-Afríku af tveim- ur ástcedum," sagdi Guömundur Þórarinsson kvikmyndageröar- madur, sem ásamt fleirum rekur fyrirtœkid Út í hött — inni í mynd. ,,Annarsvegar lagdi ég stund á nám í kvikmyndagerd í Höfdaborg og hinsvegar vildi ég hitta födur minn og systur. Þetta var auðvitað gerólíkt því sem maður hafði átt að venjast, en ég skil að mörgu leyti vel hvers vegna pabbi ílengdist þarna. Hann kunni vel við sig í fjöldanum og í hans augum var Jóhannesarborg heimsborg. Launakostnaður var lítill og það gerði honum kleift að stojna og reka fyrirtæki. Hann sér lsland Hildur Runólfsdóttir og Gordon Patt- erson. um hliðum Suður-Afríku, eins og vosbúðinni og ofbeldinu í landinu. Þó að landið sé fallegt verða skuggahliðarnar oft yfirsterkari. Það var barið upp á heima hjá mér mörgum sinnum á dag og beðið um mat og það versta var að maður átti ekkert að gefa. En þó að það séu vissulega nasista- samtök í Suður-Afríku hefur orðið vakning þar og það er orðið erfitt að alhæfa um þjóðfélagsstöðu svertingja. Þú sérð orðið mennt- aða svertingja og kynblendinga sem búa vel. En kynþáttahatur er hugarástand og lagabókstafur breytir þar engu um nema í mjög takmörkuðum mæli. Ný viðhorf koma með nýjum kynslóðum og eldra fólk í Suður-Afríku, líkt og faðir minn, meðtekur þau ekki héðan af. Mér kom einnig þessi strangi agi, sem alls staðar ríkti, mjög spánskt fyrir sjónir. Mér fannst mikil niðurbæld reiði ríkjandi í kjölfar hans og alls staðar var með hörku reynt að þröngva fólki inn í meðalmennskuna. Krakkar í Suð- ur-Afríku eru mjög seinþroska og 18 ára unglingar eru eins og smá- krakkar. Það var fasistalykt af þessu öllu saman og mér fannst þessi agi leiða til alls ofbeldisins ef eitthvað var. Einhvers staðar braust þetta allt út. Börnin fengu aldrei að haga sér eins og börn og allar þessar hörðu refsingar brutu niður einstaklingsvitund þeirra. Þröngsýni er einnig mjög ríkj- andi, enda á það við í Suður-Afr- íku, líkt og á íslandi, að fólk vill síður vera meðvitað um óþægi- legu hlutina. Suður-Afríka er af- skekkt og einöngruð og íbúarnir þjakaðir af minnimáttarkennd, líkt og íslendingar," sagði Guðmundur Þórarinsson að lokum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir „Þaö var fasistalykt af þessu öllu saman," sagði Guðmundur Þórarins- son. ið, það skiptir máli hvar þú ert í Suður-Afríku. Það er til dæmis mun meira kynþáttahatur í Jó- hannesarborg en Höfðaborg. Ann- ars finnst mér þessi samúð Islend- inga með svertingjum meira og minna byggð á hræsni. Ef þú tæk- ir þrjátíu svertingja og flyttir þá í Skipholtið mundu íslendingar ganga af göflunum," sagði Hildur. „Það er gífurlega mikið af lituðu fólki og útlendingum í Suður-Afr- íku og ef eitthvað er þá höfum við meiri þjálfun í að umbera það,“ sagði Gordon. ICosninga- réttur rnundi þýða borgara- styrjöld segir Hilmar Hilmarsson ,,Það hafdi sína kosti og galla líka ad alast upp í Sudur-Afríku," sagdi Hilmar Hilmarsson, sem flutti sex ára til Sudur-Afríku og aftur heim fyrir tveimur árum. Hann er nú ad setja á laggirnar fyrirtœki á Islandi. „Það er hærri Iífs„standard“ þarna og flestir eru til dæmis með útisundlaug í garðinum og tennis- völl. Þarna er einnig strangur agi og það hentar sumum vel en öðr- um ekki. Það hafa orðið miklar breytingar frá 1980 í Jóhannesar- borg. Fólksfjölgun hefur verið gíf- urleg og atvinnuieysi aukist í réttu hlutfalli við það. Atvinnuleysinu hefur fylgt glæpaalda og það er til s lcFem kunnugt er var það ætlun framsóknarmanna að koma Guð- mundi G. Þórarinssyni, fyrrver- andi alþingismanni, að sem aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá Framkvæmda- sjóði íslands. Nú stefnir í að starfsemi Framkvæmdasjóðs verði hætt og mun Guðmundur vera orðinn úrkula vonar um að fástarf þar. Hefur hann nú opnað nýja verkfræðistofu, þar sem hann starfar einn fyrst um sinn.. . ✓ I gær var birt kolbikasvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um Fram- kvæmdasjóð og Byggðastofnun. Þar kemur fram að staða þessara stofn- ana er í milljörðum króna talið miklum mun verri en áritað- ir ársreikningar þeirrasögðu tilum. í þessu sambandi vekur það ekki síst athygli að endur- skoðendur Framkvæmdasjóðs eru Bjarni Bjarnason, Árni Snæ- björnsson og sjálfur ríkisendur- skoðandi, Halldór V. Sigurðsson, og hjá Byggðastofnun þeir Bjarni og Halldór. Sjálf endurskoðunin var í höndum Bjarna og Árna, en árs- skýrslurnar áritaðar af Halldóri, þar sem hann samþykkir ársreikning- ana athugasemdalaust, með skír- skotun til áritunar kollega sinna. Nú þegar Ríkisendurskoðun hefur grandskoðað stöðu þessara stofn- ana fannst fjölmargt aðfinnsluvert, sem Halldóri sást yfir þegar hann áritaði ársreikningana fyrr á þessu ári... F ,l_Jftir að Hagkaup kærði Jó- hannes Jónsson í Bónus fyrir stykkjatölusölu hans á grænmeti og ávöxtum var Jó- hannes kallaður fyr- ir verðlagsstjóra. Viðbrögð Jóhannes- ar komu verðlags- stjóra á óvart, því kaupmaðurinn bauðst einfaldlega til að hætta að selja grænmeti og ávexti, væru menn ekki ánægðir. Skiljanlega vildi verðlagsstjóri ekki eiga slíka aðgerð á samviskunni og var málið leyst með því að Jóhannes skyldi geta áætlaðs kílóverðs... M ikið hefur verið um beinar lýsingar frá knattspyrnuleikjum_í út- varpi síðustu daga. Samúel Orn Erlingsson lýsti leik Víkings og IBV fyrr í vikunni. í lýs- ingunni sagði Samú- el að Gunnar Ing- varsson dómari væri eins og hver önnur þúfa á vellin- um. Samúel Örn lét þessi orð falla eftir að einn Eyjamanna hafði spyrnt boltanum í Gunnar dómara og af honum hrökk boltinn aftur fyr- ir endalínu. Samúel Örn notaði sam- líkinguna við þúfuna til að skýra hvers vegna Víkingar ættu út- spark.. .

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.